Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 MORGUNB L AÐIÐ FRÉTTIR Háskóli Islands tekur upp 15 nýjar námsleiðir Nám með tengsl við atvinnulífið Morgunblaðið/Ásdís PÁLL Skúlason háskólarektor kynnti 15 nýjar námsleiðir sem hefjast í haust og haustið 2000. Bakvið hann stendur Margrét Bjömsdóttir, sem hefur séð um undirbúning að framkvæmd námskeiðanna, og Þórður Kristinsson, kennslusljóri HI, situr við hlið hans. HÁSKÓLI íslands ráðgerir að taka upp flmmtán nýjar námsleiðir við skólann nk. haust og haustið 2000. Um er að ræða stuttar hagnýtar námsleiðir sem taka að jafnaði eitt og hálft ár og lýkur með sjálfstæðu prófi eða diplómu. Ákveðið hefur verið að kalla námið diplómanám og er það von Háskólans að prófíð muni ávinna sér sess í íslensku atvinnulífi. Nám af þessari lengd þekkjast við háskóla bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Páll Skúlason, rektor Háskóla Is- lands, sagði á blaðamannafundi í gær að með þessu móti væri háskólinn að koma til móts við aukna eftii-spum eftir háskólanámi og þarfir þeirra sem ekki væru tilbúnir að hefja langt háskólanám. Sagði hann að á þennan hátt væri unnt að stemma stigu við brottfalli úr námsgreinum sem tekur þrjú ár eða lengri tíma að ljúka. Námsleiðimar muni henta vel nem- endum sem gert hafi hlé á námi eftir stúdentspróf og eiga erfitt um vik með að setjast á skólabekk í mörg ár. Fjármagns leitað úr atvinnulífinu Með nýju námsleiðunum vill Há- skóli íslands reyna að auka tengsl stofnunarinnar við atvinnulífið og munu sumar námsbrautimar verða að hluta fjármagnaðar af atvinnulíf- inu. Þegar hefur verið gengið frá því að iðnaðarráðuneytið styrki náms- braut um notkun tölvukerfa fyrstu tvö starfsár hennar og er ætlunin að afla styrkja úr atvinnulífinu til að kosta 2/3 af viðbótarkostnaði náms- leiðanna á næstu tveimur ámm. Helstu ástæður þess að stofnað er til þessa náms nu em að eftirspum eftir háskólanámi eykst stöðugt og gerðar eu ki'öfur um aukna fjöl- breytni þess og sveigjanleika. Fag- legur styrkur skólans og víðtæk þekking starfsfólks verða nýtt svo og rannsóknarumhverfi sem skapar ákjósanlegan gi-unn að kennslu. Reiknað er með að námsleiðimar taki að jafnaði eitt og hálft ár, sem jafn- gildir 45 einingum, og að unnt verði að nýta sem best þau námskeið sem nú þegar eru fyrir hendi í deildum skólans þannig að tilkostnaður verði sem minnstur. Að fenginni diplómu verður að öllu jöfnu unnt að fá námið metið til áframhaldandi náms við HI, en markmiðið með námsleiðunum er einnig að auka fjölbreytni á framboði 30 eininga aukagreina. Námsleiðimar sem hefjast haustið 1999 og eða haustið 2000 verða undir nokkram deildum skólans: Úr raun- vísindadeild verður boðið upp á rekstur tölvukerfa, rekstur sjávai'út- yegsfyrirtækja og ferðamálafræði. Úr viðskipta- og hagfræðideild verð- ur unnt að stunda nám í rekstri fyrir- tækja og tölvunotkun, viðskipta- tungumálum, markaðs- og útflutn- ingsfræði, rekstrarstjómun, og hag- íræði. Úr heimspekideild verður boð- ið upp á nám í hagnýtri íslensku, tungumálum í atvinnulífi sem eru danska, franska, spænska, þýska og enska. Einnig verður boðið upp á nám í þýðingarfræði. Úr félagsvís- indadeild verður unnt að hefja nám við upplýsingastjórnun og menntun leiðbeinenda í uppeldis- og félags- starfi. Fyrirkomulag námsleiðanna verð- ur kynnt nánar í sjálfstæðum bæk- lingi sem gefinn verður út á næstunni og dreift á námskynningu Háskóla Islands 11. apríl. Margrét S. Björns- dóttii' hefur haft umsjón með undir- búningi námsleiðanna auk þess sem verkefnisstjórn hefur verið skipuð af rektor til þess að sjá um samræm- ingu námsins, kynningu þess og leit að nýjum leiðum við fjáröflun. For- maður stjórnarinnar er Páll Jensson prófessor og meðstjómendur eru Bjami Armannsson, forstjóri FBA, Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri Hótels Sögu, Eiríkur Rögnvaldsson prófessor og Þórður Kristinsson kennslustjóri