Morgunblaðið - 11.03.1999, Síða 26

Morgunblaðið - 11.03.1999, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR I fangelsi hugans í Borgarleikhúsinu verður í kvöld frumsýnt leikritið Fegurðardrottn- ingin frá Línakri eftir kornungan breskan leikritahöfund, Martin McDonagh, sem á tveimur árum hefur orðið einn umtalaðasti og þekktasti leikritahöfundur samtím- ans, beggja vegna Atlantsála. Hávar Sigurjónsson fylgdist með og ræddi við leikarana og leikstjór- ann að lokinni æfíngu. í Connemara, afskekktu sveitahér- aði á írlandi, þreyja mæðgurnar Meg og Maureen Folan eilífan þorr- ann; dóttirin Maui’een orðin fertug, bitur og vonsvikin yfír því að sitja uppi með umsjána yfir móðurinni, ill- kvittinni nöldurskjóðu um sjötugt, sem gerir sér upp veikindi og ýmsa ógeðfellda kvilla til að halda Maureen við efnið. Þó leikritið minni um margt á verk írsku meistaranna O’Casey, Synge, jafnvel Friel í rustalegri persónusköpun og óhefl- uðum samtölum, þá er höfundurinn McDonagh greinilega af þeirri kyn- slóð, sem tekur grimmd og geðveiki fram yfir ljóðrænan texta og póli- tíska undirtóna. Sem höfundi hefur honum verið lýst sem eldfimri blöndu af írskri leikhúshefð og nú- tíma amerískri kvikmyndagerð í anda Tarantinos og Scorsese. „Það hefur nærri því komið okkur á óvart hvað leikritið er gríðarlega vel skrifað. Höfundurinn er svo ung- ur og þetta er hans fyrsta leikrit en það er ekki einni einustu setningu of- aukið,“ segir María Sigurðardóttir leikstjóri og leikararnir taka heils- hugar undir það. Titill verksins, Fegurðardrottningin frá Línakri, er til marks um kaldhæðni höfundarins; Meg situr og horfir á sjónvarpið alla daga á meðan „fegurðardrottningin“ Maureen þornar upp og nærist orðið eingöngu á hatri sínu og beiskju i garð móðurinnar. Henni gefst mögu- leiki á lausn þegar Pato Doo'ey biðm- hana að flytjast með sér til Ameríku. Hlutimir fara þó á annan veg og þai- á Meg ekki hvað minnstan þátt og bræði Maureen magnast smám saman upp í geð- veiki sem endar með skelfingu. Það eru leikkonurnar Margrét Helga Jó- hannsdóttir og Sigrún Edda Bjömsdóttir sem leika þessar ógæfusömu MEG Foley mæðgur. Þær segjast um sínum. fyrstar til að fallast á að illskan í samskiptum mæðgnanna sé ein af ráðandi til- finningunum. „En þetta er líka leik- rit um ástina og hvernig hægt er að traðka í svaðið fallegustu tilfinning- una sem til er af hreinni eigingirni," segir Sigrún Edda og líkir fyrsta at- riði leikritsins við litla heimsstyi’j- öld þar sem mæðgurnar berjast með öllum tiltækum meðulum. „Og það er bara byrjunin,“ bætir Mar- grét Helga við. Illskan sprettur af ótta og báðar eru mæðgurnar hræddar við framtíðina. Meg óttast mest að vera sett á gamalmenna- hæli og Maureen óttast mest þá framtíð sem blasir við að sitja yfir Meg næstu tuttugu árin. „Ég ætla að endast mjög lengi,“ segir Meg ill- girnislega. „Ég hef bara kysst tvo menn um ævina,“ segir Maureen með eftirsjá. „Það var tveimur of mikið,“ segir Meg og hefnir sín dag- lega á dóttur sinni með því að hella úr koppnum sínum yfir leirtauið í eldhúsvaskinum. Pato Dooley kem- ur sér fimlega undan að þiggja te- bolla þegar hann uppgötvar hvernig í pottinn er búið. Pato Dooley er jafnaldri Maureen, Morgunblaðið/Jón Svavarsson stjórnar af hörku úr ruggustóln- Margrét Helga Jóhannsdóttir í hlutverki sínu. einlægur náungi sem vinnur í bygg- ingarvinnu í London við ómann- eskjulegar aðstæður. Þar snertir höfundurinn á feimnismáli fyrir bresk yfirvöld sem aldrei hafa viljað viðurkenna að aðbúnaður írskra verkamanna í Englandi hefur um langan aldur verið fyiár neðan allar hellur. Maureen hefur líka sögu að segja af því er hún fór til Englands 25 ára gömul og skúraði gólf og þreif klósett í Leeds. „Pato er raunveru- lega hrifinn af Maureen og skrifar henni bréf