Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 41 lags íslands árið 1966 og voru að- eins 13 manns á stofnfundinum, stærri var stétt jarðvísinda ekki á þeim tíma. Þorleifur sat í fyrstu stjórn félagsins og hefur æ síðan verið einn virkasti félagsmaðurinn, komið á allflesta fundi og yfírleitt ekki látið fundarefnið athuga- semdalaust fram hjá sér fara. A þeim 33 árum sem félagið hefur starfað hefur fjölgað í því um mm- lega 200 manns og er það ekki síst fyrir atbeina Þorleifs og samstarfs- manna hans við Jarðfræðiskor Há- skóla íslands að slík fjölgun gat orðið. Er kennsla hófst í jarðfræði við háskólann var Þorleifur einn kennaranna og síðar prófessor. Þar hefur hann starfað óslitið síðan, þótt auk þess starfs hafí hlaðist á hann ótal önnur störf á margvísleg- ustu sviðum. Þorleifur var ágætur kennari og hafði bæði mikinn áhuga á starfí sínu og á nemendum sínum, fylgd- ist með þeim að námi loknu og sagði ófáum til syndanna sem ekki fóru rétt með „guðspjallið“ eða settu fram órökstuddar fullyrðing- ar sem honum líkaði ekki. Störf Þorleifs í jarðfræði voru einkum í jarðfræði kvarter-tíma- bilsins, þ.e. síðustu tveggja milljóna ára, en þá hafa skipst á ísaldir og hlýskeið. Hann kortlagði sögu síð- ustu ísaldar er jöklar fóru fyrir víst að hopa fyrir um 10.000 árum síðan og hafa fyrrum nemendur Þorleifs síðan bætt við þá mynd, auldð og lagað. Auk vinnu sinnar við jarð- fræði hafði Þorleifur afskipti af um- hverfismálum, félagsmálum og ýmsum menningarmálum. Við félagar í Jarðfræðafélagi Is- lands höfum flestir verið nemendur Þorieifs og sumir síðan samstarfs- menn og munum nú sakna góðs og tryggs vinar úr okkar röðum. Stjórn Jarðfræðafélagsins vill fyrir hönd félagsins þakka Þorleifi fyrir ánægjulega samfylgd, mikið og gott lífsstarf. Við vottum fjölskyldu Þorleifs okkar dýpstu samúð á erf- iðri stund. Stjórn Jarðfræðafélags Islands. Kveðja frá jarðfræðiskor Með Þorleifi Einarssyni er geng- inn einn af mætustu jarðfræðing- um þjóðar vorrar. Hann var ákaf- lega glöggur og kunnáttusamur náttúruskoðari, minnugur með af- brigðum og sérlega vel að sér í sögu lands og þjóðar. Enda urðu ferðalög með honum um landið mörgum ungum manni ógleyman- leg lífsreynsla og lærdómsrík. Þor- leifur fylgdist mjög vel með í fræð- unum en galt vai'hug við öllum „kenningum" fyn- en hann taldi þær hafa fengið staðfestingu. Þess vegna komst „nýja jarðfræðin" ekki inn í fyrstu útgáfur hans víð- frægu kennslubókar sem kom út fyrst 1968. Sú bók var frá upphafi svo vönduð og vel skrifuð að hún er enn, 30 árum síðar, afbragð ann- arra kennslubóka í jarðfræði. Nýjasta útgáfan kom út 1991, tals- vert endurskoðuð og í litum. Flest- um þeim sem þekktu Þorleif eða unnu með honum er hann harmdauði. Hann var liti'íkur mað- ur, gat verið stríðinn og stundum þótti manni hann nokkuð óbilgjarn í málflutningi, en slíkir voru per- sónutöfrar hans, ef hann vildi, að ómögulegt var að vera reiður við hann lengi. Hann var skemmtileg- ur í samræðum, hvort sem var um jarðfræðileg efni eða önnur, fróður og með félagslega þroskaðar skoð- anir - bar málstað náttúrunnar og þeirra sem minna mega sín fyrir brjósti. Náttúruvernd, eða tillits- semi við náttúruna, var honum mikið áhugamál, og eftir fráfall Sigurðar Þórarinssonar fór Þor- leifur fyrir jarðfræðingum á því sviði. Auk sinnar ágætu kennslubókar og kennslustarfa við Háskólann lagði Þorleifur mikið til íslenzkra jarðvísinda með rannsóknum sín- um, einkum loftslags- og gróður- farssögu landsins á