Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 MINNINGAR HULDA VALDIMARS- DÓTTIR RITCHIE + Hulda Valdi- marsdóttir fæddist í Hnífsdal við Isafjarðardjúp 22. desember 1917. Hún lést á Landspít- alanum 26. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríð- ur Elísabet Guð- mundsdóttir frá Fossum, f. 13.6. 1898, d. 20.5. 1985, og Valdimar Bjöm Valdimarsson, ætt- fræðingur og kenn- ari frá Hnífsdal, f. 12.9. 1888, d. 18.7. 1974. Sigríð- ur Elísabet giftist 23.12. 1923 Ingimari Finnbjömssyni, út- gerðarmanni í Hnífsdal, f. 4.1. 1897, d. 26.10. 1991. Systkini Huldu, sammæðra, vom Hall- dóra Inga Ingimarsdóttir, f. 12.7. 1924, d. 26.10. 1981, Guð- mundur Ingimarsson, f. 11.12. 1926, d. 1928, Guðmundur Sturla Ingimarsson, f. 24.7. 1928, d. 19.4. 1988, Hrefna Ingimarsdótt- ir, f. 30.8.1931, Björa Elías Ingi- marsson, f. 12.8. 1936, og Mar- •a grét Ingimarsdóttir, f. 29.4.1941. Hinn 12.3. 1941 giftist Hulda Samúel Stewart Ritchie, f. 12.7. 1912, d. 13.8. 1985, frá Glasgow í Skotlandi. Hann starfaði hjá vélsmiðjunni Hamri og síðan sem málari hjá SVR. Foreldrar hans vora Jean L. Ritchie (fædd Stewart), f. 8.11. 1880, d. 5.5. 1953, og James Ritchie, f. 1.12. 1880, d. 13.12. 1913. Börn Samú- els og Huldu eru: 1) Valdimar Samúelsson, flugvirki, f. 30.4. 1942, kvæntur Guðrúnu Björns- dóttur, ritara í Selásskóla. Þeirra dætur eru Hulda Guð- rún, f. 1970, hjúkrunarfræðing- ur, maki Ragnar Páll Bjarnas- son, f. 1970, nemi í kerfisfræði, Harpa, f. 1972, sölufulltrúi hjá _ Flugleiðum, maki Omar Einars- son, f. 1972, nemi í stjórnmálafræði, og Elfa Hrönn, f. 1977, nemi, maki Freyr Friðriksson, f. 1976, nemi í véltækni- fræði. 2) Carol Nan Ritchie, f. 25.12. 1943, d. 28.12. sama ár. 3) Norma E. Samúelsdóttir, rit- höfundur, hún var gift Sigurði Jóni Ólafssyni, bókasafnsfræðingi. Böm þeirra eru Steinar Logi, f. 1971, jarð- fræðingur, maki Halldóra Narfadóttir, starfar hjá E.J.S., Rósa Huld, f. 1974, kynningar- fulltrúi hjá Art.is, og Klara Dögg, f. 1976, húsmóðir, maki Óskar Kristinn Óskarsson, f. 1976, nemi í flugvélavirkjun í Tulsa, dóttir þeirra er Lísbet Stella, f. 26.10. 1997. Fyrir átti Hulda Björn Matthías Tryggva- son, f. 26.1. 1939, sem er vist- maður á Minni-Grund í Reykja- vík, með Tryggva Þorfinnssyni, f.v. skólastjóra þjóna- og veit- ingaskólans, f. 2.8. 1912, látinn. Hulda stundaði barnaskóla- nám í Hnífsdal, en gekk svo í gagnfræðaskóla bæði á ísafirði og í Ágústarskólanum í Reykja- vík. Hún fór til Danmerkur og vann þar í eitt ár og árið 1941 fluttist hún til Skotlands og bjó þar í nær fimm ár. Hulda starf- aði í 24 ár sem þýðandi og ritari í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík. Útför Huldu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku móðir. Þetta gerðist allt svo snöggt. Þú varst full af krafti og ljómaðir af ánægju strax daginn eftir uppskurðinn og tilbúin að takast á við lífið á ný þótt yfir átt- rætt værir. Vildir fara að aka bfln- um og jafnvel ferðast utan til að hitta vini og ættingja. Þú varst svo ung í anda og gast leikið við hvern þinn fingur, hvort sem það var píanó, munnharpa eða þá sungið og jafnvel rappað, þá yfir áttrætt. Hvflík móðir. Þú varst lærdómsfús fram á síð- asta dag og vildir