frá London þar sem hann biður hana að koma með sér til Boston í von um betra líf fyrír þau bæði,“ segir Ellert A Ingimundar- son sem leikur Pato. Hann sendir Ray bróður sínum - leikinn af Jó- hanni G. Jóhannssyni - bréfið og bið- ur hann þess lengstra orða að koma því persónulega í hendur Maureen. Mikilvægi bréfsins fyrir framvindu verksins er gríðarlegt og höfundur- inn hikar ekki við að margundir- strika mikilvægi þess í bráð- skemmtilegu atriði milli Meg og Ra- ys. Það telst tæpast til frumlegustu MAUREEN krefur Meg um sannleikann með því að skella hendi hennar á heita eldavélarhelluna. Sigrún Edda Björnsdóttir og Mar- grét Helga Jóhannsdóttir. MAUREEN reynir að ganga fram af Meg þegar Pato Dooley er í heimsókn. hugmynda í leikritagerð að hengja atburðarásina á afdrif sendibréfs, í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir blaktir 100 ára gömul atburðarás Brúðuheimilisins einmitt á innihaldi bréfs. „Þetta er í rauninni gamal- dags leikrit. Gamaldags í þeim skilningi að það er byggt upp á hefðbundinn hátt, persónusköpunin er hefðbundin og umgjörðin sömu- leiðis. En um leið er allt sem í því gerist mjög öfgakennt," segir María Sigurðardóttir leikstjóri. Hún segir jafnframt að þau Steinþór Sigurðs- son leikmyndar- og búningahönnuð- ur hafi verið sammála um að búa verkinu raunsæja umgjörð. „Grimmdin sem birtist í samskipt- um persónanna verður að mínu mati miklu áhrifameiri og sannari ef bak- grunnurinn er raunsær, fremur en stílfærður leikhúsheimur,“ segir María. Þau rifja upp að í upphafi æfinga- tímans hafi þau fengið sálfræðing til að lesa leikritið með sér og meta hversu trúverðugt samband mæðgn- anna væri. „Hún sagði að þetta væri ótrúlega sannfærandi samskipta- mynstur sem þarna kæmi fram. Hún var viss um að höfundurinn þekkti svona fólk því annars gæti hann ekki lýst því svo nákvæmlega,“ segir María. „Þær eru bara lokaðar inni í sínu mynstri, sínum heimi, sem er mjög þröngur og þær nærast á þessum neikvæðu og sjúku samskiptum," segir Sigrún Edda. „Það sem ein- kennir þetta fólk er framtíðarleysið sem það býr við. Atvinnumöguleikar eru engir, þeir sem eru á staðnum eru þar af því að þeir komast ekki burt. Slíkar aðstæður setja mai’k sitt á fólk,“ segir María. Og þarf líklega ekki að leita til írlands til að finna hliðstæður við þannig búsetu- og at- vinnuástand. „En ég held líka að svona samskipti eigi sér stað í hús- um hér í Reykjavík ekki síður en annars staðar. Þetta er ekkert annað en fangelsi hugans. Þröngsýni og grimmd," segir Sigrún Edda. „Kjarkleysi," bætir Ellert Ingi við. Aðrir sem koma að uppfærslunni eru þeir Kári Gíslason ljósahönnuður og Baldur Már Arngrímsson hljóð- meistari. Fæddist fullskapað leikskáld Honum hefur verið lýst sem blöndu af Orson Welles, Mu- hammed Ali og Liam Gallagher. Sjálfur segist hann ekki sjá ástæðu til að þegja yfir eigin ágæti. „Ég kýs fremur Mu- hammed Ali-aðferðina. Segðu öll- um að þú sért bestur og stattu svo við það.“ Þannig lýsir leikritahöf- undurinn Martin McDonagh sjálf- um sér sem fyrir tæpum þremur árum var algjörlega óþekktur 25 ára gamall, ómenntaður atvinnu- leysingi í Suður-London. í dag er hann eitt þekktasta leikskáld á Vesturlöndum sem náði þeim sjaldgæfa árangri á síðasta ári að tvö leikrita hans voru samtímis í gangi í leikhúsum á Broadway í New York. McDonagh sló í gegn með meiri tilþrifum með fyrsta sviðsverki sínu, Fegurðardrottningunni frá Línakri, en nokkur höfundur hefur gert í bresku leikhúsi í langan tíma. Hann hefur skrifað sex leik- rit á þeim þremur árum sem nafn hans hefur verið á lofti. Verð- launaleikritið Fegurðardrottning- una frá Línakri skrifaði hann að eigin sögn á átta dögum og hafði lítið fyrir því. „Það var ekkert mál, eitt atriði á dag í átta daga.