Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tónar í Stöðla- koti KRISTJÁN Jón Guðnason opnar sýningu á vatnslitamyndum sem hann nefnir Tónar í Stöðlakoti við Bókhiöðustíg 6 á morgun, fimmtudag, kl. 15. Kristján Jón er fæddur 6. mars 1943 og stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla fslands ár- in 1961-64 og við Listiðnaðar- skólann í Ósló árin 1965-1967. Hann hefur haldið einkasýning- ar, m.a. í anddyri Norræna húss- ins, Gallerí 11, Skólavörðustíg og Listhúsinu í Laugardal. Kristján hefur tekið þátt í samsýningum, t.d. Nordisk Akvarell í Stokk- hólmi árið 1998, sem þá var menningarborg Evrópu. Sýningin er opin daglega lrá kl. 14-18 og lýkur sunnudaginn 18. apríl. Oskastjarnan frumsýnd á Húsavík Húsavík. Morgunblaðid. LEIKFÉLAG Húsavíkur frum- sjndi sunnudaginn 28. sjónleikinn Oskastjaman eftir Birgi Sigurðs- son undir leikstjórn Ásdísar Þór- hallsdóttur, fyrir fullu húsi og við góðar undirtektir. Aðalhlutverkin eru í höndum Maríu Axfjörð, Önnu Ragnars- dóttur og Þorkels Björnssonar. Aðrir leikarar eru Sigurður Ulugason, Hanna Mjöll Káradótt- ir, Vigfús Sigurðsson og Hrefna Jónsdóttir. Leikmynd gerði Ásdís Þórhalls- dóttir og koma fram í henni mynd- ir tímabilsins allt frá því að afinn fæddist 1843 og til dagsins í dag. Um lýsingu sjá Jón Amkelsson og Einar H. Einarsson. I leiknum takast á sjónarmið gamla bóndans, sem situr fast sitt ættaróðal og býr í huganum enn með sínar 634 kindur og svo aftur dætranna, nýrrar kynslóðar sem hefur haft hugann meira við nú- tíma listir en búskap. LEIKARAR og leikstjóri að lokinni vel heppnaðri frumsýningu. Morgunblaðið/Silli EIN tónamynda Kristjáns Jóns í Stöðlakoti. Þriðja sýning- Myndlistarvors í Vestmannaeyjum Skúlptúr, innrétt- uð málverk og rafrænir tónar GABRÍELA Friðriksdóttir myndlistarmaður opnar einka- sýningu í Vestmannaeyjum á morgun, skírdag, kl. 16. Sýningin er sú þriðja í röð sýninga sem haldnar era í gamla áhaldahúsinu á homi Græðisbrautar og Vest- urvegar undir yfirskriftinni Myndlistarvor íslandsbanka í Vestmannaeyjum 1999. Sýningin ber titilinn „Are you ready to roek.2“ en fyrir skömmu hélt Gabríela einkasýningu í Slunkaríki á Isafirði undir titlin- um „Are you ready to rock.l". Báðar eru sýningamar unnar sérstaklega með sýningarstaðina í huga. Á sýningunni í Eyjum er skúlptúr og innréttuð málverk auk þess sem rafrænir tónar und- irstrika stemmningu verkanna. „Framelimentin og blekkingar- eliment ltfsins era aðalinntakið í sýningunni," segir í fréttatil- kynningu. Sýningin stendur fram til sunnudagsins 11. apríl. Morgunblaðið/Ingimundur GUÐMUNDUR Sigurðsson fyrir framan nokkrar mynda sinna. Kvistir og kynja- verur í Borgarnesi Borgarnesi. Morgunblaðið. GUÐMUNDUR Sigurðsson, fyrr- verandi skólastjóri í Borgamesi, opnaði myndlistarsýningu í Safna- húsinu í Borgamesi laugardaginn 27. mars sl. Kallar hann sýninguna „Kvistir og kynjaverur". Myndimar, 48 talsins, eru unnar á tré og sex styttur úr trá, eru allar unnar á síð- asta ári, á Ári trésins, og á þessu