Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Þorleifur Jó-
hannes Einars-
son fæddist í
Reykjavík 29. ágúst
1931. Hann lést í
Bergisch Gladbach í
Þýskalandi 22. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Einar Run-
óífsson verkamað-
ur, f. 1886 í Skálma-
bæjarhrauni í Álfta-
veri, d. 1962 í
w Reykjavík, og Krist-
ín Þorleifsdóttir, f.
1900 í Stykkishólmi,
d. 1973 í Reykjavík. Systkini
hans voru Sigurður Breiðljörð
Þorsteinsson, f. 31. mars 1927,
d. 2. mars 1974, kvæntur Guð-
laugu Kristjánsdóttur f. 4. febr-
úar 1922. Þeirra börn eru Krist-
ján Þór, Kristín Guðveig, Anna
Breiðfjörð, Þorsteinn og Þor-
björg. Ragnhildur, f. 17. sept-
ember 1933, gift Alberti Ólafs-
syni, f. 8. október l924. Þeirra
börn eru Einar, Ólafur og Al-
bert.
Árið 1959 kvæntist Þorleifur
_.*■ Steinunni Dórótheu Ólafsdótt-
ur, hjúkrunarfræðingi, f. 27.
janúar 1935, en þau slitu sam-
vistum. Börn þeirra eru Ásta, f.
15. maí 1960, jarðfræðingur,
gift Halldóri Björnssyni laga-
nema og leikara, f. 10. ágúst
1962. Börn hennar eru Lilja
Steinunn Jónsdóttir, f. 6. nóv-
ember 1988, og Tómas Orri
Halldórsson, f. 29. janúar 1997.
Einar Ólafur, landfræðingur, f.
9. ágúst 1963, unnusta hans er
Nathalie Jacqueminet, forvörð-
' ur, f. 18. september 1965. Krist-
ín, landslagsarkitekt, f. 9. októ-
ber 1964, gift Ólafi Ólafssyni,
Það er erfítt að kveðja einhvem
sem maður elskar skilyrðislaust
eins og kannski barni einu er gefíð
að elska foreldrið.
Þegar ég breiði yfir Tomma litla
sængina sem þú gafst honum í
tveggja ára afmælisgjöf er sem þú
standir þama ljóslifandi hjá mér.
Sért enn á ný kominn í heimsókn,
sestur í sófann, alltaf á sama stað,
andlitið skreytt þessum íhugula svip
sem svo oft breyttist í bros. Bömin
mín munu sakna þín því þú varst
, frábær afí - alltaf til í bamfóstra-
starfíð hringdir reglulega og spurðir
um börnin þótt þú sæir þau næstum
daglega. Lilja Steinunn og Tómas
Orri sakna afa. Lilja er að yrkja til
þín en Tommi bendir á myndir af
þér og segir „Ha - þetta afi?“
Þú varst enginn venjulegur faðir,
gerðir engar kröfur, ætlaðist ein-
faldlega til að maður stæði sig vel -
alltaf. Oft strangur en óendanlega
fróður.
Varst oft langtímum burtu,
stundum í fjarlægum löndum en
alltaf mundir þú eftir að senda bréf
og póstkort með myndum af krökk-
unum á Prípiloff eyjum, brosandi
með rauðar slaufur eða björnunum
•í Alaska, borðandi popp. Þegar þú
komst frá Mexíkó með ugluna,
armbandið og indíánaguðinn sem
varð hluti af daglegu lífí mínu
næstu árin - vemdargoð. Eða þú
keyptir fyrsta bílinn, bláan Austin
Gypsy og komst við í svampaverk-
smiðjunni, hlóðst undir mig í miðju-
sætinu þangað til ég sá út og við
keyrðum að heimsækja afa á spítal-
ann, þá var ég þriggja ára. Öll
sumrin sem þú varst á fjöllum og
komst að hausti eins og farfuglarn-
ir, lyftir mér upp, kysstir ákinn og
. . skeggbroddarnir stungu. Pabbi
broddgöltur!
