Morgunblaðið - 11.03.1999, Side 38

Morgunblaðið - 11.03.1999, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EYROPUFOR KHATAMIS FÖR Mohammads Khatamis, forseta írans, til Italíu er fyrsta heimsókn íransks leiðtoga til Vesturlanda frá því íranskeisara var steypt af stóli í íslamskri byltingu fyrir tveimur áratugum. Með heimsókninni sækist Khatami eftir að rjúfa alþjóðlega einangrun Irana og reyna að koma samskiptum Irana og vestrænna ríkja í eðlilegra horf, efla pólitísk samskipti og kannski ekki síst reyna að laða er- lendar fjárfestingar til landsins. Hafa ítölsk og frönsk fyr- irtæki nýlega ákveðið viðamiklar fjárfestingar í írönskum olíuiðnaði. Khatami komst til valda árið 1997 og hefur hægt og síg- andi unnið að því að draga úr valdi klerkastjórnarinnar. Úrslit sveitarstjórnarkosninga í síðasta mánuði, þar sem umbótasinnaðir frambjóðendur unnu mikinn sigur, eru tal- in styrkja stöðu hans verulega. Ekki síst yngri kjósendur, sem eru stór hluti íbúa landsins, hafa fylkt sér um Khatami og aðra íranska umbótasinna. Tök klerkanna á írönskum stjórnmálum eru hins vegar ennþá sterk og fátt sem bendir til að það muni breytast í bráð. Khatami hefur takmörkuð áhrif á utanríkisstefnu írans og fær litlu ráðið þegar varnarmál og innri öryggis- mál eru annars vegar. Staða mannréttinda í landinu er hörmuleg, aftökur og pyntingar eru sagðar algengar og íranar eru taldir styðja ýmis hryðjuverkasamtök í Mið- Austurlöndum. Framganga Khatamis gegn öryggislögregl- unni í kjölfar hrottalegra morða á rithöfundum og andófs- mönnum fyrir skömmu og sá árangur er hann náði í þeirri baráttu vakti hins vegar vonir um að þróuninni miðaði í rétta átt. Það eru hagsmunir Vesturlanda að ýta undir þá þróun, sem nú á sér stað í Iran, og styðja við bakið á umbótasinn- um. Mikil pólitísk gerjun er í landinu og greinilegt að vilji og þörf eru fyrir hendi að auka samskipti við umheiminn. Þótt Iran gegni mikilvægu hlutverki í sínum heimshluta og hafi meðal annars byggt upp sterk tengsl við ríki Mið-Asíu er það landinu lífsnauðsynlegt efnahagslega að opna dyrn- ar í vesturátt. Auðvitað verða Vesturlönd að sýna varfærni í auknum samskiptum við íran og ekki má slá af þeirri kröfu að íranar láti af stuðningi við hryðjuverk og hætti tilraunum til að verða sér úti um gjöreyðingarvopn er ógna umheiminum. Bandaríkin hafa þannig viljað fara mun hæg- ar í þessum efnum en ríki Evrópu. I ljósi þeirra breytinga sem átt hafa sér stað í Iran og þeirra umskipta sem enn eru í gangi er samvinna hins vegar líklegri leið til bættra samskipta heldur en áframhaldandi útskúfun. Tregða Bandaríkjastjórnar til að taka upp eðlileg samskipti við Kúbu þrátt fyrir að það fátæka Karíbahafsríki hafi fyrir löngu hætt að ógna öryggi hins vestræna heims sýnir að það getur verið varasamt að fara of hægt í sakirnar ekki síður en of hratt. BYGGÐAMÁLIN • • OLLUM er ljóst, að málefni landsbyggðarinnar verða eitt af helztu umræðuefnum kosningabaráttunnar. Ástæðan er einfaldlega sú ískyggilega staða, sem er í byggðaþróuninni, sérstaklega á Vestfjörðum og Austur- landi og að hluta til á Norðurlandi. Hins vegar er mikil- vægt að við töpum ekki áttum í þessum umræðum og að ekki verði horfið aftur til úreltrar stefnu í byggðamálum, sem reynslan sýndi, að skilaði