Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • „SOURCES of Economic 'Growth er eftir dr. Tryggva Þór Herbertsson dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Islands og forstöðu- mann Hag- fræðistofn- unar Há- skóla Is- lands. I kynn- ingu segir að hagvöxt- ur sé lík- lega eitt af mikilvæg- ustu rann- sóknarefn- um nútíma hagfræði. Að leita ástæðna þess að framleiðsla á mann var 48 sinnum meiri í Banda- ríkjunum en í Chad árið 1992 eða hvers vegna árlegur vöxt- ur vergrar landsframleiðslu á mann í Síngapúr var 6,3% að meðaltali árin 1960-1992 en - 2,1% í Madagaskar á sama tímabili sé áhugavert rann- sóknarefni. Hvemig stendur á því að lönd rísa úr blárri fá- tækt og verða afar auðug, eða öfugt? Hvaða hlutverki gegn- ir hagstjórn í slíkri þróun? Skiptir e.t.v. öllu máli að lönd hafí yfír að ráða gnægð nátt- úruauðlinda og séu vel stað- sett landfræðilega? Spurning- ar sem þessar era allt of víð- feðmar að mati höfundar.I staðinn reynir hann að fjalla um afmarkaðri spurningar sem era tengdar viðfangsefn- inu, s.s. hvernig hagvöxtur ræðst af menntun, verðbólgu, gnægð og stjórnun náttúru- auðlinda. Útgefandi er Háskólaútgáf- an. Bókin er 134 bls. og með atriðaorðaskrá. Verð 2.900 kr. Tónverk eftir Atla Ingólfsson frumflutt á tónlistarhátíð í Berlín Arditti-strengj akvartett- inn lék fyrir fullu húsi NÆR tíu ár eru liðin frá falli Berlínarmúrsins. Berlín telst nú til helstu stórborga Evr- ópu og óhætt er að fullyrða að að- dráttarafi hennar byggist fyrst og fremst á stórkostlegu menningarlífí. „Die Musik-Biennale“, sem er al- þjóðleg samtíðartónlistarhátíð, var nú haldin í 17. skipti og sannaði enn og aftur að hún er ómissandi þáttur í menningar- og listalífi borgarinnar. Dagskráin var að vanda fjölbreytt. Hinar heimsþekktu sinfóníuhljóm- sveitir borgarinnai' héldu stórtón- leika og frumflutt voru verk ungra höfunda frá öllum heimshornum. Að þessu sinni var boðið upp á frum- flutning alls 30 verka á aðeins tíu dögum. Flest þeirra voru samin sér- staklega að beiðni aðstandenda há- tíðarinnar. Síðan 1993 hefur verið lögð áhersla á að kynna hvert ár einn áratug tónlistarsögunnar eftir 1945. I ár lýkur verkefninu með tónlist áttunda áratugarins. Þýðingarmikil verk úr austri og vestri voru flutt og oftar en ekki er um helmingur áhorfenda að kynnast verkunum í fyrsta skipti. Attundi áratugurinn var mjög mikilvægur tími fyrir þýsku þjóðina. í stað heiftarlegra átaka í orðræðu austurs og vesturs einkenndi hana vaxandi mai'gbreyti- leiki og spenna á milli þjóðarhlut- anna dvínaði til muna. Listamenn bentu á hættuna sem fylgdi í kjöl- farið, óhlutlægni og afskiptaleysi eftir geðþótta hvers og eins þegar allt virðist leika í lyndi. Tónskáld sem sýndu þessari þróun andstöðu í tónsmíðum sínum skipuðu þar af leiðandi veigamikinn sess I dag- ski'ánni í ár, þeir Helmut Lachen- A nýafstaðinni tónlistarhátíð í Berlín var tónverkið HZH eftir Atla Ingólfsson frum- flutt af hinum kunna Arditti-strengj akvart- ett. Rósa Erlingsdóttir kynnti sér dagskrá hátíðarinnar og átti stutt spjall við Atla. mann, Morton Feldman og Luigi Nomo. Fyrir unnendur nú- tímatónlistar var tón- leikaröð hins heims- þekkta og vinsæla Ar- ditti-str engj akvartetts einn af hápunktum há- tíðarinnar. Á þremur dögum þrennir tónleik- ar