Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ Einfaldur Shakespeare Til að opna dyrnar að skáldskapnum parf að semja í kringum hann sápukennda skiljanlega veröld sem vísar rökrœnt og til- finningalega inn í skáldskapinn sjálfan. \n kv T Sh 'alaust er ég ekki einn um að velta fyrir mér ástæðum þess að kvikmyndin Ástir Shakespeares skyldi hreppa óskarinn sem besta kvik- myndin. Ekki svo að skilja að myndin sé ekki allra góðra gjalda verð, mjög svo, og sem skilgetinni nútímakvikmynd tekst henni svo sannarlega að færa Shakespeare nær fólkinu. Reyndar ekki leikrit- in hans, heldur „manninn á bakvið leilaitin“, m.ö.o. hina tilbúnu per- sónu Shakespeares sem birtist í myndinni og veitir okkur sem nú erum uppi falska en notalega hug- mynd um strákinn Shakespeare; að hann var í rauninni ekkert öðruvísi en við; nema jú, aðeins meira skáld. Handritið að Astum Shakespe- ares er skrifað 1/inunDC af skemmtilega VlUnUhf óhátíðlegri Eftir Hávar þekkingu. Sigurjónsson Grunnsagan er fundin í leikrit- inu Rómeó og Júlíu, hvar segir af tveimur ungum hjörtum sem unn- ast en mega ekki eigast. Shakespeare myndarinnar lendir í sömu sporum, í upphafi þjáist hann af alvarlegri ritteppu en allt breytist þegar hann verður ást- fanginn af Víólu sem er heitin illa innrættum aðalsmanni. Hún elsk- ar skáldskapinn og leikhúsið og villir á sér heimildir og í stráks- gervi hreppir hún hlutverk Ró- meós í leikritinu hans Villa, en eins og fram kemur máttu konur ekki leika á leiksviði í Bretlandi fyrr en eftir 1660. Þannig kynnast þau og eiga síðan sitt ástarævin- týri þar til „raunveruleikinn“ ber að dyrum og þau verða að hverfa úr lífi hvort annars. Fyrh' okkur sem síðar komum til sögunnar eru gleðitíðindi kvikmyndarinnar þau að vonlaus ást þeirra Shakespe- ares og Víólu opnaði skáldæð hans að nýju og varð til þess að hann samdi í unaðslegum tryllingi leik- ritið um Rómeó og Júlíu og öll hin verkin sín eftir það. Ymsir samtímamenn og sam- tímaviðburðir eru settir í sam- hengi þeirrar sápu sem þarna er sett saman af miklu listfengi og framin af góðum leikurum; leik- ritahöfundurinn Christopher Mar- lowe er gerður að fjandvini Shakespeai-es og dauði hans látinn skipta máli í framgangi sögunnar. Fulltrúi næstu kynslóðar enskra leikskálda birtist í unglingnum John Webster sem ásamt ómerki- legu innræti hefur sjúklegan áhuga á ofbeldi. Eins gott _að Web- ster á ekki afkomendur á Islandi, ella ættu Tom Stoppard og félagar sjálfsagt á hættu að verða lögsótt- ir fyrir að sverta minningu eins af merkari leikskáldum 17. aldarinn- ar. Drottningin Elísabet I. kemur einnig við sögu á dramatískan hátt og leggur konunglega blessun sína yfir ást þeirra Víólu og Vilhjálms. Hún uppskar óskarinn fyrir vel- vildina. I lokin pantar hún gaman- leikrit af Shakespeare til flutnings á þrettándakvöldi og hver titill þess verður fer auðvitað ekki á milli mála. Leikritið Þrettánda- ■’ kvöld féll Elísabetu vel í geð að sögn kunnugra og þannig urðu Shakespeare og félagai- hans að konunglegum leikurum við bresku hirðina rétt um aldamótin 1600. Astir Shakespeares má skoða sem eins konar lykil einfóldunar að skáldskap Williams Shakespe- ares. Hver svo sem skýringin er þá feilur einföldunin í góðan jarð- veg um víða veröld. Kvikmyndin gefur sér að óstuddui- sé skáld- skapurinn fremm' óaðgengilegur tilbúningur. Til að opna dyrnar að skáldskapnum