Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Lögbann á
notkun
orðsins
veltukort
SÝSLUMAÐURINN í Reykjavík
varð í gær við lögbannskröfu VISA-
Islands vegna notkunar Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis á orðinu
Veltukort.
Lagði sýslumaður lögbann á að
gerðarþoli noti orðið Veltukort í starf-
semi sinni sem auðkenni fyrir hvers
konar greiðslukort, fjármálaskjöl eða
fjármálaþjónustu. Jafnframt leggur
sýslumaður lögbann við notkun auð-
kennisins Veltukort í auglýsingum og
annarri kynningu á nefndum vörum
eða þjónustu.
Kort Sparisjóðsins heitir héðan í frá
Veltukreditkort SPRON að sögn Guð-
mundar Haukssonar sparisjóðsstjóra.
„Þessi aðferð keppinautanna að tefja
markaðssetningu okkar með því að
fara í hártoganir á nafni breytir
engu,“ segir Guðmundur.
Forstjóri VISA-íslands, Einar S.
Einarsson, lýsti yfir ánægju sinni með
úrskurðinn „Við töldum að SPRON
hefði farið svolítið geyst fram með því
að hertaka okkar vemdaða þjónustu-
heiti og við leggjum ekki mikinn trún-
að á að það sé alvara á bak við það að
taka upp afbökun á þessu heiti,“ segir
Einar og segist líta svo á að SPRON
sé ekki að hlíta úrskurðinum með því
að nefna kortið Veltukreditkort.
Guðmundur Hauksson segir að um-
mæli forstjóra VISA-íslands í Morg-
unblaðinu í gær, þess efnis að það hafi
verið „einbeittur brotavilji“ sinn sem
hafi valdið því að VISA hafi farið fram
‘a lögbann, sé mjög alvarleg framsetn-
ing á málinu hjá Einari og taki hann
þau mjög alvarlega.
Hátt í
Morgunblaðið/Eiríkur P. Jörundsson
500 manns á borgarafundi á Höfn
Hornafirði. Morgunblaðið.
FULLT var út úr dyrum á borg-
arafundi á Höfn í Hornafirði í
gærkvöldi. Hátt í 500 manns
fylgdust með og tóku þátt í um-
ræðum uin fíkniefnamál og for-
varnir, en nokkuð hefur borið á
vaxandi fíkniefnaneyslu í bænum
undanfamar vikur.
Greinilegt var að bæjarbúar
eru nokkuð uggandi vegna þess-
arar þróunar sem og aukins of-
beldis í tengslum við þá einstak-
linga sem gmnaðir em um mis-
notkun fíkniefna. Lögregluyfir-
völd á staðnum voru gagnrýnd
harðlega og var það mál margra
fundarmanna að lögreglan á
staðnum væri ekki í stakk búin
til að taka á vandanum vegna
þess hversu fáir lögreglumenn-
irnir væm og hefðu úr litlu fjár-
inagni að moða.
A fundinum fræddu Ólafur
Guðmundsson, rannsóknarlög-
reglumaður frá fíkniefnadeild
lögreglunnar í Reykjavík, og Ast-
þór Ragnarsson frá SÁÁ fundar-
gesti um fíkniefnamál og for-
varnir. Að því loknu hófust harð-
orðar umræður um þá óöld sem
margir íbúar telja að nú ríki á
Hornafirði.
1,2 milljón-
ir í háseta-
hlut
FRYSTITOGARINN Amar
HU 1 hefur enn einu sinni bætt
Islandsmetið í aflaverðmæti úr
einni veiðiferð. Aflaverðmætið í
síðasta túr var um 114 milljónir
króna.
Túrinn tók 33 daga svo afla-
verðmæti á dag var að meðaltali
um 3,5 milljónir króna. 26 menn
eru í áhöfn Arnars og verður há-
setahluturinn úr þessari veiði-
ferð um 1.200 þúsund.
■ Verðmesti/B2
Margir fá laun
og bætur í dag
RÍKISSTARFSMENN fá laun
sín útborguð í dag, 31. mars,
þrátt fyrir að ekki sé skylt að
gi’eiða út laun fyrr en fyrsta
virka dag hvers mánaðar.
I sumum kjarasamningum á
almenna vinnumarkaðinum er
kveðið á um að laun skuli greidd
út fyrir mánaðamót ef fyrsti
dagur næsta mánaðar er helgi-
dagur.
Þá hefur verið ákveðið að
Tryggingastofnun greiði bætur
almannatrygginga í dag.
Baugur kaupir helmingshlut í Partafélaginu SMS í Færeyjum
Með 50% verslunar í
Færeyjum eftir kaupin
BAUGUR hf. hefur fest kaup á
helmingshlut í Partafélaginu SMS í
Færeyjum og hefur í kjölfarið verið
ákveðið að sameina SMS og P/f För-
is, sem rekur verslanir Bónuss í
Færeyjum en þær eru tvær.