þar sem flutt voru verk alls tíu tónskálda, þar á meðal yerk Atla Ingólfssonar. Ófáir nutu þess kvöld eftir kvöld að hlýða á nútímatónlist samda sérstaklega fyrir þessa fjóra listamenn. Húsfyllh' var á öllum tónleikunum og áheyrendur voru frá sér numdir af snilld hljóðfæraleikar- anna, sem var ákaft fagnað jafnt á tónleikunum sem af gagnrýnendum Berlínardagblaðanna sem einnig fóru lofsamlegum orðum um tón- skáldin. Atli Ingólfsson sagði það vera gaman að flytja verk fyrir áheyrendur sem auðsýnilega þekkja til nútímatónlistar í borg þar sem hún virðist tilheyi'a meginstraumi menningarlífsins. Tæknin er háþróuð, sem heyra má á snilldarlegum heildarhljómi, en áheyrandinn þekkir vai"t einstök hljþðfæri hvert frá öðru. í sam- anbui'ði við hefðbundna kvartetttónlist er tón- listin mun fínlegri og fyrir tilstilli ferundar- og sexundarhljóma myndast svifbraut jafnra og stöðugra tóna. Og í sömu andrá hvínandi hljóð mismun- andi tónbrigða. Tæknin er allt í senn ríkari, margbreytilegri og flóknari, sem snertir ekki aðeins flutninginn heldur einnig tónsmíð- ina sjálfa. Ef ekki er til nútímakvartett getur tónskáldið ekki samið fyrir hann og ef tónsmíð- in er ekki fyrir hendi verður sömu- leiðis ekld til kvartett. Að hann skuli samt sem áður vera til er næiri því ónáttúrulegt. I þeim skilningi er Ár- ditti-strengjakvartettinn undur og þannig var fjallað um hann í berlínsku blöðunum. Árið 1998 fagnaði kvartettinn 25 ára afmæli. Allt frá stofnun hans 1974 hefur hann notið heimshylli og orðstírs sem snilldarlegur túlkandi samtíðartónverka sem og verka frá Atli Ingólfsson fyrri hluta tuttugustu aldarinnar. Flest þekktari tónskáld samtímans hafa samið tónverk fyrir kvartettinn en starfsferillinn státar af nöfnum tónskálda eins og Femeyhough, Nono, Stockhausen og Xenakis svo einhver séu nefnd. Árið 1992 hlaut kvartettinn hin eftirsóttu verðlaun „International Music Critics Award“ og á komandi sumri verða hljóðfæra- leikararnh' verðlaunaðir fyrir ævi- starf sitt með tónlistarverðlaunum E rnst-von-Siemens-sj óðsins. Á fyrstu tónleikum Arditti-kvart- ettsins var verk Atla Ingólfssonai’ HZH (Haut-Zunge-Herz - húð- tunga-hjarta) frumflutt. Á sömu tón- leikum lék kvartettinn verk hinna þekktu tónskálda Estrada, Femey- hough og Nono, sem öll voru samin á áttunda áratugnum. HZH er fyrsta verkið sem Atli semur fyrir strengja- kvartett. Það var pantað af Biennale- hátíðinni og sérsamið fyiTi' Arditti- kvartettinn og er leikið á hefðbundin hljóðfæri. En í fyrri verkum Atla hafa tilraunir hans með samblöndun hljóma ráfrænna og hefðbundinna hljóðfæra hlotið mikla athygli. Atli segh’ HZH vera einna mest mótað af tungumálinu og mismunandi hljóðfalli þess. „Ég ímynda mér landslag, landslagið er sýn, ég reyni ekki að út- skýra hana með orðum. Þá ímynda ég mér hvemig þessi sýn er færð í orð og hún verður að orðræðu. Orðræðan þróast síðan í vers þar sem hún fær eiginleika bragarháttai'ins. Á sama tíma byrjar taktui'inn að hafa áhrif á tungumálið. Ég ímynda mér hvemig takturinn öðlast á vissum tíma eigið líf og hann verður sterkaiá en tungu- málið og að lokum að hreinu sálrænu landslagi. Ég ímynda mér landslag...