Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999
JE ■— ■ ■ ...........
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Hjörleifur Guð-
mundsson fædd-
ist í Haukadal í
Dýrafirði 26. júlí
1920. Hann Lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 24. mars síð-
astiiðinn. Foreldrar
hans voru Guð-
mundur Jónsson,
sjómaður, f. 2.6.
1888, d. 19.1. 1945,
og Sigríður Katrín
-y Jónsdóttir, f. 26.11.
1899, d. 24.12. 1995.
Hjörleifur var næst
elstur átta systkina.
Hin eru Hannes, f. 27.7. 1919,
Skarphéðinn, f. 30.7. 1922, Kri-
sljana, f. 7.2. 1924, Anna, f.
24.9. 1926, látin, Guðný, f. 10.5.
1928, látin, Guðjón, f. 20.4.
1930, Stefán, f. 8.7. 1933.
Hinn 30. desember 1944
kvæntist Hjörleifur Sigríði Kri-
stjánsdóttur, f. 16.4. 1925, frá
Arnarnúpi í Dýra-
firði. Börn þeirra
eru: 1) Rögnvaldur
Karl, f. 23.11. 1944,
kvæntur Erlu Ingv-
arsdóttur. Þau eiga
þijár dætur og fimm
barnabörn. 2) Sigurð-
ur Guðmundur, f.
10.11. 1947, var
kvæntur Sigurbjörgu
Magnúsdóttur, þau
eru skilin. Þau eiga
þrjú börn. 3) Guð-
björg Kristín, f. 1.2.
1949, gift Páli Braga-
syni. Þau eignuðust
fjóra syni, en einn þeirra er lát-
inn. 4) Álfhildur Ema, f. 20.4.
1952. Hún á einn son. 5) Sverrir,
f. 3.5. 1962, kvæntur Svanhildi
Guðlaugsdóttur. Þau eiga fjögur
börn. Fóstursynir Hjörleifs og
Sigríðar em: Kristján Haukdal
Þorgeirsson, f. 4.12. 1934, kvænt-
ur Dóm Diego Þorkelsdóttur.
Þau eiga þijú börn. Sonur Kri-
sljáns er Jón Haukdal Krist-
jánsson, f. 23.4. 1956, sem ólst
upp til 15 ára aldurs hjá Hjör-
leifi og Sigríði. Jón er kvæntur
Bám Guðbjartsdóttur og eiga
þau tvo syni.
Hjörleifur gekk í barnaskól-
ann í Haukadal og framhalds-
skólann í Reykjanesi við ísa-
fjarðardjúp. Hann var sjómað-
ur, lengst af á línuskipinu
Fjölni. Bjó síðan í tíu ár á Húsa-
túni í Haukadal. Hjörleifur
fluttist þá með fjölskyldu sína
suður til Garðahrepps og bjó
þar í sautján ár. Fyrir sunnan
starfaði Hjörleifur hjá Olíufé-
laginu hf. Hann hóf síðan rekst-
ur söluturns í Hafnarfirði,
þangað sem hann fluttist árið
1971. Rak hann söluturn í 14 ár,
en starfaði að því loknu hjá
bókaforlaginu Isafold. Árið
1991 fluttust þau Hjörleifur og
Sigríður að Boðahlein 3 við
Hrafnistu. Frá árinu 1997
dvaldist Hjörleifur á sjúkra-
deild Hrafnistu Hafnarfirði.
Útför Hjörleifs fer fram frá
Vídalínskirkju í Garðabæ í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
HJORLEIFUR
GUÐMUNDSSON
Kveðja frá eiginkonu
Pú varst minn vetrareldur.
M varst mín hvíta lilja,
bæn af mínum bænum
og brot af mínum vilja.
Við eiskuðum hvort annað,
en urðum þó að skilja.
Eg geymi gjafir þínar
sem gamla helgidóma.
Af orðum þínum öllum
var ilmur víns og blóma.
Af öllum fundum okkar
slær ævintýraljóma.
