Morgunblaðið - 11.03.1999, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 45
INNLENT
Félagasamtök
skipuleggja
BRIPS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Bæjarkeppni á Suðurnesjum
um helgina
13. MARZ koma Borgnesingar
með 6 sveitir í árlega bæjarkeppni.
Sveitakeppni hefst kl. 13 á laugar-
dag.
A sunnudag verður spilaður tví-
menningur og hefst hann kl. 11.
Allir eru velkomnir í þessa keppni.
Til að hleypa meiri spennu í tví-
menninginn geta pörin borgað kr.
2.000 í verðlaunapott þar sem
fyrsta sætið fær 50%, annað sæti
30% og þriðja sætið 20%, aðrir
spila frítt.
Veitingar verða í boði Bridsfé-
lags Suðurnesja báða dagana.
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Seinni umferðin í einmenningn-
um var spiluð mánudaginn 8. mars
og urðu úrslit þessi:
A-riðill:
Gísli Hafliðason 79,5
Gunnlaugur Óskarsson 75
Haukur Amason 75
Bjami Ó. Sigursveinsson 70,5
B-riðill:
Jón N. Gíslason 84
Friðþjófur Einarsson 82,5
Erla Sigurjónsdóttir 75
Haildór Pórólfsson 75
Heildarstaðan:
Erla Sigurj ónsdóttir 152
Gísli Hafliðason 147,5
Guðmundur Magnússon 147,5
Jón N. Gíslason 144
Halldór Þórólfsson 143
Mánudaginn 15. mars gefst síð-
an færi á að taka þátt í spennandi
Barometer-tvímenningi hjá félag-
inu. Petta er mót sem árlega er
haldið í minningu Stefáns Páls-
sonar og kennt við hann og mun
að þessu sinni standa í fjögur
kvöld.
Spilarar eru hvattir til að fjöl-
menna, því fá keppnisform era
jafn skemmtileg og einmitt
Barometerinn. Bridsfélag Hafnar-
fjarðar spilar á mánudögum í
Hraunholti, Dalshrauni 15, og
hefst spilamennska kl. 19.30.
Bridsfélag Suðurnesja
Eftir eitt kvöld í hraðsveita-
keppninni er staðan þessi.
Garðar Garðarsson 512
Randver Ragnarsson 479
Karl G. Karlsson 461
Gunnar Sigurjónsson 422
Minningarmót um
Guðmund Jónsson
Bridsfélag Hvolsvallar heldur
árlega minningarmót um Guð-
mund Jónsson, sem var formaður
félagsins til margra ára.
Mótið verður spilað í Félags-
heimilinu Heimalandi, Vestur-
Eyjafjöllum (u.þ.b. 12 km. austan
v/Hvolsvöll) laugardaginn 20. mars
nk. og hefst kl. 10. Spilaður verður
barómeter tvímenningur. Þátt-
tökugjald verður 2.000 kr. pr. spil-
ara. Peningaverðlaun verða veitt
fyrir þrjú efstu sætin:
1. verðlaun kr. 40.000
2. verðlaun kr. 25.000
3. verðlaun kr. 10.000
Þátttaka tilkynnist fyrir 17.
mars til Olafs Olafssonar í s.
487 8134 eða til BSÍ í s. 587 9360.
Bridsfélag Hreyfils
Oskar Sigurðsson og Sigurður
Steingiímsson hafa nú tekið for-
ystuna í butlertvímenningi félags-
ins. Alls taka 30 pör þátt í keppn-
inni og era linur strax farnar að
skýrast með hverjir verða í topp-
baráttunni en staða efstu para er
nú þessi:
Óskar Sigurðsson - Sigurður Steingrímss. 136
Friðbjöm Guðmundss. - Bjöm Stefánss. 110
Ómar Óskarsson - Hlynur Vigfússon 84
Daníel Halldórsson - Ragnar Bjömsson 61
Anna G. Nielsen - Guðlaugur Nielsen 53
Guðjón Jónsson - Róbert Geirsson 53
Keppninni verður fram haldið
nk. mánudagskvöld.
Hæstu pörin í
MasterCard-mótinu
Eins og ætíð í stærri mótum
Bridssambandsins var reiknaður
út árangur para í MasterCard-
mótinu um síðustu helgi.