þarf að semja í kringum hann sápukennda skilj- anlega veröld sem vísar rökrænt og tilfinningalega inn í skáldskap- inn sjálfan; hið fjögurra alda gamla leikrit um Rómeó og Júlíu fær þá fyrst tilfinningalega merk- ingu fyrir nútíma áhorfanda þegar ástarsagan hefur verið sett í þekkjanlegt umhverfi, með nú- timalegri persónusköpun og kvik- myndalegri leiktúlkun tilfinning- anna. Söguleg umgjörðin lýtur einnig fyrst og fremst lögmálum kvikmyndarinnar við lok 20. aldar en ekki sögulegum staðreyndum sem vel eru þekktar. Hinn „sögu- legi raunveruleiki“ sem umlykur leikritið í kvikmyndinni er auðvit- að jafnmikill tilbúningur og leik- ritið sjálft. Sem áhorfendum er okkur þó ætlað að taka hið fyrra trúanlegt og hið síðara ekki, a.m.k. á meðan við horfum á myndina, því annars gengur hún ekki upp. Ekki er þar með gert lít- ið úr slíkri meðhöndlun, þetta er viðurkennd frásagnaraðferð og vissulega ekki í fyrsta sinn sem nafnþekktar persónur mannkyns- sögunnar eru gæddar hugsun og tilfínningalífi á leiksviði eða í kvik- mynd. Sennilega hafa fáir komist með tærnar þar sem William Shakespeare hafði hælana í því að fella nafnþekktar persónur og sögulega viðburði í dramatískt samhengi. Kóngaleikrit Shakespe- ai’es hafa mótað hugmyndir heimsbyggðarinnar um breska miðaldasögu umfram allt annað; hver og einn getur spurt sjálfan sig hvort hann hafi fróðleik sinn um Ríkharð III. eða Hinrik V. annars staðai' frá en úr leikritum Shakespeares. Þá eru ótalin leikritin um Mak- beð, Ríkharð II., Jóhann land- lausa, Himák IV. (tvö leikrit), Hinrik VI. (þrjú leikrit) og Hinrik VIII. Leikritið um Makbeð fylgir t.a.m. sögulegum staðreyndum ekki nema að litlu leyti. Hinn raunverulegi Makbeð ríkti sam- kvæmt annál sagnaritarans Hol- insheds (sem Shakespeare studd- ist gjarnan við) við góðan orðstír í Skotlandi um 20 ára skeið. Hinrik V. var engan veginn sú þjóðhetja sem Shakespeare gerir hann að og Ríkharður III var fjaiTÍ því jafn illa innrættur og samnefnd persóna leikritsins. Shakespeare hefur óhikað endaskipti á sögu- legum atburðum í tíma og rúmi; ýmist gerast atburðir í leiki-itun- um mun hraðar eða í annarri röð en sagan greinir frá og aðrir eða fleiri komu þar við sögu en hann lætur í leikritunum. Sem leik- skáld en ekki sagnfræðingur læt- ur hann óhikað persónur og at- burði lúta lögmálum leikritsins, ekki öfugt. Litlum sögum fer af gagnrýni samtímamanna um sögulega ónákvæmni höfundar- ins. Shakespeare stundaði því áþekk vinnubrögð fyrir fjórum öldum og nú er gert með góðum árangri, að einfalda sögulega at- burðarás og setja hana í leikhæft rökrænt samhengi. Skyldi hann hafa órað fyrir að fjórum öldum síðar yrði hann sjálfur framreidd- ur á sama hátt, einfaldaður og settur í leikhæft rökrænt sam- hengi? Safnaðarstarf Kvöldvaka við krossinn í Fríkirkjunni Hafnarfirði AÐ KVÖLDI föstudagsins langa verður kvöldvaka í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og hefst hún kl. 20.30. Athöfnin fer fram með þeim hætti að safnast verður saman fyrir fram- an stóran kross sem hangir í kór- dyrum. Flutt verður fjölbreytt dag- skrá í tali og tónum sem tengist at- burðum föstudagsins langa. Þegar líður á kvöldvökuna verður slökkt á rafmagnsljósum í kirkjunni en tendruð kertaljós undir krossinum. Við bjarmann frá kertaljósunum verður sunginn sálmurinn „Ég kveiki á kertum mínum við krossins helga tré...