Og þó mér auðnist aldrei
neinn óskastein að finna,
þá verða ástir okkar
og eldur brjósta þinna
ljós á vegum mínum
og lampi fóta minna.
(Davíð Stef.)
Sigríður G. Krisljánsdóttir.
í dag er til moldar borinn elsku-
legur faðir minn Hjörleifur Guð-
mundsson, sem lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði miðvikudaginn 24.
mars sl. Eg og fjölskylda mín öll
eigum margar góðar minningar um
þennan einstaka mann sem svo
mjög bar hag okkar fyrir brjósti.
Þannig veit ég að hann mun lifa
.. jáfram með okkur og minningarnar
gagnast okkur þegar við glímum
við lífsgátuna sem oft er svo óskilj-
anleg og margslungin.
Pabbi var harðduglegur og fylg-
inn sér. Hann hafði harðan skráp,
en undir bjó blíður og gamansamur
strákur sem hann hleypti ekki öll-
um að. Hans verður kannski ekki
minnst fyrir líkamlegt atgervi. Til
þess fékk hann fullstóran skammt
ÚTFARARST OFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, simi 565 5892
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áratöng reynsla.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
af veikindum og heilsuleysi að
glíma við. Það voru ófá skiptin sem
hann þurfti að leggjast inn á spít-
ala í lengri eða skemmri tíma.
Aldrei heyrðist hann samt kvarta
og efldist bara við hverja raun.
Þessar erfiðu aðstæður komu samt
ekki í veg fyrir að honum tækist
það sem hann ætlaði sér. Hann var
nefnilega ósérhlífínn ef því væri að
skipta, þótt skrokkurinn vildi ekki
alltaf gegna skipunum þótt hart
væru reknar fram.
Pabbi hafði ákveðnar og afdrátt-
arlausar skoðanir á bæði mönnum
og málefnum. Með árunum fannst
mér ég skilja betur þær forsendur
sem bjuggu þar að baki. Hann
vildi vera efnalega sjálfstæður,
skulda engum neitt og geta borið
höfuðið hátt. Það tókst þeim for-
eldrum mínum saman. Þrátt fyrir
að ekki væri alltaf úr miklu að
spila, tókst þeim að halda fallegt
heimili og útbúa okkur systkinum
mikið og gott lífsnesti í leiðinni.
Mér finnst þeim hafa tekist vel
upp með það og okkar er að vinna
úr því áfram fyrir sjálf okkur og
fyrir börnin okkar.
Pabbi var einstaklega barngóð-
ur og þegar ég og Svanhildur kon-
an mín eignuðumst börnin okkar
fjögur þá gladdist hann og gældi
við þau öll. Það kom einmitt svo
vel í ljós þegar hann stoltur hélt á
yngsta syni mínum og nafna sín-
um undir skírn rétt fyrir jólin
1996.
Pabbi gengur nú á vit almættis-
ins laus úr viðjum erfíðs heilsuleys-
is. Án efa bíða hans krefjandi ný
verkefni sem honum munu farast
vel úr hendi. Ég veit að hann naut
lífsins þrátt fyrir erfiðleikana.
Blómatuáðin
öak*3skom
v/ T~OSSVOC)sklV(<jt49«pð
Sími: 554 0500
UÍFARARSFOFA
OSWALDS
sfMi 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
AÐALSTRÆTI 4R • 101 REYKJAVÍK
LfKKISTUVINNÚSTOFA
EYVÍNDAR ÁRNASONAR
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi.
(V. Briem.)
Með þessum orðum kveð ég
elskulegan föður minn. Guð blessi
minningu hans, móður mína, ást-
vini og alla er hans sakna.
Sverrir Hjörleifsson.
„Öllu er afmörkuð stund, og sér-
hver hlutur undir himninum hefir
sinn tíma. Að fæðast hefir sinn
tíma og að deyja hefir sinn tíma.“
(Predikarinn 3.1-2.)
Hann er dáinn hann Hjörleifur,
frændi minn, fóstri og velgjörðar-
maður. Hann hefur lengi verið
sjúkur og við þessu mátti búast
hvenær sem var, samt er maður
óviðbúinn þegar líknin kemur.
