Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999- 19
Morgunblaðið/Ásdís
FROSTI Bergsson, stjórnarformaður Tæknivals, Rúnar Sigurðsson og Arni Sigfússon.
AÐALFUNDUR DELTA HF.
Aðalfundur Delta hf. fyrir órið 1998 verður haldinn 8. apríl
1999 kl. 20.30 í húsakynnum félagsins að Dalshrauni 4.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins.
a) Heimilt verði að gefa hlutabréf félagsins út með
rafrænum hætti.
b) Stjórnarmönnum fjölgi úr 3 í 5.
c) Meirihluti stjórnar geti skuldbundið félagið.
3. Onnur mál.
Dagskrá, tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi
á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund
Stjórn Delta hf.
að hagræða eða selja þær einingar
sem ekki skila arði. „Það verður
líka að segjast eins og er að
ákveðnar breytingar áttu sér stað í
rekstri Digital þegar Tæknival
keypti Digital. Akveðnir starfs-
menn hættu og dampurinn datt
aðeins niður í rekstrinum þar á
miðju ári.“
Að sögn Rúnars var hagnaður
Digital um tvær milljónir króna í
sex mánaða uppgjöri síðasta árs
en í ársuppgjörinu reyndist tap
Digital nema 17 milljónum króna.
Kaupþing mælir með sölu
Samkvæmt upplýsingum frá
greiningardeild Kaupþings mælir
Kaupþing með sölu á hlutabréfum
í Tæknivali á núverandi gengi en
telur að um áhugaverðan langtíma
fjárfestingarkost geti verið að
ræða fyrir áhættusækna fjárfesta
eða vel dreifð eignasöfn. „Að mati
greiningardeildar Kaupþings eru
breytingarnar jákvæðar fyrir fé-
lagið ... Það er ljóst að margt má
betur fara í rekstri félagsins og
nokkuð hefur skort á að daglegur
rekstur hafi fengið næga athygli í
miklum vexti undangenginna ára.
Tíminn verður hins vegar að leiða í
ljós hvaða breytingar verða gerðar
og hvort þær verða nógu róttækar
til að arðsemi félagsins standi und-
ir núverandi gengi á hlutabréfum
þess, sem er hátt. Ætla má að fjár-
festar hafi þegar verið búnir að
verðleggja þessar breytingar inn í
verð hlutabréfa Tæknivals.“
Engin viðskipti voru með hluta-
bréf í Tæknivali á Verðbréfaþingi
Islands í gær en síðasta viðskipta-
dag var lokagengi félagsins 12,15.
föllin væru spurning um milljarð
þýskra marka og það væri of há
upphæð til að sætta sig við. Hann
reiknar með að sameiningarvið-
ræðurnar hafi kostað í kringum 20
milljónir svissneskra franka. Fyr-
irtækin skipta kostnaðinum á milli
sín.
Þó nokkur munur er á rekstrar-
menningu Algroup og Viag. Dag-
blaðið Neue Ziircher Zeitung
bendir á í dag að harðir stjórnend-
ur Algroup hafi byggt upp sterkt
fyrirtæki á undanfömum árum en
stjórnendur Viag þurfi enn að taka
tillit til álits stjórnmálamanna í
ákvörðunum sínum.
Marchionne sagði að Algi’oup
stefndi að því eftir sem áður að
vera best á sínu sviði og útilokaði
ekki að fyrirtækið myndi samein-
ast öðru fyrirtæki í framtíðinni ef
kostur væri.
Aðsendar greinar á Netinu
<§> mbLjs
__ALLTAf= GITTHVAÐ NÝTT