“ Kvöldvökunni lýkur með því að unglingar lesa síðustu orð Krists á krossinum og slökkt verður á ljósum undir krossinum. Við athöfnina koma fram auk kirkjukórsins barnakór kirkjunnar og Örn Amarson, sem syngur ein- söng. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Siðferðií vísindum í Háteigskirkju Á kirkjukvöldi miðvikudaginn 31. mars kl. 20:30 ræðir Kári Stefáns- son forstjóri siðferði í vísindum. Kirkjukór Háteigskirkju flytur fjögur gömul sálmalög úr Þjóðlaga- safni Bjarna Þorsteinssonar í radd- setningu Jakobs Hallgrímssonar, organista og kórstjóra kirkjunnar, einnig verður flutt Veroníkukvæði eftir sr. Þorvald Magnússon á Sauðanesi, sem Jakob hefur unnið úr íslensku þjóðlagi. Þá eru á dag- skrá verk eftir Michael Haydn og M. Ippolitof-Ivanof. Það eru allir velkomnir á þessa fóstustund í kirkjunni. Laugarneskirkj a stendur þér opin - komdu upp úr hjólförunum! Á skírdagskvöld kl. 20.30 minnumst við þess er Jesús stofnaði heilaga kvöldmáltíð og gekk að því búnu út til þrauta sinna. Altarið er afskrýtt, því altarið er tákn Jesú og á þeim degi var hann sviptur öllum gæðum og gekk til móts við fórnardauða sinn. Föstudaginn langa kl. 11.00 heyr- um við flutta lestra úr píslarsögu Jesú, þar sem greint er frá kross- festingunni. Þá mun vígslubiskup Skálholtsstiftis, sr. Sigurður Sig- urðarson, vitja safnaðarins og pré- dika. Kl. 13.00 mun hann svo einnig prédika í dagvistarsalnum í Hátúni 12. Að morgni páskadags kl. 8.00 verður hátíðarguðsþjónusta. Við mætum helst á fastandi maga og tökum undir lofsönginn með gjör- vallri kristninni í heiminum, er hún fagnar sigri lífsins í upprisu Jesú Krists. Eiríkur Örn Pálsson mun hefja hátíðarmessuna með glæsileg- um trompetleik. Að lokinni guðs- þjónustu býður söfnuðurinn sjálfum sér í létta morgunhressingu yfir í safnaðarheimilinu. Annan dag páska verður svo sunnudagaskóli með hátíðarbrag kl. 11. Þar mun Lúðrasveit Laugarnes- skóla koma fram, litlir fiðraðir gest- ir koma í heimsókn, brúður ræða við börnin og sr. Jóna Hrönn Bolla- dóttir mun segja páskaguðspjallið með myndum. Hvet ég þig, ágæti lesandi, til þess að lyfta þér upp úr hjólförun- um og koma til kirkjunnar á þessari hátíð. Bjarni Karlsson sóknarprestur. Guðsþjónusta á skírdegi í Kolaportinu I ljóði eftir Matthías Johannessen segir að Kristur hafi sagt „verði ljós“, en að hann hafi aldrei sagt „verði háir turnar". Það er svo sannarlega satt. Kristin kirkja á að bera ljós frelsarans út til fólks fyrst og fremst og þarf í raun enga um- gjörð aðra en lifandi fólk sem vill hlýða á fagnaðarerindið um Jesú. I ljósi þess verður guðsþjónusta í Kolaportinu á skírdegi kl. 14:00 (í kaffistofunni). Tilgangurinn er að minna fólk á kjarna fagnaðarerind- isins sem við erum minnt á á hverri páskahátíð: Sigur lífsins yfir dauð- anum. Það er Dómkirkjan og mið- bæjarstarf KFUM & K sem stend- ur fyrir þessu helgihaldi. Laufey Geirlaugsdóttir og Erla Káradóttir leiða lofgjörðina. Prestarnir Jóna Hrönn Bolladóttir og Jakob Ágúst Hjálmarsson þjóna að orðinu ásamt starfsfólki úr miðbæjarstarfi KFUM & K. Jóna Hrönn Bolladóttir, miðbæjarprestur KFUM & K. Tónlistarflutn- ingur í Hafnar- fjarðarkirkju Svo sem endranær verður vandað vel til helgihalds í dymbilviku og á páskum í Hafnarfjarðarkirkju. Auk söngfólks kirkjunnar og organista, Natalíu Chow, munu einleikarar koma fram. Við helgistund á