engu. í fyrradag voru kynntar tillögur nefndar, sem fjallað hefur um vanda landsbyggðarinnar. I tillögum nefndarinn- ar er m.a. lagt til, að árlegur afsláttur verði veittur af af- borgunum námslána eftir tveggja ára fasta og samfellda búsetu utan höfuðborgarsvæðisins. Hvers konar vitleysa er þetta? Hverjum dettur í hug, að tillaga af þessu tagi sé framkvæmanleg? Hverjum dettur í hug, að það verði ekki fundnar fjölmargar leiðir til þess að misnota svona vitlaust kerfi? Það er satt að segja ótrúlegt að tillögur sem þessar komi frá nefnd, sem skipuð er ábyrgu fólki. Vandi landsbyggðarinnar verður ekki leystur með tillög- um sem þessum. Þetta er afturhvarf til fortíðar. Á þessum áratug hafa tvær ríkisstjórnir unnið ótrúlega gott starf við að hreinsa út áþekkar vitleysur úr stjórnkerfi okkar. Von- andi freistast ríkisstjórnin ekki til að koma svona tillögum til að leysa vanda landsbyggðarinnar í framkvæmd. Þær leysa engan vanda. Þær auka á vandann og gera lítið úr landsbyggðarfólki. Strobe Talbott, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi Barentsráðsins i Mengunarvarnir Rússlandi sameigin- legt verkefni UTANRIKISRAÐHE RRAR sex aðildarríkja Barents- ráðsins og sjö áheyrnar- fulltrúa þess undirrituðu á fundi ráðsins á föstudag viljayfirlýs- ingu um að stuðla að og efla sam- vinnu um að tryggja kjarnorkuör- yggi og rétta meðferð geislavirks úr- gangs í Rússlandi. Stefnt er að gerð fjölþjóðlegs samkomulags um sam- vinnu á þessu sviði hið allra fyrsta. I samtali við Morgunblaðið sagði Talbott hafa náðst á þessum fundi heilmikill árangur á sviði ábyrgrar meðhöndlunar geislavirks úrgangs. „Ég held að 12 eða 13 sendinefndir hafí undirritað formlega viljayfirlýs- ingu þar að lútandi. Mér er vel kunnugt um hve mikilvægt þetta er fyi-ir Island,“ sagði Talbott. Sér hefði reyndar gefizt tækifæri til að kynnast íslenzka utanríkisráðheri’- anum betur þar sem þeir voru sessu- nautar í kvöldverðarboðinu fyrir fundinn sjálfan. Þeir hefðu rætt bæði öryggismál og málefni er varða tengsl Islands og Bandaríkjanna. Halldór, sem undiiTÍtaði yfirlýs- inguna fyrir Islands hönd, sagði á fundinum að um væri að ræða mikil- vægt skref til að efla umhverfis- vernd á norðurheimskautssvæðinu. Þá sagði hann Islendinga leggja mikla áherzlu á verndun sjávar gegn hvers konar mengun og hvatti til aukinnar samvinnu Barentsráðsins og Norðurskautsráðsins. Undir þetta sjónai-mið Halldórs tók Talbott. I erindi sínu á fundinum vakti hann athygli á því að Banda- ríkjamenn hefðu nú tekið við for- mennsku í Norðurskautsráðinu. Á formennskutímabili sínu sagði Tal- bott Bandaríkjamenn ætla að halda áfram því góða starfi sem fyrra for- mennskuríki, Kanada, hefði fylgt, en í því liggur tilfærsla áherzlunnar í samstarfinu frá hernaðarlegum mál- efnum að umhvei’fis- og efnahags- þáttum. Áfram yrði lögð áherzla á að vinna gegn mengun á norðurheim- skautssvæðinu og að styðja við sjálf- bæra þróun. „Bandaríkin, Island, Kanada og Noregur, öll þessi NATO-ríki sem einnig eru aðildar að Norðurheim- skautráðinu geta unnið með Rúss- landi innan ráðsins til þess að ýta undir þróun í Rússlandi sem ég tel að sé öllum hagstæð," sagði Talbott í erindi sínu. Mikið rætt um Rússland Þá sagði Talbott ástandið í Rúss- landi mikið hafa verið rætt í