HI. Samgöngu- og utanríkisráðuneyti um Bandaríkjaflug MK-flugfélagsins Ekki talið upp- fylla skilyrði ÁSTÆÐA þess að MK-flugfélagið hefur ekki fengið tilnefningu ís- lenskra stjórnvalda til að geta annast fraktflug milli Islands og Bandaríkj- anna er að samgönguráðuneytið tel- ur félaginu vera stjórnað af erlend- um eigendum. Telst félagið því ekki uppfylla ákveðin skilyrði loftferða- samnings íslands og Bandaríkjanna. Samgönguráðuneytið sendi erindi MK-flugfélagsins um að fá tilnefn- ingu til fraktflugs milli Bandaríkj- anna og Islands til flugmálastjómar eins og jafnan er gert við slík erindi. Flugmálastjóm gerði athugasemd við erindið og segir m.a. svo í bréfi samgönguráðuneytisins til MK-flug- félagsins 25. janúai' sl.: „Þar er bent á að breskur aðili, sem skráður er fyrir 49% hlutafjár í félaginu, fari með raunverulega stjórn félagsins, þrátt fyrir að íslendingur búsettur í Belgíu sé skráður fyrir 51% hluta- fjárins. Er það mat flugmálastjóra að ekki sé fullnægt skilyrðum 2. mgr. 3. gi'. samningsins um að raunveraleg stjórn sé í höndum íslenskra aðila.“ Ekki er í bréfinu fallist á þá skoð- un MK-flugfélagsins að hnekkt hafi verið upplýsingum flugmálastjórnar og ekki heldur á þau sjónarmið flug- félagsins að láta eigi bandarískum stjórnvöldum það eftir að kanna hvort skilyi'ðum loftferðasamnings- ins sé fullnægt. Utanríkisráðuneytið, sem annast fonnlega tilnefningar samkvæmt loftferðasamningi landanna, hefur einnig kannað málið og haft sami-áð við bandarísk stjómvöld um túlkun á áðurnefhdum greinum loftferða- samningsins. Segir í bréfi samgöngu- ráðuneytisins að eftir rækilega skoð- un ráðuneytanna á gögnum sem liggi fyrir sé það samdóma álit þeirra að MK-flugfélagið fullnægi ekki skilvrð- um til tilnefningar samkvæmt loft- ferðasamningnum. í tveimur síðustu tölublöðum flug- málablaðsins Flight International er birtur árlegui’ listi um flugfélög heimsins. Þar er MK Airlines talið upp með félögum sem starfa í Afríku, Asíu, Miðausturlöndum og í Kyrra- hafslöndum. Það félag hefur aðsetur í Englandi, annast fraktflug milli Evr- ópu og Afríku, rekur sjö DC-8 þotur og hefur liðlega 100 starfsmenn. MK- flugfélagið ehf. er ekki að finna í lista tímaritsins yfir flugfélög í Evrópu en þar eru m.a. Atlanta, Flugleiðir og Islandsflug. Fram heldur nafninu SAMKEPPNISRÁÐ hefur úr- skurðað að Fram - Fótboltafé- lag Reykjavíkur hf. eigi rétt á að starfa undir þrí nafni enda hafi þeirri skráningu á hlutafélaga- skrá ekki verið hnekkt. Það var Knattspyrnufélag Reykjavíkur sem sneri sér til samkeppnisráðs og andmælti skráningu hlutafélagsins, Fram - Fótboltafélags Reykjavíkui', á hlutafélagaskrá, þar sem hætt væri við mglingi milli félaganna, ekki síst þegar nöfnin væru þýdd yfir á ensku. Samkeppnisráð hefur komist að þeirri niðurstöðu að auðkenni félaganna séu það frábrugðin að ekki verði villst á þeim. Svo lengi sem Fram-nafnið komi fyrir í heitinu sé engin hætta á rugl- ingi. Með vísan til sömu sjónar- miða er ekki talið að þýðing heit- anna yfir á ensku skapi hættu á ruglingi. Nafngiftin, Fram - Fótboltafélag Reykjavíkur hf., telst því ekki brot á samkeppnis- lögum. Ólögmætt samráð um gerð tilboða í innflutning á blómum að mati Samkeppnisráðs Reglur ráðuneytis leiddu til samkeppnishömlunar SAMKEPPNISRÁÐ hefur fellt þann úrskurð að Blómasalan, Bram og Grænn markaður hafi haft með sér ólögmætt samráð við gerð tilboða í innflutning á blómum úr blómakvóta sem landbúnaðarráðuneytið hefur ákveðið. Vegna samráðsins greiddu fyrirtækin þrjú 3-12 krónur í einu til- viki fyrir kíló af innflutningskvóta meðan annað fyrirtæki var látið greiða 450 krónur. Þótt um sé að ræða brot á sam- keppnislögum telur samkeppnisráð ekki ástæðu til að beita stjórnvalds- sektum. Samráðið megi rekja til samkeppnishamlandi reglna sem landbúnaðarráðuneytið hefur ákveð- ið og andvaraleysis ráðuneytisins. Þess vegna hefur ráðið beint þeim eindregnu tilmælum