Morgunblaðið - 11.03.1999, Side 76
,/ TVTMÆLALAUST
ARIASTI
■KaimasiMKH
IBM Netfiíílty
<o> NÝHERJI
MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson
LOGREGLA ræðir við afgreiðslustúlku söluturnsins.
Gripdeildir í söluturni
TVEIR piltar stálu á milli 30 og 40
þúsund krónum úr sjóðsvél í sölu-
turninum Toppmyndir í Lóuhólum á
níunda tímanum í gærkvöldi. Piltam-
ir voru ekki vopnaðir en fengu af-
greiðslustúlku til að opna kassann,
hirtu peningana og huríú á brott. Lít-
ur lögregla því svo á að um gripdeild-
ir hafi verið að ræða en ekki rán.
Ekki var búið að hafa hendur í
hári piltanna þegar blaðið fór í
prentun í nótt en í söluturninum var
myndavél sem náði myndum af
þeim. Lögregla leitar þeirra nú.
Piltarnir eru taldir vera 15-16 ára
gamlir og voru klæddir hettupeys-
um. Lögregla hafði einnig góða lýs-
ingu til að styðjast við.
Qlafur Baldur Ólafsson um sölu HB á bréfum í SH
V orum tilbií nir
að kaupa sjálfír
„VIÐ vorum reyndar líka tilbúnir að
kaupa bréfin í SH sjálfir, en foi-mað-
ur stjórnar og forstjóri Haraldar
Böðvarssonar hf. höfðu heimild til
sölu þeirra og tóku þá ákvörðun að
selja þau Róberti Guðfinnssyni og
félögum,“ segir Olafur B. Olafsson,
einn stærsti hluthafinn í HB hf., í
samtali við Morgunblaðið. Hann og
bræður hans eiga samtals um fjórð-
ung hlutafjár í fyrirtækinu. Hluta-
bréf SH hækkuðu á Verðbréfaþingi
Islands í gær úr genginu 4,52 í 5, eða
um 10,6%.
Nýkjörinn stjórnarformaður SH,
Róbert Guðfínnsson, átti í gær fund
með Friðriki Pálssyni forstjóra.
Ræddu þeir stöðu mála eftir aðal-
fundinn í fyrradag, að sögn Friðriks,
en þó aðallega verkefni næstu vikna
og mánaða. Róbert kveðst ánægður
með hækkun hlutabréfa SH í gær og
telur að líta megi á hana sem
traustsyfirlýsingu við þær breyting-
ar sem urðu á aðalfundinum. „Eg
Salan með hag HB
að leiðarljósi,
segir Haraldur
Sturlaugsson
vona sannarlega að nýiTÍ stjóm fé-
lagsins takist að standa undir þeim
væntingum sem til hennar eru gerð-
ar,“ segir Róbert. Stjórnarfundur
hefur verið boðaður 19. mars næst-
komandi.
Ólafur B. Ólafsson lagðist gegn
sölu bréfa HB á þriðjudagsmorgun
og telur hann að betra hefði verið að
ávaxta þau betur og bíða með að
selja.
„Þeir mátu það svo að með þessu
móti fengist hæsta verðið og því
hagstæðast fyrir fyrirtækið að selja
bréfin. Eg neita því alls ekki að sal-
an var mér á móti skapi og segja má
að fyrir vikið hafi orðið nokkur
trúnaðarbrestur á milli mín og
þeirra sem þarna réðu ferðinni. Ég
er hins vegar ekki tilbúinn að tjá
mig um hver framvindan verður á
næstunni og hvort þetta hefur nei-
kvæð áhrif á samstarf okkar. Það
verður bara að koma í ljós,“ segir
Ólafur.
„Það sem vakti fyrir okkur með
sölu hlutabréfa okkai' í SH, var að
færa þessar fjárhæðir inn í fyrirtæk-
ið og atvinnulífið á Akranesi og í
Sandgerði. Það vakti alls ekki fyrir
okkur að hafa áhrif á formannskjör
hjá Sölumiðstöðinni. Við fengum
mjög gott tilboð í hlutabréfin,
kannski á óheppilegum tíma, en með
hag Haraldar Böðvarssonar hf. að
leiðarljósi ákváðum við að selja Ró-
berti Guðfinnssyni og félögum bréf-
in,“ segir Haraldur Sturlaugsson,
framkvæmdastjóri HB.
■ Betra að/20
~ Farfugla-
heimilið
var rýmt
AKVEÐIÐ var í gærkvöldi að rýma
farfuglaheimilið á Seyðisfirði vegna
snjóflóðahættu. Önnur hús á staðn-
um eru ekki talin á hættusvæði.