Ferðin á Flateyjardal þegar áin
flæddi inn í bílinn. Allt var renn-
andi blautt. Um nóttina kom jarð-
skjálfti og húsið skalf, ég bara svaf
og missti af öllu þegar við villtumst
á leiðinni í Þjórsárver og keyrðum í
hringi uns við mættum okkar eig-
-^á.n fóram en þú vissir alltaf ná-
íþróttafræðingi, f.
16. febrúar 1963.
Þeirra börn eru
Diljá, f. 4. apríl
1990, og Þorleifur,
f. 18. janúar 1993.
Björk, sagnfræði-
nemi, f. 29. apríl
1974. Sambýliskona
Þorleifs var Gudrun
Bauer lyijatæknir,
f. 27. janúar 1935.
Eftir nám í gagn-
fræðaskóla settist
Þorleifur í Mennta-
skólann í Reykjavík
og lauk þaðan prófi
vorið 1952. Að því loknu hélt
hann til jarðfræðináms við Há-
skólann í Hamborg, Þýskalandi,
haustið 1953. Hann hélt siðan
áfram jarðfræðinámi við há-
skólana í Erlangen-Nurnberg
1954-56 og Köln 1956-60, það-
an sem hann lauk Dipl.Geol.-
prófi í maí og Dr.rer.nat.-prófi í
júlí 1960. Þorleifur stundaði
framhaldsnám og rannsóknir
við háskólann í Bergen í Noregi
1960-61 og háskólann í
Cambrigde, Englandi 1970 og
1979. Að loknu doktorsprófi
kom hann heim og starfaði sem
sérfræðingur í jarðfræði, fyrst
á iðnaðardeild atvinnudeildar
Háskólans 1961-65, síðar á
Rannsóknarstofnun iðnaðarins
frá 1965-68 og á Raunvísinda-
stofnun Háskóla Islands frá
1969-75. Jafnframt var hann
stundakennari í náttúrufræði
og eðlisfræði við Vogaskóla í
Reykjavík 1961-63, í jarðfræði
við Menntaskólann í Reykjavík
1963-69, við Tækniskóla ís-
lands 1965-70 og við jarð-
fræðiskor Háskóla Islands
1969-74. Þorleifur var skipaður
kvæmlega hvert þú varst að fara
eða svona hér um bil. Eða þegar
ógnvænlegu mjólkurkýrnar réðust
af hreinni illgirni á tjaldið okkar í
Galtalækjarskógi og þú reyndir að
reka þær á brott með ópum, óhljóð-
um og hetjulegum hoppum, en þær
komu alltaf aftur, aftan að þér og
reyndu að stanga í hvíta vegavinnu-
tjaldið. Þegar við sáum álfana við
Sauraskóg en í þér hnussaði bara
og þú sagir að álfar væru ekki til og
þá var það afgreitt: Álfar voru ekki
til. Miðnæturgöngur á Jónsmessu-
nótt með Trésmíðafélaginu og þú
varst fararstjórinn, þvert yfír Heið-
ina háu. Með þér var landið fullt af
sögu. Þú þekktir steina og blóm,
vissir hvernig allt varð til. Lands-
lagið varð að lifandi ævintýri. Ástin
á landinu var öllu æðri og ég lærði
það að hvergi í veröldinni er fal-
legra en hér.
Þú kunnir sögur og sagðir þær
vel. Þegar aðrir pabbar lásu barna-
bækur upphátt fýrír afkvæmin, last
þú Islendingasögumar - Breiðvík-
ingakappinn í Indíánalandi eða
steinrannið skyr frá brennunni á
Bergþórshvoli. Allt var þetta jafn
merkilegt í þínum augum. Við sátum
saman og þú last söguna um Auðun
og ísbjörninn, eða sagðir mér frá því
hvað var að gerast í Töfraflautunni.