Bodo. Aðstoðarutanríkismálaráðherra Rússlands, Vassilí Stredin, var þar við samningaborðið ásamt allstórri sendinefnd, sem í sátu meðal annars héraðsstjórnafulltrúar bæði frá Archangelsk og Murmansk. „Eitt af þeim mörgu atriðum sem ég tel Island og Bandaríkin vera sammála um er að það ___________ beri að binda Rússa með eins nánum hætti og kostur er í stofnanalega uppbyggingu „Nýju Evrópu“ og hins nýja samfélags landanna beggja vegna Atlantshafs- ins, sem hvort tveggja Island og Bandaríkin eru aðilar að,“ sagði Tal- bott. „Ráðstefnan hér gaf okkur hagnýtt tækifæri til að ræða frekari leiðir til að ná þessu takmarki, ekki aðeins á sviði umhverfisverndar heldur ekki síður efnahagssviðinu og ég hef eins og gefur að skilja líka mikið beitt mér á sviði öryggismála, einkum og sér í lagi varðandi örygg- Stórfé lagt í varnarbúnað gegn kjarn- orkumengun ísland off Bandaríkin eru samstiga í aðgerð- um til að stuðla að bættum vörnum gegn mengun hafsins vegna geislavirks úrgangs frá Rússlandi, að sögn Strobe Talbott, að- stoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem ------------------------------------------- sat ásamt Halldóri Asgrímssyni og fulltrúum annarra meðlima Barentsráðsins utanríkis- ráðherrafund þess fyrir helgina. Auðunn Arnórsson talaði við Talbott. ismálasamvinnu NATO og Rússlands. Það er fjarri því að vera hrein hugar- smíði, það er mjög jarðbundið verkefni með tilliti til ástands- ins á Balkanskaga." Þess má geta að Tal- bott á sæti í þjóðarör- yggisráði Bandaríkj- anna, þar sem hann er einn sérfræðinga bandarísku ríkis- stjórnarinnar í sam- skiptunum við Rúss- land. Talbott sagðist hafa varið töluverðu af tíma sínum í Bodo í að ræða öryggismál við ráðherranna sem þar voru. „Einkum hef ég rætt Kosovo- málið við norska ut- anríkisráðherrann, sem gegnir eins og er formennsku í Orygg- is- og samvinnustofn- un Evrópu (ÖSE), til undirbúnings næstu samningalotu í Frakklandi," sagði Talbott. Aðspurður um hvort andstaða Rússa við stækkun Atlantshafs- bandalagsins (NATO), sem stendur fyrir dyrum, hefði ekki neikvæð áhrif á þátttöku þeirra í samvinnu á öryggismálasviðinu sagði Talbott að sem betur fer hefði þessi pólitíska andstaða þeirra við stækkun banda- lagsins ekki bitnað á samstarfi Rúss- lands og NATO. „Það sem er mikilvægt að mínu mati í þessu sambandi er að þeir hafa ekki látið harða andstöðu sína við stækkun NATO hindra virkt samstarf NATO og Rússlands. Ég hef séð þetta staðfest á allra síðustu vikum,“ sagði Talbott, en hann var síðast fyrir nokkrum vikum til við- ræðna við ráðamenn í Kreml. Og Talbott telur Noreg reyndar vera lýsandi dæmi um að það eigi ekki neinu að breyta varðandi gott samstarf NATO og Rússlands að lönd eins og Pólland og Tékkland gangi í bandalagið. „Ég sit hér í landi sem er í NATO en á landamæri að Rússlandi og á samt í mjög vinsamlegum grannríkjasam- skiptum við Rússland. Ég held því að Noregur sé sönnun þess, að NATO og Rússland geti átt vinsam- leg samskipti í anda trausts og sam- vinnu,“ sagði Talbott. Þátttaka Rússa örugg En er virk þátttaka Rússa í þessu samstarfi örugg? Strobe Talbott „Hún er að mínu mati ekki aðeins örugg, heldur telja Rússar þetta samstarf mjög kærkomið," sagði Talbott. Bæði á Bodo-fundinum og fundi ráðsins í Luleá í Svíþjóð