ísöld og nútíma. Sumt af því tengdi hann sögu þjóð- arinnar, eins og frjókornarann- sóknirnar sem hann tók upp af tals- verðu kappi á 7. áratugnum og kom svo áfram til nemenda sinna við Háskólann. Þorleifi var ofarlega í huga hag- nýti jarðfræðinnar sem honum þótti skorta skilning á meðal ráða- manna, og víst er að hann hefði sómt sér vel sem jarðfræðingur á verkfræðistofu við undirbúning og eftirlit mannvirkja. En engu síður sómdi hann sér sem háskólakennari og rithöfundur, enda sagði Nóbels- skáldið víst við hann eitthvað á þessa leið þar sem þeir sátu báðir á fundi í stjórn Máls og menningar: „Hvað er svona ritfær maður eins og þú að eyða tímanum í stjórnar- fundi? Þú ættir bara að skrifa.“ - Skáldið var kannski ekki rétti mað- urinn til að tala svona! Sjálfur á ég Þorleifi mikið upp að unna frá þeim 35 árum sem liðin eru síðan við kynntumst. Ekki sízt gerði hann mér það vinarbragð að kynna mig fyrir meginlandi Evrópu og Evrópumenningunni, en honum hafði þótt það allalvarlegur ljóður á mínu ráði að hafa aldrei komið austur fyrir Ermarsund. Hann hvatti mig til að sækja um Hum- boldt-styrk og fara í kennsluleyfi til Þýzkalands, sem ég gerði og hef jafnan síðan talið til ágætustu til- viljana ævinnar. Þorleifur Einarsson var val- menni, gagnheiðarlegur og rétt- sýnn. Eins og flestum sem fullorðn- ir eru hafði honum orðið sitthvað mótdrægt um dagana, og tekið því misvel, en um þær mundir sem hann dó virtist hann einmitt vera sérlega sáttur við tilveruna og hugsa gott til framtíðarinnar. Fyrir hönd samstarfsmanna við jarð- og landfræðiskor raunvísindadeildar Háskólans færi ég ástvinum Þor- leifs innilegar samúðarkveðjur um leið og við þökkum honum fyrir samfylgdina. Sigurður Steinþórsson. Kveðja frá nemendum við jarð- og landfræðiskor Háskóla Islands í dag kveðjum við prófessor Þor- leif Einarsson, mætan kennara og fræðimann. Þorleifur var skipaður prófessor í jarðfræði árið 1975 eftir að hafa kennt við skorina síðan 1969. Ekki veit ég hve mörgum verðandi jarð- og landfræðingum hann kenndi um ævina en svo segir mér hugur að hann gleymist okkur öllum seint, svo minnisstæður per- sónuleiki sem hann var. Þekking hans á viðfangsefninu vai' með hreinustu ólíkindum, enda var hann ötull í rannsóknum sínum sem helst beindust að loftslagssögu íslands á ísöld og jarðlagafræði. Við nemend- ur hans fengum oft að heyra skemmtilegar sögur sem tengdust rannsóknum hans og störfum hér heima og erlendis og það er mikil synd að honum skyldi ekki auðnast að halda þeim áfram. Það var ekki einungis á sviði jarðfræðirannsókna sem Þorleifur vann ómetanlegt starf. Hann lagði metnað sinn í að vekja athygli framámanna í atvinnulífinu á hag- nýtu gildi jarðfræðinnar og skapaði með því tækifæri fyrir unga jarð- fræðinga til að nýta menntun sína í starfi. Þannig má segja að hann hafi fest störf jarðfræðinga í sessi hérlendis og það ber að þakka. Fyrst og fremst erum við, núver- andi og fyrrverandi nemendur Þor- leifs, slegin yfir fráfalli hans og þakklát fyrir að hafa kynnst þess- um merka manni sem átti svo stór- an þátt í að móta fræðin sem við stundum og hyggjumst stunda. Við viljum votta honum okkar hinstu virðingu og fjölskyldu hans og sam- starfsfélögum vottum við okkar dýpstu samúð. F.h. Fjallsins, félags jarð- og landfræðinema við HÍ. Herdís Helga Schopka. í dag kveðjum við Þorleif Ein- arsson jarðfræðing. Lát hans kom snöggt og öllum að óv.