skír- dagskvöld 1. apríl, sem hefst kl. 20.30, mun Eyjólfur Eyjólfsson leika á flautu. Organisti þá er Helgi Pétursson. Við guðsþjónustu á fóstudaginn langa 2. apríl, sem hefst kl. 14, mun María Weiss leika á fiðlu. Við hátíðarguðsþjónustur páskadag kl. 8 og kl. 11 mun Freyr Guðmundsson leika á trompet. Eft- ir fyrri hátíðarguðsþjónustuna er boðið upp á morgunmat í Strand- bergi. Annan dag páska, 5. apríl, mun söngkór frá Fuglafirði í Færeyjum sem er á söngferðalagi hér á landi halda tónleika í Hafnarfjarðar- kirkju og hefjast þeir kl. 14. Kórinn mun flytja færeysk og erlend sönglög. Eftir tónleika fer fram kaffisala í Strandbergi á vegum kvenna í Færeyingafélaginu hér á landi. Áskirkja. Staif fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldr- aða kl. 13-17. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Mæðrafundur kl. 14-15.30 í safnað- arheimilinu. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17 í safnaðarheimilinu. Grensáskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 14-16. Biblíulestur, samverustund, kaffiveitingar. TTT- starf (10-12 ára) kl. 16.30. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungi-a barna kl. 10-12. Orgel- leikur kl. 12.15. Starf fyrir 9-10 ára kl. 16.30. Starf fyrir 11-12 ára kl. 18. Háteigskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. í fótspor Krists kl. 20.30. Kári Stefánsson forstjóri ræðir siðferði í vísindum. Kirkjukór Háteigskirkju syngur. Langholtskirkja. Passíusálmalestur og bænastund kl. 18. Neskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 15-17. Umsjón Kristín Bögeskov djákni. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Passíusálmalestm-, söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur há- degisverður í safnaðarheimilinu. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir. „Kirkjuprakkar- ar“, starf fyrir 7-9 ára börn, kl. 16. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Æskulýðsstarf á vegum KFUM og K og kirkjunnar kl. 20. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Sarf fyrir 10-12 ára kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára börnurn í dag kl. 16.45-17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára (TTT) kl. 17.45-18.45. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbænar- efnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Léttur kvöldverður að bænastund lokinni. Fundur Æsku- lýðsélagsins kl. 20. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi- stund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í hádegi í kirkjunni kl. 12-12.30. Æskulýðsstarf, eldri deild kl. 20-22 í minni Hásölum. Kl. 20-21.30 íhug- un og samræður í safnaðarheimilinu í Hafnarfjarðarkirkju. Leiðbeinend- ur Ragnhild Hansen og sr. Gunnþór Ingason. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og bænastund í kirkj- unni kl. 12.10. Samvera í Kirkju- lundi kl. 12.25, djáknasúpa, salat og brauð á vægu verði - allir aldurs- hópar. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Kl. 18.30 fjölskyldusamvera sem hefst með léttri máltíð á vægu verði. Kl. 19.30 er kennsla og þá er skipt niður í deildir. Allir hjartanlega vel- komnir. Lágafellskirkja. Kyrrðar- og bæna- stundir alla fimmtudaga kl. 18 í vet- ur. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Mömmumorgunn í Fellsborg kl. 10.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.