Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 45 mundssonar. Frá því ég man eftir afa var hann alltaf traustur og trúr, hvað sem hann tók sér íyrir hendur, hann kenndi mér að axla ábyrgð og ganga hægt um gleðinn- ar dyr og framkvæma allt með skynsemi og ró. A Glitvangnum átti ég mínar bestu stundir með afa og ömmu, ég kom þangað á hverjum virkum degi þegar leikskóla og síðar grunnskóla lauk og þar ríkti ávallt mikill kærleikur, hamingja og gleði. Afi gerði allt sem í hans valdi stóð til þess að kenna ungum dreng að öðlast trú á sjálfum sér og lífinu. Þær líður mér seint úr minni þær stundir sem ég og afí áttum bara tveir, þá var spilað, lesið, leikið sér og spjallað um allt milli himins og jarðar. A mínum bemskuárum ólst ég mikið upp með ömmu og afa. Afí lagði á sig ótrúlega þolinmæði við að svara öllum þeim spurningum sem brunnu á vörum ungs drengs sem var að taka af stað á sinni lífs- ins leið. Hann kenndi mér að lesa Gagn og gaman og síðar fóram við að lesa Moggann saman eftir erfið- an vinnudag. Já, afi var alla tíð traustur og trár og kenndi mér það sama, ég gat alltaf komið til ömmu og afa á Glitvanginn, mér var alltaf vel tek- ið og alltaf var tími til að tala sam- an, erill hversdagsins var hvergi látinn trufla. Amma og afí lifðu alltaf rólega og létu ekkert stress á sig fá, enda var atorkan slík að hvergi mátti sjá misfellur í gjörð- umþeirra né verkum. Ég og afi vorum miklir mátar, allt frá því ég man eftir mér. Ég man ekki eftir afa öðruvísi en þannig að við vorum alltaf spilandi, hann gaf mér síðasta kaffídropann sinn úr könnunni og síðar kenndi hann mér að hella upp á kaffi og fóru þær kennslu- stundir fram á eldhúsborðinu á Glitvangi seinnipart dags þegar amma og afi voru búin að vinna og þegar búið var að sækja mig á leikskólann. Afí var líka alltaf van- ur að taka sér miðdegisblund og þegar hann vaknaði beið mín alltaf eitt stykki af Siríus súkkulaði- lengju og oftar en ekki eftir lúrinn var slegið upp spilaborgum, það voru engar smáborgir og man ég eftir því að við gerðum heila borg á eldhúsborðinu heima úr öllum þeim spilastokkum sem til voru í húsinu. Svo gaf hann mér verð- laun fyrir það að vera duglegur að lesa, oftar en ekki var það súkkulaði en eitt sinn gaf hann mér hljómplötu sem þá var svo ný að hún var rétt komin í búðir, sú plata er vel geymd og hana á ég ennþá. Þó að amma og afi hafí flust frá Glitvangnum, enda var heilsa og aldur farinn að segja til sín, vorum við afi alltaf miklir vinir og áfram hélt lífsins kennsla við sama eld- húsborð og á Glitvanginum og kennslan heldur í rauninni áfram um ókomna tíð. Það líður varla sá dagur að ég hugsi ekki til ömmu og afa og um það sem þau hafa kennt mér og sýnt, sú kennsla er mér ómetanleg. En nú er komið að endastöð á lífsins löngu leið og er það eina sem við vitum þegar við fæðumst í þennan heim. Það var svo margt sem ég vildi geta sagt honum og það sé ég vildi að hann sæi þegar maður eldist og útskrifaðist úr skóla og kæmi sér upp fjölskyldu. En það er ekki spurt að því hvar endastöðin er og þó að lítill dreng- ur skrifí hér minningar á blað með lítilfjörlegan blýanti í hendi mun það aldrei nægja að segja og minn- ast alls sem afí hefur gert eða vilj- að hlusta á og sjá. Þú kirkja Guðs í stormi stödd, ó, stýrðu beint í lífsins höfn, og hræðstu’ ei manna meinráð köld, né mótbyr þann er blæs um dröfn. Drag upp þín segl, og hátt við hún lát hefjast krossins sigurrún. (Höf. Fr.Fr.) Sigurður A. Hjörleifs. + ÓIafi'a Sigurðar- dóttir var fædd í Reykjavík 5. októ- ber 1914. Hún iést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 24. