Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 43
MORGUNB LAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 43
flestir þeirra heim. Þeirra á meðal
Samuel Ritchie. Hulda fór á undan
með stónim flutningadalli og kom á
endanum til myrkvaðrar Glasgow-
borgar og barði upp á hjá tengda-
fólki sínu. „Eg fylgdi bara mannin-
um sem ég var að giftast," sagði
Hulda, þegar undimtaður spurði
hana, hvort það hefði verið augljóst
að fara til Skotlands á þessum tíma
og heimsstyi'jöldin í algleymingi.
Erfið stríðsár biðu í Glasgow og í
London. Samuel í herstöð í
Portsmouth, Hulda í stöðugu hús-
næðishraki og komin með tvö börn
áður en yfir lauk. I London hrundi
hús þeirra til grunna í rosalegri
loftárás og þau á götunni.
Af einstöku æðruleysi þraukaði
Hulda stríðsárin ytra, en þeir
tengdafeðgarnir Valdimar og
Samuel áttu eftir að skoða saman
fjölskyldualbúmin vestan úr Hnífs-
dal um langa hríð. Huida Valdi-
marsdóttir starfaði hingað komin í
tæþlega aldarfjórðung hjá banda-
ríska sendiráðinu eftir að hún fór út
á vinnumarkaðinn, sem kallað er,
og börnin komin á legg. Þetta var á
dögum kalda stríðsins. Fyrst vann
hún við þýðingar og síðan á hag-
deildinni. Þar kynntist hún mörg-
um sendiherrum, ekki síst Penfield,
sem talaði allgóða íslensku og hafði
komið í alla afkima landsins nema í
Arneshrepp. Hún átti góðar minn-
ingar úr sendiráðinu, þar sem
margt frægra manna átti viðkomu
og dvöl. Samuel Ritchie lést 1985
eftir að hafa starfað lengi við að
mála strætisvagna Reykjavíkur og
áður unnið í Hamri.
En nú er þessi saga öll, þótt hér
hafi aðeins verið stiklað á stóru.
Hulda hafði haldið til haga merkum
gögnum frá fyrri tíð. Ljósmyndum,
bréfum og hvers kyns pappírum
sem mjög áhugavert er að skoða og
varpar þetta ljósi á líf og tilfinning-
ar fólks í stríði. Undirritaður fór í
gegnum þetta með Huldu nú í vet-
ur, þegar hún rakti líf sitt í þeim til-
gangi að setja á bók sem undirr. er
að skrifa um líf hennar og kemur út
fyrir næstu jól. Svo við notum þá
viðmiðun. Niðurstaðan af því verki
virðist vera falleg ástarsaga með
„happy ending", þrátt fyiár óvissu
og erfiðleika. Og enn eru staðfestar
ljóðlínur Tómasar Guðmundssonar
um það „hve hjörtum mannanna
svipar saman í Súdan og Grímsnes-
inu“.
Samúð er vottuð börnum og
barnabörnum Huldu Valdimars-
dóttur svo og eftirlifandi systkinum
hennar. Glöð kona og gæskurík er
horfin á vit feðra sinna. Blessuð sé
minning hennar.
Finnbogi Hermannsson.
I dag kveðjum við Huldu Valdi-
marsdóttur Ritchie, elskulega móð-
ur Normu, æskuvinkonu okkar.
Fram í hugann streyma ljúfar og
skemmtilegar minningar frá æsku-
árunum í blokkinni við Víðimel.
Heimili Huldu og Samúels, og
Valdimars föður Huldu, stóð okkur
ávallt opið og oft var glatt á hjalla
og margt skrafað. Við erum þakk-
látar fyrir að hafa fengið að kynn-
ast Huldu og fjölskyldu hennar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning Huldu Valdi-
marsdóttur. Við vottum aðstand-
endum dýpstu samúð.
Anna Eygló, Erna Björk,
Áslaug, Inga og Hildur.
• Fleirí minningargreinar um
Huldu Valdimarsdóttvr Ritchie híða
hirtingar og munu birtast íblaðinu
næstu daga.