Ég man það eins og það hafi
gerst í gær þegar þau hjón, hann
og Sigga, komu inn í líf mitt fyrir
55 árum. Ég var níu ára. Þá fyrir
nokkrum dögum hafði móðir mín
dáið. Þau voru þá nýtrúlofuð og
höfðu brugðið sér til borgarinnar í
því tilefni og vísast til að efna sér
til búsins sem til stóð að stofna. Þá
birtust þau í heimsókn hjá okkur í
Hafnarfirðinum. Þessi heimsókn
varð afdrifarík fyrir mig og mitt líf.
Þau ákváðu þar á stundinni að taka
mig að sér og ala mig upp. Þegar
pabbi minn sagði mér að hér væri
kominn frændi minn, sem vildi
taka mig að sér og ég ætti að fara
með honum vestur í Dýrafjörð og
eiga þar heima, þá fyrst skildi ég
hvað hafði gerst og að móðurmiss-
irinn var ekki bara að ég varð móð-
urlaus, heldur missti ég heimili
mitt líka. Ég hef oft hugsað um
hvað ég var heppinn að þessi hjón
urðu á vegi mínum, einmitt þama á
þessari þungbæru stundu í Hafn-
arfirði. Það var gæfa mín. í þeirra
skjóli var ég þar frá og til fullorð-
insára. Fyrst á Amarnúpi, hjá for-
eldrum Sigríðar, þeim Kristjáni og
Guðjörgu sem var mikið myndar-
og gæfufólk. Hjá þeim lærði ég að
þekkja Jesú Krist, sem er eitt það
besta sem fyrir mig hefur komið í
lífínu. I fjósinu á Arnarnúpi var
minn háskóli í guðfræði. Ég sat á
heymeisnum og lýsti Ingu minni
með olíuluktinni meðan hún mjólk-
aði. Þar kenndi hún mér, sagði mér
frá Kristi og hvað bænin er mikil-
væg og lagði þannig grunninn að
trú minni, sem ég bý að enn í dag.
Guði sé lof fyrir að ég fékk að
kynnast þessu fólki, þetta á ég
þeim Hjörleifi og Siggu að þakka.
Þau Hjörleifur keyptu jörðina
Ystabæ í Haukadal, íbúðarhúsið
þar var ónýtt svo þau byggðu við
íbúðarhúsið að Húsatúni þar sem
foreldrar hans og systkini bjuggu.
Hjörleifur vann af mikilli elju að
búi sínu, byggði upp, ræktaði jörð-
ina og stækkaði búið. Þar fór engin
stund til spillis. Þegar heyskap var
lokið var róið til fiskjar á trillunni,
aflað matfanga til vetrarins. Það
sem umfram aflaðist var selt. Þeg-
ar ég hafði aldur til að geta sinnt
fénu yfir veturinn réð hann sig á
fiskibát frá Þingeyri, enda eftir-
sóttur sem slíkur. Hann var sjó-
maður sem ungur maður eins og
alsiða var á Vestfjörðum á þeirri
tíð.
Kjör vestfirska bóndans hafa
alltaf verið erfið og lífsbaráttan
hörð. Landrými lítið, búin voru
flest lítil og dugðu illa til fram-
færslu, en sjórinn var við bæjar-
dyrnar með fiskinn til að drýgja
það sem landið gaf. Þannig tókst
þeim að lifa af og Hjörleifur var
einn af þeim, sem af harðfylgi og
útsjónarsemi sáu vel sér og sínum
farborða. Þá var hann sérstaklega
heiðarlegur maður, þar gilti einu
hvort loforð var gefið munnlega
eða skriflega, það gilti jafnt. Aldrei
hef ég heyrt um að hann hafi gert á
hluta nokkurs manns, enda hefði
það verið þvert á lífssýn hans.