Jón Hjaltason og Steinberg Rík-
harðsson urðu þar í efsta sæti með
1,44. Guðmundur Sv. Hermanns-
son og Helgi Jóhannsson urðu í
öðra sæti með 1,41, hjónin Jón
Sigurbjörnsson og Björk Jónsdótt-
ir þriðju með 1,31 og bræðurnir
Hrólfur og Oddur Hjaltasynir
fjórðu með 1,30
NOKKUR félagasamtök í Vestur-
bænum hafa sameinast um að efna
til samræðu unglinga og fullorðins
fólks um samskipti, unglingamenn-
ingu og kynferðismál undir slagorð-
inu SAM-vera í Vesturbænum.
Samræðukvöldin verða þrjú sem
hér segir:
SAM-skipti unglinga við aðra
unglinga, við foreldra, skóla og fé-
lagasamtök: í sal Hagaskóla
fimmtudaginn 11. mars kl. 20. Máls-
hefjandi er Þorkatla Aðalsteinsdótt-
ii’, sálfræðingur.
SAM-krull unglinga og unglinga-
menning: í sal Hagaskóla 25. mars
kl. 20. Málshefjandi: Einar Gylfi
Jónsson, sálfræðingur.
SAM-líf, kynferðismál og siðferði
kynlífs: I sal Hagaskóla 8. septem-
ber kl. 20. Málshefjandi er Sóley
Bender, hjúkrunarfræðingur.
Fyrirkomulag þessara umræðu-
kvölda verður þannig að málshefj-
andi reifar málið í 45 mínútur. Þá er
gert 15 mínútna hlé þar sem boðið
er upp á léttar veitingar og
skemmtiatriði sem unglingar sjá
um, síðan taka við pallborðsumræð-
ur þar sem þátt taka unglingar, for-
eldrar og aðrir sem þekkja til mála,
ennfremur verða fyrirspumir úr
sal.
Þau samtök sem standa að þess-
ari umræðu era: Foreldrafélag
Hagaskóla, félagsmiðstöðin Frosta-
skjól, Dómkirkjan, KR, Neskirkja
og Skátafélagið Ægisbúar.
Efnt er til þessara samveru-
kvölda vegna þeirra atburða sem
urðu eftir síðustu áramót í tengslum
við Hagaskóla og urðu fréttaefni m
fjölmiðla.
---------------
Sýning' í
farand-
galleríi
OPNAÐ hefur verið farand-gallerí í
Reykjavík. Settar eru upp stuttar
sýningar í húsnæði sem er til sölu
eða leigu. Að þessu sinni er opin
Brynjólfsbúð í Stórholti, gengið er
inn við hliðina á Japis. Þeir sem
sýna eru Carl Anders Skoglund,. ,
Hildur Margrétardóttir, Unnar Öm ‘
Auðarson og Imma.
Aðalfundur Guðmundar Runólfssonar hf.
Fundarboð
Aðalfundur Guðmundar Runólfssonar hf.(
vegna starfsársins 1998, verður haldinn 13.
mars 1999, kl. 14.00, í húsakynnum félagsins.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Breyting á 6. gr. samþykkta félagsins vegna
fyrirhugaðrar rafrænnar skráningar hluta-
bréfa.
3. Breyting á 4. gr. samþykkta félagsins um
lækkun hlutafjár í félaginu.
4. Heimild til kaupa á eigin bréfum.
5. Önnur mál löglega upp borin.
Aðalfundur
Félags eldri borgara í Hafnarfirði
verður haldinn í Hraunseli, Reykjavíkurvegi
50, Hafnarfirði, fimmtudaginn 18. mars kl.
14.00.
Venjjuleg aðalfundarstörf.
Félagar mætið og styrkið með því félagið.
Stjórnin.
TILKVIMMIIMGAR
Tilkynning frá
I )Ul VCr Gallerí Borg
Eigendur þeirra muna og myndverka, sem
voru í sölu í Gallerí Borg, fá verk sín bætt, ef
þau hafa skemmst í eldsvoðanum.
Mikilvægt er að þeir sendi afrit af móttökukvitt-
unum ásamt heimilisfangi og kennitölu til Lög-
fræðistofu Björgvins Þorsteinssonar hrl., Tjarn-
argötu 4, 101 Reykjavík, fyrir 15. mars, merkt:
Gallerí Borg.
