Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 25 Er batnandi manni best að lifa? KVIKMYIVPIR liáskólabfó ÓSKRÁÐA SAGAN - („AMERICAN HISTORY X“) ★★★ I.cikstjóri Tony Kaye. Handritshöf- undur David McKenna. Kvikmynda- tökustjóri Tony Kaye. Tónskáld Anna Dudley. Aðalleikendur. Edward Noi-ton, Edward Furlong, Beverly D’Angelo, Jennifer Lien, Erthan Suplee, Fairuza Balk, Avery Brooks, Elliott Gould, Stacey Keach, Guy Torry. 120 mín. Bandan'sk. New Line, 1998. SÓLARHRINGUR í lífi Viny- ards fjölskyldunnar er með ónota- legri kvikmyndaupplifunum sem boðið hefur verið uppá síðan Oliver Stone gerði Natural Born Killers. Oskráða sagan - American History X, er einnig sú umtalaðasta og um- deildasta í langan tíma. Breski leikstjórinn Tony Kaye og iðnað- ai-maskínan í Hollywood áttu ekki samleið og lentu í málaferlum, og efnið er vandmeðfarið. Aðalpersón- urnar eru tveir bræður. Derek (Edward Norton), sá eldri, er að losna úr þriggja ára fangelsi fyi’ir morð á tveimur blökkum bílþjóf- um. Danny (Edward Furlong), sá yngri, fær tiltal hjá sögukennaran- um Sweeney, (Avery Brooks), fyrir að velja Mein Kampf sem ritgerð- arefni og skipar honum að skrifa nýja fyrir morgundaginn. Hún á heita Oskráða sagan. Danny tekur fyrir lífshlaup bróður síns og fyrir- myndar. Fylgst er með breyting- um Dereks í afturhvörfum, sem eru í svart/hvítu, en núið í lit. Til að byrja með er hann ósköp venjuleg- ur og vænn drengur sem gengur framúrskarandi vel í skóla, undir styrkri og skynsamlegri hand- leiðslu Sweeneys. Óveðursblika fer þó að teygja sig inní veröld Viny- ardsfjölskyldunnar, heimilisfaðir- inn (William Russ), læðir hægt en bítandi inn kynþáttafordómum í huga drengjanna sinna, með morg- unkorninu. Litaðir eru æ meira áberandi í áður hvítu og friðsömu hverfinu þeirra, Venice Beach. Þeim fylgja vandamál, ofbeldi og árekstrar. Þegar svo pabbinn, sem er slökkviliðsmaður, er drepinn við skyldustörf af þeldökkri eiturætu, blossar upp algjört kynþáttahatm- hjá Derek, hinu nýja höfði fjöl- skyldunnar. Smám saman víkur Sweeney úr sæti áhrifavaldsins, en miðaldara kynþáttahatari og öfga- maður, Cameron Alexander (Stacey Keach), innbyrðir sál pilts- ins. Derek verður forsvari hat- rammrar nýnasistaklíku, krúnu- rakar sig og húðflúrar með haka- krossum. Þátttaka hans í öfga- hópnum nær hámarki með morð- unum á þjófunum. A meðan á afplánuninni stendur, fær Derek tækifæri til að vega og meta skoðanir sínar og kemst loks að þeiiTÍ niðurstöðu að hann hafi farið villur vegar. Því tekur hann þegar til óspilltra málanna daginn sem hann sleppur úr prísundinni; að bæta fyrir misgjörðir sínar gagnvart umhverfinu og fjölskyldu sinni. Ekki síst litla bróður sem hefur í blindni fetað stoltur í fót- spor stóra bróður. A köflum virkar Oskráða sagan, sterkt á áhorfandann. Einkum hamskipti pabbadrengsins Dereks í djöfullegt verkfæri haturs og of- beldis. Blindan ágerist uns sýnin verður glórulaus í svo hrikalegu manndrápi að mér er stórlega til efs að nokkur sæmilega óbrjálaður maður hafi treyst sér til að fylgja því með augunum. Umbreytingar persónu Dereks minna á skáldverk Kafka, er hann breytist úr geð- þekkum pilti í slíkan drísildjöful að hann gæti eyðilagt matarlystina hjá Hannibal Lecter. Samkomur nýnasistanna