Það var engin alvöra söngkona
nema Elízabet Schwartzkopf, eng-
inn fiðluleikari nema David
Oistrakh. Mozart, Bach, Beethoven
og Vivaldi íylltu oft loftið, en stund-
um vora það einhverjir sænskir
Gluntar, Wagner og Verdi.
Það mátti ekki anda meðan frétt-
irnar vora og fréttirnar vora næst-
um alltaf, sérstaklega þegar ég átti
að æfa mikið af skölum eða arpegg-
íum á píanóið. Viðkvæðið „spurðu
mömmu þína“ var algengt - þú
varst nefnilega að lesa og hlustaðir
ekki neitt. Iþróttir vora ágætar
allavega ef það hét handbolti enda
var pabbi í landsliðinu, spilaði einu
sinni móti Finnum á Melavellinum.
Handboltaliðið hét IR og var lang-
best sama hvernig leikurinn fór.
Alltaf vildi ég koma með á æfingu
prófessor í jarðsögu og ísaldar-
jarðfræði við jarðfræðiskor Há-
skóla íslands 1975 þar sem hann
starfaði síðan. Hann var skorar-
formaður jarðfræðiskorar
1979-81, jarð- og landfræðiskor-
ar 1989-1991 og deildarforseti
Verkfræði- og Raunvísindadeild-
ar 1983-85.
Þorleifur var varamaður í
Náttúruverndarráði 1972-78, sat
í stjórn Hins íslenska náttúru-
fræðifélags frá 1964 og var for-
maður þess 1966-72, sat í stjórn
Jarðfræðafélags íslands 1966-68
og var formaður þess 1972-74,
sat í stjórn Norrænu eldfjalla-
stöðvarinnar 1980-97, var for-
maður stjórnar Máls og menning-
ar 1979-1991, sat í stjórn Land-
verndar frá 1971 og var formað-
ur Landverndar 1979-90. Þá var
Þorleifur kjörinn félagi í Vísinda-
félagi Islendinga 1962, Alexander
von Humboldt-styrkþegi í Vest-
ur-þýskalandi 1959-60 og Over-
seas Fellow í Cliurhill College í
Cambrigde, Englandi frá 1970.
Þorleifur var einnig virkur félagi
í Skógræktarfélagi Islands, Sögu-
félaginu og Jöklarannsóknarfé-
laginu. Hann tók um árabil þátt í
starfi íþróttahreyfingarinnar og
þá einkum handbolta. Hann var
leikmaður með ÍR, var atvinnu-
maður í Þýskalandi, landsliðs-
maður, þjálfari og sat í dómara-
nefnd HSÍ.
Þorleifur stundaði margþættar
rannsóknir í jarðfræði og liggur
eftir hann fjöldi greina og bóka
um jarðfræðileg efni og umhverf-
isvernd á ýmsum tungumálum
auk islensku. Síðasta bókin sem
hann Iauk við var Myndun og
mótun lands. Jarðfræði sem koin
út 1991. Einnig flutti hann fjölda
fyrirlestra um jarðfræðileg efni á
ráðstefnum og fundum hérlendis,
á alþjóðaráðstefnum og við fjöl-
marga háskóla erlendis.
Útför Þorleifs fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
þegar þú varst að þjálfa, sitja í bún-
ingsklefanum og borða karamellur í
grænu bréfí. Og svo kom Laugar-
dalshöllin og við fóram á alla leiki.
Island var alltaf best! Dómararnii-
misjafnlega góðir.
Þú fórst með mér á skíði en sast
svo bara í bílnum og last Þjóðvilj-
ann, sem þú þurftir alltaf að lesa,
næstum allan.
Að fara yfír á er ekkert vanda-
mál ef maður er á gúmmístígvélum
og passar sig að láta ána fylla stíg-
vélið svo maður sé stöðugur. Stíg-
vél eru alls skótaus æðst það er
nefnilega svo gott með stígvél að
maður finnur lyktina af gúmmíinu
þegar þau fara að bráðna á
nýrunnu hrauni, getur sparkað
þeim af sér og hlaupið á ullarsokk-
unum burt.
