Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÁRÁS NATO Á JÚGÓSLAVÍU Flóttafólk lýsir grimmdarverkum serbneskra öryggissveita í Kosovo Óttast að Serbar drepi hefðu verið drepnir í bænum. Þeir sögðust þó telja að Serbar hefðu myrt allt að 200 manns. Hermenn leita skjóls í húsum Albana þúsundir Kosovo-Albana ÞJOÐERNISHREINSUN Kukes. The Daily Telegraph. ALBÖNSKU flóttamennirnir frá Kosovo, sem hafa streymt til Alban- íu og Makedoníu síðustu daga, ótt- ast að serbnesku öryggissveitirnar í héraðinu séu staðráðnar í að myrða þúsundir Kosovo-AIbana áður en serbnesk stjómvöld undirriti friðar- samkomulag. Rúmlega 2.000 albanskir flótta- menn frá bænum Kachanic í Kosovo gengu yfír landamærin að Makedon- íu í íyrradag. Fólkið þurfti að ganga yfír fjöllin til að forðast serbneska hermenn á vegunum og gangan að landamærunum tók tæpan sólar- hring. Langflestir flóttamannanna voru konur og böm. Þeir sögðu að serbneskar öryggissveitir hefðu smalað saman karlmönnum bæjar- ins og flutt þá í lögreglustöð. Rúm- lega 200 bæjarbúar hefðu verið myrtir. „Eg veit ekki hvar eiginmaðurinn minn er,“ sagði ein flóttakvennanna. „Ég veit ekki hvort hann lifir eða var rnyrtur." „Drepa fólk eins og hunda“ Flóttamennimir sögðu að vopnað- ir hópar Serba hefðu gengið um Kachanic, barið að dymm húsa al- bönsku íbúanna og skotið þá sem komu til dyra. „Þeir drápu fólk á götunum,“ sagði Teuta Berisha, 29 ára prófessor í ensku við háskólann í Pristina. „Þeir beittu byssum og hnífum. Þeir era tilfinningalausir. Þeir drepa fólk eins og hunda. Þeir hætta ekki fyrr en þeir hafa drepið eða hrakið burt alla Albana í Kosovo." Berisha bætti við að Serbarnir hefðu verið eins og „villt dýr“ eftir að árásir NATO á Júgóslavíu hófust. Þeir hefðu rænt og raplað í verslun- um og kveikt í húsum. „Atlantshafs- bandalagið á víst að hjálpa Albönum í Kosovo en það verður að senda þangað hermenn til að binda enda á fjöldamorðin." „Við þurfum byssur“ „Við þurfum byssur til að berjast við Serbana,“ sagði 39 ára flótta- kona, móðir þriggja barna. „Serbar era vel vopnum búnir og við getum ekki stöðvað þá án eigin vopna.“ Starfsmenn Rauða krossins tóku á móti flóttamönnunum og fluttu þá í tjöld til að skrá þá og hlynna að þeim. Karlmaður á fimmtugsaldri var með skotsár á maganum. „Hann gekk í alla nótt með hræðilegan verk,“ sagði einn hjálparstarfs- mannanna. Flóttamennirnir vora síðan fluttir á dráttarvélavögnum í rútur og bíla sem fóra með þá til Skopje, höfuð- borgar Makedoníu. Talsmaður Rauða krossins sagði allt flóttafólkið myndi fá húsaskjól til bráðabirgða hjá ættingjum eða öðrum fjölskyld- um í Makedoníu. „Við getum útveg- að öllu þessu fólki húsnæði. En ef hingað streyma þúsundir flótta- manna til viðbótar þá verðum við að koma upp flóttamannabúðum." Skotnir í höfuðið af stuttu færi íbúar Kachanic vora um 15.000 áður en átökin í Kosovo hófust en íbúafjöldinn tvöfaldaðist vegna flóttamanna frá öðram bæjum og þorpum í héraðinu. Flóttamennirnir sögðust óttast að serbnesku öryggissveitirnar væra staðráðnar í að myrða þúsundir Kosovo-Albana áður en Serbar und- irrituðu samkomulag um frið í hér- aðinu. „Ég hef séð þá skjóta menn í höfuðið af stuttu færi,“ sagði 55 ára karlmaður frá þorpinu Ivaja í suður- hluta Kosovo. Flóttafólkið sagði að serbnesku öryggissveitirnar hefðu handtekið um 100 karlmenn í Kachanic og haldið þeim í lögreglustöð bæjarins. Hún hefði síðan orðið fyrir árás NATO eða serbneskra hersveita á sunnudag. Margir flóttamannanna sáu þrjú eða fjögur lík á götum Kachanic en sögðust ekki vita hversu margir BLÓÐSÚTHELLINGAR