Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Útgjöld Akureyrarbæjar til félags on fræðslumála 1995-1998 Skatttekjur og útgjöld Akureyrar- bæjar 1995-1998 -------------2.500 1995 1996 1997 1998 Langtímalán til að mæta auknum framkvæmdum SKATTTEKJUR Akureyrarbæjar námu 2.272 milljónum króna á síð- asta ári og er það um 100 milljónum króna hærri upphæð en gert var ráð fyrir. Rekstur málaflokka hafði í fór með sér nokkru hærri útgjöld en reiknað var með, eða 1.891 milljón króna í stað 1.758 sem áætlað hafði verið. Arsreikningur bæjarins fyrir árið 1998 var til fyrri umræðu á fundi bæjarstjómar Akureyrar í gær en Ki-istján Þór Júlíusson bæjarstjóri og Dan Brynjarsson hagsýslustjóri kynntu ársreikninginn á blaða- mannafundi. Til ráðstöfunai- voru 358,4 milljónir króna sem er nánast sama upphæð og gert var ráð fyrir í áætlun bæjar- sjóðs. Til framkvæmda var varið 672,1 milljón króna og nam þvi ráð- stöfun umfram tekjur 313,7 milljón- um króna. Kostnaður við rekstur bæjarsjóðs, tekjur, rekstrargjöld og fjárfestingar var 296,8 milljónir um- fram tekjur, en áætlun hafði gert ráð fyrir 296,3 milljónum króna. Langtímalán og geng-ið á veltufé Til að mæta ráðstöfun til fram- kvæmda umfram tekjur voru tekin ný langtímalán og einnig var gengið verulega á hreint veltufé. Um tíma- bundna ráðstöfun var að ræða því á síðasta ári var ákveðið að bíða með lántökur þar til á þessu ári þar sem vextir á fjármálamarkaði voru á nið- urleið. Gengið var frá skuldabréfaút- boði fyrir bæinn í síðasta mánuði og fékk Akureyrarbær þar ein hagstæð- Lifandi tónlist alla páskahelgina Gleðilega páska POLLINN ustu vaxtakjör sem sveitai’félagi hér- lendis hafa boðist. Breytingar hafa orðið á reiknings- skilaaðferðum milli ára sem torvelda samanburð, en stærsta breytingin er að Iífeyrisskuldbindingar eru nú færðar inn í efnahagsreikning og hef- ur það í fór með sér lækkun á pen- ingalegri stöðu. í lok síðasta árs var hún neikvæð um 2,4 milljarða en þar af eru lífeyrisskuldbindingar 2,1 milljarður króna. Án lífeyrisskuld- bindinga fór peningaleg staða Akur- eyrarbæjar fi-á því að vera neikvæð um 50,9 milljónir króna í 282,1 millj- ón króna. Eignarhlutur bæjarins í Landsvirkjun er tekinn inn í efna- hagsreikning sem veldur 1,6 millj- arða króna hækkun á eigin fé. Hluta- bréfaeign Framkvæmdasjóðs var áð- ur bókfærð á nafnverði en nú á fram- reiknuðu kaupverði sem veldur um 110 milljóna króna hækkun. Sífellt meira í fræðslu- og félagsmál Stærstu útgjaldaliðir bæjarsjóðs eru fræðslumál með 811 milljónir króna og félagsmál með 447 milljónir króna. Benti Kristján á að þessir út- gjaldaþættir færu stigvaxandi, út- gjöld vegna fræðslumála hefðu hækk- að úr um 200 milljónum króna árið 1995 í rúmar 800 milljónir í fyrra. Hvað framkvæmdir varðar var mestu varið til skólamála, 162 millj- ónum króna og þá fóru 115 milljónir til íþrótta- og tómstundamála, eink- um vegna framkvæmda við Sund- laug Akureyrar. Ólafsfjörður Ásgeir Logi bæjarstjóri ÁSGEIR Logi Ásgeirsson var ráð- inn bæjarstjóri Ólafsfjarðar á fundi bæjarstjórnar í gær. Var hann ráð- inn með fjórum atkvæðum meirihlut- ans. Ásgeir Logi hefur verið útgerðar- stjóri hjá Sæunni Axels ehf. í Ólafs- fírði. Hann tekur við starfinu af Hálfdáni Kristjánssyni sem lætur af starfínu í lok apríl. Hálfdán sagði stöðunni lausri fyrr á þessu ári. Sex sóttu um stöðuna. ■ájFUJIFILM FERMINGARTILBOÐ FOTONEX 101 ix APS