“ í öðru viðtali sagðist hann hafa verið fjór- ar vikur að skrifa það. Fegurðar- drottningin frá Línakri er eitt þriggja verka sem mynda þríleik, hin tvö eru A Skull in Connemara og The Lonesome West. Síðari tvö leikritin hafa ekki fengið jafn góð- ar viðtökur og Fegurðardrottning- in enda nánast ómögulegt annað en dala, svolítið eftir jafn ótrúlegar viðtökur á íyrsta verki. Sjálfum- gleði McDonaghs hefur orðið til þess að gagnrýnendur eru sagðir bíða með blóðbragð í munni eftir að honum mistakist. Enn hefur honum ekki mistekist og slapp óskaddaður yfir hindrunina sem gjarnan er sögð fylgja því að slá í gegn með fyrsta verki og mis- takast síðan að fylgja velgengninni eftir með öðru verkinu. „Hann fæddist í þennan heim fullskapað leikskáld," segir Richard Eyre sem var leikhússtjóri við breska þjóðleikhúsið til 1997. Hinn þekkti leikhúsfræðingur og gagnrýnandi Robert Brustein í New York hefur sagt að McDonagh sé....skærasta stjarnan sem lýsi inn á leiksvið 21. aldarinnar". Hann hefur fengið orð á sig fyr- ir að vera stóryrtur og orðhákur hinn mesti. Hann varð frægur að endemum þegar hellti sér yfir Se- an Connery við afhendingu Even- ing Standard-verðlaunanna 1996. „Ljúfur sem lamb og mjög fær fagmaður," segja samstarfsmenn hans úr leikhúsinu sem hafa ekki verið af verri endanum. Irska leik- stýran Gari-y Hines valdi Fegurð- ardrottninguna til sýningar úr tugum handrita þegar Hines var leikhússtjóri Druid-leikhússins í Galway á írlandi. Hines fylgdi síð- an verkinu til Royal Court-leik- hússins í London þar sem það var frumsýnt í mars 1996. Og í þriðja sinn sviðsetti Hines Fegurðar- drottninguna í Atlantic-leikhúsinu í New York í febníar á síðasta ári. Breska þjóðleikhúsið réð McDonagh á höfundarlaun í eitt ár 1996 og afrakstur þess varð Aran- þríleikurinn svokallaði sem dregur nafn sitt af Ai-an-eyjaklasanum úti fyrir ströndum írlands. Verkin í þríleiknum heita The Cripple of Inishmaan, the Lieutenant of Inis- hmore og The Banshee of Inis- heer. Leikstjórinn Nicolas Hytner sviðsetti The Cripple á Cottesloe- sviði þjóðleikhússins og var frum- sýningin í janúar 1997. McDonagh er fæddur í Suður- London af írsku foreldri og uppal- ÍRSKÆTTAÐI Ieikritaliöf- undurinn Martin McDonagh. inn þarj sjálfur hefur hann aldrei búið á Irlandi og segist hafa lært hina írsku mállýsku er hann skrif- ar leikrit sín á af föðurbræðrum sínum og öðru frændfólki í heim- sóknum sínum til írlands. Sjálfur talar hann með dæmigerðum Lundúnahreim og þótti Lundúna- gagnrýnendum sem leikið hefði verið á þá er upp komst að McDonagh var litlu írskari en þeir. „Ég er sögumaður og skrifa um írland eins og ég sé það fyrir mér og því hefur verið lýst fyrir mér,“ segir hann. Hann hætti í skóla 16 ára gamall og hefur lengst af verið atvinnulaus, lærði leikritun af kvikmyndum af eigin sögn, enda aldrei farið í leikhús og aldrei lesið leikrit. Hann segist halda upp á kvikmyndagerðar- mennina Quentin Tarantino og Martin Scorsese og skrifa í anda þeirra. Gagnrýnendur hafa verið tregir til að trúa þessari uppruna- lausu sköpunarsögu leikrita- skáldsins og segja hann örugglega betur lesinn en hann vilji vera láta. Bent hefur verið á að leikrit- ið The Cripple of Inishmaan sé hugvitssamleg blanda af verkum írsku höfúðskáldanna þriggja Synge, Casey og Yeats. „Aldrei lesið neitt _ eftir þá,“ segir McDonagh. „Ég fer sjaldan út og sef mikið. Stundum hangi ég bara, horfi klukkustundum saman út um gluggann, horfi á fuglana eða stari bara út í loftið.“ Hann segist helst langa til að skrifa kvik- myndahandrit en hefur til þessa hafnað öllum tilboðum sem streymt hafa til hans frá Hollywood. Hann segist ætla að nota sýningalaunin frá leikhúsun- um til að framleiða eigin kvik- mynd. Það á að verða írskur „spaghetti-vestri".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.