Morgunblaðið - 11.03.1999, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
ÁRAIMGUR
fyrir
L LuAkk
Bonino for-
seti Italíu?
Frönsk blöð gagnrýna sýknudóm í „blóðhneykslismálinu“
Valdastéttin sögð njóta
óviðunandi sérréttinda
París. Reuters.
FRÖNSK dagblöð gagniýndu í gær
sýknudóminn yfir Laurent Fabius,
fyrrverandi forsætisráðherra, og
einum af meðráðheri'um hans vegna
„blóðhneykslisins" svokallaða og
sögðu hann til marks um að fransk-
ir stjómmálamenn væru hafnir yfir
lögin.
Málið snýst um 3.600 manns, er
sýktust af alnæmi á árunum
1984-85 eftir að hafa fengið smitað
blóð, sem ekki hafði verið skimað.
Sérstakur dómstóll, Lýðveldisdóm-
stóllinn, sem dæmir aðeins í málum
háttsettra embættismanna, sýknaði
ráðhen-ana fyiTverandi í málinu en
undirmaður þeirra á þessum tíma
var sakfelldur fyrir manndráp af
gáleysi. Hann fékk þó aðeins skil-
orðsbundinn fangelsisdóm þar sem
dómstóllinn taldi hann hafa þjáðst
nóg í þau fimm ár sem rannsókn
málsins hefur staðið.
„Ætti að vera einn
dómstóll fyrir alla“
France Soir sagði að dómurinn
renndi stoðum undir þá skoðun
margra Frakka að franskir stjórn-
málamenn séu séjréttindastétt og
hafnir yfir lögin. „I sérstökum dóm-
stólum eru það alltaf hinir valda-
mestu sem fara með sigur af hólmi.
Það ætti að vera einn dómstóll fyrir
alla.“
Le Figaro tók undir þetta og
sagði að niðurstaða Lýðveldisdóm-
stólsins beindi sjónum manna að
„óviðunandi forréttindum" stjóm-
málamanna. „Frakkar ættu að fara
að dæmi nágrannaríkjanna þar sem
allir eru jafnir fyrir lögunum.
Hvorki Bretland né Ítalía og Þýska-
land hafa slíkan sérdómstól fyrir
stjómmálamenn."
Liberation sagði að Lýðveldis-
dómstóllinn, sem er skipaður dóm-
uram og stjórnmálamönnum, hefði
„dæmt sjálfan sig til dauða“ með
sýknuúrskurðinum. „Niðurstaðan
endurspeglar samsetningu hans og
hann mun ekki halda velli“.
Fólk, sem smitaðist af alnæmi við
blóðgjöf á árunum 1984-85, segir að
stjórnvöld hafi vitað um hættuna á
alnæmissmiti en látið hjá líða að
grípa nógu snemma í taumana til að
vernda almenning. „Stjórnmála-
menn eru eins og glæpamenn -
standi menn þá ekki að verki er
ekki hægt að refsa þeim,“ sagði Syl-
vie Rouy, ein þeirra sem sýktust af
alnæmi.
Brussel. Reuters.
EMMA Bonino, sem á sæti í fram-
kvæmdastjórn Evrópusambands-
ins, hefur gefið kost á sér í emb-
ætti forseta Ital-
íu og talsmaður
hennar sagði í
fyrradag að það
bryti ekki í bága
við nýjar reglur
ESB um tak-
markanir við
pólitískum störf-
um fram-
kvæmdastjórnarmanna.
Kjörtímabili Oscars Luigis
Scalfaros, forseta Ítalíu, lýkur í
maí og flokkarnir hafa þegar hafið
baktjaldamakk um hver eigi að
taka við af honum. Pietro Petracci,
talsmaður Bonino, sagði að ákvörð-
un hennar værí „táknræn" og lagði
áherslu á að forsetinn væri kjörinn
í leynilegri atvæðagreiðslu á þing-
inu. Þannig er Bonino ekki form-
lega í framboði en þó „fræðilega
mögulegt“ að hún yrði kjörin.
Vetrarríki
í Banda-
ríkjunum
Washington. Reuters.
MIKIL snjókoma hefur truflað
samgöngur og sett líf fólks úr
skorðum á austurströnd og í mið-
vesturríkjum Bandaríkjanna
undanfarna daga. Þrjú dauðaslys
má rekja til veðursins. I Minnea-
polis náði snjórinn 30 cm þykkt
en var víðast hvar á bilinu 15-30
cm þykkur. Snjókoman olli töfum
á flugi á öllum helstu flugvöllum
í austurhluta Bandaríkjanna. í
Washington voru ríkisstarfsmenn
sendir heim vegna veðursins en
sú ráðstöfun olli umferðaröng-
þveiti í höfuðborginni en íbúar
hennar áttu sér einskis ills von er
úrkoman hófst á þriðjudag.