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Sig- urþórsson, járn- smiður í Reykjavik, f. 10. sept. 1884, d. 12. mars 1970, og Kristín Ólafsdóttir, f. 1. október 1888, d. 25. mars 1970. Ólafía var elst fimm systkina og eru þau öll látin. Þau voru Sigurður (1916-1945), Valgerður, (1918-1951), Hjört- Að leiðarlokum viljum við þakka allar góðu minningamar sem við eigum um þig, elsku Lóa, og biðja Guð að blessa þær. Þú sýndir okkur systkinunum og fjölskyldum okkar alltaf mikinn áhuga og væntum- þykju og fyrir það viljum við þakka. Þú átt stóran sess í hjörtum okkar. Kn mildhlý minning lifir, svo margt að þakka ber. Þá bjart og blítt var yfir, er brosið kom frá þér. Þú sólargeisla sendir og samúð, vinarþel. Með hlýrri vinar hendi mér hjálpaðir svo vel. Með hjartans þökkum hlýjum nú hrærð við kveðjum þig. Alífsins leiðum nýjum sért leidd á gæfustig af Meistaranum mesta, sem mannkyn leysti hrjáð. Þín brúðargjöfin besta sé blessun Guðs og náð. (Guðríður S. Þóroddsdóttir) Sigurður Hjartarson og fjölskylda. Nú hefur Ólafía frænka mín, sem við fjölskyldan kölluðum alltaf Lóu, kvatt þennan heim. Við vor- um systkinadætur en Kristín móð- ir hennar og Þórður faðir minn voru systkini. Mér er það sérstaklega minnis- stætt þegar Lóa kom heim úr Eng- landsferð sennilega árið 1936. Hún fór utan með togaranum Belgaum, var í skóla í Englandi og bjó hjá enskri fjölskyldu. Þessi ferð hafði mikil áhrif á hana og síðar sagði hún mér oft frá Englandsdvölinni. Sumarið 1942 bauð Lóa mér að koma með sér og bræðrum sínum, Sigurði og Hirti, í ferðalag. Ég hitti þau á Akureyri og fórum við fyrst að Mývatni. Þar vorum við í tjöldum í nokkra daga í yndislegu veðri. Við leigðum okkur bát og reram út á vatn dag eftir dag og veiddum í soðið. Bræðumir stungu sér til sunds frá bátnum en við sól- uðum okkur á meðan. Á heimleið- inni fórum við hægt yfír og stopp- uðum þar sem við sáum gott tjald- stæði. Þetta var skemmtileg ferð og minnisstæð. Lóa vann í um 40 ár á skrifstofu hjá Kolasölunni sf. og Lýsi hf. Hún vann aðallega við bókhald og gjald- kerastörf. Eg vann með Lóu í fímm ár og var hún afar fær í sínum störfum. Eftir þetta urðum við miklar vinkonur. Hún kom oft heim til okkar Magnúsar eftir að við giftum okkur og þá var aldrei haldin hátíð án þess að Lóa væri með. Lóa var skemmtileg, sérstaklega listfeng í höndunum og allt var fág- að í kringum hana. Hún bjó til marga fallega hluti og gjafír henn- ar voru oft útprjónaðar ílíkur og skemmtileg leikfóng. Jólapakkara- ir frá Lóu frænku vöktu alltaf mik- inn fógnuð. Á sumrin dvaldi Lóa oft með for- eldram sínum í sumarbústað þeirra við Þingvallavatn og fóram við þá ur (1922-1991), kvæntur Sigrúnu Gísladóttur, f. 1925, og Sigríður. Ólafía gekk í Mið- bæjarskólann í Reykjavík og um tvítugt fór hún í verslunarskóla í Englandi. Hún vann skrifstofustörf hjá Kolasölunni og var gjaldkeri hjá Lýsi hf. um áratuga- skeið. Síðar vann hún ýmis störf hjá ^ Hagkaup. Útför Ólafíu fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. gjarnan í heimsókn til þeirra eða hún kom til okkar. Fátt þótti Lóu skemmtilegra en vera úti á vatni við veiðar með Sigurði, fóður sín- um, en bæði vora þau vel fiskin. Lóa vann í mörg ár hjá Hag- kaupum eftir að hún hætti