Morgunblaðið - 11.03.1999, Side 43

Morgunblaðið - 11.03.1999, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Lífeyrissjóðagreiðslur eru að 2/3 hlutum fjármagnstekjur NÚ ER komið á 3ja ár síðan byrjað var að leggja á fjár- magnstekjuskatt. Er hann 10% af arði af fjármagni sem greiðist jafnóðum og arður er greiddur. Af 1 í feyri s sj ó ð s te kj - um, sem allur þorri eftirlaunafólks fær, er greiddur skattur rúm- lega 38,34%. Hér hallast mikið á, því að útreikningar Bjama Þórðarsonar tryggingarfræðings sýna að um 60-70% af greiddum lífeyri koma frá arði af fjármagni í vörslu dugmikilla og forsjálla stjórna sjóðanna, sem ávaxta fé það sem greitt var á vinnualdri sjóðsfélaga. Lengst af greiddum við ekki skatt af okkar framlagi. Það er því ótrúlegt misræmi og óréttlæti sá mismunur sem kemur fram í skattlagningu ávöxtunar „sparifjár", því að þeir sem keyptu hlutabréf eða fjárfestu í arðbærum eignum sleppa með 10%, en lífeyi'- isþegar gi-eiða nær fjórum sinnum hærri skatt. Nokkuð áunnist! Við í Félagi eldri borgara í Reykjavík höfum reynt að vinna því fylgi að leiðrétting fengist á þessu. Landsfundm- Framsóknarflokks- ins samþykkti ályktun í þessa átt nú nýverið og stjóm- arandstöðuflokkar hafa samþykkt breyt- inguna. Fjánnálaráð- herra kvað þetta í at- hugun, svo að nú þarf að fylgja þessu vel eft- ir, svo að undirbúningi ljúki og leiðréttingin komi til framkvæmda. Aðalfundur FEB sam- þykkti svohljóðandi tillögu á aðalfundi sín- um 7. mars sl.: Tillaga um skatt- lagningu tekna frá líf- eyrissjóðum. Aðal- fundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, haldinn 7. mars 1999, leggur tU að tekjur fólks frá lífeyrissjóðum verði að tveim þriðju hlutum skattlagðar á sama hátt og aðrar fjár- magnstekjur, með 10% skatt. Það er óþolandi misrétti sem beitt er gagnvart þeim sem farnir eru að taka við greiðslum frá líf- eyrissjóðum, í sambandi við skatt- lagningu slíkra greiðslna. Höfuðstóllinn, sem greitt er af, byggist á uppsöfnuðum sparnaði á 20 til 40 ára starfsævi. Höfuðstóllinn er skv. trygginga- fræðilegu mati, m.v. 3,5% rauná- vöxtun síðustu 40 ára, tilkominn að einum þriðja hluta af gi-eiddum ið- gjöldum launafólks og atvinnurek- enda, en að tveim þriðju hlutum sem fjármagnstekjur sjóðsins á söfnunartímanum. Lífeyrisgreiðslur Ég veit að__________ flokksbræður mínir í Sj álfstæðisflokknum vænta þess fastlega, segir Páll Gíslason, að landsfundurinn samþykki jákvæða ályktun um réttindamál lífeyrisþega. Þegar tekinn var upp fjár- magnstekjuskattur fyrir tveim ár- um eða svo, var ákveðið að hann skyldi vera 10%. Það hefur því myndast mikið ósamræmi í skattlagningu fjár- magnstekna, eftir því hvemig þeirra er aflað, því að fjár- magnstekjur lífeyrissjóða eru skattlagðar með 38,34% þegar þær koma til greiðslu. Þegar þetta er skrifað er lands- fundur Sjálfstæðisflokksins framundan. Eg veit að flokksbræð- ur mínir í Sjálfstæðisflokknum vænta þess fastlega og vona að flokksþing samþykki ályktun já- kvæða um framkvæmd þessa rétt- lætismáls lífeyrisþega. Höfunduv er læknir. Páll Gíslason FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 43 • Lítil og létt en ótrúlega öflug • 1350W • Axlaról • Stillanlegur sogkraftur •Afastur af[) urrk u ri arb u r s ti HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 Rowenla Fréttir á Netinu ^mbl.is ALLTAf= GITTH\SA£} NÝTl ATVINNU ÆUGLYSINGA algroup alusuisse primary materials íslenska álfélagið Áhersla er lögð á reglusemi, stundvísi, árvekni og góða samstarfshæfni. Tölvukunnátta er einnig æskileg en ekki nauðsyn. Umsóknir óskast sendar til ISAL, pósthólf 244,222 Hafnarfirði, eigi síðar en 19. mars næstkomandi. Umsóknareyðublöð fást hjá íslenska álfélaginu hf. í Straumsvík, bæði á aðalskrifstofu og hjá hliðverði. Eyðublöð eru einnig á heimasíðu ISAL á Internetinu; www.isal.is og þar er að finna nánari upplýsingar um fyrirtækið. ISAL Leikskólastjóri Dagvist barna óskar að ráða leikskólastjóra til afleysinga í leikskólann Drafnarborg. Um er að ræða eins árs tímabii frá 1. maí 1999-1. júní 2000. Leikskólakennaramenntun áskilin. Leikskólinn er tveggja deilda þar sem dvelja 34 börn samtímis. Nánari upplýsingar veitir Margrét Vallý Jó- hannsdóttir, deildarstjóri, og Ingveldur H. Björnsdóttir, leikskólaráðgjafi, hjá Dagvist barna í síma 563 5800. Undanfarin ár hefur staðið yfir markviss vinna við stefnumótun hjá Dagvist barna. Meginmarkmið er að bæta og styrkja alla þjónustu við börn og foreldra þeirra. Þjónustan byggir á þekkingu á þörfum barnanna og á góðu faglegu starfi í náinni samvinnu við foreldra. Hjá Dagvist barna í Reykjavik starfa um 1650 starfsmenn og allt kapp er lagt á aðfá dugmikið og áhugasamt fólk til starfa hjá metnaðarfullri stofnun. Umsóknir berist skrifstofu Dagvistar barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17. li, istffba DagvistJ Fbarna Atvinna í boði Vegna mikilla anna fram- undan óskum við eftir fag- lærðu framreiðslufólki og aðstoðarfólki i sal. Ath. kvöld- og helgarvinna. Einnig vantar aðstoðarmann í eldhús. Upplýsingar í síma 562 6766.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.