alltaf fylgjast með og varst vísindalega sinnuð. Það kom enginn að tómum kofun- um hjá þér, enda hugsuðum við oft hvort væri móðurtölva, þú eða tölv- an þín. Ég, sem skrifa þetta fyrir hönd okkar, átti það til að kalla tölvu þína móðurtölvu, sem hún var með réttu, er ég sendi þér tölvu- póst þegar ég var erlendis og ekki stóð á svari, sem alltaf kom um hæl. Við dáðumst öll að þér fyrir dugnað og áræði í öllu fram á síð- asta dag og var það líkt þér hve fljót þú varst að venda kvæði þínu í _ kross þegar þú fannst að þú yrðir að láta í minni pokann í veikindum þínum og liðu vart tveir dagar þar til þú kvaddir. Þú gafst okkur allt sem móðir gat og betur en nú er tíminn þinn kominn og ég veit að þú notar hann vel í hinum nýju víddum með öllum þínum ástvinum. Börnin þín. Elsku amma, það er komið að kveðjustund. Við eigum erftitt með að átta okkur á því að þú ert farin frá okkur, að við getum ekki komið aftur í heimsókn til þín og rætt um lífið og tilveruna. Þú varst búin að vera veik og sýndir mikið hugi-ekki og styrk í þeim veikindum. Nú hef- ur þú loksins hitt þinn ástkæra Sam afa aftur, ætli þið séuð ekki komin til Skotlands aftur? Við eigum margar góðar minn- ingar um þig. Þú varst alltaf svo gjafmild og góð við okkur barna- börnin. Alltaf laumaðir þú ein- hveiju að okkur þegar við komum í heimsókn til þín eða sendir okkur út í búð að kaupa eitthvert góðgæti. Það var gaman að sitja hjá þér og heyra allar sögurnar sem þú hafðir að segja af þér og afa þegar þið voruð að kynnast og svo þegar þið voruð í Skotlandi og Englandi. Þú hafðir aldeilis upplifað margt á þeim tíma. Þú varst mikið fyrir tónlist og spilaðir á píanó af mikilli snilld og kenndir okkur öllum að spila á það, en þó með misgóðum árangri. Og einnig varstu einstaklega fé- lagslynd, hafðir mjög gaman af því að hitta fólk og syngja og dansa. Kom það fyrir að þú á áttræðisaldri kæmir heim úr veislu undir morgun meðan yngri kynslóðin var löngu gengin til náða. Svona munum við minnast þín, elsku amma, sem glaðlyndrar, glæsilegrar og gjafmildrar konu sem vildir öllum vel í kringum þig. Þú munt lifa áfram í minningu okkar og verða okkur fyrirmynd í gegnum ævina. Þínar sonardætur, Hulda, Harpa og Elfa. 0 ÚTFARARÞJÓNUSTAN Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri Þegar ég kynntist Huldu Vald þá skildi ég ómögulega hvers vegna hún var ekki amma mín. Hún var jú amma þeirra Huldu, Hörpu og Elfu en þær eiga nánast sömu mömmu og ég. Hulda var ekki amma mín og við vorum ekki svo mikið sem skyld sem var enn óskiljanlegra. En það kom ekki að sök, við gerðum samn- ing um að hún yrði hálfamma mín. Betri samning hafa fáir gert og það var gæfa að fá að kynnast þessari skemmtilegu og lífsglöðu heims- konu sem kenndi okkur að glamra skoskar drykkjuvísur á píanóið í Kleifarási á meðan hún söng: „What do you do with a drunken sailor?