“ Leyndir draum- ar rætast enn LEIKLIST Mögnleikhúsið við II1 e in m Leikféiagið Leyndir draumar HERBERGI 213 eftir Jökul Jakobsson. Leikstjórn og leikmynd: Sigurþór Albert Heimis- son. Búningar og leikmunir: Leyndir draumar. Ljósahönnun: Geir Magn- ússon. Ljós og hljóð: Gísli Bjöm Heimisson. Leikendur: Guðjón B. Óskarsson, Júlia Ilannam, Guðrún Ágústsdóttir, Margrét J. Guðbergs- dóttir, Sigrún Valgeirsdóttir, Ragn- heiður Sigjónsdóttir. Fmmsýning laugardaginn 27. mars ÁÐUR en leiksýningin hófst var lesið ávarp Vigdísar Finnbogadótt- ur í tilefni þess að þennan laugar- dag var dagur leikhússins um heimsbyggðina alla. Þetta var áheyrilega samið hátíðarávarp fyrir alla og margt í því áreiðanlega satt. Að fara í leikhús er nefnilega bráð- nauðsynlegt fyrir andlega velferð okkar, rétt eins og að stunda kynlíf. Leikhúsi svipar til kynlífs að því leyti að því oftar sem maður fer því betra og því nauðsynlegra. Svo lítur enginn mann homauga þótt maður geri víðreist: sjái sem flest og sumt undarlegt á mörgum stöðum, jafn- vel á afskekktum tímum. Fjöllyndi hugans grasserer í leikhúsinu og frelsar. Þetta frelsi þekkja þau í Leynd- um draumum og skenkja áhorfend- um með því að tileinka það sjálfum sér á sviðinu. Herbergi 213 eftir Jökul Jakobsson hentar þessum hópi eins og hann var tiltækur núna allvel (og áhugamannaleikhópum yfir höfuð), ekki síst vegna þess að ráðleysi á sviði sem á stundum og eðlilega skilur áhugaleikara frá at- vinnuleikaranum verður hér að túlkunaraðferð á því annarlega and- rúmi sem textinn býður heim. Ekki svo að skilja að Leyndir draumar deyi ráðalausir núna fremur en fyrri daginn, því þessi uppsetning er ein sú besta sem ég hef séð til þeirra á undanförnum árum. Þeir þrír leikarar sem mest mæðir á standa sig með ágætum. Júlía Hannam, betri hér en nokkru sinni fyrr, nær að skapa bælda kvenper- sónu sem er ekki öll þar sem hún er séð og Guðjón B. Óskarsson er vel vandræðalegur sem skipulagsfræð- ingurinn sem ánetjast vef þorpskvennanna og tvífari sósu- gerðarmannsins sáluga, sem hlust- aði á léttklassík og lét frá sér spak- mæli á borð við: Óræfín eru ónumið land. Og ekki bregst Guðrún Ágústsdóttir í hlutverki móðurinnar sem enn heldur í trosnaðan nafla- streng sonar síns. Hún skapar trú- verðuga „skvettu“. Þær sem með veigaminni hlutverk fara mega einnig una vel við sinn hlut. Sigurþór Albert Heimisson leik- stjóri gerði einnig leikmyndina. Það er vel til fundið að hengja á veggina þessar sóðalega væmnu klisjumyndir sem Islendingar keyptu áður fyrr til að hengja upp á veggina hjá sér eftir viku fyllirí á Majorku og halda að sé list. Þær formgera tilfinningaklámið sem Jökull veittist að og Leyndir draumar afhjúpa svo ágætlega í Möguleikhúsinu við Hlemm um þessar mundir. Guðbrandur Gíslason Richard Wagner- félagið sýn- ir Parsifal RICHARD Wagner-félagið á Is- landi sýnir á myndbandi óper- una Parsifal eftir Hans-Jiirgen Syberg frá árinu 1982 í Nor- ræna húsinu laugardaginn 3. apríl kl. 13. Óperan Parsifal, var var síð- asta verk Wagners, var frum- sýnd í Bayreuth 26. júlí 1882 og er eina verk hans sem skrifað er sérstaklega fyrir Festspiel- haus. Það var upphaflega ásetningur hans að verkið yrði einungis flutt einu sinni og að- eins fyrir útvalda áheyrendur, en hugmyndir hans þróuðust á þann veg að Parsifal skyldi endurfluttur á þriggja ára fresti, en eingöngu í Bayreuth. Bann Wagners við að flytja Parsifal