Morgunblaðið - 11.03.1999, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 11.03.1999, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999 51^ kvæma skapgerð og innri mann sem alltaf var tilbúinn með hjálp- andi hönd. Afabörnin áttu hug hans allan eins og vel kom fram þegar um þau var rætt. Við hjónin þökkum Andrési og Pálínu góð ár og góðar minningar og vottum fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúð og biðjum góðan guð um að veita þeim styi’k á erfið- um tímum. Ólöf Elín Davíðsdóttir, Egill Skúli Ingibergsson. Þegar vinur minn og Oddfellow- bróðir, Andrés Kristján Guðlaugs- son, er kvaddur koma upp í hugann mai-gar góðar stundir, meðal ann- ars á bökkum Haukadalsár í Döl- um. Maðurinn hafði fyi’ir löngu vak- ið athygli mína. Svipurinn hreinn, hárið mikið og fagurlega liðað, brosið breytt og augun skær og lifandi af áhuga. Ekki urðu þó kynnin nánari en almennt gerist meðal stúkubræðra fyrr en hann varð þess áskynja að ég hafði með eftirsjá orðið að hætta laxveiði í á sem ég hafði veitt í um árabil. Bauð hann mér að veiða ásamt fé- lögum mínum í þeirri á sem hann hafði vitjað áratugum saman. Það var upphaf árlegra veiðiferða sem stóðu í tvo daga en hlakkað var til næstu þrjú hundruð sextíu og þrjá. I upphafi veiddi Andrés lang- mest okkar félaga. Var jafnvígur á flugu og maðk og þekkti ána út og inn, hvern hyl og hvern streng frá vatni til sjávar. Hann var óspar á að segja okkur til. Hvern- ig þar skyldi standa og hvernig kasta og svo fór að við fórum með árunum að nálgast hann í afla. Þeim mun meiri varð gleði Andrésar sem okkur gekk betur námið og æfingin. Þessir tveir dagar á ári með þeim Pálínu og Andrési verða okkur veiðifélögun- um ógleymanlegir. Nú er það svo að samverustund- ir veiðifélaga við laxveiðiá eru ekki ýkja margar. Að morgni og eftir hvíld heldur hver á sitt veiðisvæði og sjaldgæft að leiðir skerist. En í morgunsárið þegar lagt er af stað er spáð í veðurhorfur, vatnshæð og hita, skýjafar og vind. Það er stund eftirvæntingar. Þá var gam- an að ræða við Andrés og heyra hann segja frá reynslu sinni. Það var hans fjársjóður. En að kvöldi var stund frásagna af atburðum dagsins, sigrum eða vonbrigðum. Menn lögðu eyrun eftir því sem fyrir Andrés hafði borið. Það mátti alltaf eitthvað af því læra. Mér verður Andrés jafn eftirminnileg- ur þegar hann stikaði af stað frá veiðihúsinu á sitt svæði og þegar hann kom til baka með báðar stangirnar og lax í hvorri hendi. Haukadalsgusturinn kembdi faxið á honum grásprengt og brosið um allt andlit. Þá var Andrés sæll og naut tilvemnnar. Á heimleið úr Haukadalsá var gjarnan komið við í sumarbústað þeima Pálínu og Andrésar við Meðalfellsvatn. Þar blasti við önn- ur hlið Andrésar. Allt er þar svo smekklega og snyrtilega skipulagt að aðdáun vekur og hver hlutur, stór og smár, svo vel gerður að un- un er að skoða. Það er handbragð húsbóndans. Allt smíðaði hann sjálfur, allt lofar skaparann. Síðast sýndu þau okkur viðbætur utan- húss, sem enn var ekki lokið. Ekki auðnaðist Andrési að njóta þeirra handarverka sinna, en þarna nutu þau hjón þess að taka á móti gest- um og veita af rausn. Ekki granaði okkur veiðifélag- ana þegar við skildum við Hauku sl. sumar að sú yrði síðasta veiði- ferð okkar saman. Að vísu má við öllu búast þegar menn komast á þennan aldur. Nú verða ferðirnar með öðram hætti og fátæklegri. Leiðtoginn er horfinn. Við Benta sendum Pálínu og fjöl- skyldu þeirra innilega samúðar- kveðjur. Valgarð Briem. + Björn Egilsson fæddist á Sveinsstöðum f Tungusveit í Skaga- firði 7. ágúst 1905. Hann lést á sjúkra- húsinu á Sauðár- króki 2. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Egill Benediktsson, f. 13.5. 1877, d. 23.2. 1960, og Jakobína Sveinsdóttir, f. 15.2. 1879, d. 13.1. 1947, búandi á Sveins- stöðum 1904-1919 og aftur 1925-1935. Systkini Björns eru Guðlaug, f. 7.8. 1905, tvíburasystir, búsett á Sveins- stöðum o.v., d. 3.5. 1982, Sig- urður, f. 2.11. 1911, bóndi á Sveinsstöðum og í Stekkjar- holti, d. 19.8. 1975, (Þorgerður) Ingibjörg, f. 3.11. 1913, hús- freyja á Sauðárkróki, Sveinn, f. 14.10. 1914, húsasmiður í Fornvinur minn, Björn Egilsson, hvarf í eilífðarfjarskann í þann mund sem geislar morgunsólai’innar lýstu upp Skagafjörð hinn 2. mars. Er ég frétti af brottför hans af heimi komu upp í hugann fjölmargar myndir frá ánægjulegum kynnum okkar fyrr og síðar. Samt var hann allmiklu eldri og var, til dæmis, orðinn fulltíða maður sem sótti ljósmóðurina, þegar Indriði G. fæddist, svo sem hann gjarna minntist síðar á ævinni. Ég ólst upp í nágrenni við hann og dvaldist um skeið á heimili hans, þegar ég var í farskóla hjá þeirri stórmerku konu, Ingibjörgu Jó- hannsdóttur, sem lengi fékkst við bai-nakennslu í Lýtingsstaðahreppi. Á þeim tíma fékk ég að hjálpa Birni við að reka hross í haga og bera vatn í fjárhús. Við slík tækifæri fékk ég líka að heyra fornar sögur og marg- vísleg spekimál af vörum þessa stór- fróða manns. Og þótt leiðir skildu rofnuðu aldrei kynni okkar að fullu. Ég frétti af fjölþættum störfum hans við að setja upp girðingar á hálend- inu vegna sauðfjárveikivarna og síð- an stunda þar varðgæslu í mörg sumur í nágrenni jöklanna. Hann var jafnan glaður og reifur, röskur og einstaklega frár á fæti. Sem dæmi má nefna að eitt sinn hljóp hann yfir Nýjabæjarfjall um hávetur og fór svo létt með það, að hann blés vart úr nös. Hann var bóndi á Sveinsstöð- um um áratuga skeið og á þeim ár- um frétti ég af honum sem harðdug- legum sveitarstjórnannanni, sýslu- nefndarmanni og oddvita Lýtinga. Þá lét hann reisa skólahús í sveit sinni af miklum myndarskap, af þvi að hann vildi tryggja börnum og unglingum þá bestu aðstöðu til mennta og menningar sem völ væri á. Um árabil fylgdist ég með því, hversu vakinn og sofinn Björn var í margvíslegum störfum fyrir Sögufé- lag Skagfirðinga. Hann vildi stuðla að mannúð og menningu og einu sinni gaf hann stórfé til að bjarga kirkju Mai’íu guðsmóður á Hofstöð- um frá eyðileggingu. Þá las ég eftir hann greinar og frásagnaþætti í blöðum og tímaritum um langt ára- bil. Hann skrifaði svo snjallt og fag- urt mál að það hlaut að vekja eftir- tekt. Talsvert af sagnaþáttum hans gaf Sögufélagið út á bók fyrir fáum árum og nefnist verkið Gengnar göt- ur. Mætti gjarna birta meira af rit- smíðum hans. Ég fylgdist ekki aðeins með þess- um vini mínum úr fjarlægð, heldur kom hann gjarna í heimsókn til mín á seinni áratugum og hafði þá frá mörgu að segja líkt og þegar ég bar með honum vatn í fjárhúsin forðum. Slíkar heimsóknir þessa hressilega og fjölfróða manns hafa orðið mér ógleymanlegar og fyrir þær og alla tryggð hans ber sannarlega að þakka. í fáum orðum sagt, þá er Björn Egilsson í hópi merkustu og eftirminnilegustu fulltrúa þúsund ára þjóðmenningar sem ég hef kynnst. Slíkur maður deyi’ ekki í eig- inlegum skilningi, heldur hverfm- hann inn í birtu morgunsólarinnar Reykjavík. Auk þess átti Björn liálf- bróður, Steinþór Helgason, f. 12.6. 