Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Sportbfla- sýning í Mosfellsbæ DAGANA 30. apríl til 2. maí verður haldin sportbflasýning í nýju íþrótta- húsi Mosfellsbæjar og hefur sýning- in hlotið nafnið „Sportbflar/99“. Á sýningunni munu einstakhngar sýna sportbfla og fyrirtæki tengd bflageiranum kynna vörur sínar og þjónustu. Sýningargestir munu velja fallegasta sportbfl landsins fyrir árið 1999. Samningar hafa náðst við erlent fyrirtæki sem kemur með nokkra heimsþekkta sportbfla, t.d. Lam- borgini Diablo VT, Ferrari F355 Fl, Ferrari F50 og Prowler. í tilefni af sýningunni verður leik- ur þar sem vinningurinn er Porsche Boxster að verðmæti um 7 milljónir ísl. króna. Opið mót hjá Veginum OPIÐ mót verður haldið í Fríkirkj- unni Veginum, Kópavogi, bænadag- ana 31. mars til 2. aprfl. Samuel Kaniaki frá Kongó og Michael og Gloria Cotten ásamt hópi fólks frá Bandaríkjunum kenna og þjóna. Kaniaki er prófessor og forstöðu- maður fyrir 10.000 manna söfnuði í heimalandi sínu. Michael Cotton er lögfræðingur að mennt og starfaði sem slíkur í mörg ár, en er núna prestur. Samkomur verða miðvikudaginn 31. mars kl. 20, skírdag kl. 13 og kl. 20 og föstudaginn langa kl. 13 og kl. 20. „Yfírskrift mótsins er: Til frelsis. Lausn frá áhrifum illra anda. Kennt verður um áhrif illra anda í lífi okkar og hvemig þeir geta dregið úr lífs- krafti okkar og lífsgleði“, segir í fréttatilkynningu. Bamapössun verður gegn vægu gjaldi en mótsgjald er ekkert. Frí- kirkjan Vegurinn er að Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Nemenda- dagur Jazzball- ettskóla Báru ÞRJU hundruð nemendur frá Jazzballettskóla Báru stíga á svið Borgarleikhússins miðvikudaginn 31. mars. Tvær sýningar verða að þessu sinni, kl. 17 og 19. Mikil fjölbreytni einkennir sýn- inguna og verður henni skipt niður í sex atriði: Alladín, West Side Story, Borgardætur og frumbyggj- ar, Cabaret, Fame, Flashdance og Cats. Nemendur eru frá 1. stigi upp í 6. stig á aldrinum sjö ára til tvítugs. Miðasala er hafin í Borgar- leikhúsinu. Dorgveiðimót Sjálfsbjargar VEIÐINEFND Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu heldur dorg- veiðimót fimmtudaginn 1. apríl að Reynisvatni frá kl. 11 til 14. Farið verður frá félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12, kl. 10.30. Þátttökugjald 1.000 kr. Innifalið í verði er ferð, veiðigjald og grillað- ar pylsur og heitt kakó. Veglegur farandbikar í verðlaun. Allir velkomnir. Gengið út í Orfírisey HAFNARGÖN GUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld, frá Hafnarhús- inu að vestanverðu kl. 12, vestur á Grandagarð og í ljósaskiptunum út að Reykjamesi í Örfirisey. Þaðan verður farið að Norður- garði og með gömlu höfninni að Ingólfsgarði og inn á Sólfar í tunglsljósi ef skýfar leyfir. Til baka verður farið um Arnarhól að Hafn- arhúsinu. Allir velkomnir. |Þjóðhátíð| QQQ Vestmannaeyja lyyy Þjóöhátíöarnefnd ÍBV 1999 auglýsir eftir tillögu aö þjóðhátíðarlagi í ár. Tillögum aö þjóðhátíðarlagi skal skilað á kassettu eða diski undir dulnefni eigi síðar en 25. apríl 1999. Einnig skal fylgja með í lokuðu umslagi, merktu dulnefni, rétt nafn höfundar. f Þjóðhátíðarnefnd ÍBV c/o Birgir Guðjónsson, Ashamri 6, 900 Vestmannaeyjum. 