Aðeins er tekið við skriflegum erindum.
Telenors verðlaun fyrir rannsóknarstörf 1999
Telenors norrænu verðlaun fyrir rannsóknarstörf 1999
verða veitt fyrir
Háþróaða notkun á nýrri upplýsinga-
og fjarskiptaþjónustu
Verðlaunin, sem verða veitt einstaklingum eða hópum
á Norðurlöndum, eru NOK 250.000 og viðurkenningar-
skjal.
Á heimasíðu okkar, http://www.fou.telenor.no, má fá
fleiri upplýsingar um verðlaunin og hvemig á að koma
tillögum um mögulega verðlaunahafa á framfæri.
Sigurvegarinn verður kynntur á Námsfundinum í Lange-
sund 11. júní og skal halda fyrirlestur um rannsóknarstörf-
in í lok fundarins 12. júní.
Tillögur um mögulega verðlaunahafa, rökstuddar á ensku,
ásamt meðmælum, skal senda til
Telenor FoU v/Annie Liholt
Postboks 83, 2007 Kjeller
faxnr.: 63 80 05 11
Netfang: annie.liholt@fou.teIenor.no
Telenor
'VrSI(ipyla9s
stofnun
Hringvegur, Smyrlabjargaá
— Staðará í Suðursveit
mat á umhverfisáhrifum — frumathugun
Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla
um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur
frammi til kynningar frá 10. mars til 14. apríl
1999 á eftirtöldum stöðum; á bæjarskrifstofum
Hornafjarðar, á Hrollaugsstöðum í Suðursveit,
í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun
í Reykjavík.
Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina
og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir
skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 14.
apríl 1999 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi
166, 150 Reykjavík. Þarfást ennfremur nánari
upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.
Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfis-
áhrifum, nr. 63/1993.
Skipulagsstjóri ríkisins.
Alþingiskosningar
8. maí 1999
Hinn 4. mars 1999 gaf dómsmálaráðherra út
auglýsingu um að almennar reglulegar kosn- fL
ingar til Alþingis skuli fara fram 8. maí 1999.
Af framangreindu tilefni er vakin athygli á eftir-
farandi:
1. Utankjörfundarkosning getur hafist laugar-
daginn 13. mars.
2. Kjörskrár skulu gerðar miðað við skráð lög-
heimili í sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá
þjóðskrár laugardaginn 17. apríl.
3. Beiðni um nýjan listabókstaf stjórnmálasam-
taka skal hafa borist dómsmálaráðneytinu eigi
síðar en kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 20. apríl.
4. Framboð skal tilkynna yfirkjörstjórn hlutað-
eigandi kjördæmis eigi síðar en kl. 12 á hádegi
föstudaginn 23. apríl.
5. Sveitarstjórnir skulu leggja kjörskrárfram
almenningi til sýnis eigi síðar en miðvikudag-
inn 28. apríl.
6. Kjörstjóri skal taka ákvörðun um utankjör-
fundaratkvæðagreiðslu á stofnunum (sjúkra-
húsi, dvalarheimili aldraðra, stofnun fyrir
fatlaða og fangelsi) eigi síðar en laugardaginn
1. maí.
7. Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna
sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa
borist kjörstjóra eigi síðar en kl. 12 á hádegi
laugardaginn 1. maí.
8. Atkvæðagreiðsla á stofnun og í heimahúsi
má ekki fara fram fyrr en laugardaginn 17. apríl.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið
10. mars 1999.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 11 = 1793118'/2E Fr.
I.O.O.F. 5 - 1793118 - Sp.
Landsst. 5999031119 VII
Aðalfundur Ferðafélagsins
Aöalfundur Ferðafélagsins verð-
ur miðvikudagskvöldið 17. mars
kl. 20.30 í Ferðafélagssalnum
Mörkinni 6. Venjuleg aðalfundar-
störf. Félagar fjölmennið.
FERÐAFÉLAG
^ÍSLANDS
MOmim 6 -SlMI S69-2&3
□ Hlín 5999031119 VI
\v---7/
KFUM
[ Aðaldeild KFUM,
Holtavegi
V
Næsti fundur verður 18. mars
eða eftir viku.
Nefndin.
Kl. 20.30 Vakningasamkoma.
Ofurstarnir Norunn og Roger
Rasmussen. 7"