1909, fisksala á Akureyri, d. 5.4. 1994. Björn ólst upp á Sveinsstöðum og var bóndi þar 1935-1945 og aftur 1949-1972. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, var m.a. oddviti Lýt- ingsstaðahrepps 1956-1968 og sýslunefndarmað- ur sama hrepps 1971-1978. Hann var kjörinn heiðursfélagi Sögufélags Skagfirðinga 1985 og heiðursborgari Lýtings- staðahrepps. Hann var ókvænt- ur og barnlaus. títför Björns verður gerð frá Goðdalakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. og heldur þar áfram göngu sinni og eilífri þekkingarleit. Honum skal að lokum þökkuð samfylgdin og árnað heilla á vegferðinni nýju. Blessuð sé minning hans. Jón R. Iljálmarsson. Sérhver ferð hefst á einu skrefi, segir kínverskt máltæki, og nú hefur góðvinur og sveitungi, Björn Egils- son frá Sveinsstöðum, lokið hinu síð- asta á langri og farsælli ævi. Með honum hverfur á braut einn af sveit- arhöfðingjum Skagafjarðar, sér- stæður um margt til hinstu stundar. Um áratuga skeið var Bjöm heimil- isvinur okkar á Brúnastöðum og bar jafnan með sér glaðværð og léttan andblæ sem átti drjúgan þátt í að skapa margar notalegar samveru- stundir. Fyrir tvennt mun hans oft- ast minnst, annars vegar fræði- mennsku og ritstörf en hins vegar ferðalög um byggðir jafnt sem óbyggðir. Haustið 1968 fór ég í aðal- göngui’ í fyrsta sinn og þá í Vest- flokk en faðir minn sem féll frá snemma það ár hafði verið þar fastur liðsmaður í áratugi. Gangnaforing- inn lagði til á mánudagsmorgni að ég yrði samferða Bimi en hann hafi jafnan það hlutverk, sem ekki var alltaf það auðveldasta, að annast trússahestana en þeir voru ýmist teymdh’ í lest eða reknh’ þegar það hentaði. Þar komst ég í kynni við hinn þaulreynda og gagnkunnuga fjallamann. Hann fræddi mig um hina gömlu hefð sem hafði fylgt göngum og smalamennsku á Eyvind- arstaðaheiði, venjur og vinnubrögð sem lítið höfðu breyst í áratugi. Hann þekkti örnefni öll og kennileiti og kunni margar sögui’ og sagnir og var örlátur að miðla af þessari þekk- ingu sinni. Ég hafði ekki áður komið að Hraunlæk né sofið á moldargólfi með klyftöskur við aðra hlið og hundinn við hina, en var svo lánsam- ur að kynnast þessum lífsháttum í nokkur ár og eignast dýrmætar minningai- sem vel munu geymast. Þarna naut Björn sín vel, þetta var hans líf og list, smalaferðh’, göngur og eftirleitir á heiðum uppi voru rík- ur þáttur í lífshlaupi hans og einnig önnur ferðalög, sumar jafnt sem vet- ur, ýmist á hestum eða fótgangandi. Þrátt fyrir mörg löng ferðalög á hestum og langa búskaparsögu held ég að Björn hafi verið það sem stundum er kallað „ekkert mikið fyr- ir skepnur". Uppruni hans og að- stæður sköpuðu ramma fyrir lífs- hlaupið en mig grunar að „fýsnin til fróðleiks og skril'ta“ hafi verið sterk- ari þáttur í eðli hans en hversdags- leg bústörf og ekki er ég grunlaus um að löng og tíð ferðalög hans, einkum um hálendi landsins, hafi verið aðferð hans til að efla andans þrótt og losa um taum hugarflugsins. Björn gegndi mörgum trúnaðar- störfum og hafði mikinn metnað fyr- ir sína sveit. Hann var sýslunefndar- maður í mörg ár, oddviti hreppsins í tólf ár og fjallskilastjóri um skeið. Þá sinnti hann málefnum kirkjunnar af mikilli alúð, var meðhjálpari