Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 64
Drögum næst 13. apríl HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Heimav'örn Sími: 533 5000 MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Samkeppnisráð um útflutning á ferskum físki Kvótaálag* gegn mark- - miðum samkeppnislag’a SAMKEPPNISRÁÐ beinir þeim tilmælum til sjávarútvegsráðherra að taka fyrirkomulag um kvótaálag við útflutning á ferskum flski til endurskoðunar. Samkeppnisráð álítur að álagið gangi gegn mark- miði samkeppnislaga. Mál af sama toga er nú rekið í dómskerfmu, þar sem útgerðarfyrirtækið Bergur- Huginn í Vestmannaeyjum hefur stefnt sjávarútvegsráðherra vegna álagsins. Porsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, segir skýr ákvæði í lögum heimila kvótaálagið. Samkeppnislög '••''’fjalli að mestu um viðskipti en ekki fiskveiðistjórnun og séu því af allt öðrum toga. „Ég hef ákveðnar efa- semdir um að þau taki til fískveiði- stjórnunar. Petta álitaefni er nú til meðferðar hjá dómstólum og okkur þykir rétt að bíða með að aðhafast nokkuð í málinu uns niðurstaða þeirra liggur fyrir,“ segir Þorsteinn. I niðurstöðu samkeppnisráðs seg- ir meðal annars svo: „Er það álit samkeppnisráðs að ákvæði laga og reglugerða um stjórn fiskveiða sem gera ráð iyrir sérstöku kvótaálagi á afla, sem seldur er ferskur á er- lenda markaði, feli í sér mismunun milli innlendra útgerðarfyrirtækja og raski samkeppnisstöðu þeirra innbyrðis, að svo miklu leyti sem fyi-irkomulagið styðst ekki við hlut- læg sjónarmið á borð við rýrnun á afla. Pá er fyrirkomulag þetta til þess fallið að skekkja verðmyndun á þeim afurðum sem um ræðir, það hamlar gegn eðlilegri markaðssókn útgerðarfyrirtækja erlendis og er til þess fallið að draga úr hag- kvæmri nýtingu þeirra framleiðslu- þátta sem um ræðir. Kvótaálagið fer því gegn markmiði samkeppn- islaga sbr. 1. gr. þeirra.“ ■ títgerðum mismunað/12 Atökin á Balkanskaga „Maður er alltaf að hugsa þangað“ KOSOVO-Albanar og Serbar sem búsettir eru hér á landi leita daglega frétta af fjölskyldum sín- um á átakasvæðinu. Morgun- blaðið ræddi í gær við tvo menn sem hugsa stöðugt til ættingja sinna á stríðssvæðunum; foreldr- ar annars eru á flótta, foreldrar hins eyða stærstum hluta sólar- hringsins í loftvarnabyrgjum. „Maður er alltaf að hugsa þangað. Þegar þú ferð að sofa rennur líf þitt í gegnum hugann og þú sérð allt ljóslifandi fyrir þér. Þú áttir þína vini og allt gekk sinn vanagang. Síðan er allt tekið frá þér, heimili þitt, minn- ingar og fjölskyldur sundrast," segir Blerim Gashí, 26 ára Kosovo-Albani, sem búsettur hefur verið á íslandi frá því í fyrra. „Áður var fólk ekki á móti NATO en nú eru allir á móti því. Saklaust fólk þjáist og það sem loftárásirnar gera er að sameina þjóðina undir forystu Milosevic," segir Goran Kristófer Micic, 37 ára Serbi, sem búsettur hefur verið hér í nokkur ár. Hann ósk- ar þess daglega að ekki hefði þurft að fara þessa leið. ■ Hugurinn leitar heim/6 Morgunblaðið/Kristinn Ekkert lát á aukningu útlána AÐ mati Finns Ingólfssonar við- skiptaráðherra er einungis tíma- spursmál hvenær samrunahrina gengur yfir íslenskan fjármagns- markað. Þetta kom fram í ræðu ráð- herrans á ársfundi Seðlabanka ís- lands í gær. Finnur sagði jafnframt að útlánaaukning banka og sparisjóða á síðustu tólf mánuðum væri meiri en samræmst gæti stöðugleika í efiia- hagsmálum til lengri tíma litið. Nýj- ustu tölur um útlánaaukningu bentu einnig til að ekkert lát væri á henni. Seðlabankinn tilkynnti í gær um nokkrar breytingar á lausafjárregl- um lánastofnana sem tóku gildi 21. mars síðastliðinn. Þar er m.a. aðlög- unartími að reglunum lengdur um einn mánuð auk þess sem innlend og erlend lán við lánastofnanir, sem upphaflega voru til lengri tíma en eins árs, teljast aldrei til lausafjár, hvorki eigna né skulda. Valur Valsson, bankastjóri Is- landsbanka, segir að með breyting- unum hafi Seðlabankinn komið til móts við sjónarmið lánastofnana. ■ Stöndumst ekki/17 Flugsýning- ar í ljósa- skiptum STARRAR eiga sér náttstað hjá Skégræktarfélagi Reykjavíkur í Fossvoginum og hópast þangað þiisundum saman á kvöldin. Starr- arnir koma í náttstað í ljósaskipt- unum og sýna gjarnan stórfeng- legt listflug áður en þeir setjast svo til allir á sama blettinn. „Það eru einkum starrarnir sem mynda gerið yfir Fossvoginum þeg- ar rökkvar,“ segir Sigurkarl Stef- ánsson, líffræðikennari í Mennta- skólanum við Hamrahlíð, sem hefur fylgst með störrunum ásamt nem- endum sínum. Starrarnir eru taldir bæði vor og haust og er áætlað að .