Sjálfvirkur fókus Sjálvirkt Ijósop og hraði Einföld filmuþræðing Dagsetning Taska fylgir FUJIFILM NEXIA filma fylgir Verð aðeins kr. 9.990 L'JOSMYNDAVORUR Skipholti 31, Sími 568 0450 Kaupvangsstræti 1, s. 461 2850 ^ Morgunblaðið/Björn Gíslason KRISTJÁN Þór Júlíusson bæj- arstjóri og Dan Brynjarsson hagsýslustjóri kynna ársreikn- ing Ákureyrarbæjar fyrir árið 1998, en fyrri umræða um hann var í bæjarstjórn Akureyrar í gær. Mjólkurfræðingar í Mjólkursamlagi KEA Aftur til vinnu eftir ólögmætt verkfall MJÓLKURFRÆÐINGAR hjá Mjólkursamlagi KEA, sem lögðu niður vinnu á mánudag, voru allir komnir til starfa í gær. Mjólkurfræðingarnir lögðu nið- ur vinnu til að þrýsta á um viðræð- ur við forsvarmenn KEA um vinnustaðasamning, en ákvæði um slíkan samning er að fínna í heild- arkjarasamningi. Að mati for- svarsmanna KEA er um ólögmætt verkfall að ræða og má búast við einhverjum eftirmálum vegna þess. Júlíus Kristjánsson, aðstoðar- maður framkvæmdastjóra mjólkuriðnaðarsviðs KEA, sagði að verkfallið á mánudag hefði eng- in áhrif haft á framleiðslu, en unn- ið var úr allri mjólk sem samlaginu barst. „Við þurftum ekki að grípa til þess að hella niður mjólk, náð- um að vinna úr öllu sem barst, en það var unninn hér langur vinnu- dagur,“ sagði Júlíus. Þrátt fyrir þetta eins dags verkfall mjólkur- fræðinga varð enginn skortur á mjólkurvörum í verslunum. Sótt um 10 þúsund fer- metra lóð TVEIR félagar í Kappaksturs- klúbbi Akureyrar, Gunnar Há- konarson og Finnur Aðalbjörns- son, hafa sótt um 10 þúsund fer- metra lóð fyrir aksturssvæði í landi Akureyrarbæjar. Áætlað er að vera með svonefnda Go-kart bflaleigu á svæðinu, líkt og rekin hefur verið á svæði Skautafélags Akureyrar undanfarin sumur og einnig er áformað að halda akst- urskeppnir á svæðinu. Bæjarráð vísaði erindi þeirra til skipulagsnefndar og hefur nefnd- in bent á lóðir nyrst í Krossanes- haga, næst þjóðvegi og telur að það henti þessari starfsemi. Tek- ur nefndin jákvætt í að veita klúbbnum lóð á umræddu svæði. Um svæðið gilda ákvæði heildar- skipulags ' Krossaneshaga en ganga þarf frá endanlegu deiliskipulagi þess hluta svæðisins í tengslum við lóðarveitingu. Þá þurfí að gæta að vörnum gegn há- vaðamengun bæði gagnvart ná- lægum athafnalóðum og friðland- inu í Krossanesborgun. Morgunblaðið/Björn Gíslason Sýning Iðunnar í Vín IÐUNN Ágústsdóttir opnaði um helgina sýningu á verkum sínum í blómaskálanum Vín í Eyjafjarðar- sveit. Á sýningunni eru rúmlega 30 verk unnin með pastel. Iðunn hefur haldið nær 20 einkasýningar og tekið þátt í um 20 samsýning- um bæði hér heima og eriendis. Sýningin í Vín stendur til 5. aprfl næstkomandi og er opin á af- greiðslutíma blómaskálans. Stofnfundur Islenskrar orku STOFNFUNDUR íslenskrar orku verður í dag, miðvikudag, en stofnendur eru átta veitur og sveitarfélög, aðallega á Norður- landi eystra, Hita- og vatnsveita Akureyrai', Jarðboranir hf., Kelduneshreppur, Landsvirkjun, Orkuveita Húsavíkur, Rafmagns- veitur ríkissins, Rafveita Akureyr- ar og Öxarfjarðarhreppur. Stofnsamningur verður undir- ritaður í dag, en aðdragandi þess er að samstarf tókst um rannsókn- ir á jarðhita og hugsanlegum öðr- um verðmætum í jörðu fyrii' botni Öxarfjarðar á síðasta ári. Ákveðið hefur verið að bora í sumar rann- sóknar- og vinnsluholu, allt að 2.000 metra djúpa, og er gert ráð fyrir að kostnaður nemi um 130 milljónum króna. Tindaöxl í Ólafsfírði Fjölbreytt dagskrá