í KOSOVO Belgrad ^ 'ÚGÓSLAVb KOSOVO ® Pristina 8 KOSOVO Djakovica ® Prizren Bæir sem Serbar réðust á 1998 Bæir sem Serbar hafa ráðist á 1999 1 febrúar Likosane - 26 drepnir 10 janúar Racak - 45 drepnir 3 mars og til þessa dags Landbúnaðarsvæðin i vestri „Hreinsuð" svæði, enn óbyggð 4 júli Prilep / Rznic - 95% eyðilagt 5júlí- ágúst Junik - Þriggja vikna umsátur 70-80% bæjarins eyðilögð 6 ág. -sept. Lodja - 90% bæjarins eyðilögð 7 sept. og til Cicavica-hæðir - Þjóðernis- þessa dags hreinsunum haldið áfram 8 október Donje Obrinje -18 drepnir 9 des. og til Lapastica - þessa dags Bardagar halda áfram 12 feb. og til Malisevo - Árásir á höfuð- þessa dags stöðvar UCK 13 frimars Srbica-Lausa Klina - Staöráðnir í að hrekja UCK frá Drenica 14 nú Podujevo 15 nú Kosovska Mitrovica 16 nú Drenica 17 nú Pegerusa Valley Sókn Serba hefur valdið miklum ..Sk flótta Kosovo-Albana úr héraðinu Sfy SKYRINGAR Fjöldamorð Sókn Serba nú „Hreinsuð" svæði SERBNESKAR hersveitir hafa umkringt Pristina, höfuðstað Kosovo, að sögn mannréttindasamtakas í gær Alþjóðasamband mannréttindasamtaka, sem kennir sig við Helsinki (IHF), skoraði á þjóðir heims að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að binda enda á drápin og þjóðernishreinsanirnar í Kosovo. SVARTFJALLA- ) LAND ALBANIA H Skopje MAKEDONÍA Heimild: MoD Zmars Donje Prekaz / St. Poljance 11 feb.ogtil Landamærasvæðið Pastrik - 54 drepnir þessa dags Árásir á frelsisher Kosovo (UCK) Tugir íbúa Pristina, höfuðstaðar Kosovo, hafa einnig flúið til Ma- kedoníu og lýst ástandinu í borginni. Þeir sögðust hafa verið á stöðugum flótta milli húsa af ótta við að Serbar myndu banka á dyrnar og skjóta þá. „Liðsmenn serbnesku lögreglunn- ar og hersins hafa lagt undir sig íbúðir út um alla Pristina vegna þess að þeir vita að NATO hyggst ráðast á búðir þeirra,“ sagði einn flótta- mannanna frá Pristina. „Þeir ætla að drepa alla innan tveggja til þriggja daga. Ef Atlantshafsbanda- lagið fer ekki þangað strax höfum við ekki þörf fyrir það.“ Kosovo-Albanar, sem flúðu til AI- baníu, höfðu sömu sögu að segja. Þeir lýstu því hvernig serbnesku ör- yggissveitirnar réðust inn í bæi þeirra og þorp og hótuðu að drepa þá ef þeir færa ekki frá Kosovo. Þeir sem neituðu að fara vora drepnir og einnig fólk sem átti ekk- ert til að múta Serbunum til að fá að fara. Því sem næst allir flóttamennirn- ir höfðu verið rændir og margir þeirra sáu hús sín brenna. Nokkrir þeirra sögðust hafa séð lík ungra manna á götum bæjarins Pec. Einn þeirra heyrði serbneskan hermann hrópa: „Sjáðu hryllinginn. Segðu NATO að þetta sé það sem er að gerast í Kosovo.“ Þjóðernisöfgamenn leika lausum hala Frásagnir flóttafólksins benda til þess að Serbar stefni að því að hrekja alla albanska íbúa Kosovo úr héraðinu með skipulegum hætti. Þessar aðgerðir hafa verið kallaðar „þjóðernishreinsanir“ og svo virðist sem þær hafi hafist fyrir alvöru þegar Serbar gerðu sér grein fyrir því í vikunni sem leið að árásir NATO væra óhjákvæmilegar. Margir flóttamannanna sögðust hafa séð grímuklædda menn, vopn- aða hnífum, reika um göturnar. Frásagnir þeirra virðast staðfesta fréttir um að fylgismenn Arkans, illræmds sérsveitarforingja, og Voj- islavs Seseljs, leiðtoga serbneskra þjóðernisöfgamanna, hafi verið sendir til héraðsins og fái að leika þar lausum hala. 34 ára karlmaður frá þorpinu Ra- hndobrave sagði að nágranni hans, Albanskir borg*arhlutar Pristina í ljósum logum ASTANDIÐ Lundúnum. Reutcrs. SERBNESKAR hersveitir gerðu árásir á borgarhluta albanskra íbúa héraðshöfuðborgar Kosovo í gær og heilu borgarhlutamir stóðu