ári. Guðmundur Sigurðsson er fæddur 1936. Hann var kennari og skóla- stjóri í 21 ár og skólastjóri. Hann segist hafa teiknað og málað í yfir 51 ár. Guðmundur hefur haldið sex einkasýningar á íslandi og hefur tekið þátt í samsýningum í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. í sýningarskrá segir að grannur- inn að þessari sýningu hafi verið lagður fyrir 55 áram. Þá lá höfundur veikur í panelþiljaðri baðstofu og stytti sér stundir við að skapa mynd- ir úr óteljandi kvistum á veggjum og lofti baðstofunnar. Þessi sköpunar- árátta hefur ekki horfið frá honum síðan. Húsfyllir var við opnun sýningar- innai- og margar myndanna seldust. Sýningunni lýkui- 3. maí. Unnið að efling’u Snorrastofu sem rannsöknarstofnunar STEFNT er að því að efla Snomastofu í Reyk- holti í því skyni að hún verði sérstakt fræðaset- ur í íslenskum og evr- ópskum miðaldafræðum. Þetta er niðurstaða nefndar sem Björn Bjarnason, menntamála- ráðherra, skipaði í júlí 1998 til að gera tillögur að rannsóknarstarfsemi í íslenskum og evrópsk- um miðaldafræðum á vegum Snorrastofu í Reykholti. Aðstæður og þróun mála í Reykholti þykja skapa ýmis skil- yrði fyrir þess háttar fræðasetur. Tekið er fram í niðurstöðu nefnd- ar að rekstur slíks fræðaseturs virðist geta rúmast innan skilgreinds hlutverks Snorrastofu án breytinga á skipu- lagsskrá. Rætt er um að STEFNT til viðbótar við þær fjár- veitingar, sem stofnunin hefur nú þegar eða er að öðlast, þurfi hún að hafa svigrúm til að ráða fleiri starfsmenn og bæta bókakost. Nefndin bendir á sem hugsanleg verkefni sjálfstæð rannsóknarverk- efni, námskeiðahald, árlega ráð- stefnu í miðaldafræðum og málstof- ur í ýmsum greinum miðaldafræða í samvinnu bæði við innlendar og er- lendar stofnanir. Bergur Þorgeirsson, forstöðumað- ur Snorrastofu, segir í samtali við Morgunblaðið að menntamálaráð- herra hafi bent á að vegna þess að Morgunblaðið/Theodor er að því að efla Snorrastofu í Reykholti í því skyni að hún verði sérstakt fræðasetur í íslenskum og evrópskum miðaldafræðum. Snorrastofa hefur þegar náð að koma undir sig fótunum væri hægt að efla hana sem rannsóknastofnun. „Hann sagðist vilja vinna að þessari eflingu, en að Snorrastofumenn þyrftu að hafa framkvæðið í upp- byggingunni. Tengsl yrðu að komast á við ýmsa aðila, ekki síst við Há- skóla íslands og að einstök rann- sóknarverkefni yrðu unnin undir for- ystu Snorrastofu. Hefur Bjöm skrif- að hinum ýmsu stofnunum bréf þar sem hann mælist til þess að hafnar verði viðræður við stjórn Snorra- stofu um forsendur og gerð sam- starfssamninga með hliðsjón af til- lögum í ofangreindri álitsgerð.“ I nefndinni sátu Guðmundur Magnússon sagnfræðingur og for- stöðumaður Safnahússins við Hverf'- isgötu, sem skipaður var formaður, Helga Kress prófessor og forseti heimspekideildar Háskóla íslands, tilnefnd af Háskóla íslands, og Bjarni Guðmundsson prófessor á Hvanneyri og formaður stjórnar Snorrastofu, tilnefndur af stjórn Snorrastofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.