Hvernig má það vera að þú sem
varst svo ríkjandi í umhverfi þínu
alla tíð sért horfínn. Fullur af fram-
kvæmdagleði með þetta stríðnisblik
í augunum varstu þegar ég hitti þig
síðast, kvöldið áður en þú fórst utan
til þriggja mánaða dvalar. Rúmri
viku síðar ertu kominn heim fölur
nár. Svo óvænt kom kallið og hreif
þig á burt. Aldrei framar muntu
ergja neinn til athafna eins og þér
einum var lagið. Aldrei framar
hvetja neinn til dáða. Skyldi orkan
og efnið vera af sama toga og hlut-
gervast handan og hinum meginn?
Skyldu fljúga fuglar, skyldu spretta
blóm eða spúandi eldfjöll kasta
bjarma á himinhvelfinguna? Megi
bros mín og tár sem þér era falin á
þessum degi fylgja þér sem ljós á
bliknandi vegi um óravíddir ókunn-
ar. Gleðin og sorgin haldast í hend-
ur og milda hvor aðra. I hverju
fjalli, holti, hæð og læk, hverju úfnu
hrauni er minning um þig falin. Þín
er svo sárlega saknað.
Ásta.
Hópurinn, sem útskrifaðist úr
Menntaskólanum í Reykjavík vorið
1952, var sennilega svipaður öðrum
hópum, bæði fyrr og síðar, sem
fögnuðu mikilsverðum áfanga á
þroskabraut. Hér skildi leiðir til
ólíkra átta í sókn að einhverju
markmiði, sem á þessum tíma voru
ýmist óljósar vangaveltur eða skýrt
mörkuð stefna. Þorleifur Einarsson
velktist aldrei í vafa um hvað hann
hugðist gera að lífsstarfi. Náttúra-
fræði var áhugamál hans og fljót-
lega beindist hugur hans að jarð-
fræði. Jóhannes Áskelsson kenndi
okkur jarðfræði og studdist við
kennslubók Guðmundar G. Bárðar-
sonar, sem var eina fáanlega
kennslubókin á þessum tíma, og
komin nokkuð til ára sinna. Enda
þótt Jóhannes Áskelsson hafi ekki
gætt kennsluna persónutöfram,
umfram það sem gengur og gerist,
þá réð hann yfir frábærri kennslu-
tækni, sem náði að bæta upp það
sem á skorti í kennslubókinni.
Fljótlega kom í ljós að Jóhannes
studdist við aðra kennslubók,
Rauðu bókina, sem hann hafði
einatt með sér í tímum. Hann lét
aldrei uppi hvaða bók þetta væri og
spurningum þar að lútandi var
svarað í véfréttarstíl. Einhverju
sinni þurfti Jóhannes að bregða sér
úr tíma og Rauða bókin lá eftir á
borðinu. Þorleifur Einarsson brá
við skjótt og náði að lesa helstu
bókfræðilegar upplýsingar á titil-
blaði aður en Jóhannes sneri aftur.
I næstu löngu frímínútum pöntuð-
um við sitt eintakið hvor í bókabúð
KRON í Bankastræti. Fögnuðurinn
var mikill þegar bókin barst og við
byrjuðum að skoða Physical
Geology eftir Arthur Holmes.
Þannig komst höfundur bókarinnar
Jarðfræði, saga bergs og lands yfir
sína fyi-stu alvöru kennslubók í
jarðfræði.