+ Sigurbjörg
Anna Sveins-
dóttir fæddist í
Reykjavík 17. sept-
ember 1929. Hún
lést á sjúkrahúsi
Reykjavíkur 22.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sveinn Jónsson
frá Hákoti í Reykja-
vík, sem vann lengst
af við gangavörslu í
Miðbæjarskólanum,
og Guðný Guð-
mundsdóttir, hús-
móðir, frá Akrahóli
í Miðneshreppi. Anna var yngst
þriggja alsystra. Elst er
Bergljót Jóna Guðný, verslunar-
kona, f. 1921, maki hennar var
Ragnar F. Guðmundsson, skrif-
stofumaður, f. 1919, d. 1996.
Onnur í systraröðinni er Jónína
Margrét, verslunarkona, f. 1925,
maki hennar er Jón Aðalsteinn
Jónasson, kaupmaður, f. 1926.
Hálfsystkini Önnu og samfeðra
eru Jón Bergsveinn Sveinsson, f.
1950, verkamaður, og Guðbjörg
Stefanía Cheu, veitingakona, f.
1953, eiginmaður hennar er
Michael Cheu, veitingamaður, f.
1949.
Hinn 12. maí 1951 giftist
Anna eftirlifandi eiginmanni
sínum, Gunnari Valgeirssyni,
flugvirkjameistara, f. 30. júní
1930. Foreldrar hans voru Val-
geir Guðjónsson, múrarameist-
ari, fæddur á Svarfhóli í Geira-
dal, og Sigríður Arinbjörg
Sveinsdóttir, húsmóðir, frá
Reykjavík. Eftirlifandi börn
Önnu og Gunnars eru Guðni og
Sigríður. Anna og Gunnar eign-
uðust þrjú önnur börn er öll Iét-
ust skömmu eftir fæðingu.
Nú er hún elsku Anna amma fall-
in frá og langar mig að minnast
hennar með nokkrum orðum. Ég á
margar góðar minningar um hana
ömmu mína enda hafa amma og afi í
Huldó, eins og við frænkurnar köll-
uðum þau yfirleitt, alla tíð verið
mjög stór hluti af lífi mínu og nú
seinni árin fjölskyldu minnar. Það
var alltaf gaman að heimsækja þau,
jafnt í bænum sem og í sumarbú-
staðnum. Alltaf var tekið vel á móti
okkur og yfirleitt með góðum veit-
ingum. Þar sem þeim auðnaðist ein-
ungis að ala upp tvö barna sinna og
við barnabörnin vorum lengi vel að-
eins þrjú, þá er fjölskyldan mjög
náin og mikil samskipti okkar á
milli.
Þegai- ég var yngri vorum við
systumar mikið hjá ömmu og afa.
Síðan við Gummi fórum að vera
saman þá kíktum við alltaf öðru
hverju til ömmu og afa enda var
hann tekinn um leið í fjölskylduna,
síðar bjuggum við niðri hjá þeim á
Hraunbrautinni og eyddum við
Brynjar Helgi þó nokkrum stundun-
um uppi hjá Önnu ömmu fyrstu
mánuðina hans. Amma hefur alla tíð
passað upp á að aldrei hallaðist á
neinn og gott dæmi um það er að
aldrei gerði hún amma mín upp á
milli frændanna, litlu strákanna
hennar, þrátt fyrir að Brynjar Helgi
væri langömmubai-n og Gunnar
ömmubarn og hún hefði mun meiri
dagleg samskipti við hann.
Amma hafði mjög gaman af að
ferðast og fóru þau afi ósjaldan til
útlanda. Þegar við frænkurnar vor-
um litlar var mjög spennandi að
fara upp á flugvöll og taka á móti
þeim. Ékki var heldur verra að
alltaf leyndist eitthvað spennandi í
töskunum þeirra. Amma sagði
reyndar oft að hún ætlaði ekkert að
versla, en hún gat aldrei setið á sér
að koma með glaðning handa börn-
unum í fjölskyldunni.
I gegnum tíðina hef ég ferðast
mikið með henni ömmu minni, jafnt
innanlands sem utan. Þegar ég var
níu ára fóru þau afi með okkur syst-
urnar í vikuferð til Danmerkur og
Guðni Gunnarsson
er bifvélavirkja-
meistari, f. 1951.