Óánægðir áhorfendur kvörtuðu
yfir beinum útsendingum sjón-
varpsstöðva af veðri og færð og
vildu fá að sjá uppáhalds síðdeg-
issápurnar sínar refjalaust.
Skokkarinn á myndinni lét færð-
ina á The Mall, almenningsgarði
í miðborg Washington, greini-
lega ekki á sig fá.
i
Reuters
Annar dagur opinberrar heimsóknar Khatamis, forseta frans, til Ítalíu
Khatami segir heiminn
þreyttan á ofbeldi
MOHAMMAD Khatami, forseti
Irans, sagði á öðrum degi opin-
beraar heimsóknar sinnar til Ítalíu
í gær að heimurinn væri þreyttur á
ofbeldi og hryðjuverkum og vildi
frið, byggðan á gagnkvæmri virð-
ingu og réttlæti. Hin þriggja daga
Ítalíuheimsókn Khatamis er í
fyrsta sinn sem íranskur þjóðar-
leiðtogi kemur til Vesturlanda frá
því klerkastjórnin tók við völdum í
Iran í byltingunni árið 1979.
Khatami, sem átti í gær tveggja
tíma viðræður við Massimo
D’Alema, forsætisráðherra Ítalíu,
sagði að meðal þjóða heimsins hlyti
að vera vilji til að ti-yggja að frelsi,
lýðræði og mannréttindi festi ræt-
ur.
„Við erum sammála um, að
heimurinn hefur - meira nú en
nokkru sinni - þörf fyrir frið og
samlyndi," tjáði Khatami frétta-
mönnum í gegnum túlk, eftir fund-
inn með D’Alema.
„Heimurinn er þreyttur á að
horfa upp á eilíft ofbeldi og hryðju-
verk, en viðleitni til að koma á
sönnum friði verður að haldast í
hendur við baráttuna fyrir endur-
reisn réttlætis," bætti Khatami við.
Hann sagði Irani vera að velja sér
„nýja leið“, sem hann sagðist sann-
færður um að yrði árangursrík.
Italska stjórnin hefur hvatt
Vesturlönd til að styðja við bakið á
Khatami og fylgismönnum hans,
sem eiga í viðureign við valdamikil
íhaldssöm öfl í Iran.
„Eg er stoltur af því að við lok
20. aldar skuli ég, sem forseti lands
míns, hafa komið af stað rökræðu
milli heilla siðmenninga og ólíkra
þjóða,“ sagði Khatami.
Ekki minnzt á Bandaríkin
I öllu því sem Khatami hefur
sagt opinberlega í heimsókninni
hefur hann ekki minnzt orði á
Bandaríkin, en ummælum hans er
tvímælalaust beint að miklu leyti
til stjómvalda í Washington og í
öðrum löndum sem álíta Iran hafa
stimplað sig út úr samfélagi þjóð-
anna með stuðningi við hryðjuverk
og fleira í þeim dúr.
Bandaríkjastjórn sakar Irani
enn um að styðja við alþjóðlega
hryðjuverkastarfsemi og að leitast
við að koma sér upp gereyðingar-
vopnum, auk þess að gagnrýna
ástand mannréttindamála í land-
inu. Að stíga skref í átt að bættum
samskiptum við Iran hefur Wash-
ington-stjórnin skilyrt við að íranir
geri hreint fyrir sínum dyram í
þessum málum.
Efnahagur Irans er bágborinn
vegna lágs olíverðs á heimsmark-
aði og viðskiptabanns Bandaríkj-
anna. Landið þarfnast sárlega fjár-
festinga, en í för með Khatami er
sendinefnd sem gerir sér vonir um
að ná samningum við Itali um við-
skipti og lán. Reiknað er með að
viðskiptaviðræðurnar snúist fyrst
og fremst um olíu- og gasiðnaðinn,
í kjölfar eins milljarðs dollara
samninga ítalska orkurisans ENI
og franska olíufyrirtækisins Elf-
Aquitaine.
Mótmælendur
kasta málningu
Þrátt fyrir miklar öryggisráð-
stafanir tókst mótmælendum úr
hópi útlægra írana að kasta máln-
ingarfylltu eggi í bfl Khatamis er
hann var á leið frá hótelinu þar
sem hann dvelur í miðborg Rómar.
Þrettán mótmælendur vora hand-
teknir í kjölfarið.
Khatami er umbótasinnaður
sííta-klerkur, en hann er jafnframt
menntaður í vestrænni heimspeki.
Bók eftir hann kemur út á Ítalíu í
þessari viku, undir titlinum „Trú,
frelsi og lýðræði". Hann mun eiga
viðræður við Jóhannes Pál II páfa í
dag, fimmtudag.