Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
75. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Ógnaröldin í Kosovo-héraði heldur áfram og gífurlegur flóttamannavandi blasir við
Milosevic segist reiðubúinn til
samninga hætti NATO loftárásum
Belgrad, Blace, Brussel, Washington. Reuters.
SLOBODAN Milosevic, forseti Júgóslavíu, sagðist í gær reiðubúinn til
þess að fækka í herliði Serba í Kosovo-héraði og leyfa flóttamönnum að
snúa aftur heim að því tilskildu að Atlantshafsbandalagið (NATO) stöðv-
aði loftárásir á Júgóslavíu en þær hafa nú staðið í eina viku. Svör vestur-
veldanna við tilboði Milosevics voru afdráttarlaus. Það væri ekki hlutverk
Júgóslaviuforseta að setja skilyrði í deilunni um Kosovo, honum væri
hins vegar fullljóst hvaða skilyrði stjórnvöld í Belgrad þyrftu að uppfylla
til þess að loftárásum yrði hætt. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, vék
ekld einu orði að yfirlýsingu Milosevics á blaðamannafundi í gærkvöldi
en sagði voðaverk Milosevics gegn saklausu fólki misbjóða NATO-ríkjun-
um öllum sem einu. Ostaðfestar fréttir herma að Ibrahim Rugova, einn
leiðtoga Kosovo-Albana, sé særður og í felum einhvers staðar í Kosovo.
Jevgení Prímakov, forsætisráð-
herra Rússlands, og Igor Ivanov,
rússneski utanríkisráðherrann, áttu
í gær sex klukkustunda fund með
Milosevic í Belgrad. Að honum lokn-
um flaug Prímakov til Bonn og
greindi Gerhard Schröder, kanslara
Þýskalands, sem gegnir formennsku
í ráðherraráði Evrópusambandsins
(ESB), frá niðurstöðum hans.
„Hann [Milosevie] er tilbúinn til
uppbyggilegra viðræðna,“ sagði
Jevgení Prímakov við komuna til
Bonn. „Verði loftárásum hætt er
hann tilbúinn að draga úr hemaðar-
mætti Serba í héraðinu. Við erum
vongóðm um árangur."
Yfirlýsing frá Milosevic var lesin í
kvöldfréttatíma júgóslavneska n'k-
issjónvarpsins í gær. Þar setti for-
setinn fram skilyrði sín fyrir friði og
sagði loftárásir NATO vera olíu á
ófriðareldinn á Balkanskaga, sem
einungis væri hægt að finna póli-
tíska lausn á. Milosevic sagði það
bera sáttahug sínum vitni að hann
hefði ákveðið að samþykkja tillögur
rússneskra ráðamanna um friðsam-
lega lausn deilunnar að því tilskildu
að NATO hætti loftárásum sínum
og stuðningi við aðskilnaðarsinna í
Kosovo. Einnig þyrfti bandalagið að
kalla burt 10.000 manna lið sérsveit-
armanna NATO sem nú eru í Make-
dóníu. Forsetinn sagði Serba hafa
varist árásum NATO af hetjuskap
og ofbeldið mundi ekki brjóta þá á
bak aftur.
Ógnaröldin færist í aukana
Jamie Shea, formælandi NATO í
Brussel, lýsti því svo í gær að ógnar-
öldin í Kosovo færðist einungis í
aukana. Serbneskar hersveitir hefðu
neytt tæplega 120.000 Kosovo-Al-
bana til þess að yfirgefa heimili sín
írá því að loftárásir hófust. Borgina
Pec í Vestur-Kosovo sagði hann í
rústum og alla íbúa hennar, um
hundrað þúsund manns, á bak og
burt. Pec kemur næst héraðshöfuð-
borginni Pristina að stærð í Kosovo.
Þá hefðu þúsundir íbúa bæjarins
Prizren neyðst til þess að flýja yfir
landamærin til Albaníu. James Rub-
in, talsmaður utanríkisráðuneýtis
Bandaríkjanna, tók í sama streng og
sagði margt benda til þess skipulegt
þjóðarmorð færi nú fram í Kosovo.
Ostaðfestar fregnir herma að
serbneskar hersveitir hafi gert stór-
skotaliðsárás á flóttafólk sem er inn-
lyksa í Pagarusa-dalnum í miðju
Kosovo-héraði.
Heilu hverfin í Pristina stóðu í
ljósum logum í gær eftir árásir
serbneskra hersveita. Hin opinbera
fréttastofa Tanjug greindi frá því í
Viðbrögð vestrænna ráðamanna
„Aðgerðir,
ekki orð“
Einhugur um að
halda loftárásum
áfram
Bonn, Belgrud, Washinglon. Reuters.
BILL Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, hafnaði í gær tillögum
Slobodans Milosevics um vopnahlé í
Kosovo. „Við getum ékki samþykkt
tillögur Milosevics forseta," sagði
Clinton, „og innan NATO ríkir ein-
hugur um nauðsyn þess að halda
hernaðaraðgerðum áfram.“ Tals-
maður Tonys Blairs, forsætisráð-
herra Bretlands, tók í sama streng
og sagði að NATO hefði ætíð gert
Milosevic ljóst að það væru „að-
gerðir, ekki orð“, sem þyrftu að
koma til áður en loftárásum yrði
hætt. „Hann þarf að kalla hersveitir
sínar til baka, um það þarf ekki að
hafa fleiri orð,“ sagði talsmaðurinn
enn fremur.