Hann var kvæntur
Helgu Jónsdóttur
og dætur þeirra
eru: 1) Sigurbjörg
Anna, stærðfræð-
ingur, f. 1971, gift
Guðmundi Friðriki
Georgssyni, tölvun-
arfræðingi, f. 1969.
Sonur þeirra er
Brynjar Helgi f.
1993. 2) Guðrún
Rósa, starfsstúlka,
f. 1973, sambýlis-
maður hennar er Benedikt Þór
Leifsson, nemi, f. 1970.
Sambýliskona Guðna er Guð-
björg Sigþórsdóttir, banka-
starfsmaður, f. 1949. Börn
hennar af fyrra hjónabandi
eru: 1) Kristín Jóhanna, f.
1969, dóttir hennar er Rakel
Hanna Magnúsdóttir, f. 1998.
2) Sigþór, f. 1974. 3) Elfa Dögg,
f. 1975. Sigríður Gunnarsdóttir
er tækniteiknari, f. 1955, maki
hennar er Þorsteinn Her-
mannsson, húsgagnasmíða-
meistari, f. 1952. Börn þeirra
eru: 1) Elínborg, nemi, f. 1977,
sambýlisinaður hennar er Jón
Pálmar Sigurðsson, nemi, f.
1977. 2) Gunnar, f. 1991.
Anna byrjaði ung að vinna
við verslun hjá Einari Eyjólfs-
syni og síðar hjá Stíganda. Hún
tók sér frí frá verslunarstörfum
á meðan hún annaðist uppeldi
barna sinna. Eftir að þau
komust á legg hóf hún verslun-
arstörf að nýju, lengst af hjá
versluninni Sportvali.
Anna verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Svíþjóðar. Þar sem við systumar
vorum gjarnar á að rífast á þessum
tíma Var amma svo sniðug að láta
okkur lofa því að skilja íyluna eftir
heima hjá mömmu, sem og við gerð-
um. Þessi ferð var heilt ævintýri
fyrir okkur systurnar og meðal ann-
ars fengum við í tilefni af brúð-
kaupsafmæli ömmu og afa að
dreypa á léttvíni og þótti okkur það
mjög spennandi.
Einnig fórum við systurnar,
pabbi, amma og afi í Evrópuferð níu
árum síðar. Þá reyndi virkilega á
samskiptahæfileikana þar sem mis-
jafnar þarfir og óskir voru hjá okk-
ur enda þrjár kynslóðir saman á
ferð en það gekk ótrúlega vel að
leysa vandamálin og eigum við öll
margar góðar minningar þaðan, allt
frá drukknum þjóni í ítölsku Ölpun-
um til gondólasigiingar í Feneyjum.
Þrátt fyrir að amma væri orðin
mjög lasin þá komu þau afi að heim-
sækja okkur til Svíþjóðar fyrir einu
og hálfu ári. Það var ótrúlegt hvað
hún lét sig hafa það að við vesenuð-
ust með hana út um allan Stokk-
hólm með lestum og strætó og þrátt
fyrir að vera orðin þreytt, kvartaði
hún ekki. Enda var það ekki hennar
stíll að kvarta og stóð hún sig sem
hetja í gegnum öll sín veikindi.
Ég held að besta lýsing á því
hvernig okkur líður í dag sé að vitna
í fimm ára gamalt langömmubarnið:
„Mér líður svo illa af því að Anna
amma er dáin, hún var alltaf svo
góð við mig.“
Elsku afi, pabbi og Sigga, við höf-
um öll misst mikið, en hún Anna
amma mun ætíð lifa í hugum okkar.
Anna, Guðmundur
og Brynjar Helgi.
Elsku amma mín. Mikið höfum
við átt margar góðar stundir saman.