í fyrra kom að hans sögn fram hjá fulltrúum Rússa - sem komu ekki bara frá stjórnvöldum í Moskvu heldur frá héraðsyfirvöldum í norð- urhéruðunum, einkum Archangelsk og Murmansk - að þeir væru mjög áhugasamir um þátttöku Rússlands í þessu samstarfi af þeirri einföldu ástæðu að það kemur þeim vel. „í þessum heimshluta, sem og í öðrum, höfum við að leiðarljósi að bjóða upp á hjálp í málaflokkum þar sem við getum sannarlega lagt upp- byggilegan skerf til mál- anna. Eitt þeirra sviða sem Talbott nefndi í er- indi sínu að Bandaríkja- menn gætu lagt upp- byggilegan skerf til mál- anna væri meðhöndlun geislavirks úrgangs og kjarnorku- öryggi. I fyrra tilkynnti hann að bandarísk stjórnvöld myndu leggja hálfa milljón dollara (36 milljónir kr.) til smíði tilraunasöfnunarstöðv- ar fyrir geislavirkan úrgang kjarn- orkueldsneytis úr kjarnorkuknún- um skipum í Murmansk. „Síðan þá hefur Noregur, Svíþjóð, Finnland, Bretland, Framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins og Umhverfis- málasjóður Norðurlandanna [Nor- dic Environmental Finance Cor- poration] lagt rausnarlega til þessa verkefnis," sagði Talbott, og til- kynnti jafnframt um hálfrar millj- ónar dollara aukaframlag af hálfu Bandaríkjanna til þessa mikilvæga verkefnis. „Á dögunum tilkynnti Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, að brezk stjórnvöld myndu láta þrjár milljónir sterlingspunda (348 millj. ísl. kr.) af hendi rakna til þess að stuðla að öruggri meðferð og eyðingu kjarnorkuúrgangs í Rúss- landi. Allt er þetta rússneskum yfir- völdum á þessu svæði kærkomið. Ég gæti trúað að þetta sé líka mjög vel séð af Islendingum. Ef þessi geislavirki úrgangur eitraði hafið norður af Murmansk og Ai’chang- elsk er það aðeins tímaspursmál hvenær fiskurinn sem veiddur er við Island eitrast,“ sagði Talbott. Talbott nefndi ennfremur í erindi sínu á Bodp-fundinum að meðferð- arstöð fyrir fljótandi geislavirkan úrgang frá Murmansk væri í smíð- um sem samstarfsverkefni Rúss- lands, Noregs og Bandaríkjanna. Vonir stæðu til að stöðin yrði tilbúin í ágúst næstkomandi og að þar með gæti Rússland uppfyllt skilyrði hins alþjóðlega samkomulags um losun eiturefna í sjó, sem kennt er við London (London Dumping Con- vention). Þá sagði Talbott að í bí- gerð væri smíði færanlegrar hreins- unarstöðvar fyrir fljótandi geisla- virkan úrgang, sem nýtast myndi til að gera skaðlausan úrgang sem ekki er auðvelt um vik að flytja milli staða. ísland getur lagt mikið af mörkum En hvað getur Island lagt af mörkum til að stuðla að trausti og stöðugleika í samskiptunum við Rússland? „Mjög rnikið," segir Tal- bott. „Island á sér marga aðdáend- ur í Bandaríkjunum. Island er sígilt dæmi um bandarískt orðtæki sem hljómar svo: „Lítið er fallegt". Við metum það mikils sem ég fékk núna aftur að heyra hjá íslenzka utanrík- isráðherranum hér í Bodo, um stað- festu íslands að ætla að taka þátt á hagnýtan og uppbyggilegan hátt í að tryggja frið á Balkanskaga,“ sagði Talbott. „Við gerum okkur öll grein fyrir því að í hreinum tölum talið er fólkið er ekki margt sem ís- land sendir á vettvang, lögreglulið svo dæmi sé nefnt, en að teknu tilliti til íbúatölu íslands samsvarar þetta því að Bandaríkin sendu 3.000 lög- reglumenn!" Þá segir hann Island geta gert heilmikið í gegn um þátttöku sína í nokkrum þeirra fjölþjóðlegu stofn- ana sem vonazt sé til að muni opna Rússlandi dyr. „í þessu sambandi hugsa ég fyrst til Barentsráðsins. Þá ber einnig að nefna Norðurheim- skautsráðið, sem ég ímynda mér að sé ekki síður mikilvægt Islandi en Bandaríkjunum.