Gerhard Schröder, kanslari
Þýskalands, sagði á blaðamanna-
fundi eftir stuttan fund með Jevgení
Prímakov, utanríkisráðherra Rúss-
lands, að tillögurnar væru ekki
grunnur að pólitískri Iausn á mál-
efnum Kosovo. Sagði kanslarinn að
stjómvöld í Belgrad yrðu að senda
Vesturlöndum skýr skilaboð um að
þau væru fús til að hefja alvarlegar
friðarviðræður og vii-ða gerða frið-
arsamninga. Fyrstu og þýðingar-
mestu skilaboðin af hendi Serba
yrðu að vera þau að þeir kölluðu all-
ar her- og öryggissveitir sínar frá
Kosovo svo drápunum linnti. Sagð-
ist Schröder ætla að koma niður-
Reuters
SLOBODAN Milosevic, forseti Júgóslavíu, virtist glaður í bragði er
hann fundaði með Jevgenf Prímakov í gær.
stöðum fundarins í Belgrad áleiðis
til annarra NATO-ríkja. Lýsti hann
því ennfremur yfir að „uppbyggi-
legum þætti“ Rússa við að finna
friðsamlega lausn á átökunum væri
ekki lokið.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, lýsti því yfir í
gær að þjóðernishreinsanir Serba í
Kosovo væru svívirðilegar og hvatti
hann samfélag þjóðanna til þess að
koma flóttafólki frá Kosovo til hjálp-
ar. Annan beindi því til grannríkja
Kosovo að loka ekki landamærum
sínum og bjóða flóttafólki skjól, en
ítrekaði að friðsamleg lausn deilunn-
ar yrði að tryggja rétt flóttamanna
til þess að snúa til síns heima.
gær að júgóslavneski herinn hefði
brotið á bak aftur árásir skæruliða
víða um Kosovo í gær. Aðrir
serbneskir fjölmiðlar sögðu Kosovo-
Albana geta- sjálfum sér um kennt
ef leiðtogar þeirra hefðu týnt lífi í
árásunum.
Flóttamannastofnun Sameinuðu
þjóðanna sakaði stjórnvöld í
Belgrad um að stunda þjóðernis-
hreinsanir í Kosovo og fulltrúi
Frelsishers Kosovo með aðsetur í
Genf hélt því fram að serbneskar
her- og sérsveitir hefðu drepið þús-
undir manna í héraðinu.
Rúmlega 80.000 flóttamenn voru í
gær komnir til bæjarins Kukes í Al-
baníu. I Makedóníu var straumur
flóttamanna yfir landamærin við
Blace svo að segja stöðvaður og
löng röð fólks myndaðist Kosovo-
megin við landamærin. Nú eru
23.000 flóttamenn komnir til Make-
dóníu en þjóðaröryggisráð landsins
segir það geta tekið á móti 20.000
flóttamönnum. Áætlað er að 570.000
Kosovo-Albanar séu á vergangi
vegna átakanna.
Sprengjuþotur Atlantshafs-
bandalagsins gerðu linnulitlar loft-
árásir á skotmörk í Júgóslavíu í gær
og sögðu talsmenn NATO þær fara
FLÓTTAMENN frá Kosovo fikra sig áfram eftir skógarstíg á leiðinni inn í Makedómu. Uin tvö þúsund
Kosovo-Albanar fengu að fara yfir landamærin til Makedóníu í gær.
harðnandi. Hubert Vedrine, utan-
ríkisráðherra Frakklands, sagði að
herflugvélar Atlantshafsbandalags-
ins hefðu eyðilagt meira en helming
loftvama og flugafla Serbíu.
Ákvörðun ekki tekin um
„þriðja stig“ loftárása
A fundi sendiherra aðildarríkj-
anna í höfuðstöðvum NATO í gær-
kvöldi var ekki komist að niður-
stöðu um hvort stigmagna ætti loft-
árásirnar og gera lögreglu- og her-
stöðvar um alla Júgóslavíu að skot-
marki. Að sögn háttsettra embætt-
ismanna höfðu menn í höfuðstöðv-
unum ekki gert ráð fyrir því að
stigmögnun átakanna yrði jafn
mikil og raun ber vitni. Talsmaður
bandaríska varnarmálaráðuneytis-
ins sagði loftárásir nauðsynlegar
enn um sinn áður en hægt væri að
greiða Serbum „rothöggið".
f Belgrad var mótmælum gegn
loftárásum NATO haldið áfram og
ráðist gegn vestrænum sendiráðum
og veitingastöðum.
Bandaríkjastjóm varaði í gær
stjómvöld í Belgrad við því að reyna
að steypa stjóm Svartfjallalands af
stóli og mun Madeleine Albright ut-
anríkisráðherra hafa fullvissað
Svartfellinga um stuðning Banda-
ríkjanna gegn stjóminni í Belgrad.
■ Sjá umfjöllun/20-22