1969-1999 30 ára reynsla Sólvarnargler GLERVERKSMIÐJAN Sawvefk Eyjasandur 2 • 850 Hella » 487 5888 • Fax 487 5907 VELVAKAjVPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Réttlæti og örlæti ÁGÆTI Velvakandi. Ég var að hlusta á ágætan endurfluttan pistil Illuga Jökulssonar á Rás 2 um Geirfinnsmáiið. Það sem hann sagði þar er eins og talað út úr mínu hjarta. Því geta þessir háu hen'ar í Hæstarétti ekki tekið upp mál Sævars Ciesielslds að nýju. Þetta er mikið réttlætismál og verður að taka upp. Og að öðru: Eg er ör- yrki og öll hækkunin sem við bótaþegar fáum er tæpar 700 krónur eftir skatt. Ég held að ríkis- stjómin hefði bara átt að sleppa þessu. Góðærið hans Davíðs hefur alls ekki skilað sér tfl okkar öryrkjanna, nei, öðm nær. Og enn og aftur: hvers vegna ekki að hækka skattleysismörkin? Ég vil taka upp orð hins mæta manns, sr. Karls biskups, í nýársávarpi hans er hann sagði: Eitthvað er nú að. Og að lokum lang- ar mig að þakka Lönu Kolbrúnu Eddudóttur fyrir frábæra morgun- þætti. Ég óska lands- mönnum gleðilegrar páskahátíðar. Þuríður Árnadóttir. KONA hafði samband við Velvakanda og langar hana að koma á framfæri að sér finnist tilvalið að Islendingar kveiki á kerti og reykelsi til minningar um hina látnu í stríðinu. Og kannski að fara með litla bæn með því, þó ekki væri nema á sunnudögum. Konu leitað í ÞÆTTINUM ísland í dag hjá Jóni Ársæli var viðtal við konu sem saum- ar föt fyrir ekki neitt, fyr- ir þá sem minna mega sín. I samtalinu kom fram að hana vantaði eftii til saumaskaparsins. Vil ég láta hana fá efni til að sauma úr en hef ekki get- að haft upp á henni. Er hún, eða þeir sem vita hver hún er, beðnir að hafa samband við Ástu í síma 588 7069 á kvöldin. Tapað/fundið Blátt hjól týndist HJÓL, blátt 12“, týndist frá Fífúseli sl. helgi. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið hafi samband í síma 5578369. Svartur jakki og myndavél týndust 24. MARS var haldin árs- hátíð Menntaskólans í Kópavogi að Browadway. Úr fatahenginu týndist svartur jakki og myndavél í blárri myndavélatösku. Finnandi vinsamlega skil- ið þessu á Broadway eða hafi samband í síma 476 1313. Sandra er týnd SANDRA er 5 mánaða læða sem er svört og hvít og hún er með rauð- köflótta ól. Þeir sem hafa séð hana eða vita hvar hún er vinsamlegast hringið í síma 5621209 eða 551 0687. Fundar- laun. SKAK llmsjún Margeír Pétnrsson STAÐAN kom upp á árlega Melody Amber atskák- og blindskákmótinu í Mónakó. Staðan kom upp í blindskák. Aleksei Shirov (2.726), Spáni, hafði hvítt og átti leik gegn Ljubomir Ljubojevic (2.571), Jú- góslavíu. 23. Exf6!! - Bxf6 24. Hxh6+! gxh6 25. Dxh6+ Dh7 26.Dxf6+ - Hg7 27. h6 - Hag8 28. Hg6 og svartur gafst upp, enda er hann gersamlega vamar- laus. Þegar tefldar höfðu verið 20 skákir var Anand efstur í at- skákkeppninni en þeir Shirov og Kramnik höfðu forystu á blindskákmótinu. Heildar- staðan var þessi: 1. Kramnik 13!4 v. af 20 mögulegum, 2.-3. Shirov og Topalov 12(4 v„ 4. Anand 11 v. 5.