“ Hefðum við spurt hvenær hún lærði vísuna hefðum við eflaust heyrt fal- lega sögu af ungri stúlku sem lét haf og heimsstyrjöld ekki skilja sig frá ástinni. Það var sérstakur ljómi yfir Huldu, tungutakið var sérstakt og hláturinn líka. Hún hafði alltaf lif- andi áhuga á því sem maður var að fást, við og þegar ég sýndi henni drenginn minn í fyrsta skipti þá var það okkar fyrsta verk að framlengja ömmusamninginn og gera hana að aukalangömmu. Ég held að það sé ekkert brot á samningnum þótt maður sakni hennar eins og um alvöru ömmu hafi verið að ræða. En ég veit að hún hlakkaði til að hitta Sam aftur, á fallegum stað sem líkist væntan- lega skoskum hálöndum. Andri Snær Magnason. Amma Hulda, þessi unglega og skemmtilega drottning, hefur kvatt okkur. Amma Hulda var okkur systkinunum meira en amma. Ég gleymi aldrei þegar mamma okkar var veik, þá kom amma alltaf hlaupandi eins og álfadís og fyllti ísskápinn af alls kyns góðgæti. Svo byrjaði hún að taka til og íbúðin var eins og í höll, það varð alltaf allt svo flott og gott það sem amma gerði. Hún mun alltaf vera í huga mínum og allra sem þekkja hana. Það er aldrei hægt að gleyma svona yndis- legri konu eins og ömmu og langömmu Huldu. Klara, Óskar og Lísbet Stella. Þó sofnað hafi söngur þinn, samt er hann dáinn eigi. Vakinn mun hann, vinur minn, vors á björtum degi. Hugsa ég upp í himininn og höfuð mitt ég beygi, höfuð mitt í kveðjuskyni beygi. (Olína Andrésdóttir.) Það er hægt að kveðja á margan hátt og þó að Stefán Þór geti ekki fylgt Huldu móðursystur sinni til grafar langar okkur hjónin að minnast hennar með fáeinum orð- um, enda þótti okkur báðum mjög vænt um hana. Hulda á eftir að lifa lengi í huga okkar, en alls ekki sem gömul kona eða sjúklingur, heldur þvert á móti sem einstaklega lifandi og skemmtileg manneskja, með vakandi áhuga á öllu sem gerðist í kringum hana. Það er ekki nema hálft ár síðan hún var hrókur alls fagnaðar í afmæli Stefáns, söng og trallaði og lék við hvern sinn fingur, og mætti margur yngri öfunda hana af lífsgleðinni og kætinni. Þegar við hringdum í hana næsta dag, til að spyrja hvort hún væri ekki eftir sig, öldruð konan, hélt hún nú síður. Hún var eins og end- urnærð eftir gleðskapinn og strax farin að hlakka til næstu veislu! En það er varla við öðru að búast af konu sem lét engan bilbug á sér finna, þó að líkaminn væri farinn að gefa sig, heldur skellti sér á spjall- rásir á netinu og skiptist á tölvu- pósti við fólk um allan heim. Mynd- irriar úr veislunni fékk hún auðvit- að sendar í tölvupósti og ef til vill hefðu þær endað á heimasíðunni sem hún var með í bígerð, þó að sú síða hafi því miður aldrei komist á netið. Eflaust hefði þar verið margt skemmtilegt og fróðlegt að finna. Eins og ég sagði að ofan á þetta aðeins að vera örstutt kveðja en ekki nein upptalning eða lýsing á ævi Huldu, enda verða eflaust aðrir til þess. En okkur Stefán og fjöl- skyldu okkar langar að þakka henni fyrir allar samverustundirn- ar og samfylgdina í gegnum árin. Hennar verður sárt saknað. Og þó er það víst, eins og rós heitir rós, að rósir á klettunum spretta, og allt eins er víst, eins og ljósið er ljós, að Ijós býr í myrkrinu þétta, og að hönd Guðs mun hlut okkar rétta. (M. Joch.) Hönd Guðs leysti Huldu frá þján- ingum og hönd Guðs mun sefa sorg þeirra sem eiga um sárt að binda. Við vottum fjölskyldu Huldu frænku innilega samúð okkar. Elva og Stefán Þór. Ég hef ekki þekkt Huldu nema í um það bil sex ár, en það er jafn- langur tími og ég hef þekkt sonar- dóttur hennar og nöfnu. En þessi tími er miklu meira en nóg til að komast að því hversu stórkostlegur karakter Hulda var. Þegar Hulda Guðrún fór fyrst með mig til ömmu sinnar á Þórsgötuna man ég svo vel að það fyrsta sem hún sagði var ekki gaman sjá þig heldur: „Hann er stærri en þú.