Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Útgerðum mismunað með kvótaálaginu Kennsluefni fyrir Pólverja kynnt í fé- lagsmálaráðuneytinu Morgunblaðið/Ásdís NYTT kennslucfni fyrir Pólverja sem vilja læra íslensku var kynnt í félagsmálaráðuneytinu í gær. Frá vinstri: An-Dao Tran málfræðingur, Stanislaw Jan Baroszek málfræðingur og Páll Pétursson félagsmála- ráðherra. Einfalt náms- efni fyrir alla SAMKEPPNISRÁD álítur að kvótaálag við útflutning á ferskum fiski fari gegn markmiði sam- keppnislaga samanber fyrstu grein þeirra. Samkeppnisráð beinir því þeim tilmælum til sjávarútvegsráð- heira að taka fyrirkomulag um kvótaálag til endurskoðunar. Þetta er niðurstaða ráðsins í erindi, sem sent var því fyrir hönd útgerðar Freyju RE, sem flytur um 60% af heildarafla sínum í gámum á er- lenda fiskmarkaði. Auk þessa máls er annað af sama toga rekið í dómskerfinu, þar sem útgerðarfyr- irtækið Bergur-Huginn í Vest- mannaeyjum hefur stefnt sjávarút- vegsráðherra vegna álagsins. I niðurstöðu samkeppnisráðs segir meðal annars svo: „Er það álit samkeppnisráðs að ákvæði laga og reglugerða um stjórn fisk- veiða sem gera ráð fyrir sérstöku kvótaálagi á afla, sem seldur er ferskur á erlenda markaði, feli í sér mismunun milli innlendra út- gerðarfyrirtækja og raski sam- keppnisstöðu þeirra innbyrðis, að svo miklu leyti sem fyrirkomulagið styðst ekki við hlutlæg sjónarmið á borð við rýrnun á afla. Þá er fyrir- komulag þetta til þess fallið að skekkja verðmyndun á þeim afurð- um sem um ræðir, það hamlar gegn eðlilegri markaðssókn út- gerðarfyrirtækja erlendis og er til þess fallið að draga úr hagkvæmri nýtingu þeirra framleiðsluþátta sem um ræðir. Kvótaálagið fer því gegn markmiði samkeppnislaga sbr. 1. gr. þeirra.“ Sett á við upphaf kvótakerfisins Alag á útflutning á ferskum fiski kom á við upphaf kvótakerfisins. Þá var töluverður fjöldi útgerða sem stundaði siglingar með afla sinn á markaði erlendis. Þegar aflareynsla þeirra vai- metin til ákvörðunar aflahlutdeildar, fengu þær 25% ofan án raunverulegan afla til að bæta þeim upp frátafir frá veiðum vegna siglinganna og rýrnunar í afla á leið á markaðina. Því beint til sjáv- arútvegsráðherra að taka núverandi fyrirkomulag til endurskoðunar Á móti var svo ákveðið samsvar- andi álag á aflaheimildir við sölu erlendis. Væru þannig seld 100 tonn reiknuðust 125 tonn farin af kvóta skipsins. ÁJagið hefur síðan verið mismikið en er nú 20% á þorsk og ýsu, en 15% á aðrar teg- undir. I greinargerð með frum- varpi til laga um stjórnun fiskveiða 1990 segir svo: Lagt er til að há- marksálagið verði hækkað úr 15% í 20% á þorski og ýsu en hámarksál- agið á öðrum botnfisktegundum verði 15% eins og í ákvæðum gild- andi laga. Þau sjónarmið sem hér liggja að baki era þau að þorskur og ýsa nýtist innlendri fiskvinnslu betur og því beri að stefna að því að draga úr útflutningi á þessum tegundum.