“ Hillary Clinton til Islands „I umræðunum hér á ráðstefn- unni bar líka í tal hina fyrirhuguðu alþjóðlegu ráðstefnu um konur og lýðræði sem á að fara fram í Reykjavík í haust, þar sem forseta- frúin verður viðstödd," sagði Tal- bott. sé göfuglyndi og frum- kvæði íslenzkra stjórn- valda munu þátttakendur úr stjórnsýslu, einka- geira og frjálsum félaga- samtökum Norðurland- anna, Eystrasaltsland- anna, Rússlands og Bandaríkjanna hafa [á þessari ráð- stefnu] tækifæri til að þróa sameig- inlegar leiðir til að yfii-vinna hindr- anir fyrir þátttöku kvenna í efna- hags- og félagslífi hins borgaralega samfélags. Hillary Rodham Clinton forsetafrú er það sönn ánægja að þiggja boð um þátttöku," sagði Tal- bott í erindi sínu á fundinum. Talbott sagði að lokum að hann dáði ísland mjög og heimsækti það af og til. Sagðist hann vita að for- setafrúin hlakkaði til Islandsfarar „Þökk Rússar telja samstarfið mjög kærkomið FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 39 Fjárlagafrumvarp Gordons Browns fær góðar viðtökur í Bretlandi Frumvarpið klókur pólitískur leikur Reuters GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands, var vígreifur er hann veifaði skjalatöskunni með Qárlagaræðunni framan í fréttamenn í Lundúnum. Frumvarp bað til fjárlaga, er Gordon Brown, fjármálaráð- herra Bretlands, lagði fram í fyrradag, hefur víðast hvar fengið .jákvæðar mót- tökur. Freysteinn Jó- hannsson í London fylgdist með umræð- unni og sat blaða- mannafund með Brown. BRETAR bölva nú bensín- hækkun, en gleðjast yfir skattalækkunum og óbreyttu bjórverði. Gordon Brown fjármálaráðherra fylgdi á þingi í fyrradag fjárlagafrumvarpi sínu vígi’eifur úr hlaði, sagði það með skattalækkunum upp á 4 millj- arða punda vei’a eitthvað fyrir alla og færa Bretum betri tíð með blóm í haga. William Hague, formaður Ihaldsflokksins, sagði Brown hins vegar ekkert annað en ótíndan vasa- þjóf, hann væri búinn að skattpína Breta svo tvö síðustu ár, að skatt- byrðin yrði, þrátt íyrir allar lækkan- ir, áfram hærri en þegar Verka- mannaflokkurinn tók við af Ihalds- flokknum. Fjármálaráðherrann minnir á mann, sem er búinn að nappa af þér fimm pundum og kem- ur nú og býður þér upp á bjórkollu, sagði Hague. Fjölbreyttar skattabreytingar Þetta frumvarp er klókur pólitísk- ur leikur hjá fjármálaráðherranum. Nú er bara að sjá hvort fjái’málavit- ið í því stendur stjórnmálakænsk- unni á sporði, sagði einn þátttakandi í umræðuþætti í sjónvai’pi. Fjár- málai’áðherrann heldur nefnilega fi-am 2,5% verðbólgu og sækir grundvöll fi-umvarpsins, sem hann leggur fram með tekjuafgangi upp á 2 milljarða punda, í efnahagsbata upp á 1-1,5% á þessu ári og 2,25 til 2,75% á því næsta. Þetta segja margir mikla bjartsýni af hans hálfu; varla sé hægt að taka stærra upp í sig nú en að eins konar jafn- vægi ríki og ýmis aðvöi-unarljós eru á lofti. En á blaðamannafundi í gær- morgun var fjánnálaráðherrann hvergi banginn, sagði tíma þreng- inganna liðinn og ef menn bara vildu, geti þeir í vaxtalækkunum og fleiru séð teikn þess, að hjól efna- hagslífsins snúist nú af auknum ki’afti. I fjárlagaft’umvarpinu er reiknað með nýju 10% tekjuskattsþrepi hjá ein- staklingum í api'íl nk. á tekjur upp að 1.500 pundum, jafn- virði um 180 þús kr. Þetta er eina skattalækkunin, sem kemur til ft’amkvæmda strax, flestar aðrai- koma í apríl á næsta ári, þ.