örum - en þannig var Þorleifur, hann var sí- fellt að koma á óvart. Við stofnun Landverndar, land- gi'æðslu- og náttúruverndarsam- taka Islands árið 1969 var Þorleifur einn þeirra frumkvöðla sem þar áttu hlut að máli. Þeir áttu það allir sameiginlegt að vilja auka land- græðslu og náttúruvernd í landinu. Þeim þóttu aðgerðir stjómvalda í þá veru of hægar og máttleysisleg- ar og vildu knýja fram hraðari að- gerðir. Fyrir þeirra atbeina varð m.a. hin svokallaða þjóðargjöf árið 1974 að veruleika. I þessu umhverfi beitti Þorleifur þekkingu sinni á náttúra landsins og hann lagði mál- staðnum til krafta sína um langt skeið. Fyrir honum var landvernd- arhugsjónin ekkert afmarkað verk- efni né tímabundið átak, heldur ákveðin lífssýn. Hann átti sæti í stjórn Land- verndar frá upphafí og allt til ársins 1989 og var hann foimaður þeirra í tíu ár. A þeim tíma var unnið að fjöldamörgum málefnum náttúru- verndar og landgræðslu og oft var tekist hressilega á milli andstæðra skoðana, því þannig er málum nátt- úruverndar farið að þar er um sí- fellda baráttu fyrir málstaðnum að ræða. Oft er það þannig að þeir sem fyrstir kveikja eldana fá ekki notið þeiraa og þannig var um mörg baráttumálin sem voru á borðum Landverndar undir stjórn Þorleifs, og sem þykja nú á dögum sjálfsagð- ir og einfaldir hlutir. Af mörgu er að taka en m.a. má minnast þess er hann lagði mikla áherslu á í um- ræðunni um aðgerðir í land- græðslumálum þjóðarinnar að best færi á að nota fjármuni almennings til að styrkja bændur til upp- græðslu svo þeir „gætu notað þekk- ingu sína, reynslu og tæki milli sauðburðar og sláttar“ til að græða landið. Þá var þetta talað fyrir daufum eyrum en í dag er raunin önnur og hefur gamalt landvernd- arfólk fagnað því, þar á meðal Þor- leifur. Ekkert mál innan náttúruvernd- ar var það lítið að Þorleifur væri ekki tilbúinn að Ijá því lið ef hann gat. Ljúf og skemmtileg er sú minning þegar jarðfræðiprófessor- inn stóð í búðarglugga á miðjum Laugaveginum umluktur alls kon- ar sorpi, vegfarendum til mikillar gremju, en þá var hann að vekja athygli á því verkefni Landvernd- ar sem hét „sorp, mengun og end- urvinnsla“. Markmiðið var að vekja fólk til umhugsunar um hvað félli til af sorpi frá hverjum ein- staklingi á ári. Þannig var Þorleif- ur, blátt áfram, hlédrægur ef því var að skipta; það var málstaður- inn sem skipti máli, ekki persóna hans. Það var gott að leita ráða hjá Þorleifí því að þekking hans á nátt- úru íslands var yfirgripsmikil og ítarleg. Hann skammaðist sjaldan en þegar hann skaut upp annarri öxlinni, ýtti henni fram, glettnis- glampi kom í augun og hann sagði: „Þetta er óhemju vitlaust." Þá var eins gott að hugsa málin upp á nýtt. Eftir að Þorleifur hætti sem for- maður Landverndar fylgdist hann vel með samtökunum og sem fyrr var hann boðinn og búinn til að leggja góðum málum lið. Það var mikið öryggi að vita af honum og geta leitað til hans ef á bjátaði. „Hvað segir Landvernd núna?“ sagði hann þegar hann leit inn á Skólavörðustígnum og þá var farið hressilega yfir allt sviðið, málin rædd og gengið í smiðju hans. Þorleifur var baráttumaður í orðsins fyllstu merkingu, hvort sem það var fyrir bættum hag þeirra sem minna mega sín eða fyrir hag Islands sem hann unni svo heitt. Island var hans land, það átti hug hans og elsku. Þorleifur var eins og landið, fullt af andstæðum, fjölbreytileika lífsins og átökum - hrjúft á yfirborði, undir niðri ólg- andi kvika sem gat brotist út við ólíklegustu aðstæður en jafnframt svo undurblítt og gjöfult þegar bet- ur var að gáð. Eg þakka Þorleifi samfylgdina