Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hugurinn leitar heim Stríðsástandið í Júgóslavíu og Kosovo-hér- aði snertir taugar margra íbúa hérlendis, þó engra eins og þeirra sem á hverjum degi leita frétta af fjölskyldum sínum á svæðinu. Ragna Sara Jónsdóttir spjallaði við Kosovo-Albanann Blerim Gashí og Serbann Goran Kristófer Micic um atburð- ina sem nú eiga sér stað á Balkanskagan- um. Þótt átökin séu víðs fjarri Islandi er mikill fjöldi hérlendis sem á ættingja og vini í Júgóslavíu og Kosovo-héraði. Hugur þeirra leitar stöðugt á heimaslóðir. Reuters ÞUSUNDIR Kosovo-Albana streyma nú yfir til nærliggjandi landa, Albaníu, Makedóníu, Svartfjallalands og Tyrklands. Hér á landi bíða Blerim Gashí og systkini hans eftir að heyra frá foreldrum sínum. „ÞAÐ er hvergi eins og heima. Sama hvert þú ferð, hvar þú býrð og hve vel þér líður þar sem þú ert, þá er hvergi eins og heima. Staðurinn sem þú fæddist á, varst alinn upp á og átt þínar bernskuminningar frá verður ekki tekinn frá þér. Hann á sinn stað í hjarta þlnu og þannig er Kosovo fyrir mér, það verður aldrei tekið frá mér,“ segir Blerim Gashí, 26 ára Kosovo-Albani, sem búsettur hefur verið á Islandi frá þvi í fyrra. Hér stundar hann vinnu en hugur hans er öllum stundum á heimaslóð- unum í Kosovo þar sem foreldrar hans reyna um þessar mundir að flýja yfir landamærin til Albaníu. Foreldrarnir á flótta frá Kosovo „Ég hringdi heim í gær og þá svöruðu einhverjir Serbar í símann. Ég veit ekki hvar foreldrar mínir eru,“ sagði Blerim og óttaðist um af- drif þeirra þegar Morgunblaðið tal- aði við hann á mánudag. í gær höfðu þau hringt í hann og látið vita að þau væru heil á húfí, á leiðinni frá Kosovo og yfir til Albaníu. Sögðu þau að serbneskir hermenn hefðu komið til heimaborgar þeirra, Klina, tekið yfír húsið þeirra og hrakið þau Kosovo-Albani búsettur hérlendis bíður frétta af foreldrum sínum sem eru á leið yfír landamærin til Albaníu „Kosovo verður aldrei tekið frá mér“ á brott. Blerim og systkini hans, einn bróðir og tvær systur, sem einnig eru búsett hér á landi, bíða eftir að heyra frá þeim á ný, en um 60 kílómetrar eru frá heimaborg þeiira, Kiina, að landamærum Al- baníu. „Þau eru í Guðs höndum. Að- eins Guð getur bjargað þeim núna,“ segir Blerim, sem segir að líklega taki það foreldra hans tvo til þrjá daga að komast að landamærunum. „Maður er alltaf að hugsa þangað. Þegar þú ferð að sofa rennur líf þitt í gegnum hugann og þú sérð allt ljóslifandi íyrir þér. Þú áttir þína vini og allt gekk sinn vanagang. Síð- an er allt tekið frá þér, heimili þitt, minningar og fjölskyldur sundrast. Það tekur að minnsta kosti 50 ár að endurbæta það sem nú hefur gerst og hægt er að bæta, en þetta mun alltaf skilja eftir ör í hjarta þínu,“ segir Blerim. Vona að þessu ljúki sem fyrst Þegar Blerim var nýútskrifaður úr háskóla og hafði starfað um skeið sem blaðamaður á fjölmiðli í Kosovo yfírgaf hann landið: „Serbar segja að blaðamenn hafí byi'jað stríðið, þegar þeir fóru að tala um sjálfstæði Kosovo-héraðs. Ungt fólk og mennt- að fólk fór að flytja frá Kosovo því það varð að