Núna þegar minningarnar streyma
í gegnum hugann man ég svo mikið
af smáatriðum sem einkenndu þig
og gerðu þig að þeirri hlýju og
elskulegu ömmu sem ég sakna og
minnist í dag. Það eru aðallega litlu
hlutirnir og hversdagslegar athafnir
sem eru mér ofarlega í huga. Það að
geta sest fyrir framan sjónvarpið
með þér og afa drekkandi úr vík-
ingsglösunum og með prins póló
beint úr ísskápnum, eða þegar ég,
Anna systir og Ella frænka vorum
litlar og gistum hjá þér og afa í
Huldulandinu, hvemig þú settist á
rúmgaflinn hjá okkur stelpunum og
við fómm með faðirvorið saman og
þú fórst svo með bænina:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Allar okkar stundir í Hulduland-
inu, Hraunbrautinni, uppi í bústað
og á ferðalögum, ég gæti talið upp
endalaust þá hluti sem ég á eftir að
sakna.
Elsku amma mín, það er sárt að
missa þig en mín huggun er sú að
vonandi sértu nálægt og líði vel. Ég
vona að þú fylgist með okkur og lát-
ir afa og fjölskylduna finna að þú
verður alltaf hluti af okkur. Ég
faðma og kyssi þig í huganum, elsku
amma mín. Saknaðarkveðjur.
Rósa og Benedikt.
Það er ávallt erfitt að setjast nið-
ur og skrifa kveðjuorð til vinar.
Kynni okkar Önnu urðu alltof stutt,
rétt rúm sex ár eða frá því ég
kynntist Guðna syni hennar og hóf
með honum búskap. Anna og Gunn-
ar tóku svo vel á móti mér og mín-
um bömum inn í fjölskylduna sína,
sem er mjög náin. Anna var gæfu-
söm í einkalífi. Hún átti góðan og
dugmikinn eiginmann og tvö börn
sem unnu henni heitt. Síðar komu
barnabömin og barnabarnabarnið
sem hún hafði yndi af. Anna lagði
mikið upp úr samverustundum við
sína nánustu og var fjölskyldan
henni mikils virði. Þrátt fyrir
heilsuleysi síðustu ára lánaðist
Önnu að taka þátt í leik og starfi-
fjölskyldunnar. Ennig reyndist hún
Beggu systur sinni afar vel í hennar
erfiðleikum. Örlögin höguðu því
þannig til að hún gat ekki stutt
Beggu. Er systumar dvöldu um
tíma báðar á sama sjúkrahúsi tók
það hana sárt.
Anna var falleg kona og bar sig
ávallt vel, enda hafði hún mikinn
áhuga á að halda sér til. Heimili
þeirra Gunnars bar einnig vott um
umhyggju hennar og góðan smekk.
Milli okkar Önnu ríkti ávallt
gagnkvæm hlýja og virðing. Mér
em minnisstæðar ferðirnar í sumar-
húsið þeirra á Efri-Reykjum í Bisk-
upstungum. Þar áttum við Anna
okkar bestu stundir saman, þegar
feðgarnir vom úti við að bjástra og
við kúrðum inni við lestur eða
spjölluðum saman. Það var svo auð-
velt að vera maður sjálfur í návist
Önnu og gott að sitja með henni í
kyrrðinni án allra skuldbindinga.
En núna er Anna farin í önnur
ferðalög í aðrar sumarhúsaferðir,
þar sem allar þrautir þessa lífs em
að baki.
Það var aðdáunarvert að fylgjast
með hvað Gunnar, Sigga, Steini,
Guðni og barnabömin studdu Önnu
síðasta spölinn, ásamt frændfólki og
vinum.
Ég bið þér blessunar og viljum
við, ég og fjölskylda mín, þakka þér
fyrir samfylgdina.
Elsku Gunnar, guð veiti þér og
þínum styrk í sorginni.
Sælt var að sjá þig og heyra
og samfunda njóta,
margs er að minnast og þakka
mig oft þú gladdir.
Yndi þitt var það að veita
vinunum gleði.
Tryggð þín sem vorgeisli vermdi
viðkvæmar sálir.
(GG frá Melgerði)
Guðbjörg.
Leiðir okkar Önnu lágu fyrst
saman haustið 1944 er við hófum
nám í Ingimarsskólanum.