eru áhrifarík nútímanornaþing, einnig áðurnefndar föðurlegar ábending- arnar við matarborðið. Upplausnin á heimilinu er raunsæ lýsing á meini sem étur sig inn að beini og hugai’farsbreytingu yngri bróður: ins eru gerð sómasamleg skil. í þessum köflum verður áhorfand- inn nánast þátttakandi í atburða- rás sem hann hefur andstyggð á, myndin virkar sem áróður gegn of- beldi og kynþáttafordómum, án þess að hún sé að fella siðferðileg- an dóm. Þarna hjálpar afburða- leikur kameljónsins Nortons, sem heldur áfram að sanna sig eftir fína vinnu í The Rounders, Primal Fear og The People vs Larry Flynt. Edward Furlong stendur honum lítið að baki í viðaminna hlutverki, og öll eru þau býsna sterk í smáum, en engu að síður veigamiklum hlutverkum; Beverly D’Angelo, sem móðir bræðranna, Stacey Keach, Avery Brooks og ekki síst Guy Torry, sem þeldökk- ur samfangi Dereks. Hann glæðir myndina nauðsynlegum augnablik- um léttleika. Að öðru leyti er fang- elsisþátturinn Akkilesarhæll Oskráðrar sögu. Maður kaupir ekki hugarfarsbreytingar Dereks á þeim forsendum sem þar eru búnar til. Hlutirnir eru einfaldaðir, vissulega ljótir og áreitnir fyrir augað, en eftir á að hyggja eru þeir furðu yfirborðskenndir og rista ekki djúpt. Lokakaflinn er jafnvel síðri, þegar fyrrverandi vinir sem óvinir Dereks gera hon- um nýja lífið leitt. Endakaflinn of- hlaðinn og endarnir raunar tveir. Sá fyrri, samtal lögreglunnai’, Sweeneys og Dereks, er skynsam- leg og viðunandi leið út úr ógöng- um. Sá síðari (vont mál að hafa séð hann opinberaðan á prenti) gömul, slitin lumma, sem maður hefur séð of oft í myndum af svipuðu sauða- húsi. Spyr mann lítils annars, eftir allt sem á undan er gengið; er batnandi manni best að lifa? Um deilur Tonys Kayes og New Line veit maður fátt annað en fullyrð- ingar beggja aðila. Það leynist hins vegar engum að hér vantar sorglega lítið upp á að heildar- myndin sé ein magnaðasta ádeila á geðveiki gagnkvæms haturs sem er að líkindum jafn gamalt kyn- þáttunum. Sæbjörn Valdimarsson Ave-Maríur á tónleikum í Mývatnssveit TVENNIR tónleikar verða í Mý- vatnssveit um páskana undir yf- irskriftinni Músík í Mývatnssveit, í Reykjahlíð og í félagsheimilinu Skjólbrekku. Þetta er í annað sinn sem Hótel Reynihlíð býður tónlistarfólki til sín um páska. Fyrri tónleikarnir verða í Reykjahlíöarkirkju föstudaginn langa kl. 21. Að þessu sinni koma fram Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari, Herdís Jónsdóttir víóluleikari, Bryndís Björgvins- dóttir sellóleikari, Brjánn Inga- son fagottleikari, Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari og Sólrún Bragadóttir sópransöngkona. Á efnisskránni er Adagio eftir Albinoni, Intermezzo eftir Mascagni og sönglög. í tilefni 100 ára ártíðar Guðfinnu Jóns- dóttur, ljóðskálds og orgelleikara frá Hömrum, verða flutt tvö lög eftir Áskel Snorrason við ljóð hennar. Þá verða flutt Maríubæn eftir Atla Heimi Sveinsson og Dúó fyrir selló og fagott eftir Mozart. Síðari tónleikarnir verða í fé- Iagsheimilinu Skjólbrekku laug- ardaginn 3. apríl kl. 16. Þar flytja tónlistarmennirnir kamm- erverk; Píanókvartett í g-moll eftir Mozart, Kvartett fyrir fagott og strengi í B-dúr eftir Danzi, Beethoven-útsetningar á skoskum þjóðlögum fyrir tríó og söngrödd. Sólrún