á m. lækkun skattþreps úr 23 í 22%, en efsta skattþi-epið vei’ður áfram 40%. Þá verður hjónafrádráttur upp á 190 pund, jafnvirði 22.500 kr., lagður niður í apríl 2001, en í’íflega helm- ingi hærri bai’nabætur teknar upp í staðinn. Mæðralaun verða 15 pund á bai’n, jafnvirði 1800 kr. á viku. Skattaafsláttur vegna vaxta- greiðslna vegna húsnæðiskaupa verður felldur niður í api’íl á næsta ári og er sú skattahækkun talin vega þungt á móti lækkunum í dæmi ráðhei’rans, tekjur í’íkisins ár- ið 2000 taldar 1,3 milljarðar punda - jafnvirði um 15 milljarða króna. Þá munu tryggingagjöld og skattar ein- staklinga og fyrirtækja hækka og gefa ráðhei’ranum í’öskan milljarð punda í kassann á næsta ári. Tekjutrygging ellilífeyi’isþega hækkar í apríl nk. í 78 pund, jafn- virði 9.360 kr. á viku fyrir einstak- ling og 121 pund, jafnvirði 14.500 kr. fyrir hjón og til viðbótar aðgerðum til að lækka húshitun hækkar sér- stök veti-ai’greiðsla til þein-a úr 20 í 100 pund (jafnvirði 12.000 kr.) Þá verða skattleysismörk ellilífeyris- þega hækkuð í 5.720 pund, jafnvirði 675 þús. kr. og hjá hjónum í 15.000 pund, jafnvirði 1.770.000 kr. Fjár til þessara aðgerða verður m.a. aflað með hækkun tóbaks. Bensínhækkun upp á 4,25 pens (jafnvirði 5,10 kr.) hver lítri, blý- laust 3,79 pens og díselolía 6,14 pens kom til framkvæmda strax á þriðju- dagskvöld. Gjöld af minni bílum verða lækkuð um 55 pund, jafnvirði 6.600 kr. meðan önnur bifreiðagjöld hækka sem nemur verðbólgunni. Tóbak hækkaði líka strax og ráð- hex-rann hafði flutt þingheimi boð- skap sinn og hækkaði tóbakspakk- inn gott betur en verðbólgan, eða um 17,5 pens (jafnvirði tveggja króna). Jafnframt sagði ráðherrann tóbakssmygl- urum sti’íð á hendur. En hækkun á öli og víni, sem mjög hafði verið spáð, gekk ekki eftir og sagðist ráðhei’rann frysta verð þein-a að minnsta kosti út þessa öld! Almennur skattur á stórfyrir- tækjum lækkar úr 31 í 30% nú í apr- íl, sem ráðhen’ann segir verða lægsta fyrii’tækjaskatt í brezki’i sögu hans og þann lægsta meðal stói’þjóða Evi’ópu og iðnn'kja innan hennar og utan, þ.á m. Japan og Bandaríkjanna. Skattur á smáfyi’ir- tækjum lækkar úr 21 í 20% og nýtt 10% skattþi’ep kemur til sögunnar fyi’ir ný smáfyrirtæki. Sérstakur orkuskattur á fyrii-tæki kemur til fi-amkvæmda 2001. Afskriftan’eglur millistórra og smæri’i fyrirtækja ei’U rýmkaðar og skattaívilnanir veittar vegna kvikmyndaframleiðslu í Bretlandi. Þá kynnti ráðhei’rann ýmsar aðrar i’áðstafanir, sem hann sagði eiga að hvetja minni og milli- stór fyrirtæki til dáða og auka sam- keppnishæfni brezkra fyrii’tækja al- mennt. Skattfrelsi fjái-magnstekna verður hækkað í 7.100 pund, jafn- virði 850 þús. kr. og kallaði Brown aðgerðir til að hvetja starfsmenn til hlutabréfakaupa, „hlutabi-éf fyrir alla“. Með sömu einkunnarorðum lýsti hann vilja i’íkisstjórnai’innar til að leggjast fastar á árar til að koma Bretum inn í tölvuöldina og talaði