Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hundalíf BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ber breiðbandið örugglega fram- tíðina í skauti sér? Frá Vigfúsi Erlendssyni: FRIÐRIK Friðriksson, forstöðu- maður breiðbandsdeildar Lands- símans, skrifaði tvær áhugaverðar gi-einar í Morgunblaðið 19. og 25. mars. sl. um breiðbandið. Nú hátt- ar þannig málum að undirritaður er íbúi í miðaldra hverfi í Reykja- vík. Nýlega setti hann sig í sam- band við breiðbandsþjónustu Landssímans og hugðist leita upp- lýsinga um það hvenær breið- bandsins verður að vænta í hans grónu götu. Svörin voru á þá leið að þetta væri ekki á áætlun í ár og því miður væri ekkert hægt að sjá lengra fram á veg. Eins og kom fram í grein Friðriks er fyrst og fremst verið að leggja nýja ljós- leiðara í nýjum hverfum og þar sem aðrar veitustofnanir eru að endumýja sínar lagnir. Einnig hef- ur verið gert nokkurt átak í fjöl- mennum fjölbýlishúsahverfum, eins og t.d. í Breiðholti. Forgangsröðun og fram- kvæmdaáætlanir Það er úr takt við tímann og þess þjónustustigs, sem Lands- síminn á að bjóða uppá og hljómar nokkuð í anda einhvers hörgulsá- stands, sem ég hélt satt að segja að Friðrik, sem gömul einkafram- takssprauta, vildi síst láta bendla sig við, að segja íbúum í eldri hverfum að þeir geti bara safnað saman undirskriftum og sent til Landssímans með óskum um breiðbandstengingu. Landssíminn getur látið gera fyi-ir sig stað- bundnar kannanir í hverfum og bæjarhlutum til þess að athuga áhuga íbúa á breiðbandstenging- um og hversu mikið íbúar eru til- búnir til þess að taka á sig af stofnkostnaði. Þetta er vitaskuld sjálfsögð þjónusta, sem þjónustu- fyrirtækið Landssíminn á að láta í té. Landssíminn hefur látið gera kannanir meðal íbúa á breið- bandssvæðum, en virðist ekki hafa ekki uppi neina tilburði til þess á svæðum þar sem breið- bandið er ekki. Tæknin Friðrik nefnir að Landssíminn sé vakandi yfir ýmsum tækninýj- ungum í tengslum við dreifingu breiðbandsins og að það sé ekki nein ofuráhersla á ljósleiðara, heldur sé fylgst með nýrri tækni í tengslum við nýtingu gömlu kop- arvíranna, radíókerfum og gem- hnattasendingum. Fyrirtækið horfi íyrst og síðast til þeirrar þjónustu sem veita á, s.s. dreifing- artæknin er ekki aðalatriðið. Það mætti þó spyi’ja þeirrar spurningar hvemig staða þeirra mála er, s.s. tækniframfarir til betri nýtingar á gömlu parsnúnu koparvírunum og hvernig er stað- an og kostnaður varðandi ör- bylgjusenda? Eitthvað hefur verið sett upp af örbylgjusendum til nettenginga hérlendis og væri fróðlegt að heyra kostnaðartölur um slíkt. Erlendis virðist sem símafyrirtæki séu á fullu í því að nýta gömlu koparvírana betur. Þar em flöskuhálsar oftar en ekki í ýmsum gömlum og úreltum tengi- búnaði í götukössum, símstöðvum o.þ.h. Erlendis verður því væntan- lega um mikinn kostnað að ræða við útskiptingu á tengibúnaði, enda um mikið magn að ræða hjá milljónaþjóðum. Hér á Islandi hefur endurnýjun búnaðar í símstöðvum væntanlega verið með þeim hætti á undanförn- um áram að ekki ætti að vera kostnaður í sömu hlutföllum hér á landi við útskiptingu og magn miklu minna. Möguleikar breiðbandsins Eg hef áhuga á að nýta mér möguleika breiðbandsins varðandi dreifingu á sjónvarpsefni, ég vil líka getað notað möguleika til net- flutninga, enda er ég ötull netverji. Ég vil geta pantað mér vörar og þjónustu og látið í ljós skoðanir mínar í skoðanakönnunum á breið- bandinu. (Það er kannski einhver Hængur 22 á kreiki hér, þar sem ekki er hægt að gera á mér skoð- anakönnun á breiðbandinu og þess vegna get ég ekki fengið breið- bandið?) Nú ég vil líka vera tilbú- inn, þegar stafrænar sjónvarpsút- sendingar hefjast eftir u.þ.b. 2 ár, eftir því sem Friðrik segir. Málið er bara að hverfið mitt virðist bara orðið of miðaldra til þess að eiga nokkra framtíð í þess- um efnum. Einhver hélt því nú reyndar fram að það væri ekki til nein framtíð og varla nútíð heldur, þar sem tíminn hefur sinn sígandi gang, þannig að í raun væri bara til fortíð. Eg ætla bara rétt að vona að þessi kenning sé ekki rétt og að ég og hverfið mitt eigum ein- hverja framtíð í breiðbandinu áður en það er hreinlega orðið hluti af fortíðinni. Enda ætti ekki fé að skorta til framkvæmdanna, sbr. nýlegar fréttir um rúmlega 2 milljarða hagnað af rekstri Landssímans. VIGFÚS ERLENDSSON. Akurgerði 21,108 Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskiiur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.