I sameiningu reka þessi fyrirtæki
sex verslanir í Færeyjum og er áætl-
uð markaðshlutdeild SMS í Færeyj-
um um 50% eftir sameininguna.
SMS á og rekur einu verslunarmið-
stöðina á eyjunum, auk annars versl-
unareksturs.
Um 2 milljarðar í veltu
Að sögn Jóns Ásgeirs Jóhannes-
sonar, forstjóra Baugs hf., er áætluð
velta SMS á næsta ári um tveir millj-
arðar króna. Helsta markmiðið með
sameiningunni sé að auka hagræð-
ingu í rekstri, efla samstarf um inn-
kaup, meðal annars með nýtingu
vöruhúss Baugs hérlendis, og skapa
að auki nýja möguleika á sviði sér-
vöru og er þá m.a. miðað við rekstur
Hagkaups.
„Umsvif okkar í Færeyjum stór-
aukast með þessum kaupum. Við
horfum mikið til sérvörumarkaðar-
ins og teljum að þar séu vannýtt
tækifæri í Færeyjum. Við eigum
kost á að nota verslunarmiðstöð
SMS í Færeyjum í því skyni að þróa
þann markað og þar er gott hús-
næði undir sérvöruna," segir Jón
Ásgeir.
Bónus keypti hlutinn í SMS af
Hans Mortensen sem byggði versl-
unarmiðstöðina og átti 80% í fyrir-
tækinu og einnig af dönskum aðil-
um. Kaupverðið er ekki gefið upp
en Jón Ásgeir kveðst telja að um
ágæt kaup hafi verið að ræða. „Aðil-
ar nálguðust hvor annan á svipuðum
tíma. Við sáum að framtíðin fælist í
að ná meiri markaðshlutdeild og um
leið meiri hagræðingu. Þetta er ekki
stór markaður en við töldum okkur
þurfa að ná ákveðinni stærð til að
nýta okkar úrræði betur, svo sem
vöruhúsið hér heima og vöruhúsið í
Danmörku. Við sjáum t.d. fram á að
kaup af Baugi hér heima muni
aukast,“ segir Jón Ásgeir.
Hann kveðst jafnframt telja að
með kaupunum opnist fleiri mögu-
leikar fyrir íslenska framleiðendur
og nefnir í því sambandi framleið-
endur hreinlætisefna, sælgætis og
ávaxtasafa. Hann telji einnig að ís-
lenskar landbúnaðarvörur eigi fullt
erindi á færeyskan markað, en til
þess að svo megi verða þurfi að
koma á nokkurs konar fríverslunar-
samningi milli landanna. „Við mun-
um hvetja stjórnvöld til að athuga
þau mál. Við teljum að þarna séu t.d.
mikil tækifæri íyrir íslenskar mjólk-
urafurðir,“ segir Jón Ásgeir.
„Okkur sýnist að ónýtt fram-
leiðslugeta íslenskra framleiðenda
nemi oft á tíðum um 20-25%, ein-
göngu vegna þess að menn komast
ekki yfir tæki sem framleiða minna,
og því teljum við að með 45 þúsund
manna markaði í Færeyjum geti ís-
lenskir framleiðendur fullnýtt af-
kastagetu sína. Um leið gæti það
leitt til lægra vöruverðs á íslandi og
í Færeyjum og gert vörurnar sam-
keppnishæfari við erlendar fram-
leiðsluvörur."
Rekstur í A-Evrópu í athugun
Baugur hf. undirbýr nú í samstarfi
við verslunarkeðjuna Reitangrupp-
en, sem á 20% í Baugi, sókn fyrir-
tækisins erlendis og er meðal annars
horft til þess að færa út kvíarnar í
Austur-Evrópu undir merkjum Bón-
uss, að sögn Jóns Ásgeirs Jóhannes-
sonar, forstjóra Baugs.
„Við erum að skoða ýmis mál með
þeim sem gætu leitt til frekari land-
vinninga. Reitangruppen er aðallega
á Norðurlöndunum en hefur verið að
hasla sér völl í Tékklandi og Pól-
landi, svo eitthvað sé nefnt. í því
samstarfi er fyrst og fremst horft til
Bónuss og hafa forsvarsmenn Reit-
angruppen lýst því yfir að þeir séu
afar spenntir vegna þein-a mála.
Mönnum líst vel á þessar hugmynd-
ir,“ segir Jón Ásgeir.
U Sfe)!HI
► f VERINU í dag er sagt frá mesta afla-
verðmæti Islandssögunnar og góðum
þorskafla í netin. Tæp 90.000 tonn af loðnu
urðu eftir af loðnukvótanum og má áætla
að útflutningsverðmæti afurða úr því
magni hafi getað numið 550 millj. króna.
MORGUN-
BLAÐINU í
dag fylgir
tuttugu og
átta síðna
sérblað í til-
efni þess að
hálf öld er
liðin frá
stofnun
Atlantshafs-
bandalagsins.
Dagskipunin vörn
hjá Íslendingum/C2
FH er komið í
undanúrslit/C3