^^þeir séu um 3.500 talsins. Sigurkarl segir fiugleikni þeirra með ólíkind- um, aldrei verði árekstrar og þar sem þeir séu svo margir sé til dæm- is þýðingarlaust fyrir smyril að reyna að ná í bráð úr gerinu. Starr- arnir myndi þá eins konar geil í hópinn þar sem smyrillinn snýst án þess að ná nokkrum fugli og verði ■bjálfur ringlaður að lokum. A Aðild Islendinga að Atlantshafsbandalaginu Ursögri var hótað vorið 1960 Einhug’ur um að slíta varnarsamstarfínu við Bandaríkin ríkti ekki innan vinstristjórnarinnar 1971-1974 BJARNI Benediktsson, þáverandi dómsmálaráðherra, sagði í óformleg- um samræðum við sendiherra Bandaríkjanna hér á landi árið 1960 að íslensk stjórnvöld myndu segja sig úr Atlantshafsbandalaginu (NATO) sendu bresk yfirvöld aftur herskipa- flota sinn inn fyrir 12 mílna landhelg- ina, sem tekist var á um í þorska- stríðinu 1958-1961. Þetta kemur fram í grein eftir Val Ingimundarson sagnfræðing er nefnist „Bandalags- aðildin og varnarsamningiu’inn“ og birt er í sérblaði, sem Morgunblaðið gefur út í dag í tilefni þess að 4. apríl eru 50 ár liðin frá stofnun Atlants- hafsbandalagsins. í greininni kemur ennfremur fram það mat þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á íslandi að nokkrir ráðherrar í vinstristjórn Ólafs Jóhannessonar, sem tók við völdum ái'ið 1971, hafi orðið afhuga því að segja upp varnarsamningnum við Bandaiíkin, en það var annað helsta stefnumál þeirrar stjómar. Islendingar höfðu áður hótað úr- sögn úr Atlantshafsbandalaginu en mikla athygli vakti í Bandaríkjunum er Bjarni Benediktsson hafði slíkt á orði á óformlegum fundi með Tyler Thompson, sendiherra Bandaiúkja- stjórnar á íslandi, 19. maí 1960. Bjarni Benediktsson hafði sem utan- ríkisráðherra undfrritað Norður-Atl- antshafssáttmálann fyrir hönd ís- lendinga 4. apríl 1949 og verið helsti hvatamaður þess að landsmenn tækju þátt í stofnun NATO. Þorskastríð Islendinga og Breta var þá í algleymingi og deilan heiftúð- ug mjög. Kemur fram í skjölum, sem nú hafa verið birt, að Bjami Bene- diktsson hafi í samtali við bandaríska sendiherrann sagt að hann myndi sjálfur hafa frumkvæði að því að Is- lendingar segðu sig úr NATO ef Bret- ar sendu herskip sín aftur inn fyrir 12 mílurnar. Höfðu þau verið kölluð það- an á brott fyrir hafréttan’áðstefnuna í Genf í mars 1960 til að bæta samskipti ríkjanna. Breska stjómin hafði hins vegar áskilið sér rétt til að taka aftur upp herskipavemd fyrh' togara innan 12 mflna um sumarið. Fór svo að lok- um að breski flotinn sneri aldrei aftur inn fyrir landhelgismörkin og sátt náðist í málinu. I grein Vals Ingimundarsonar er einnig sagt frá samtali greinarhöf- undar við Frederick Irving, sem var sendihema Bandaríkjanna á íslandi í tíð vinstristjórnar Ölafs Jóhannes- sonar, er var við völd frá 1971-1974. Irving segir að stjórnin hafi í upphafi ætlað að framfylgja þeirri stefnu sinni að binda enda á varnarsamstarf Bandaríkjamanna og Islendinga með því að ki-efjast þess að vamarliðið í Keflavík yrði kallað heim. Sumir ráð- herrar ríkisstjórnarinnai- hafi hins vegar mildast mjög í afstöðu sinni þegar á reyndi. Ráðhemar Fram- sóknarflokksins hafí orðið afhuga brottför varnarliðsins og Hannibal Valdimarsson hafi ekki stutt afdrátt- arlaust stefnuna í öryggismálum. Það hafi fulltrúar Alþýðubandalagsins á hinn bóginn gert. Þá segir og í gi-eininni að Björn Jónsson, ráðherra Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna, sem tók við embætti Hannibals, hafi á fundi með aðstoðarutanríkisráðherra Banda- í-íkjanna og Guðmundi H. Garðars- syni, fyrrverandi þingmanni Sjálf- stæðisflokksins, tekið af öll tvímæli um stuðning sinn við varnarsam- starfið við Bandaríkin. ■ Bandalagsaðildin/ElO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.