Hjörleifur var aldrei verulega
heilsuhraustur maður og þegar
heilsan fór að bila brugðu þau búi
og fluttust hingað suður og byggðu
sér hús í Garðabænum. Eftir að
hingað kom starfaði hann lengst
hjá Olíufélaginu Esso, einnig rak
hann söluturn um nokkurn tíma.
Síðast vann hann hjá Isafoldar-
prentsmiðjunni við birgðavörslu.
Enn er ótalin gæska þeirra
Hjörleifs og Siggu og kærleikur
þeirra við mig, þegar þau á erfiðum
tímamótum í lífi mínu tóku Jón son
minn að sér, líkt og þau gerðu við
mig á sínum tíma. Þau reyndust
honum vel ekki síður en mér. Það
var velgjörningur sem ég verð
aldrei borgunarmaður fyrir, en lýs-
ir þessum hjónum betur en nokkur
orð. Það er lýsandi dæmi um þau,
fórnfýsi þeirra, væntumþykju og
kærleika.
I einkalífi sínu var Hjörleifur
gæfumaður. Hann eignaðist góðan
lífsförunaut, þar sem hún Sigga er.
Hjónaband þeirra var gott og ein-
kenndist af ást og umhyggju.
Aldrei heyrði ég fara á milli þeirra
styggðaryrði. Sigga mín, ég veit að
söknuður þinn er mikill, en minn-
ingin um góðan eiginmann mun lifa
með þér og gefa þér gleðina á ný.
Við Dóra vottum þér og börnum
ykkar og ástvinum öllum okkar
innilegustu samúð.
Að leiðarlokum kveð ég þig, kæri
fóstri minn, með söknuði og þakk-
látu hjarta, fyrir allt það sem þú
gerðir fyrir mig og Jón son minn.
Góður Guð blessi þig og umvefji
þig náð sinni og miskunn í dýrðar-
ríki sínu. Haf þú hjartans þökk fyr-
ir allt sem þú varst mér.
Kristján H. Þorgeirsson.
Hjörleifur, tengdafaðir minn, er
látinn eftir langa og stranga
sjúkralegu. Reyndar hafði Hjör-
leifur snemma misst heilsu, og
þurftu þau hjónin að bregða búi
vestur í Dýrafirði af þeim sökum
árið 1955. Fluttust þau suður og
settust að í Garðahreppi.
Við Hjörleifur vissum fyrst hvor
af öðrum þegar við Guðbjörg dóttir
hans fórum að stinga saman nefj-
um á árinu 1967. Mér var strax vin-
samlega tekið á heimili þeirra
Hjörleifs og Sigríðar konu hans.
Það tók mig ekki langan tíma að
komast að því, að vinnusemi og
ráðdeild voru í heiðri höfð á því
heimili. Efnin vora ekki mikil,
bömin á heim'linu vora gjarnan
fjögur eða fimm á þessum tíma.
Húsbóndinn vann myrkranna á
milli, þegar heilsan leyfði, vann á
skrifstofu á daginn og keyrði leigu-
bíl um kvöld og helgar. Húsfreyjan
vann einnig utan heimilis, og saum-
aði og prjónaði fót á heimilisfólkið
því til viðbótar. Þrátt fyrir mikið
strit og oft langvarandi veikindi
Hjörleifs ríkti á þessu heimili ástúð
og festa og góð regla var á hverjum
hlut. Aldrei var djúpt á glettni og
glaðværð, þegar færi gafst.
Síðar, er þau hjón tóku sér fyrir
hendur að reka smurstöð og sölu-
turn í Hafnarfirði, vænkaðist hag-
ur þeirra, enda eljan og ráðdeildin
ætíð hin sama, og reksturinn tek-
inn föstum tökum. Famaðist þeim
vel starfsemin, og veit ég fyrir víst,
að samskipti þeirra hjóna við
starfsfólk sitt vora með miklum
ágætum, enda hélst þeim jafnan
vel á góðu fólki.