Bragadóttir syngur sönglög eftir Brahms við undirleik Sólveigar Önnu. Slagverkshátíð í Kennedy Center í Washington __ > Tónverk Askels Mássonar á opnunartónleikum Áskell Evelyn Másson Glennie VERK Áskels Másson- ar, Konsertþáttur fyrir sneriltrommu og hljómsveit, verður flutt á opnunartónleikum slagverkshátíðar í Kennedy Center í höf- uðborg Bandaríkjanna, Washington, 8. apríl. Flytjendur eru banda- ríska sinfóníuhljóm- sveitin National Symphony Orchestra undir stjórn hljóm- sveitarstjórans Leon- ards Slatkins og skoski slagverksleikarinn Evelyn Glennie. A há- tíðinni verða þrennir tónleikar og leikur Evelyn einleik með hljómsveitinni á þeim öllum. Askell samdi Konsertþátt fyrir sneriltrommu og hljómsveit árið 1982, og var hann frumfluttur á há- tíð ungra norrænna tónlistarmanna í september sama ár. Verkið er byggt annars vegar á rytmísku mó- tífi sem spannar nokkrar taktteg- undir og hins vegar tónaröð byggðri á nótunum A, C, E, Es, F og As. Konsertþátturinn hefur verið flutt- ur víða beggja vegna Atlantshafs- ins, m.a. í alþjóðlegri keppni slag- verksleikara í Amsterdam. Evelyn Glennie hefur tvívegis leikið með Sinfóníuhljómsveit Is- lands. Árið 1995 lék hún einleik með hljómsveitinni í Marimbukonsert Áskels Mássonar. Árið 1997 lék hún einleik með hljómsveitinni í verki Skotans James MacMillans, Veni, veni Emmanuel, að loknum flutn- ingi lék hún verkið Prím eftir Áskel Másson sem aukalag. Hún hefur flutt verk Áskels víða um lönd. Meðal annarra tónskálda sem eiga verk á hátíðinni eru George Gershwin, Steve Reich, Toi-u Ta- kemitsu, Maurice Ravel og Peter Maxwell Davis. ÚR ÁVAXTAKÖRFUNNI. Avaxtakarfan á Akureyri og í íslensku óperunni SÝNINGAR á íslenska fjölskyldu- leikritinu Ávaxtakarfan verða í samkomuhúsinu á Akureyri helgina 17.-18. apríl. í íslensku óperunni verða nokkra aukasýningar á verk- inu í lok apríl. Megininntak leikritsins er einelti og fordómar. Leikritið gerist í ávaxtakörfu þar sem allir eru kúg- aðir af Imma ananas. Mæja jarðai’- ber er minnst og verður því fórnar- lamb eineltis. Höfundur handrits er Kristlaug María Sigurðardóttir og höfundur tónlistar er Þoiwaldur Bjarni Þor- valdsson. Leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson og leikmynda- og búningahönnuður er María Ólafs- dóttir. Ljósahönnuður er Alfreð Sturla Böðvarsson og danshöfundur er Jóhann Freyr Björgvinsson. Framkvæmdastjóri er Hrafnhildur Hafberg. Helstu leikarar eru Andrea Gylfadóttir, Selma Björnsdóttir, Hinrik Ólafsson, Margrét Kr. Pét- ursdóttir, Linda Ásgeirsdóttir, Ólöf Sverrisdóttir, Gunnar Hansson, Sjöfn Evertsdóttir, Kjartan Guð- jónsson, Guðmundur I. Þorvaldsson og Margrét Kx. Sigurðardóttir. Morgunblaðið/Kristinn ÞAU flytja tónlist í Mývatnssveitinni um páskana. »S‘v3í“!í. %iff‘ >• l * . - ss* '* f 'ífte (far-ay 4 ara /váé aa>/vay? Um páskana býðst gisting á Hótel Kirkju- bæjarklaustri á frábæru verði, aðeins 2.600 kr. á mann í tveggja manna herbergi. Morgunverður af hlaðborði innifalinn. Frítt fyrir börn að 12 ára aldri. Er ekki tilvalið að skjótast á Klaustur, gista í eina eða tvær nætur og njóta páskanna í fallegu og friðsælu umhverfi? HÓTEL KIRKJUBÆJARKLAUSTUR « C » Á t Ít H O t t l S Sími 4874799
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.