Morgunblaðið - 11.03.1999, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 31
LISTIR
VIÐ litlu tjörnina á leiðinni niður hallandann í Listaskálann.
EITT af málverkum Tryggva Ólafssonar á sýningunni í Listaskálanum.
Það hafa Færeyingar fram yfir
okkur Islendinga, að með þeim býr
skilningur á því að uppi þarf jafnan
að vera gott yfirlit yfir það helzta
sem gerzt hefur í list þjóðarinnar,
nefnist fastasýningar, lítið er hrófl-
að við og þó stokkaðar reglulega.
Listasagan þó yngri en okkar,
þannig er faðir nútímalistar talinn
fyrrnefndur Sámal Joensen
Mykines, sem var fæddur 1906, en
lést 1979. Hann var jafnframt sá
fyrsti sem alfarið helgaði sig mynd-
listinni og er þannig hliðstæða Ás-
gríms Jónssonar á Islandi.
I enda skálans er grafíkverk-
stæði, með mjög góðri aðstöðu fyrir
steinþrykk og eru þeir hér sömu-
leiðis á undan okkur. Færeysk list
er afsprengi módernismans með
sterkum dönskum og norrænum
einkennum, sem þeir eru ekkert að
reyna að leyna, en þeir sveigja stíl-
brögðin að vettvangi heimaslóð-
anna. Og jafnvel þeir yngstu og
framsæknustu sækja myndefni sín
til heimahaganna, hafsins og eilífð-
arinnar eins og kom fram á gáma-
sýningunni í Kaupmannahöfn 1996,
en þar vakti verk ungs færeysks
listamanns, að mig minnir Tróndar
Paturssonar, óskipta athygli.
I gólfi eru tígulsteinar og ójöfnur
og veggir frekar kaldir, sem er eitt
af hinu fáa sem ég í fljótu bragði
gat fundið að. Enginn marmari,
parkettgólf, pell né purpuri fyrir-
finnst í þessu húsi, sem er eins
langt frá því að geta talizt monthús
og hugsazt getur, jafnframt eru
ekki allir gluggar á gátt fýrir er-
lenda vinda og framandleg viðhorf,
og kunnugleg ofankoma af öllu tagi
fellur af upsum þess. Húsið er sem
vaxið inn í umhverfi sitt og spegill
færeyskrar þjóðmenningar og þjóð-
arsálar um leið.
Lærdómsríkt að vera að skrifa
um Parísarborg og Þórshöfn á
sama tíma, í París sem telst menn-
ingarieg eyja í Frakklandi, er það
stolt íbúanna að vera Parísarbúar
og þeir skynja París sem háborg
Evrópu. í Færeyjum gildir að vera
Færeyingur af lífi og sál, helzt ekk-
ert nema réttur og sléttur Færey-
ingur, svo sem þeim er það í blóðið
borið og sinnið ofið, og Þórshöfn
nafli heimsins...
Bragi Ásgeirsson
Glóbleikt og purpuralitt
Hot Fuchsias
Nýir litir sem minna á suðrænar hitabeltiseyjar:
Bleikt, purpuralitt og sægrænt
]
ímyndaðu þér að þú sért á suðrænni eyju.
Sjáðu fyrir þér draumbláan himinn, og dulúðug kvöld.
Varirnar klæðast villtum bleikum
litum - glóbleiku, purpurasvölu.
Augun verða framandleg í mjúkum
næturskuggum, með smáskammti
af blágrænu til áherslu.
Neglurnar glampa í eyjableiku
og Ijósfjólubláu.
í þessari línu er lögð áhersia
á nýju Color Swirl litina fyrir varirnar
og á Duo Sticks augnskuggana.
Þessi seiðandi suðræna lína frá Estée
Lauder fæst aðeins í:
(SNVRTIVÖRUVERSLUNIN
GLÆS@Æ
sími 568 5170
STÓR OG GÓÐ
VIN N U AÐSTAÐA
ÞARF SKKI AÐ
KOSTA ÞIG MIKIÐ
Rekstrarleigusamningur
Engin útborgun
36.140 kr. d mánuði
Fjármögnunarleiga
Utborgun 312.450 kr.
19.797 kr. á mánuði
Rekstrarleiga er mifiufi er vifi 24 mánufii og 20.000 km akstur á ári. Fjármögnunarleiga er mifiufi vifi 60 mánufii
og 25% útborgun, greifislur eru án vsk. Vsk leggst ofan á leigugreiðslur en vifikomandi fær hann endurgreiddan
ef hann er mefi skattskyldan rekstur. Allt verfi er án vsk.
ATVINNUBÍLAR
FyRIRTÆKJAÞJÓNUSTA
Ármúli 13
Sfmi 575 1200
Söludeild 575 1220
HYunDm
Aðalfundur
íslandsbanka hf.
Aðalfundur íslandsbanka hf. 1999 verður
haldinn í Súlnasal Radisson SAS Saga Hotel
mánudaginn 22. mars 1999 og hefst kl. 14:00.
Dagskrá
1. Aðalfundarstörf í samræmi við 10. grein
samþykkta bankans.
2. Tillaga um heimild til bankaráðs til kaupa é
hlutabréfum í íslandsbanka hf.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða
afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í
íslandsbanka hf., Kirkjusandi, Reykjavík, 3. hæð,
18. og 19. mars frá kl. 9:15 -16:00 og á fundardegi
frá kl. 9:15 - 12:00.
Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningur félagsins
fyrir árið 1998 verður hluthöfum til sýnis á sama stað
frá og með mánudeginum 15. mars 1999.
Framboðsfrestur til bankaráðs rennur út þriðjudaginn
16. mars n.k. kl. 17:00. Framboðum skal skila til
bankastjóra, Kirkjusandi.
Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja
aðgöngumiða og atkvæðaseðla sinna fyrir kl. 12:00
á hádegi fundardags.
9. mars 1999
Bankaráð (slandsbanka hf.
ISLAN DSBAN Kl