“ Hún sagði það sem henni datt í hug. Og hvað ætli það séu margar ömmur sem eru alltaf tilbúnar í kjúklingabita og franskar með barnabörnunum eða kaupi sér bfl með topplúgu; ég þekki ekki margar. Mest fannst mér þó til um það hvað hún var sterk andlega, henni hafði í nokkur ár liðið illa líkamlega og farið í að- gerðir vegna þess en yfir þessu kvartaði hún aldrei svo ég heyrði, hélt áfram í púttinu og svo mörgu öðru sem hún hafði komið sér upp að gera. Hún var í rauninni yfir- hlaðin af áhugamálum, en þannig leið henni best. Alltaf nóg fyrir stafni. Það er talað um að fólk missi mikið þegar það missir nákomna ættingja og það er rétt og þeir sem nú syrgja Huldu Valdimarsdóttur hafa sannanlega misst, því fjöl- skyldan er óvenju samheldin og öll tækifæri notuð til að hittast og styrkja tengslin en það gerir miss- inn enn meiri. Ég votta öllum ættingjum og vin- um Huldu mína dýpstu samúð, en þó sérstakleg barnabörnum hennar sem hafa misst ömmu sem var engri annarri lík. Ragnar Páll Bjarnason. Elskuleg frænka mín er látin. Síðast þegar ég heimsótti hana á spítalann sex dögum fyrir andlátið, var hún hress og brosmild að vanda og átti að útskrifast tveim dögum síðar af spítalanum. Það var aðals- merki Huldu að brosa og gera að gamni sínu, sem kom hvað best í ljós í veikindum hennar, þegar von var á hverri stóraðgerðinni eftir aðra. Ég talaði t.d. við hana í síma kvöldið áður en hún fór í síðasta uppskurðinn, en læknar gáfu henni bara helmings von um að hún þyldi þá aðgerð. Þrátt fyrir það var Hulda létt og gerði að gamni sínu. Hún sagðist vera að koma úr sótt- hreinsunarbaði svo það gæti eflaust ekkert grandað sér. Meira að segja hefði hún þurft að þvo burt fínu lagninguna sem Halldóra frænka sín hefði sett í sig í dag. Hún sagði samt blessunin: „Auðvitað er ég kvíðin,“ en ekki orð meira um það. Ég man fyrst eftir Huldu frænku þegar hún kom vestur, frá hinum stóra heimi í mínum augum, sem hefðarkona í pels og tók eftir litlu stelpunni, nokkmra ára gamalli, og hafði orð á því hvað ég væri útitek- in. Þetta var í þá daga þegar alltaf var gott veður á sumrin og krakkar léku sér úti, berlappa og berhand- leggja, guðslangan daginn. Ég átti nokkrar stórfrænkur sem voru dá- lítið eldri en ég, sem ég leit mjög upp til, en því miður eru horfnar héðan fyrir utan tvær sem búa er- lendis, svo ég sé mikið eftir þér, elsku Hulda mín. Hulda naut sér- fríðinda þar sem hún var eina barnabam afa og ömmu sem ólst upp hjá þeim. Ég sagði við Huldu eitt sinn að ég öfundaði hana að hafa kynnst ömmu og afa svona vel þar sem amma var dáin þegar ég fæddist og mér fannst ég sjá of lítið til afa. Hulda lifði viðburðaríku lífi, þar sem skiptust á skin og skúrir eins og gengur. Fyrstu hjúskaparár sín dvaldi hún í Skotlandi á stríðsárun- um, svo þar hefur nú reynt á sálar- þrek hennar sem hún stóðst með mikilli prýði. Ég man að á þessum ámm vom foreldrar og ættingjar mjög áhyggjufullir, þar sem engar fréttir bárust svo mánuðum skipti. Eiginmanni