í Goð- daiakirkju og safnaðarfulltrúi um langt árabil. Þegar ég tók við starfi fjallskilastjóra um 1970 átti ég hauk í horni þar sem Björn var. Hann að- stoðaði mig eftir fongum, tók að sér hluta af innheimtu og uppgjöri, sagði að þetta munaði sig engu þar sem hann væri að selja bækur í leiðinni, en í fjölda ára dreifði hann og seldi rit Sögufélags Skagfirðinga um framanverðan Skagafjörð og lagði að baki marga kílómetrana á þeim jafn- fljótum í þeim erindum. Björn var mikill bókamaður og lestrarhestur, fróður um fólk og ættarbönd og hafði ætíð á hraðbergi tilvitnanir úr ýmsum trúar- og fræðiritum. Hann átti gott bókasafn sem hann gaf Lýt- ingsstaðahreppi árið 1973 og er varðveitt í Sveinsstofu í félagsheimil- inu Árgarði. Ber það órækan vitnis- burð um hlýhug hans í garð sveit- unga sinna og þar gefur einnig að líta andlitsmynd af Bimi teiknaða af Jóhannesi Kjarval. Björa fluttist á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki 1991 og bjó þar lengi einn í herbergi en var á sjúkradeild síðustu misser- in. Oft heimsótti ég hann þarna útfrá og jafnan bauð hann mér sæti við skrifborðið sitt og lét þess getið um leið að þar mætti líta hans einu jarð- nesku eigur. Mátti greinilega skilja að fyi-ir utan fót og fæði væru þessir munir Jjeir sem síst væri hægt án að vera. Eg kveð vin minn með söknuði, okkar „bláu dalir“ sjá nú á eftir ein- um af sínum bestu sonum. Sigurður Sigurðsson. Bjöm Egilsson fi’á Sveinsstöðum er látinn, níutíu og þriggja ára. Hann andaðist á sjúkrahúsinu á Sauðái’- ki’óki úr iungnabólgu, en hafði á sinni löngu ævi sjaldan orðið misdægurt. Dauða hans bar þannig að höndum, að hann fékk inflúensu og lungna- bólgu upp úr henni, eins og oft vill verða. Þegar lungnabólgan fór á Björn bað hann lækna að láta hana afskiptalausa, enda væri nóg lifað. Þetta er sagt hér af þvi atvikið lýsir æðruleysi Bjöms nokkuð. Bjöm dvaldi mörg síðustu ár æv- innar í góðu yfirlæti á Elliheimili sjúkrahússins, skrifaði nokkuð fram- an af en virtist bíða síðan þess óhjá- kvæmilega. Hann var af nokkuð stórri fjölskyldu, en sat að lokum einn ættmenna á Sveinsstöðum og hafði foður sinn lengi hjá sér, farlama mann eftir slag. Ég man vel Björn á þessum árum, glaðværan og svolítið heimspekilegan í tali. Hann sagði vel frá mönnum og við urðum snemma vinh’ á þessum tíma. Það hélst síðan þótt samverustundir yrðu strjálar hin síðari ár. Mér fannst Björn dofna með árunum og má vera að það sé ekki nema eðlilegt. Ég hafði orð á því við hann sjálfan, að mér fyndist hann vera farinn að draga tjöldin fyrir merkilega og frjóa sál. Hann svaraði engu um það, enda heyrði ég hann aldrei tala um sjálfan sig eða út frá sér. Bjöm var bóndi og fræðimaður og unni öllum fróðleik mikið. Hann skrifaði fjölmargar greinar um æv- ina, sem báru keim af því, að þar væri athugull maður á ferð. Nú ný- verið kom út bók eftir hann með safni af frásögnum. Lengst verða þó mun- uð oddvitastörf hans fyrir Lýtinga, sem hann vann af alúð bóndans hvað landið snerti og umhyggju hvað fólk- ið snerti. Hann reyndist sveitungum sínum þarfur maður í oddvitastöð- unni, enda var hann oft ekki nefndur annað en oddvitinn. Sveit Lýtinga er kyrrlát og féll vel að skaplyndi Björns. Er vonandi að sveitin haldi áfram að kenna sig við Lýtinga þótt öllu sé nú steypt saman og hvergi fritt fyrir gróðaplönum og fólk í sveitinni muni Björn enn um hríð. Um sinn