Veðurstofan gaf út snjóflóðavið-
vörun í gærkvöldi. Spáð er norðaust-
an átt með úrkomu næstu daga. Tals-
vert snjóaði í bænum í gær. Þrettán
pólskir verkamenn voru í farfugla-
heimilinu sem er norðan megin í firð-
inum utan byggðar. Fengu þeir gist-
ingu annars staðar í bænum.
--------------
Hvalveiðar
verði hafnar
ALÞINGI samþykkti í gær þings-
ályktunartillögu um að hefja skuli
hvalveiðar hið fyrsta hér við land og
standi ályktun Alþingis frá 2. febrú-
ar 1983 um að mótmæla ekki banni
Alþjóðahvalveiðiráðsins við hvalveið-
um ekki í vegi fyrir því. Tillagan var
samþykkt með 37 atkvæðum gegn 7.
,, I þingsályktuninni segir að veið-
'■'•^írnar skuli fara fram á grundvelli
vísindalegrar ráðgjafar Hafrann-
sóknastofnunarinnar og undir eftir-
liti stjórnvalda.
■ Samþykkt að/10
Morgunblaðið/RAX
Skipið málað
TVÖ erlend skip eru nú í Hafnar-
ijarðarhöfn, annað í flotkví en hitt
liggur við bryggju. Menn notuðu
bliðuna sem var á suðvestanverðu
landinu í gær til þess að mála
skrokkinn.
Bók aldarinnar
á Islandi valin
Öll áhöfn Goðafoss úrskurðuð í gæsluvarðhald til 15. mars
kærir úrskurðinn
Áhöfnin
DÓMARI við Héraðsdóm Reykja-
víkur úrskurðaði alla áhöfnina af
Goðafossi í gæsluvarðhald til 15.
mars á þriðjudagskvöld og aðfara-
nótt miðvikudags vegna smyglmáls-
ins í Goðafossi. Hafa skipverjarnir
allir sem einn kært úrskurð dómar-
ans til Hæstaréttar í samráði við lög-
menn sína á grundvelli réttarstöðu
7*innar. Hugsanlegt er að Hæstirétt-
'dv taki afstöðu til kæranna fyrir
helgi, en gæsluvarðhald mannanna
rennur út á mánudaginn.
Gæsluvarðhald skipverjanna rask-
ar ekki áætlun Goðafoss, því skipið
verðui- mannað á ný og leggur úr
höfn til Ameríku og Kanada á fostu-
dag samkvæmt áætlun. Losun skips-
ins er lokið en þó er líklegt að tafir
verði á afhendingu einstakra gáma.
Ákveðnar reglur gilda um það hjá
Eimskipafélaginu hvernig tekið er á
málum ef starfsmenn félagsins eru
viðriðnir smygl og verður unnið eftir
þeim, þegar málið upplýsist. Hafa ber
þó í huga að rannsókn stendur enn yf-
ir segir í tilkynningu frá Eimskip.
Rannsóknardeild lögreglunnar í
Reykjavík heldur áfram rannsókn
málsins í samvinnu við Tollgæsluna,
sem heldur áfram neðansjávarleit
með aðstoð kafara að hugsanlegu
smygli í nágrenni Garðskaga.
Á MORGUN og næstu tíu daga
gefst landsmönnum kostur á að
velja bók aldarinnar á íslandi. Allir
landsmenn geta greitt atkvæði en
atkvæðaseðlar munu liggja frammi í
bókasöfnum og bókabúðum lands-
ins, auk þess að verða birtir í dag-
blöðum á morgun, föstudag.
Hver og einn þátttakandi getur
vaiið þrjár bækur sem hann raðar í
fyrsta, annað og þriðja sæti en bæk-
urnar verða að vera skrifaðar af ís-
lenskum höfundi og gefnar út á
þessari öld. Könnunin stendur dag-
ana 12. til 21. mars en niðurstaðan
verður kynnt á Degi bókarinnar, 23.
apríl næstkomandi.
Að sögn Önnu Elínar Bjarka-
dóttur, stjórnarmanns í Bókasam-
bandi íslands, sem stendur fyrir
könnuninni, er búist við mikilli
þátttöku en markmiðið með henni
er fyrst og fremst að beina athygl-
inni að bókum og bóklestri. „Áuð-
vitað er þetta til gamans gert í aðra
röndina en við væntum þess einnig
að töluverð umræða muni spinnast
um íslenskar bókmenntir á öldinni.
Og vafalaust á sitthvað eftir að
koma á óvart eins og raunin hefur
orðið í svipuðum könnunum í öðr-
um löndum.“
■ Bók aldarinnar/25