fara vegna þeirra pynt- inga sem það sætti. Ef það fannst án skilríkja eða að næturlagi var það í hættu statt. Þess vegna varð unga fólkið að fara og ég fór fyrir tæpu ári,“ segir Blerim, sem segir að flestir vinir hans hafí verið drepnir nema þeir sem hafí náð að flýja landið. „Stúdentar byi'juðu að láta í sér heyra. Það var eina leiðin til þess að komast undan þeim barsmíðum og pyntingum sem fólkið sætti. Ég vona að þessu fari að ljúka og að loftárásir NATO beri árangur, eða bæti ástandið, en að sjálfsögðu veit enginn hvaða afleiðingar þær munu hafa. I Kosovo vonuðu allir að ein- hver myndi fyrir löngu stoppa Milosevic og fjöldamorðin sem hann stóð íyrir. Loksins tók einhver af skarið, einhver varð að stoppa þetta,“ segir Blerim um hernaðarað- gerðir NATO. Reynir að koma foreldrunum til Islands Blerim segist ekki hafa neitt á móti serbnesku þjóðinni, honum geti samið vel við fólk af serbneskum i uppruna nú líkt og áður. Hins vegar telur hann að stjórnmálaástandinu Í eins og það hefur verið verði að f linna. Einhver verði að stöðva Milosevic í því að drepa saklaust fólk. f Kosovo hafi verið barist fyrir sjálfstæði frá 1989. Milosevic hafi komist til valda 1987 eða 1988 og of- sóknir gegn Kosovo-AJbönum hafí hafíst upp frá því. Blerim bíður nú eftir að heyra frá foreldrum sínum. Þegar þau komast L til Albaníu mun hann gera allt ýil þess að koma þeim hingað til ís- | lands. Þar eru öll bömin þeirra og » fjölskyldan getur sameinast á ný. Hann segir hins vegar að Kosovo verði aMrei tapað, það sé og verði alltaf hamaland hans. Serbinn Goran Kristófer Micic segir ástandið 1 Júgóslavíu aidrei hafa verið verra I loftvarnabyrgi all- an sólarhringinn GORAN Kristófer Micic er frá Júgóslavíu. Hann er 37 ára Serbi en lítur á sig sem Jú- góslava þar sem hann yfirgaf landið fyrir 10 ámm, á meðan gamla Júgóslavía var og hét. Fjölskylda hans býr í borginni Nis í suðaust- anverðri Júgóslavíu og segist hann óttast um hana öllum stundum. Astandið hafi aldrei ver- ið verra og móðir hans, bróðir og fjölskylda hans dvelji nú í loftvarnabyrgjum nánast allan sólarhringinn, enda standa loftárásirnar yfir bæði nótt sem dag. „Ég er mjög áhyggjufullur vegna fjölskyldu minnar. Ég talaði við þau í gær [í fyrradag] og þeim líður illa, era í loftvamabyrgjum nánast allan sólarhringinn fyiir utan um það bil hálf- tíma á dag þegar þau hætta sér út. Ég hef líka áhyggjur af móður minni sem hefur misst eitt- hvað um 6 kfló á þremur dögum,“ Sagði Goran. Goran er þjálfari knattspyrnuliðs Stjörn- unnar og á toluvert af serbneskum vinum hér- lendis. Segir hann þá vera undir miklu álagi á meðan ástandið er svona, þeir séu sammála um að ekkert verra en þetta gæti hafa gerst. Milosevic vinsælli eftir aðgerðir NATO Goran segist vera andvígur hernaðarað- gerðum NATO og segir að fyrir þær þjáist óbreyttir borgarar í stað þeirra sem í raun ættu að taka ábyrgð á ástandinu. Hann telur afleiðingar loftárása Atlantshafsbandalagsins afar slæmar, ekki bara fyrir júgóslavnesku þjóðina heldur íyrir ástandið í heild. „Aður var fólk ekki á móti NATO en nú em allir á móti