þá um tölvuskóla í hvei’ri sveit og „tölv- ur fyrir alla“. Og þi’iðja átakið, at- vinna fyrir alla, er svo aðgerðir til að aðstoða ungt fólk og fólk yfir fimmtugu til að komast út á vinnu- markaðinn. Aukaframlög til heilbrigðis- og menntamála Goi-don Brown sagði á blaða- mannafundi í gærmorgun, að vegna aðgerða í sinni fjármálai’áðherratíð verði útgjöld i’íkisins um 9 milljörð- um punda lægri en langtímaáætlanir gerðu ráð fyrir, m.a. vegna minnk- andi atvinnuleysis og minni afborg- ana. M.a. með hliðsjón af þessu geti hann nú boðað skattalækkanir að jafnvirði fjögurra milljarða punda og veitt tveimur milljörðum punda til fjárfestinga, sem eiga að koma almenningi fyrst og fremst til góða. Þá hyggst ríkisstjórnin veita 2,5 milljörðum punda úr sér- stökum fjárfestingarsjóði til heil- brigðis- og menntamála til viðbótar við 40 milljarða til þessara mála- flokka á næstu þremur ánim. Þá kom það fram á blaðamannafundin- um, að ríkisstjórnin hyggst hætta pólitískum afskiptum af einokunar- og samrunamálum og fela þau sjálf- stæðum aðila. Fólk, sem fjölmiðlar hafa rætt við, er að stórum hluta frekar jákvætt í garð þess anda, sem framvarpinu fylgir, segir það fjölskylduvænt og hagstætt öldraðum og þeim tekju- lægi’i. Einnig lætur fólk jákvæð orð falla um framtíðarsýn þess varðandi menntun Breta og velferð. En ein- stök atriði fara fyrir brjóstið á sum- um og þá einkum bensínhækkunin, sem á sér fáa formælendur. Varfærin viðbrögð fjármálaheimsins Fyrstu viðbrögð fjármálaheimsins era fyrst og fremst varfærni. Þar á bæ vilja menn sjá fleira en loforð ráðherrans. En lækki Englands- banki enn vexti myndi það auðvelda eftirleikinn. Dagblöðin líkja ræðu ráðherrans við flugeldasýningu, eins og stóð m.a. í leiðarafyrirsögn Fin- ancial Times og honum sjálfum við leikinn töframann, sem hafi galdrað hverja kanínuna á fætur annarri upp. úr hatti sínum. Og engum dylst, að Gordon Brown hefur stigið fyrsta skrefið til næstu kosninga, þótt enn séu þrjú ár til almennra kosninga á Englandi. En á þessu ári ganga Wa- lesmenn, Skotar og Norður-Irar til kosninga í maí, í júní verður kosið til Evrópuþings og að ári verða kosn- ingar til nýs borgarstjórarembættis London. Þannig dreifast kosning- arnar eins og loforð ráðherrans. Þetta framvarp er kænleg blanda stjórnmála og efnahagsmála segir The Guardian og telur fjármálaráð- herra sanna, að hann kunni betur á kapitalismann en íhaldsmenn. Sjald- an hefur fjármálai’áðhen’a tekist jafnvel að fella saman stjómmál og*~ efnahagsmál segir The Times og tel- ur fjái’málaframvarpið sýna kjarnann í stefnu hins nýja Verkamanna- flokks og uppfylla mörg hefðbundin stefnumál með fáguðum og vinsælum hætti, sem skapi stjórnarandstöðunni margs konar vandamál. Menn eru ekki sammála um skatt- byrðina. En um þrennt era menn sammála. Aldrei hefur skattalækkun leikið fjármálaráðherra úr Verka- mannaflokknum jafnlétt á tungu og'- Gordon Brown nú og aldrei hefur slíkur sýnt fyrirtækjunum í landinu aðra eins velvild. Og fjármálaráð- herrann fylgdi frumvarpi sínu úr hlaði með glæsibrag. Allir vilja þeir trúa honum. Svo er bara að sjá, hvort hann hef- ur tímann sín megin líka. „ Hague segir Breta enn skattpínda Skattar lækk- aðir á fyrir- tækjum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.