“ Mikið liefur breytzt Samkeppnisstofnun óskaði eftir umsögn LIU og Samtaka __ fisk- vinnslustöðva á máli þessu. í um- sögn LÍÚ kemur fram að miklar breytingar hafi átt sér stað frá því að álagið var sett á. Flestar þær útgerðir, sem fengu á sínum tíma hækkaðar aflaheimildir vegna sigl- inga á erlenda markaði, hafi hætt að selja fisk óunninn úr landi og njóti því viðbótarinnar óskertrar. Á hinn bóginn séu það aðrar út- gerðir nú, sem stundi sölu afla á erlenda markaði, útgerðir sem aldrei hafi notið viðbótar við afla- reynslu sína. LIÚ telur þvinganir af þessu tagi sporna við frjálsum viðskiptum með ferskan fisk og brjóta í bága við það markmið að allir aðilar á samkeppnissvæði EES standi jafnt að vígi. Jafn- framt bendir LÍÚ á þá mismunun að álag komi ekki á kvóta þorskaflahámarksbáta, sem selji afla sinn óunninn úr landi. Til að vega upp á nióti rýrnun Samtök fiskvinnslustöðva leggja áherzlu á að álagið brjóti ekki í bága við reglur um evrópska efna- hagssvæðið, enda hafi engar kvart- anir borizt frá Evrópusambandinu eða Eftirlitsstofnun EFTA vegna álagsins. Samtökin leggja áherzlu á að kvótaálag vegna útflutnings á óunnum fiski sé annars vegar lagt á vegna rýrnunar sem fiskurinn verði fyrir á leið sinni á markað er- lendis og hins vegar til að vega upp á móti styrkjum sem erlendir físk- kaupendur og fiskvinnsla njóti. I athugasemdum frá lögmanni útgerðar Freyju RE segir að sam- kvæmt rannsóknum Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins rýi’ni fisk- ur á leið sinni á markað um 1%. Það skýri á engan hátt það kvótaá- lag, sem lagt sé á afla skipsins, sem fluttur sé utan óunninn. Brýtur ekki í bága við EES-samninginn I athugasemdum sjávarútvegs- ráðuneytisins segir að sjávaraf- urðir falli ekki undir gildissvið 3. mgr. 8. gr. meginmáls EES-samn- ingsins. Viðskipti með sjávaraf- urðir lúti ekki almennum reglum samningsins um frjálsa vöruflutn- inga. í bókun 9 við EES-samning- inn sé ekki lagt bann við magntak- möi’kunum á útflutning eða ráð- stöfunum, sem hafi sambærileg áhrif og verði því ekki talið að kvótaálagið feli í sér brot á reglum bókunar 9 um frjálsa vöruflutn- inga. Niðurstaðan ræðst án tillits til samspils við EES-reglur í niðurstöðu samkeppnisráðs segir meðal annars svo: „Að mati samkeppnisráðs má af framan- sögðu sjá að óljóst er hvort, og þá að hversu miklu leyti, viðskipti með fisk og aðrar sjávarafurðir falla undir meginmál EES-samningsins. Það felur meðal annars í sér að vafi leikur á því hvort rétt sé að hafa hliðsjón af meðal annars 12. grein samningsins við mat á því álitaefni sem í máli þessu greinir. Þá má einnig ráða af gögnum málsins að fyrir héraðsdómi Reykjavíkur er nú rekið héraðsdómsmálið Bergur- Huginn ehf. gegn sjávarútvegsráð- herra fyrir hönd íslenzka ríksins, um það álitaefni hvort hið um- deilda kvótaálag fái staðizt ákvæði EES-samningsins og jafnræðisá- kvæði stjórnarskrárinnar, Með vís- an til frarnanritaðs mun niðurstaða máls þessa fyrir samkeppnisyfir- völdum ráðast af ákvæðum sam- keppnislaga án tillits til samspils þeiraa við reglur EES-samningsins vegna þeirrar réttaróvissu sem uppi er um gildissvið samningsins að þessu leyti.“ GEFIÐ hefur verið út handhægt kennsluefni í íslensku fyrh’ Pól- verja. Samkvæmt tölum Útlend- ingaeftirlitsins fengu um 1.500 Pól- verjar dvalarleyfi hér á landi árin 1997 og 1998. Útgáfan var kynnt í félagsmálaráðuneytinu í gær. Kennsluefnið, sem nefnist Is- lenska fyrir byrjendur með pólsk- um skýringum, er unnið af mál- fræðingunum Stanislaw Jan Baroszek og An-Dao Tran. Efnið er tvíþætt, annars vegar bók með helstu málfræðireglum og ritmáli og svo hljóðsnælda með kennslu tal- máls. Þörfin mikil Baroszek, sem nú er að vinna að gerð pólsk-íslenskrar og íslensk- pólskrar orðabókar, sagði að ráðist hefði verið í gerð kennsluefnisins