á grýttum vegi náttúra- og umhverf- isverndar, og ástvinum hans votta ég samúð mína. Blessuð sé minning hans. Auður Sveinsdóttir. Þeir fræðimenn, sem koma þekk- ingu sinni og hugmyndum á fram- færi með svo einföldum og auðskilj- anlegum hætti, að jafnvel leikmenn skilja hvað þeir eru að fara, era oft- ar en ekki vanmetnir og jafnvel öf- undaðir af starfsbræðram sínum. Eins kemur fyrir, að menn ofmeta fræðimenn sem í raun ekki kunna til hlítar sitt fag en slá um sig með óskiljanlegum kenningum og orða- gjálfri. Þorleifur Einarsson pró- fessor tilheyrði fyrri hópnum. Bók hans Jarðfræði íslands, saga bergs og lands, sem við lásum í þriðja bekk MR, er lýsandi dæmi um hvernig á að skrifa kennslubók í raunvísindum. Það var fyrsta kennslubókin sem samin var í jarð- fræði frá því að Guðmundur G. Bárðarson gaf út bók sína árið 1921. I inngangi bókar sinnar vitn- ar Þorleifur í Konungs skuggsjá þar sem svo segir: „Þar er og mannsins náttúra að forvitna og sjá þá hluti, er honum eru sagðir, og vita, hvort svo er, sem honum var sagt, eða eigi.“ Þorleifur taldi, að jarðfræðinni svipaði um margt til sagnfræði þótt hún teldist til raun- vísinda og yrðu því ályktanir og túlkanir því oft persónubundnar. Hans skoðanir fóru ekki ávallt sam- an við skoðanir annarra. Það var ómetanlegt að fá að kynnast Þorleifi í ferð jarðfræði- nema til Noregs vorið 1981. Nokkr- ir makar jarðfræðinema slógust í hópinn og sáu hreint ekki eftir því. í þessari ferð kynntumst við Þor- leifi vel. Hann var frábær leiðbein- andi, góður félagi, mikill gleðimað- ur og hrókur alls fagnaðar. Það var upphafið að áralangri vináttu og margar urðu spjallstundirnar seinna yfir kaffibolla á skrifstofu hans í Jarðfræðihúsinu. Það var einnig gaman að hitta Þorleif á fórnum vegi. Hann gaf sér alltaf tíma til að spjalla um lífið og tilver- una og hafði mjög ákveðnar skoð- anir á hlutunum. Hann var mjög fróður um menn og málefni, í senn skemmtilegur, fordómalaus og hlýr í viðmóti. Það er mikil eftirsjá að Þorleifi Einarssyni, bæði sem per- sónu og fræðimanni. Hann var að ýmsu leyti á undan sinni samtíð og hafði mikinn áhuga á tengslum jarðfræðinnar við aðrar óskyldar fræðigreinar svo sem læknisfræði, þ.e. geomedicine. Með Þorleifí Ein- arssyni fer mikill vísindalegur fróð- leikur og mannvit. Við hjónin vott- um fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Elinóra Inga Sigurðardóttir og Júlíus Valsson. Veturinn 1968-9 gekk hljóðlátur, rauðbirkinn maður inn í kennslu- stofu okkar jarðfræðinema á fyrsta ári, kynnti sig og fór að tala um jarðsögu Islands. Ekki var fyrir- lesturinn á námsskránni þennan fyrsta vetur, sem jarðfræði var kennd við verkfræði- og raunvís- indadeild, en Þorleifur Einarsson hafði þó átt hlut að undirbúningi námsbrautarinnar. Fyrr en varði var strandlengjan við vestanvert Tjörnes og saga jarðlaganna þar komin á töfluna og vafðist ekki fyr- ir þessum forfallakennara. Seinna fengum við nemendurnir að kynn- ast yfirburða þekkingu Þorleifs á sögu bergs og lands í námi og sum okkar einnig í starfi. Þorleifur lagði sig fram um að greiða götu nem- enda til framhaldsnáms, hvarvetna virtist hann þekkja vel til erlendra háskóla og var ólatur að hvetja nemendur sína til menntunar. Mér er Ijúft að minnast þess, að allt frá námsáranum lagði Þorleifur mér lið og ráð, bæði í námi og starfi. Sumarið 1972 réðst ég sem aðstoð- aimaður hjá honum, ferðinni var heitið á Tjörnes i samfylgd er- lendra jarðfræðinga, og rifjuðust þar upp kennslustundir og