Ái-ið 1952 var fátt sem dró unga
menn að álíka fánýtum fræðum og
jarðvísindum. Þó voram við fjórir
félagar í sjötta bekk, sem gengum á
fund Pálma Hannessonar rektors
að spyrjast fyrir um atvinnuhorfur
í jarðfræðum. Enginn hafði lagt út
á svo tvísýna braut frá því fyrir
stríð og enda þótt menntaðir jarð-
fræðingai- væru nú færri en fingur
annarrar handar vora þess engin
merki í þjóðfélaginu að þörf væri á
fleiri slíkum. Pálmi horfði á okkur
yfir gleraugun og svipurínn þyngd-
ist þegar hann heyrði erindið. Svör-
in urðu snubbótt og síst til þess fall-
in að hvetja stráklinga til dáða.
Skömmu síðar var Þorleifur farinn
til Þýskalands að nema jarðfræði.
I Þýskalandi er aldagömul hefð
fyrir því að stúdentar flakki milli
skóla, ljúki fyrsta námsstigi við
einn skóla og flytji sig síðan um set
uns þeir hafa fundið æskilegan
„doktorvater". Þorleifur fylgdi
þessari hefð og lenti að lokum í
Köln hjá M. Schwarzbach, prófess-
or og áhugamanni um íslenska
jarðfræði. Trúnaður við gamla
þýska hefð var ef til vill að hluta
sprottin af nánum kynnum af fé-
lagslífi þýskra stúdenta, en Þorleif-
ur varð strax virkur þátttakandi í
handboltaliðum, enda ekki ónýtt að
fá landsliðsmann af Islandi til að
styrkja stöðuna. Gott ef það var
ekki Túbingenliðið sem háði úr-
slitaleik um titil Þýskalandsmeist-
ara. Leikurinn fór fram í Göttingen
og Þorleifur stýrði liði til vinnings.
Sigri var fagnað á Svarta birninum,
en liðstjórinn kaus að yfirgefa gleð-
skapinn og rölta um götur Gött-
ingen með gömlum bekkjarbróður
og ræða íslenska jarðfræði til
morguns.
Áhugi Þorleifs beindist að al-
mennri jarðfræði og jarðsögu með
áherslu á ísaldarjarðfræði. Innan
þessara fræða var mikið verk að
vinna og enda þótt áhugi þjóðfé-
lagsins væri takmarkaður tókst
Þorleifi, með tíð og tíma, að sann-
færa flesta um að rannsóknir í jarð-
fræði gátu skilað gífurlegum verð-
mætum. En áður en til þess kom
þurfti að plægja mikinn akur.
Fyrsta húsið, sem var byggt á lóð
Háskóla Islands, var hús Atvinnu-
deildar Háskólans. I upphafi voru
þar til húsa allar rannsóknir í þágu
atvinnuveganna. Smám saman uxu
þessar stofnanir og vora fluttar í
rýmra húsnæði, en þegar Þorleifur
kom heim frá námi vora enn þrjár
stofnanir eftir í húsinu, sem þjón-
ÞORLEIFUR
EINARSSON
uðu landbúnaði, byggingariðnaði og
iðnaði. Árið var 1961 og við Þorleif-
ur fengum vinnu hjá Rannsóknar-
stofnun iðnaðarins. Ný lög um
rannsóknir í þágu atvinnuveganna
vora sett árið 1965 og húsnæðisað-
staða fyrir þessar stofnanir var
reist á Keldnaholti. Skilgreining
nýju laganna á hlutverki Rann-
sóknarstofnunar iðnaðarins gerði
ekki ráð fyrir mönnum með jarð-
fræðimenntun og á þeim gi-undvelli
gerðum við ágreining um stöðu
okkar á stofnuninni. Það leiddi til
samninga um að flytja stöður okkar
til Raunvísindastofnunar Háskól-
ans. Þegar landbúnaðar- og iðnað-
arstofnanir fluttu alfarnar burtu úr
Atvinnudeildarhúsinu sáturh við
Þorleifur eftir og höfðum rúmt hús-
næði um sinn. Þannig varð At-
vinnudeild Háskólans að Jarð-
fræðahúsi Háskólans. Háskóli Is-
lands hóf kennslu í jarðfræðum
haustið 1968. Þorleifur tók virkan
þátt í kennslunni frá upphafi og
lagði mikla áherslu á að koma nem-
endum sínum á framfæri í atvinnu-
lífinu. Frá upphafi var honum mikið
kappsmál að sannfæra verkfræð-
inga um nauðsyn þess að fá skýra
mynd af skipan jarðlaga áður en
framkvæmdir hæfust við umfangs-
mikil verk og áróður hans hafði um-
talsverð áhrif. Nú er aldrei hafist
handa við gerð vega eða jarðganga
eða byggingu meiri háttar mann-
virkja án þess að leita fyrst til jarð-
fræðinga.