-6. Karpov og Lautier 10(4 v. o.s.frv. HÖGNI HREKKVÍSI /iBuríí€% -frrx þesZU-hi/ertn'iQ lutar/fer f" ©1996 Tribune Media Services, Inc. All Rights Reserved. Víkverji skrifar... SAMKEPPNI fjármálastoftiana og kreditkortafyrirtækja er ekki ný af nálinni hér á landi, eins og allir vita. SPRON virðist hafa hleypt illu blóði í samkeppnisaðila í liðinni viku, einkum þeim hjá VISA, þegar Sparisjóðurinn náði að vera fyrstur til þess að setja á markað- inn svokallað veltu/veltikort, eða hvað menn vilja nefna kortið - sem svo sannarlega virðist búa yfir þeim eiginleikum að geta velt fjárhag manna á hliðina, ef vel er að gáð og menn gá ekki að sér. xxx VÍKVERJI var einn þeirra sem fengu inn um bréfalúguna hjá sér bréf frá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis fyrir nokkru, þar sem hann var upplýstur um að SPRON hefði sérstatdega valið hann til þess að bjóða upp á, að fá sent veltukort til síns heima, ef hann kærði sig um. Það eina sem Víkverji þurfti að gera, eftir að hafa lesið sér til um hvaða þjónusta fólst í veltukortinu var að hafa samband við höfuð- stöðvar SPRON og segja já takk við tilboðinu. SPRON auglýsti þessa nýjung sína í heilsíðuauglýsingum hér í Morgunblaðinu og útlistaði í hverju helstu kostir veltukortsins væru fólgnir, þar sem í einu dæm- inu var lögð áhersla á það hversu mikill sjálfs sín herra veltukortseig- andinn væri, því hann gæti einfald- lega ráðið hversu mikið hann borg- aði um hver mánaðamót, með ákveðinni lágmai-ksprósentu þó. Þannig var tilgreint að korthafinn gæti haft 300 þúsund króna heimild, hann gæti notað 120 þúsund krónur af heimildinni til þess að kaupa sér sófasett og hann slyppi við lántöku- kostnað, sem jafnan fylgdi rað- greiðslusamningum og gæti jafnvel að auki fengið staðgreiðsluafslátt. xxx FRAM var dæmið tíundað og þar komið sögu, að næstu mán- aðamót voru upprunnin og veltu- korthafinn greiðir 15 þúsund krón- ur upp í 120 þúsund króna sófasett- ið sitt og þá eru eftir 105 þúsund krónur og einum mánaðamótum síðar ákveður korthafinn að greiða aðeins umrætt lágmark, eða 5% sem eru 5.250 krónur og loksins þegar þama er komið í markaðs- setningarátaki SPRON er minnst á lykilorð, sem að öðru leyti er ekki til umfjöllunar í hinni miklu auglýs- ingaherferð SPRON: „auk vaxta“, stendur orðrétt í kynningunni. AÐ sem Víkveiji á við, þegar hann segir að um lykilorð sé að ræða, er sú staðreynd að vextir af veltunni á veltukortinu, þ.e.a.s. af ógreiddri veltu eru hvorki meira né minna en 15,9% - rétt tæp sextán af hundraði, á ársgrundvelli, í svo tii verðbólgulausu þjóðfélagi. Þessar upplýsingar fékk Víkverji með því að hringja í SPRON og spyrjast fyrir um vaxtaprósentuna á veltu- láninu. Þeim sem fyrir svörum varð, fannst augljóslega að Víkverji væri með einhverja óþarfa smámuna- semi, þegar hann kvartaði undan því að vaxtaprósentan skyldi ekki tilgreind í auglýsingum SPRON. Að mati Vflcverja er hér verið að hvetja fólk til óráðsíu og eyðslu, án þess í raun og veru að tilgreina hvers kon- ar okurvextir eru á hinni ógreiddu veltu. Nú er það alls ekki svo að það sé einhver sæla að kaupa eitthvað hér á landi á raðgreiðslum, því fast- ur lántökukostnaður er 4% og síðan eru vextir á raðgreiðslulánum 12,3%. En Víkverji fær ekki séð að veltukortið nýja sé í raun og veru merk nýjung að nokkru leyti öðru en því, að það hvetur heimilin í landinu til enn frekari skuldsetning- ar undir slagorðinu: „Koma dagar, koma ráð“, því hafir þú ekki ráð á afborguninni um mánaðamótin, þá veltir þú megninu af henni bara á undan þér, á 16% vöxtum, þar til þú kemst í þrot eða vinnur í happ- drættinu. Er þetta ekki einhvem veginn svona?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.