rabb milli nemenda og kennara, en úti í náttúrunni vöknuðu einnig heillandi spumingar. Þorleifur hafði ákaf- lega gaman af ferðalögum og nátt- úruskoðun og hafði næmt auga fyr- ir samspili landsins og náttúraafl- anna í tímans rás. Fyrir honum ’v myndaði náttúran eina heild, eitt smáblóm gat dvalið hugann jafn- lengi og fallegur gígur eða foss. Handtak hans var létt en hlýtt, vin- samlegt en ekki krefjandi. Þannig var viðhorf hans, jákvætt og velvilj- að, og enginn þurfti að efast um að hugur fylgdi máli. Hann lagði mörgum góðum málefnum lið, bar- áttan stundum erfið og siglt undir áföllum, en kjölfestan var góð og seinustu árin var brimgarðurinn að baki. Við ferðalok Þorleifs Einarsson-__ ar vil ég færa honum þakkir fyrir samfylgdina. Öllum aðstandendum hans votta ég djúpa samúð. Jón Eiríksson. Við atvinnudeild Háskólans starfaði hópur náttúrufræðinga og rannsóknarmanna í iðnaði um miðja þessa öld. Þá var sú stofnun miðstöð hinna ýmsu verksviða raunvísinda og hagnýtra rann- sókna á náttúruauðæfum landsins. I þennan hóp kom Þorleifur Ein- arsson, þá ungur námsmaður í jarðfræði, og við það hófust okkar kynni. Eg hafði áhuga á gi'óður- sögu landsins og Þorleifur hafði lagt stund á frjókornarannsóknir, sem var þá ný tækni, til þess að kanna plöntuleifar í jarðvegslögum og varð lykill að upplýsingum um gróðursögu. Við ræddum mikið um þessi sameiginlegu áhugamál og ferðuðumst talsvert saman um landið og skoðuðum til dæmis forn kornræktarsvæði. Þorleifur var þá að vinna að doktorsverkefni sínu um veðurfars- og gróðurbreyting- ar að lokinni ísöld, en ritgerð um það efni varði hann í Köln 1961. Seinna urðum við nánir samstarfs- ' menn og þátttakendur í rannsókn- um á Surtsey. Naut Þorleifur þess að vera sá jarðfræðingur, er sá goskeiluna hlaðast upp af yfírborði sjávar og verða að eyju. Hann fylgdist síðan grannt með fram- vindu í uppbyggingu eyjarinnar og ritaði um það bókina Gosið í Surts- ey, sem út kom á fjórum tungu- málum. Þorleifur var snemma mjög glöggur á að lesa úr þeim rúnum sem náttúruöfl hafa rist í umhverfið á umliðnum öldum. Varð hann því manna rýnstur á þær umhverfisbreytingar, sem orðið hafa hér um og eftir síðasta jökulskeið. Þessi eiginleiki hans . auk ritfærni varð til þess, að hann gat auðveldlega samið um jarð- fræði góða yfirlitsbók. Jarðfræði, saga bergs og lands kom fyrst út 1968. Sú bók hefur reynst öllum al- menningi haldgóð kennslubók í jarðsögu, ekki síður en nemendum í skólum. Gamla atvinnudeildarhúsið varð fljótt of lítið til að rúma aukna starfsemi í náttúrufræðum og rann- sóknum á sviði atvinnuvega. Ein- stök verksvið dreifðust út um allan bæ og ýmis sérsvið rofnuðu úr tengslum við Háskólann. Margir hafa saknað samvinnunnar á Há- skólalóðinni. Þar áttu sér stað dag- . leg skoðanaskipti manna á hinum •- ýmsu sviðum raunvísinda. Þorleifur 7 var einn þeirra, sem hörmuðu þessa sundrun, og minntist oft góðu áranna í nábýlinu, þar sem hægt var að deila geði við samstarfsmenn annarra sviða. Þorleifur var sífellt að glíma við lausnir á einhverjum jarðfræðileg- um viðfangsefnum og sem áhuga- samur fræðari hafði hann unun af því að miðla öðrum af þekkingar- forðanum. Það gerði hann á sinn eftirminnilega gamansama hátt. Slíkum gefandi mönnum er gott að _ kynnast. Eg sendi börnum Þorleifs og öðr- um aðstandendum samúðarkveðjur mínar. Sturla Friðriksson. • Fleiri minningargreinar um Þorleif Einarsson bíða birtingar og munu birtast íblaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.