utan Bayreuth var fljótt virt að vettugi og reið Metropolitan óperan í New York á vaðið með frumsýningu sinni á aðfangadag árið 1903. Þetta vakti mikla reiði Cosimu Wagner, en upp frá þessu var farið að sýna Parsifal víðar. Parsifal er sunginn af Rein- er Goldberg, Amfortas af Wolfgang Schoene, Gurnem- anz af Robert Lloyd, Klingsor af Aage Hauglandl og Kundry af Yvonne Minton. Leikarar fara með hlutverk á skermin- um að undanteknum Robert Lloyd. Kvikmyndin tekur 255 mín- útur í flutningi. Sungið er á þýsku en enskur skjátexti. í hörðum heimi KVIKMYNPIR B í 6 h ö 11 i n, K i' i n g 1 a n og Stjörnubíó „PAYBACK" ★★★ Leikstjóri: Brian Helgeland. Handrit: Helgeland og Donald E. Westlake. Aðalhlutverk: Mel Gib- son, Gregg Henry, Maria Bello, Deborah Unger, William Devane, Lucy Alexis Lui, James Coburn. Warner Bros. 1999. EINHVER harðsvíraðasta sakamálamynd sem gerð var á sjöunda áratugnum hét „Point Blank“ eða Af stuttu færi eftir John Boorman með Lee Marvin. Hún olli nokkrum straumhvörf- um með sínum andstyggilegu persónum og frásagnarmáta sem brotinn var upp með endurliti. Leikstjóranum Brian Helgeland, sem gerði handrit „L.A. Con- fídential", og Mel Gibson tekst með endurgerðinni „Payback" að fanga hina móralslausu veröld svika, ástleysis og óvinskapar fyrri myndarinnar og bæta við talsverðu af svörtum húmor. Sagan er byggð á gamalli bók eftir Donald E. Westlake sem heitir „The Hunter" og það verð- ur ekki annað sagt en hún gangi í endurnýjun lífdaga á hvíta tjaldinu. Útlit myndarinnar, hið blá- kalda, grófgerða og regnvota borgarlandslag, þjónar vel þess- um nútímavestra um gegndar- lausa þrákelkni krimmans Porters, sem svikinn hefur verið af félögum sínum eftir vel heppnað rán. Annar svikarinn er eiginkona hans. Hinn er vinur sem skilur hann eftir í blóði sínu með tvö skot í bakinu. Porter dregst aftur á lappir og fær bót meina sinna og leitar þeirra sem sviku hann og þess sem er mikil- vægara honum en allt annað, peninganna. Hlutverkið, hin dæmigerða harðhausarulla amerískra saka- málasagna, klæðir Gibson vel. Hann er rúnum ristur í andlitinu eftir erfitt líf á jaðrinum og allt sem hann gerir eins og felur í sér dauðaósk; það er eins og honum geti ekki staðið meira á sama eft- ir öll svikin. I þessu finnur Gib- son sitt granítandlit og leggui' til atlögu við andstæðingana er flestir þjást af uppblásnu egói. Gregg Henry, sem kannski ein- hverjir muna eftir sem syni Nick Nolte í Gæfu og gjörvileika, er stórkostlega bilaður sem ma- sókisti með brenglað veruleika- skyn, William Devane og James Coburn, nýbakaður óskarsverð- launahafi, eru valdsmannslegir sem varðhundar Samsteypunn- ar, óskilgreindra glæpasamtaka borgarinnar og Kris Kristoffers- son er glæpaforinginn en á svo- lítið erfitt innan um sér mun stórkallalegri leikara. Kvenhlut- verkin era sömuleiðis ágætlega mönnuð, Unger sem dóphaus og eins konar femme fatale mynd- arinnar og Maria Bello sem kærasta Gibsons og Lucy Lui er unaðsleg sem dýrvitlaus sadisti. Þær gerast varla svartari fílm noir sögurnar en þessar eða skemmtilegi-i. Höfundarnir sáldra niður húmornum á réttu stöðunum svo hún verður næst- um því að skopstælingu á harð- hausamyndum. Með því að feta þá mjóu línu hefur hún sigur. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.