í ljósum logum, að sögn vitna. Vestrænir stjómarerindrekar sögðu ennfremur, að júgóslavneskir stjórnarhermenn hefðu hafið sókn með skriðdrekum og stórskotaliði frá þremur hliðum að dal einum í Mið-Kosovo, þar sem um 50.000 Súrefinísvörur Karin Herzog Kynning í dag kl. 14—18 í Apótekinu Spönginni, Grafarvogi, og Apótekinu Smáratorgi, Kópavogi. - Kynningarafsláttur - Kosovo-albanskir flóttamenn hefðu leitað skjóls. íbúi Pristina, sem símasamband náðist við, sagðist heyra dyninn frá þungri skothríð sem bærist frá borgarhlutanum Vranjevac og að þar væri fjöldi húsa í ljósum logum. Vitni í Pristina sögðu fjölda fólks vera að reyna að yfirgefa borgina og stefna í suðurátt að landamæranum við Makedóníu þrátt fyrir að á þeirri leið væra margar eftirlitsstöðvar serbneskra lögreglu-, her- og örygg- issveita. í Vínarborg greindu talsmenn al- þjóðlegu mannréttindasamtakanna International Helsinki Federation (IHF) að serbneski herinn hefði um- kringt Pristina. „Pristina og al- banskir íbúar hennar era umkringd og standa frammi fyrir hættunni á því að herinn gangi milli bols og höf- uðs á þeim,“ sagði í yfirlýsingu frá samtökunum. „Samkvæmt upplýsingum sem borizt hafa IHF segjast íbúarnir hræddir við að yfirgefa borgina af ótta við að lenda í klóm dauðasveita og annarra vopnaðra hópa sem hafa fé af fólki gegn því að leyfa því að halda flóttanum áfram,“ segii- í yfir- lýsingunni. Formælandi Frelsishers Kosovo (UCK), sem berst fyrir því að Kosovo-Albanir hljóti sjálfstæði frá Serbíu, sagði í Genf að júgóslav- neski herinn og sjálfboðaliðasveitir Serba hefðu drepið óbreytta borg- ara Kosovo-AIbana í þúsundatali. Júgóslavnesk stjórnvöld hafa neitað því að ráðizt hafi verið gegn óbreyttum borguram og segja að- gerðirnar sem þau standa fyrir í Kosovo miða að því að stöðva „hryðjuverkaárásir“ UCK. En vest- rænh' stjórnarerindrekar segja serbneska hersveitir hafa hafið sam- hæfða árás í gær að Pagarusadal, um 50 km suðvestan við Pristina, þar sem um 50.000 Kosovo-albansk- ir flóttamenn héldu sig. Sótt að flóttamönnum úr þremur áttum „Júgóslavneski herinn hóf stór- skotaliðsárás á Pagarasadal í morg- un og serbneskar öryggissveitir not- uðust við skriðdreka og brynvarða liðsflutningabfla til að fylgja árásinni eftir,“ sagði einn stjórnar- Reuters KOSOVO-albanskir flóttamenn á leið inn í héraðshöfuðborgina Prist- ina, sem fregnir hermdu í gær að júgóslavneski herinn hefði umkringt. erindrekinn í samtali við Reuters. „Þeir era að reyna að ráðast í gegn úr þremur áttum; frá Males- evo, Suva Reka og Orahovac. Við höldum að markmið Serba sé tví- þætt - að eyða sveitum Frelsishers Kosovo og að reka [flóttamenn] yfir landamærin til Albaníu," sagði hann. Stjómarerindrekarnri sögðu upplýs- ingarnar vera upprannar hjá tengiliðum UCK á vettvangi, sem fram að þessu hefðu sýnt sig að vera áreiðanlegar. Frásagnir af skipulögðum hernaði Serba á svæði þar sem svo margir flóttamenn halda til, renna stoðum undir það sem menn í höfuðstöðvum NATO höfðu óttazt mest; að júgóslavnesk stjórnvöld séu að hrinda í framkvæmd skipulagðri „þjóðernishreinsunarherferð" til að flæma Kosovo-AIbana frá héraðinu í stórum stfl, þrátt fyrir loftárásir NATO. Talsmenn NATO hafa heitið því að hnitmiðaðar loftárásir verði gerð- ar á samsafnaðar serbneskar her- sveitir í Kosovo í því skyni að hamla gegn þjóðernishreinsunarherferð- inni, en slæm veðurskilyrði hafa sett strik í reikninginn og hindrað að árásarflugvélar NATO, sem m.a. era sérútbúnar til að granda skriðdrek- um, fái athafnað sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.