vegna þess að þörfin hefði verið mikil. Hann sagði að það nám sem boðið væri upp á í Háskóla Islands væri frekar sniðið að háskólafólki „OKKUR datt þessi aðferð í hug til að minna á nýtt símanúmer auglýs- ingastofunnar en það er mjög líkt númeri norska sendiráðsins," sagði Helgi Helgason, framkvæmdastjóri hjá Góðu fólki, er hann var spurður og því væri það á vissan hátt ekki eins nytsamlegt og hið einfalda námsefni sem nú væri verið að bjóða upp á. Þá ber einnig að hafa það í huga að flestir þeir Pólverjar sem koma til landsins eru að vinna við sjávarútveginn í sjávarplássum og hafa því ekki tök á að koma í höf- uðborgina til að leggja stund á málanám. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði Pólverja afar mikilvæga íslensku efnahagslífi og því mikil- vægt að þeir hefðu möguleika á að læra tungumálið og að þeir einangi’- uðust ekki. í fréttatilkynningu segir að útgáfa kennsluefnisins sé liður í að auðvelda bæði nýbúum frá Pól- landi og íslendingum að hafa meiri samskipti og um leið að bæta stöðu beggja til að kynnast hinum fjöl- mörgu þáttum menningar hvorrar þjóðar um sig. Námsefnið er gefið út af Fjöl- mennt ehf. og Bréfaskólanum með stuðningi frá félagsmálaráðuneyti. um auglýsingu í Morgunblaðinu í gær með yfirskiiftinni Vi er ikke gott folk - við eram ekki gott fólk. „Við hörmum þessa leið auglýs- ingastofunnar því fólk hefur hringt hingað og telur auglýsinguna vera frá sendiráðinu, sem er alls ekki,“ sagði Knut Taraldset, sendiherra Noregs, um auglýsinguna. „Fólk hefur spurt hvað við séum eiginlega að fara með auglýsingunni og það finnst mér leitt því við hefðum aldrei auglýst á þennan hátt með Leif trónandi þarna efst,“ segir sendi- herrann. Hann kvaðst ekki hafa ver- ið í sambandi við auglýsingastofuna, það væri þýðingarlaust. „Það hefur enginn ruglingur verið í gangi heldur var þarna bara verið að fara í lítinn leik með númerin til þess að hjálpa til að enginn rugling- ur verði,“ sagði Helgi Helgason einnig. Hann sagði að fyrstu áhrif auglýsingarinnar, m.a. með rauða litnum og Leifi, hefðu átt að vera þau að auglýsingin væri norsk en síðan myndu menn sjá að verið væri að kynna númer auglýsingastofunn- ar. Hann kvaðst ekki hafa heyrt annað en góð viðbrögð við henni. Flóttafólkið frá Kosovo þarf á tafarlausri aðstoð að halda Tugir þúsunda Kosovobúa hafa hrakist á flótta vegna átakanna i Júgóslavíu að undanförnu. Fólkið þarf á brýnustu nauósynjum á borð við mat, hreinlætisvörur og teppi aó halda. Munið söfnunarreikninginn í SPRON, 1151-26-12 og gíróseóla í bönkum og sparisjóðum. Nánari upplýsingar í síma 570 4000 Rauði kross íslands Garðabær — Arnarnes Tvær samþykktar íbúðir. Vorum að fá í sölu hús á fallegum útsýnisstað, glæsilega stað- sett, innst í botnlanga. Um er að ræða tvær samþykktar íbúðir. Efri hæðin er 180 fm með glæsilegum stofum, arni og glæsiút- sýni. 4 svefnherb. Á neðri hæð er tvöfaldur bílskúr og gert ráð fyrir ca 80 — 100 fm íbúð. Nýtt járn á þaki, nýir gluggar og gler og útihurðir. Húsið er ekki íbúðarhæft heldur mitt á milli þess að vera fokhelt og tilbúið til innréttinga. Teikningar á skrifstofu. Frábært tækifæri fyrir þá sem vilja búa saman. Upplýsingar á VALHÖLL, FASTEIGNASÖLU, Síðumúla 27, sími 588 4477. Sendiherra Noregs Hefðum aldrei auglýst á þennan hátt i I i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.