FJÖLBREYTT dagski'á verður á skíðasvæðinu í Tindaöxl í Ólafs- firði um páskana og verður lyfta opin frá kl. 11 til 17 daglega. Sr. Sigriður Guðmarsdóttir flyt- ur stutta hugvekju í skaflamessu kl. 13.30 á skírdag. Þá tekur við parakeppni á öðru skíðinu, tveir eru í liði, karl og kona, annað á vinstra skíði og hitt á því hægra. Þrautabraut fyrir yngstu skíða- mennina verður opin alla dagana. Svonefnt símnúmeramót verður föstudaginn langa kl. 14 og er keppt í flokkum heimilissíma; fyr- irtækjasíma og farsíma. Ólafs- fjarðarmót í stórsvigi verður á laugardag kl. 11. Ættarmót verður haldið á páskadag kl. 14, en það er þannig byggt upp að lagðar verða fjórar samhliða brautir fyrir alla í ætt- inni, í einni er sá í fjölskyldunni sem er 10 ára eða yngri, þá ein- hver á aldrinum 11 til 20 ára, í þriðju braut 21 árs til 40 ára og loks 41 árs og eldri. Mikið verður um að vera á skíðasvæðinu annan dag páska, en þá verður „próf ‘ í húsmæðraskól- anum, léttur leikur fyrir þá sem hafa sótt fullorðinsnámskeið í vet- ur. Sparisjóðsmótið í göngu verð- ur þann dag og samhliðasvigleikur einnig. Iðnaðarsafnið Opið alla páskadagana IÐNAÐARSAFNIÐ á Akureyi-i verður opið daglega alla páskana frá kl. 16 til 18. Safnið, sem er við Dalbraut 1 á Gleráreyrum, var opnað 17. júní á síðasta ái-i og hafa margar vélar bæst við frá þeim tíma. Nú kynna um fjörutíu fyrh'- tæki 30 iðngreinar á safninu. Ný- lega áskotnuðust safninu prentvél- ar sem voru í eigu Prentverks Odds Björnssonar, en þær komu til Akui'eyrar árið 1901 og þykir að þeim mikill fengur. Meðal annars er þar hraðpressa frá Eicköff, sú fyi'sta sinnar tegundar á Islandi, og svonefnd dígulvél frá Weiler, sem oft var kölluð rokkurinn. Ljóðaflutningur Svartar fjaðrir 80 ára UM þessar mundir eru 80 ár liðin frá því Davíð skáld Stefánsson frá Fagraskógi kvaddi sér efth-minni- lega hljóðs með fyrstu ljóðabók sinni, Svörtum fjöðrum, en frá þeirri stundu varð Davíð þjóðskáld og kvæði hans almenningseign. í tilefni af áttræðisafmæli þess- arar síungu bókai' mun Frlingur Sigurðarson frá Grænavatni fara með ljóðin úr Svörtum fjöðrum í Davíðshúsi þrjú næstu kvöld, þ.e. í kvöld miðvikudagskvöld, að kvöldi skírdags og fóstudagsins langa og hefst dagskráin kl. 20.30 öll kvöld- in. Erlingur er vel kunnur kvæð- um Davíðs og setti m.a. saman sviðsverkið „A svörtum fjöðrum" sem Leikfélag Akureyrar sýndi á aldarafmæli skáldsins árið 1995, auk þess að flytja fólki þau í eigin meðfórum. Aðgangur er öllum heimill, en þar sem húsrúm er takmarkað er æskilegt að sem flestir sem hafa í hyggju að hlýða á flutninginn geri viðvart í síma 462-6648 tii að unnt sé að verða við óskum þeirra um rúm og tíma. Kirkjustarf LAUFÁSPRE STAKAL L: Kyri'ð- arstund í Svalbarðskirkju kl. 21 föstudaginn langa. Kirkjuskóli á laugardag, 3. apríl kl. 11. Hátíðai'- guðsþjónusta páskadag kl. 14. Kirkjuskóli í Grenivíkurkirkju kl. 13.30 á laugardag, 3. apríl. Hátíð- arguðsþjónusta páskadag kl. 11. Guðsþjónusta í Grenilundi föstu- daginn langa kl. 16. Guðsþjónusta í Laufáskirkju kl. 21 annan dag páska. MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Hátíðarguðsþjónusta í Glæsibæj- arkh'kju á páskadag, 4. aprfl kl. 11. Hátíðarguðsþjónusta í Möðru- vallakirkju kl. 14 sama dag. Hátíð- arguðsþjónusta í Bakkakirkju kl. 14 annan dag páska og hátíðar- guðsþjónusta í Bægisárkirkju kl. 16 sama dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.