Síðan höfum við verið vinkonur
og hefur aldrei neinn skuggi fallið á
þá vináttu. Hin áhyggjulausu ung-
lingsár liðu fljótt og höfðum við
alltaf mikið að gera, fórum í útileg-
ur og á skólaböll og í mörg ár vor-
um við saman með saumaklúbb en
nú eru þrjár úr klúbbnum fallnar
frá, Veiga Jóns, Maggy og nú síðast
Anna. Oft kom ég á Sóleyjargötuna,
þar sem heiðurskonan Guðný Guð-
mundsdóttir bjó með þremur glæsi- JW
legum dætrum sínum, Bergljótu,
Margréti og Önnu. Er mér minnis-
stætt hvað þær voni alltaf fallega
klæddar og elskulegar í fasi og
framkomu.
Anna kynntist eiginmanni sínum
Gunnari Valgeirssyni, þegar þau
voru unglingar. Þau byrjuðu bú-
skap á Njálsgötu 32 í lítilli dúkkuí-
búð í húsi foreldra Bóa eins og hann
var alltaf kallaður. Þau voru afar
hamingjusöm í litlu íbúðinni sinni
með frumburðinn Guðna og síðan
fæddist Sigga.
Anna var mikil húsmóðir og bjó“*
fjölskyldu sinni einstaklega fallegt
heimili. Síðan fluttu þau í smáíbúða-
hverfið og voru ein af frumbyggjum
þar en ungt og duglegt fólk kom sér
þar upp húsum af eigin rammleik.
Síðustu árin bjuggu þau í Kópavogi
á Hraunbraut 30.
Það var gaman að heimsækja þau
hvar sem þau bjuggu enda voru þau
bæði mjög gestrisin, ræðin og
skemmtileg og tóku fólki opnum
örmum. Anna hafði einstakt lag á að
hafa smekklegt í kringum sig og
sína og ekki síst í sumarbústaðnum,
sem var griðastaður fjölskyldunnar.
Síðustu árin hittumst við ekki
mjög oft en héldum sambandi sím-
leiðis.
Ef eitthvað amaði að hjá fjöl-
skyldum okkar þá stilltum við sam-
an strengi á sama tíma hvar sem við
vorum staddar og báðum Guð að
bænheyra okkur og fengum við oft
bænheyrslu, sem lítill Gunnar er til
vitnis um.
Anna er búin að vera mikill sjúk-
lingur síðustu árin en aldrei kvart-
aði hún og er síðasti mánuður búinn
að vera henni erfiður.
Bói og Anna hafa alla tíð verið
mjög samrýnd og er aðdáunarvert.—
hvað Bói og fjölskyldan hlúðu vel að
henni í veikindum hennar.
Ég sakna þín mikið, elsku Anna
mín, en nú ert þú í himnaríki. Eitt
veit ég að þú færð góða heimkomu
og þar munu mamma þín og bömin,
sem þú misstir taka á móti þér.
Við Guðmundur og fjölskylda
okkar sendum Bóa, Siggu, Steina,
Guðna, Guðbjörgu, barnabörnum,
systram og mági hlýjar kveðjur og
biðjum Guð að styrkja ykkur í missi
ykkar.
Ásta Bjamadóttir.
Þegar við fengum þær fréttir að
Anna væri dáin komu allar góðu i. -•
minningamar frá Huldulandinu upp
í huga okkar, því við eigum öll góðar
minningar frá yndislegu heimili
þeirra Ónnu og Bóa og allri þeirri
hlýju sem þau sýndu okkur þegar
við, eins og aðrir Vestmanneyingar,
þurftum að yfirgefa eyjuna okkar í
gosinu árið 1973. Þá stóð heimili
þeirra opið fyrir okkur öll. Og alltaf
var sjálfsagt að fá gistingu þegar
einhver þurfti að fara í borgina eftir
að við fluttum heim. Þá var alltaf
kíkt í Sportval til að heilsa upp á
Önnu og alltaf var hún jafn ljúf.
Mikla ánægju höfðum við af því
þegar þau síðast komu til Eyja til að
heimsækja okkur.
Elsku Bói, Guðni, Sigga og fjöl-» -
skyldur, innilegar samúðarkveðjur
til ykkar allra frá mér og fjölskyld-
unni.
Guð geymi þig, elsku Anna.
Tryggvi Sigurðsson.
ANNA
SVEINSDÓTTIR