þeim. Saklaust fólk þjáist og það sem loftárásirnar gera er að sameina þjóðina undh' forystu Milosevic. Vinsældir hans vom ekki svo miklar áður. Hann naut hvorki hylli ungs fólks né menntafólks, en eftir að NATO sameinaðist gegn honum hefur serbneska þjóðin sameinast að baki foringja sínum. Ég segi, þetta er innanríkismál en ekki utanríkis- mál. Þeir sem blanda sér í þessar deilur verða að þekkja sögu þeirra, sem nær langt aftur, um 20-30 ár að minnsta kosti,“ segir Goran, sem óskar þess daglega að ekki hefði þurft að fara þessa leið. Einhliða fréttaflutningur af ástandinu Kosovo er að sögn Goran þýðingarmikið fyrir Serba: „í stríði þarf tvo til svo ég vil ekki skella skuldinni á neinn. Við verðum að taka 50/50 ábyrgð á því sem er að gerast. En þetta er margra ára gamalt vandamál, sem ég held að byggist ekki á sjálfstæði Kosovo-Albana. Ég tel að ef fólk er ekki ánægt einhvers staðar með þær reglur og skilyrði sem þar gilda geti það flust í burtu. Þeir sem hins vegar sætta sig við lífið á svæðinu búa þar áfram. Þess vegna held ég að vandamálið snúist ekki um sjálfstæði Kosovo. Þeir sem vom óánægðir í Kosovo hefðu getað flust þaðan. Kosovo er mjög þýðingarmikið landsvæði fyrir Serba. Það er eins og Jerúsalem er fyrir Israela, tengslin em svipuð." Goran gagnrýnir hvað umheiminum berist einhliða upplýsingar um það sem sé að gerast í ÍBÚAR í Belgrad, höfuðboi'g Júgóslavíu, mótmæltu loftárásum NATO í gær. Goran Krist- ófer Micic, sem búsettur er hérlendis, óttast um fjölskyldu sína, sem býr í borginni Nis. Júgóslavíu. „Fólki er ekki gefínn kostur á að dæma sjálft. Það er ekki rétt að birta bara ein- hliða fréttir af ástandinu. Með einhliða frétta- flutningi er fólki talin trú um hvor hliðin sé rétt og hvor sé röng. Upplýsingar frá öllum hlutaðeigandi aðilum verða að koma fram svo fólk geti dæmt sjálft um hverju það trúir.“ Goran minnist þess þegar hann yfirgaf Jú- góslavíu. „Þegar ég fór þaðan átti ég alls kon- ar vini, það skipti ekki máli hverrar þjóðar þeir vom eða hverrar trúar. Ég elska landið mitt eins og það var en get ekki breytt því sem komið er,“ segir Goran. En er hann reiður Vesturlöndum fyrir að bregðast við með hernaðaraðgerðum? „Ég get ekki sagt að ég sé þeim reiður, en það sem þeir eru að gera hjálpar ekki til, þeir eru að gera hlutina vem og leysa ekki vandamálið með þessum hætti. Með aðgerðunum byrjuðu þeir stærra stríð og ástandið versnar með hveijum deginum þannig að sífellt flein óbreyttir borgarar þjást. Eg er alltaf að vona að eitthvað jákvætt gerist en sé ástandið bara versna,“ segir Goran, sem eyðir miklum tíma í að reyna að ná sambandi við fjölskyldu sína í Nis. Hátt í 45 mínútur á hverjum degi fara í að ná sambandi og svo er aldrei að vita hvort hann hittir á þau þann skamma tíma sem þau eyða utan loftvarnabyrgja borgarinnar. Goran líkar vel á Islandi, hann á íslenska unnustu og eiga þau von á barni. „Hér er mitt heimili og ef ástandið gerist verra en það er í dag í Júgóslavíu, þá mun ég gera allt sem ég get til að fá fjölskyldu mína hingað.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.