til landbúnaðar- ráðhema að þær hömlur á innflutn- ingi sem í gildi eru verði afnumdar svo að skilyrði séu til að virk sam- keppni geti þrifist. Áfskipti samkeppnisyfirvalda af innflutningi á blómum má rekja til kvörtunar fyrirtækisins Blómálfsins, sem fór fram á að rannsakað yrði hvort fyrirtækin þrjú hefðu haft ólögmætt samráð. Héldu niðri kostnaði með samráði Niðurstaða samkeppnisyfirvalda af rannsókn á kvörtun íýrirtækisins var sú að innflutningsfyrirtækin hafi haft samráð við gerð tiltekinna tilboða í blómakvóta. Samráðið hafi stuðlað að því að halda niðri gjöldum sem renna áttu í ríkissjóð, gjöldum sem ekki voru hugsuð sem tekjustofn heldur sem stýritæki við innflutning á land- búnaðarvörum. Með því hafi fyrirtækin væntan- lega verið að reyna að halda kostnaði sem lægstum og gæti það hafa eftir atvikum leitt til lægra verðs en ella. Þó þessar aðstæður réttlæti ekki ólöglegt samráð telui' samkeppnisráð ekki tilefni til _að beita þau stjóm- valdssektum. Á hinn bóginn hafi landbúnaðarráðuneyti átt að vera ljóst vegna þess fyrirkomulags sem var á innflutningi á blómum áður en GATT-samningurinn frá 1995 gekk í gildi og þeirrar fákeppni sem þá var við lýði, að þær aðferðir sem notaðar voru við stýringu á innflutningi á blómum eftir 1995 væm til þess falln- ar að hamla samkeppni á blóma- markaðnum. Þess vegna telur sam- keppnisráð ástæðu til að beina þeim eindregnu tilmælum til landbúnaðar- ráðherra að afnema þær hömlur á innflutningi blóma sem nú gilda svo vii-k samkeppni fáist þrifíst. Samkeppnisráð telur ámælisvert að landbúnaðarráðuneytið hafi tví- vegis litið fram hjá skýrum vísbend- ingum um ólögmætt samráð fyrir- tækjanna þriggja. í stað þess að fresta afgreiðslu eða ógilda tilboðin hafi ráðuneytið tekið tilboði fyrh'- tækjanna og rýrt með því andvara- leysi samkeppnisstöðu Blómálfsins en það fyrirtæki var látið greiða margfalt hærri kostnað en þeir sem höfðu samráðið. í einu tilviki var Bló- málfurinn látinn gi-eiða 450 krónur fyrh' hvert kíló af innfluttum blómum en íýrirtækin þrjú sem samráðið höfðu vom látin komast upp með að greiða 3-12 krónur fyrir hvert kíló af sínum innflutningi. Höfðu einkaleyfí fyrir 1995 Blóm eru skilgreind landbúnaðar- vara og sæta takmörkuðum innflutn- ingi, fram til 1995 höfðu fyri'greind þrjú fýrirtæki ein leyfi til að flytja inn blóm og var innflutningi skipt milli þeirra í hlutfalli við markaðs- lega stöðu þeima og var það fýrir- komulag við lýði í mörg ár, segh' í upplýsingum frá Samkeppnisstofn- unv Árið 1995 tóku gildi rýmkaðar inn- flutningsreglur samkvæmt GATT- samningi, sem m.a. tóku til viðskipta með blóm. Fyrst eftir gildistöku þeirra fengu fyrirtækin ein leyfi til að flytja inn blóm, síðan var varpað hlutkesti um innflutningsleyfi en loks var tekin upp núgildandi aðferð, sem er sú að láta innflytjendur sækja um innflutning úr fyi’irfram ákveðnum kvóta, sem landbúnaðarráðuneytið ákvað að höfðu samráði við aðila á markaðnum. Einungis þeir sem sótt höfðu um innflutning fyrir tiltekið magn gátu tekið þátt í útboði í hvert sinn. Þeir innflytjendur sem bjóða hæst gjald fá fyrst heimild til inn- flutnings á því magni sem þeir bjóða í. Þeir sem bjóða lægst eiga á hættu að fa ekki að flytja inn neitt. í upplýsingum frá Samkeppnis- stofnun segir að afleiðing þessa kerf- is sé að við innflutning á blómum í til- teknum tollflokki hækki innflytjend- ur innkaupakostnað sinn eftir því sem þeir bjóða hærra gjald í inn- flutninginn. Við það að koma á þessu kerfi hafi innflytjendur verið knúnh' til að greiða ráðuneytinu ígildi skatts eða tolls til að fá heimild til að flytja blómin inn. Stýrikerfi sem hækki kostnað innflytnenda sé ekki til þess fallið að draga úr hömlum og efla við- skipti milli landa, eins og GATT-sam- komulagið gera- ráð fyrir heldur þvert á móti sé það líklegt til að tak- marka frelsi til viðskipta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.