sínum, Samúel, kynnt- ist Hulda í heimabæ sínum, Hnífs- dal, og hugljúfar frásagnir úr dag- bók eiginmanns hennar um tilhuga- líf þeirra eram við búin að heyra á öldum ljósvakans síðustu þrenn jól, sem Finnbogi Heimannsson tók saman. Sem betur fer fluttu Hulda og Sam með börnin til Islands fljót- lega eftir stríð og held ég að þau hafí aldrei séð eftir því. Þeim var tekið fagnandi af föður Huldu, þar sem hún var hans einkabarn, og elskulegri móðurfjölskyldu sinni, en þar átti Hulda fimm hálfsystkini og var mikill vinskapur og væntum- þykja milli þeirra allra, sérstaklega milli hennar og Hrefnu. Það var líka ánægjulegt að sjá hvað fóstur- faðir Huldu, Ingimar Finnbjörns- son, var henni alltaf hlýr og góður. Þegar bömin uxu úr grasi sótti Hulda um vinnu í bandaríska sendi- ráðinu og fékk þar vinnu og vann þar í yfir tuttugu ár, eða þar til hún komst á aldur, og naut þess að vinna þar, þar sem hún var mjög fé- lagslynd. Ég og fjölskylda mín sendum börnum Huldu og þeirra fjölskyld- um innilegar samúðarkvðejur. Hvfl í friði, kæra frænka. Borghildur Jónsdóttir. Þegar Hulda Valdimarsdóttir kvaddi þennan heim á föstudaginn, var sagan öll. Saga sem hófst vest- ur í Hnífsdal vetuiinn 1940. Hulda var enn ólofuð á æskuheimili sínu í Heimabæ 23 ára gömul, þegar skoskan hermann bar þar að garði ásamt tveimur félögum sínum. Þeir áttu að fylgjast með skipaferðum um Isafjarðardjúp og voru kallaðir strandverðir. Hulda var það for- frömuð að hún talaði ensku, hafði bæði verið í Gagnfræðaskólanum á Isafirði, Agústarskólanum svo- nefnda í Reykjavík og hafði auk þess dvalið eitt ár í Danmörku. Tókust kynni með Huldu og Skot- anum, sem hét fullu nafni Samuel Stewart Ritchie og var frá Glas- gow. Samuel var elskur að ljóðum og heillaði Huldu með ljóðalestri uppi í refagirðingu, þar sem þau hittust á kvöldin. Liðu nú jól og áramót og auðvitað tóku Hnífsdæl- ingar strákagreyjunum eins og hverjum öðram munaðarleysingj- um fjarri átthögum sínum. Litu reyndar aldrei á þá sem hermenn og gott ef dátarnir vora ekki farnir að líta sig sömu augum. Samuel Ritchie, þessi bókhneigði Skoti af írskum ættum, hélt líklega ein- stæða dagbók um vera sína í Hnífs- dal þar sem hann lýsir ekki aðeins samdrætti þeirra Huldu, heldur einnig háttum heimamanna og ekki síst veislum og kaffiboðum sem þeir þáðu og Samuel gi’einir frá af mikilli hlýju og góðu skopskyni. Dagbókin er enn þá til og var uppi- staðan í útvarpsþáttum sem undir- ritaður setti saman og hétu Ham- ingjujól í Hnífsdal. Tókust brátt ástir með Huldu og Samuel og vora þau pússuð saman í einum hvelli á Isafirði áður en hann skyldi sendur út á tundurduflaslæðara að fiska skaðvænleg dufl upp úr sjónum. Þá var komið fram í mars 1941. Atti að fara á skipsfjöl strax eftir brullaup- ið, en það varð brúðkaupsnóttinni til happs, að dallurinn strandaði á ísafirði og beið næsta flóðs. Blend- in kveðjustund í Hnífsdal, þegar eiginmaðurinn var kynntur fyrir tengdaföður sínum Valdimar Birni, nánast um leið og hann kvaddi. Allt slétt og fellt á yfirborðinu og fjöl- skyldualbúmin tekin fram, kannski í táknrænum tilgangi í stað orða. Bandaríkjamenn leystu Breta af hólmi sumarið 1941 og fóru þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.