Vísindastörf Þorleifs verða tíund-
uð á öðrum vettvangi, en eitt helsta
áhugamál hans snerti sögu lofts-
lagsbreytinga á ísöld. Þessi grein
fræðanna hefur nú fengið stóraukið
vægi, ekki síst vegna grunsemda
um að maðurinn geti hrundið af
stað breytingum á veðurfari með
afdrifaríkum hætti. Þessar rann-
sóknir leiddu til samstarfs við
bandaríska vísindamenn sem fólst í
samanburði á jarðlögum og stein-
gei’vingum á Pribiloffeyjum og
Tjörnesi. Sá samanburður gat gefið
til kynna hvenær bráðnun jökla í
lok síðasta jökulskeiðs hafði valdið
nægjanlegi’i hækkun sjávar til að
flyti yfir Beringssund, eiðið sem
tengdi Ameríku og Asíu. Þá finnast
tegundir skeldýra úr Kyrrahafi á
Tjörnesi og tegundir úr Átlantshafi
á Pribiloffeyjum. Þá er einnig endi
bundinn á þjóðflutninga frá Asíu til
Ameríku. Onnur áhugamál snertu
sögu gróðurs og veðurfars á Islandi
eftir landnám. Þorleifur átti frum-
kvæði að frjókornagreiningu til að
kanna gróðurfarsbreytingu í kjöl-
far landnámsins. Þaðan var stutt í
óbilandi áhuga á náttúruvernd í
ljósi þeirrar gífurlegu rányrkju
sem Islendingar hafa stundað á
landi sínu frá upphafi vega. Þorleif-
ur gerðist formaður Landverndar
og átti drjúgan þátt í að efla þau
samtök til góðra verka.
Árið 1968 kom fyrsta gerð af bók
Þorleifs, Jarðfræði, saga bergs og
lands, út hjá Máli og menningu.
Fjölmargar útgáfur hafa síðan
birst, veralega breyttar og endur-
samdar eftir því sem jarðfræðilegri
þekkingu hefur miðað fram. Bók
Þorleifs hefur notið mikilla og al-
mennra vinsælda, enda skrifuð við
allra hæfi, sem vilja fræðast um
jarðfræði og hafa smekk fyrir góð-
an texta.
Enn er margt ótalið af verkum
Þorleifs Einarssonar. Aðrir verða
að tíunda þátt hans í stjórnun út-
gáfufyrirtækisins Máls og menn-
ingar og annarra stjórnunarstarfa
sem fylgdu stöðu prófessors við
Háskóla Islands. Gamall bekkjar-
bróðir á í raun enga aðra mynd af
látnum félaga en þá sem mótaðist í
upphafi af góðum dreng, sem alla
tíð var hugsjón sinni trúr og vék
aldrei frá því upphaflega markmiði
að koma þeim vísindum til vegs og
virðingar, sem hugur hans stóð til í
æsku. Börnum Þorleifs Einarsson-
ar, sambýliskonu og öðrum að-
standendum votta ég innilega hlut-
tekningu.
Guðmundur E. Sigvaldason.
Þorleifur Einarsson jarðfræðing-
ur var einn stofnenda Jarðfræðafé-