Hjörleifur var afar heilsteyptur
maður, heiðarlegur og hjálpfús,
hafði ríka réttlætiskennd, og hvik-
aði aldrei frá sannfæringu sinni í
nokkra máli. Voru hjónin einstak-
lega samrýnd, hjónabandið ástríkt
og gagnkvæm virðing og umhyggja
þein-a áberandi. Barngóður var
Hjörleifur svo eftir var tekið, og
hændust börn að honum. Hjónin
vora félagslynd, og fóra gjarnan á
mannamót. Þó undi Hjörleifur sér
best í faðmi fjölskyldunnar, stórra
sem smáma, oft við spil og ýmsa
leiki, sem hann var óþreytandi að
fara í. Var þá glatt á hjalla og
Hjörleifur hrókur alls fagnaðar.
Það er margs að minnast, þegar
langri og strangri ævigöngu lýkur.
Mér finnst Hjörleifur tengdaifaðir
minn hafa verið hetja. Þótt heOsan
væri oft tæp, þá heyrði ég aldrei
barlóm eða uppgjafartón í honum.
Börnin komust öll á legg, þrír syn-
ir, tvær dætur og tveir fóstursynir.
Við lát Hjörleifs hef ég misst
góðan vin og stuðningsmann fjöl-
skyldunnar. Sigríður tengdamóðir
mín hefur misst lífsföranaut sinn í
yfir 55 ár. Það er mikill missir, og
bið ég algóðan Guð að styrkja hana
og hugga. Bömum Hjörleifs og
Sigríðar og fjölskyldum þeirra
votta ég einnig samúð mína og bið
þeim blessunar. Guð geymi sálu
Hjörleifs og blessi minningu hans.
Páll Bragason.
Elsku afí, við munum sakna þín
mikið. Síðustu árin voru þér erfið,
og eftir langvinn veikindi hefur
Guð kallað þig á sinn fund. Það er
margt sem rifjast upp þegar við
hugsum til baka. Það fyrsta sem
kemur upp í hugann era öll þau
skipti þegar við sátum og spiluð-
um. Það var viðtekin venja að taka
í spil í hvert skipti sem þú og
amma komuð í heimsókn, eða þeg-
ar við heimsóttum ykkur. Það var
sama hver vann, þetta vora alltaf
skemmtilegar stundir.
Sjoppan sem þið amma rákuð,
og gekk undir nafninu „Afasjoppa"
á okkar heimili, var mjög vinsæl
meðal okkar. Þaðan fórum við
aldrei tómhentir. Það mátti alltaf
treysta því að afi og amma ættu
eitthvað í pokahorninu.
Kanaríferðin 1988 er líka mjög eft-
irminnileg. Þetta var mikil fjöl-
skylduferð, og við munum hvað
okkur bræðranum þótti gaman að
þú og amma skylduð koma með.
Gamanið byrjaði strax í flugvélinni
á leiðinni út þegar við kváðumst á
að gömlum íslenskum sið. Við
sundlaug hótelsins sýndir þú okkur
stráklingunum svo hvernig átti að
bera sig að við dýfingar.
Því miður þurftir þú að bregða
búi í Haukadal í Dýrafirði vegna
heilsubrests. Sumarið 1990 fóram
við í leiðangur þangað og skoðuð-
um ættaróðalið. Þú talaðir oft um
þennan stað, og það var gaman að
koma á bernskuslóðir móður okk-
ar. Ættaróðalið er í landi Gísla
Súrssonar, enda varstu mikill
áhugamaður um sögu hans. Þú
hafðir gaman af þjóðlegum fræðum
og þér varð tíðrætt um ýmsa kappa
þaðan, meðal annars Húsavíkur-
Jón. Slíkai' frásagnir vöktu ætíð
mikla kátínu.
En þrátt fyrir langvarandi van-
heilsu varstu ávallt hress í anda.
Skopskynið var aldrei langt undan.
Þú gafst þér alltaf nægan tíma til
þess að rabba við okkur um heima
og geima.
Við eram þakklátir fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum
saman og biðjum Guð að geyma
þig-
Hinrik, Hjörleifur og Viðar.
I örfáum línum langar mig til að
minnast afa míns, Hjörleifs Guð-