hjá Lýsi hf. Síðustu árin urðu Lóu erfíð vegna síversnandi heilsu en alltaf höfðum við jafn gaman af að rifja upp liðnar stundir og sólskinsdaga íýrri ára. Ég og fjölskylda mín kveðjum Lóu írænku og þökkum henni fyrir liðna tíð og biðjum henni Guðs blessunar. Sigríður Þórðardóttir. Ég eignaðist hana Lóu frænku í bráðargjöf og fékk ég ekki aðra gjöf merkilegri af því tilefni eða síðar á ævinni. Fíngerð kona með stórt hjarta og ævilangt einhleypi setti stundum svip á viðmót hennar og skoðanir. Hún var elsta föður- systir eiginkonu minnar og í dag er hún borin til moldar seinust fímm sysþkina. Ólafía Sigurðardóttir var Reykvíkingur og óx úr grasi með borginni sinni í ósérhlífinni athöfn og naut sumarblíðu við Þingvalla- vatnið. Ung að aldri ók hún um götumar á mótorhjóli. Ólafía var rammpólitísk kona hinna gömlu og góðu gilda og kaus Ihaldið sitt nema þegar forlögin bragðu á leik með Borgaraflokknum. Lóa frænka gekk snemma til verka hjá móðurbróður sínum Tryggva Ólafssyni í Lýsi, sem lést sjálfur fyiár nokkram dögum og allra karla elstur. Fleiri stórkapít- alistar komu við sögu hjá Ólafíu því Óskar Halldórsson var kvæntur Guðrúnu móðursystur hennar og Lóa vann hjá venslafólki sínu Jónínu Gísladóttur og Pálma Jóns- syni í Hagkaup seinustu starfsárin. Ólafía Sigurðardóttir var vel- gjörðannaður ættingja sinna sem þakklátir drápa nú höfði í söknuði. Með sárum trega kvaddi Lóa bæði foreldra og systkini á sínum tíma og era nú fagnaðarfundir þegar umvefur hana fjölskyldunnar hlýi faðmur hinum megin. Guðs í friði. Asgeir Hannes. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. OLAFIA SIGURÐADÓTTIR + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og tengdasonur, HÖSKULDUR EGILSSON, Gljúfraborg, Brelðdal, sem iést á Landspítalanum föstudaginn 26. mars, verður jarðsunginn frá Heydalakirkju laugardaginn 3. apríl kl. 14.00. Soffía Rögnvaldsdóttir, Stefán R. B. Höskuldsson, Hjördís A. Aradóttir, Arnleif Steinunn Höskuldsdóttir, Jónas Bjarki Björnsson, Rögnvaldur Þ. Höskuldsson, Ásrún S. Steindórsdóttir, Þórhildur Höskuldsdóttir, Ragnheiður Arna Höskuldsdóttir, Ævar Orri Eðvaldsson, barnabörn, systkini og tengdamóðir. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, ÁSTA GARÐARSDÓTTIR, Vallargötu 18, Vestmannaeyjum, sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans laugardaginn 27. mars, verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 3. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Karl Björnsson, Björn ívar Karlsson, Berglind Karlsdóttir, Garðar Ásbjörnsson, Ásta Sigurðardóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- áttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS ARASONAR, áðurtil heimilis á Skólabraut 5. Sigrún Magnea Magnúsdóttir, Magnea Móberg Jónsdóttir, Jón Þór Aðalsteinsson, Guðbjörg Jónsdóttir, Egill Sigurðsson, Jón Sigmar Jónsson, Sólrún Hvönn Indriðadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS H. JÓHANNSSONAR, Skagfirðingabraut 43, Sauðárkróki. Sigríður Árnadóttir, Ásmundur Jónsson, Ragnheiður Kjærnested, Rannveig Jónsdóttir, Alois Raschhofer, Árni Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug og heiðruðu minningu MAGNÚSÍNU MAGNÚSDÓTTUR, Dvalarheimili aldraðra, Stykkishólmi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis- ins í Stykkishólmi fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót. Vandamenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.