Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
KÚLUTJÖLD
frá kr. 6.900
BAKPOKAR
frá kr. 5.900
SVEFNPOKAR
frá kr*^500
KVIKMYNDIR/Laugarásbíó hefur tekið til sýningar myndina Living Out
Loud með Holly Hunter og Danny DeVito í aðalhlutverkum.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
HALLDÓR Gunnarsson
gaf brúðhjónin saman.
Riðu í brúðkaupið
Fagradal - Jón Þormar Pálsson og
Hulda Harðardóttir gengu í það
heilaga um helgina á bænum
Höfðabrekku í Mýrdal. Halldór
Gunnarsson sóknarprestur í Hoiti
undir Eyjafjöllum gaf þau saman í
hjónaband.á veröndinni á Hótel
Höfðabrekku.
Það er ekki á hverjum degi að
brúðhjón koma ríðandi á hestum
til brúðkaups ásamt svaramönn-
um og brúðarmeyju en það gerðu
þau Hulda ríðandi í söðli og Jón
sat í hnakk. Nemendur í tónskóla
Mýrdalshrepps spiluðu á lúðra við
athöfnina inngöngu og útgöngu
marsinn. Þetta var hátíðleg stund
því ekki spilti fyrir að veðrið var
eins og best verður á kosið heið-
skírt, logn og hiti.
MYNDIN fjallar um konu í
New York sem finnur hjá
sér kjark til þess að koma
lífi sínu í gang á ný vegna samskipta
við fólk sem hún hittir í fyrsta skipti.
Myndin er byggð á handriti sem
leikstjórinn Richard LaGravenese
sótti sér innblástur í í tvær smá-
sögur eftir Chekov.
Myndin segir sögu Judith Nelson
(Holly Hunter) sem hefur vanist
þægilegum lífsstíl, sem eiginkona
læknis í finasta hveifi í stórborginni.
En þegar eiginmaðurinn yngii- upp
stendur Judith ein uppi með það
verkefni að gera upp líf sitt og endur-
meta það. Þegar hún lendir í óvæntu
ástarævintýri birtii’ yfir lífinu. Judith
vingast svo við lyftusveininn í finu
blokkinni sinni (Danny De Vito) og
kemst að því að hann hefur einnig lif-
að erfiðu lífi og mætt andstreymi.
Þau gerast trúnaðarvinir og hugga
hvort annað í þessari gamanmynd
fyril• fullorðna um fólk, sem reynir að
brjótast út úr einmanaleikanum og
um möguleikana sem búa í mannleg-
um samskiptum.
Richard LaGravenese leikstýrir
hér sinni fyrstu mynd en hann er
þekktur handritshöfundur og hefur
hlotið óskarsverðlaunatilnefningar
fyrir myndir á borð við Fisher King,
The Horse Whisperer og Bridges of
Madison County.
„Við vildum ekki gera mynd um
sprengingar. Við vildum gera eitt-
hvað mannlegt. Bestu myndirnar eru
um persónur, og handrit með jafn-
vandaðri persónusköpun og handrit
Richards eru einfaldlega ekki á
hverju strái,“ sagði framleiðandinn
Michael Shamberg, en fyrirtæki
hans Jersey Films falaðist eftir sam-
starfi við LaGranvense.
Holly Hunter dróst að persónu Ju-
dith. „Þetta er frábært hlutverk fyr-
ir leikkonu," segir hún, og segist
hafa gripið tveimur höndunm þetta
tækifæri til að leika konu, sem geng-
ur í gegnum miklar umbreytingar í
sínu lífí. „Þegar við hittum Judith
fyrst er hún áhorfandi að lífinu. Hún
vildi gjarnan vera þátttakandi en
finnst hún vera utangátta. Hún á
fyrir höndum ferð um innri lendur til
að komast að því hver hún er. Þetta
var mjög spennandi hlutverk fyrir
mig,“ segir óskarsverðlaunaleikkon-
an úr Piano.
Meðal aukaleikenda í myndinni er
rapp-söngkonan Queen Latifah, sem
leikur djasssöngkonu sem vingast
við Judith.
HOLLY
Hunter í hlut-
verki Judith.
LYFTUSVEINNINN (Danny DeVito)
verður sálusorgari og
félag'
Kfeinanleáar,
fœrmlnmmmn
S?05T
WW0L E i G A N I
ÚTtVISTARBÚÐIN
Laugavegi Z5 Simi 551 9805
Frumsýning
í leit að nýju lífi