lagði Bjöm Egilsson leið sína til Reykjavíkur um jól og áramót til að hitta skyldfólk sitt og örfáa vini, en sagði að erindið væri að finna höfðingja, þ.e. menn í kansellíum, og sýndi oddvitatösku sína því til sann- indamerkis. Þannig vann hann fyrh’ hrepp sinn um leið og hann sinnti persónulegum erindum. Alltaf var gaman að fá Björn í heimsókn. Þá sagði hann mér oft frá ættfólki mínu nyi’ðra og kvöldið var kyrrlátt yfir góðum minnum. Hann sagði líka frá öðru fólki sem mikilsvert var að heyra um. Ungur fór hann að Mæli- BJORN EGILSSON felli til séra Ti-yggva Kvaran og Önnu konu hans. Séra Tryggvi var vel menntaður maður, skáld og bó- hem og segja má að skólar Björns hafi verið á Mælifelli. Vegurinn um Kjöl lá eiginlega um hlaðið á prests-5** setrinu og þar sá Björn menn koma á hestum sínum, ýmist að leggja af stað á Mælifellsdal eða að koma að sunnan yfir fjöll. Orðræða prestsins og ferðalangamir voru allt liður í menntun unga mannsins, sem síðar ferðaðist sjálfur um fjöll og firnindi, ýmist einn í leitum eða með ferðafé- lögum. Eftir Mælifellsdvölina hélt hann til sjóróðra á Suðumes á vetr- um, en hafði áður riðið Kjöl með séra Tryggva og Önnu, sem fóm til að hitta bróður Önnu, Egil Thorarensen á Selfossi. Björn var mjög hrifinn af séra-*»■ Tryggva á Mælifelli. Og ég sagði oft- ar en einu sinni við Bjöm að hann ætti að skrifa ævisögu hans, eða þætti um hann. Svo mikið er víst að þeirra tími kemur ekki aftur, enda spiluðu þeir ekki einu sinni á harm- oniku. Þegar Björn lýsti sóknar- prestinum sagði hann einfaldlega: Hann færði mikla persónu. Svona lýsingu notaði Björn yfu’leitt ekki um aðra. Við áttum tvo aðra presta í hér- aðinu, sem voru sérlegir í háttum og sögur fóru af, bæði fyrir að vera miklir guðsmenn og miklar mann- eskjur. Það voru þeir séra Hallgrím- ur Thorlacius og séra Lárus á Mikla- bæ. En fyrir Björn var aðeins einn kennimaður, sóknarpresturinn hans^n Hjá honum kynnti hann sér lítilshátt- ar guðspeki og gekk um síðar á æv- inni og sagði að ég og einhvejir fleiri vinir hans væru hundheiðnir. Héðan af verður að láta gott heita. Ég tók snemma eftir því að sumii’ sveitungar hans töldu hann heldur ógóðan höfund, sem skrifaði of mikið um smálega hluti. Margir okkar voru ekki á sama máli og Björn sjálfúr lét allt svona tal eins og vind um eyryn þjóta. Hann var stórrithöfundur að því leyti. Frá fyrstu tíð féll mér allt vel sem hann skrifaði og saknaði þess® eins að hann skyldi ekki skiTfa meira. Hann var athugull og skynsamur í tali og mjög efth'tektarsamur á orð og orðatiltæki. Þannig var hann vel gerður frá náttúrunnar hendi á sviði orðræðu og skrifa. Ég hef fylgst með Lýtingum hátt í þrjá fjórðu aldar og lagt mig eftir að lesa það sem um þá hefur verið skrif- að. Bjöm Egilsson er ekki afkasta- mikill í þeim hópi. En hann hefur skrifað meira um Lýtinga en almennt hefur tíðkast á vorum tímum. Þakk- arvert er hvað mikið hefur verið ritað um Skagfirðinga bæði fyrr og síðar. í sjálfu sér eiga Lýtingai’ þar ekki stóran hlut að máli. Þeir voru bænd- ur og ekki einu sinni miklir bændur. En aliir eiga sögu. Sumt af henní^* skrifaði Bjöm en annað er horfið með honum dánum. Megi hann hvfla í friði þar sem ættjörðin og sagan stóðu honum næst. Menn geta farið víða og yfirgefið sinn kæran blett, en þeir koma alltaf aftur. Indriði G. Þorsteinsson. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.