Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 11 FRÉTTIR 115 stærstu hluthafar Íslandssíldar hf. Síldarvinnslan hf. Q 8,1% Samherji hf. | I 7,9% Vinnslustöðin hf. 6,4% Borgey hf. | I 4,8% Fiskanes hf. 4,8% Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. ú 4,2% Þorbjörn hf. □ 4,0% Árnes hf. 3,8% Íslandssíld hf. ZD 3,7% Búlandstindur hf. 3,6% Lífeyrissjóður sjómanna L □ 3,4% Strandarsíld hf. [] 3,4% ísfélag Vestmannaeyja hf. [ 3,3% Haraldur Böðvarsson hf. L U 3,3% Gunnarstindur hf. 2,9% Samtals 67,6% 84 aðrir hluthafar 32,4% Aðalfundur Islandssíldar hf. Samruni við SIF samþykktur Hefðbundin þingstörf hafín á Alþingi unga fólksins Rætt um flóttamenn, menntun og umhverfismál Haukur S. Þórdís Baldvin Esra Magnússon Þórhallsdóttir Einarsson HLUTHAFAR Islandssfldar hf. samþykktu á aðalfundi félagsins í gær samrunaáætlun við Sölusam- band íslenskra fiskframleiðenda hf. undir nafni SIF. Miðast samruninn við 1. janúar sl. og tekur hið sam- Tíu sveita úrslitakeppni í brids ÚRSLITAKEPPNI tíu sveita um Islandsmeistaratitilinn í brids, MasterCard-mótið, hefst í dag kl. 15.20. Átta sveitanna eru frá Reykjavík en tvær af Suðurnesjum. Spilaðar eru 9 umferðir, tvær í dag, þrjár á fimmtudag, tvær á fóstudag og mótinu lýkur svo á fimmtudag með tveimur umferðum. Verðlaunaafhendingin er svo í mótslok um kl. 19.30. Spilað er í Bridshöllinni í Þöngla- bakka og er húsið opið áhorfendum. Núverandi íslandsmeistarar er sveit Samvinnuferða/Landsýnar. einaða félag við öllum réttindum og skyldum félaganna frá þeim tíma. Samkvæmt stofnefnahagsreikn- ingi íslandssfldar hf. var eigið fé fé- lagsins 265 milljónir króna og þar af hlutafé 198 milljónir króna. Við samrunann fá hluthafar íslandssfld- ar hf. hlutafé í SÍF hf. að upphæð um 84,6 milljónum króna og miðað við gengi í dag er verðmæti þessa hlutar um 600 milljónir króna. Finnbogi Jónsson, stjórnarfor- maður Islandssfldar, sagði á fundin- um að það væri mat stjórnarinnar að samruninn við SÍF væri eigend- um íslandssfldar hagstæður og jafnframt hagstæður fyrir starfs- fólk Islandssíldar sem muni fylgja starfseminni yfír til SIF. Sagðist Finnbogi sannfærður um að breytingin muni skapa meira ör- yggi og festu í framtíðinni fyrir við- skiptavini íslandssfldar. „Ég er sannfærður um að samstarf og ein- hugur meðal sfldarsaltenda á liðn- um árum hefur ávallt skilað hæsta verði á mörkuðunum. Ég er þess einnig fullviss að svo verður áfram á nýjum vettvangi,“ sagði Finnbogi. HEFÐBUNDIN þingstörf hófust á Alþingi unga fólksins í gær og voru þrjú málefni til umræðu, þ.e., ungt fólk og_ menntun á 21. öld, opnun Is- lands fyrir flóttamönnum og umhverfisvernd á Islandi. Líf- legar umræður spunnust um þessi málefni á þinginu, en að þeim loknum var þeim vísað til nefnda. Atkvæðagreiðsla um ályktanir þingsins fer fram í dag. Haukur S. Magnússon, nemi í Framhaldsskóla Vestfjarða og þingmaður Vestfjarðakjördæm- is, sagðist fylgjandi því að opna Island í aukuum mæli fyrir flóttamönnum. Haukur, sem sit- ur í utanríkisnefnd, sagðist hafa kynnst flóttamönnum sem sest hefðu að á Isafirði ágæt- lega og það hefði að nokkur leyti haft áhrif á skoðanir hans í þessu máli. Hann sagði að þeir flóttamenn sem hann hefði kynnst væru ágætisfólk og að gaman væri, og í raun gott fyr- ir alla, að tala við fólk af ólík- um uppruna og með ólíkar skoðanir. „Engin menning er það heilög að hún verði varðveitt endalaust," sagði Haukur og bætti því við að honum honum þætti það sjálfsagt mál að ís- lendingar tækju við fleiri flótta- mönnum og opnuðu þannig landið fyrir ólikum menningar- áhrifum. Haukur sagði að jafn- vel mætti búast við auknum straumi flóttamanna til landsins í kjölfar stríðsins í Kosovo. Hann sagði að íslendingar ættu að gera sitt besta til að taka á móti því fólki, þar sem Island væri beinn þátttakandi í stríð- inu og ætti því að sjá sóma sinn í því að taka afleiðingunum. Þórdís Þórhallsdóttir, 20 ára nemi í Kvennaskólanum og þingmaður Reykjaneskjördæm- is, situr í menntamálanefnd. Hún sagði að rætt hefði verið um ansi margt í menntamálum, en að það sem stæði kannski einna helst upp úr væri umræð- an um samræmd gjöld yfir alla skóla, jafnrétti til náms og um- ræðan um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Samræma þarf gjöld sem skólar taka af nemendum Þórdís sagði að komið hefði í Ijós að gjöld væru ekki sam- ræmd á milli skóla og tók sem dæmi að sumir skólar inn- heimtu hærri ljósritunargjöld en aðrir og að sumir skólar inn- heimtu ekki svokallaðan fallskatt. Hún sagði að það væri krafa nemenda að þessi gjöld yrðu samræmd þannig að fólki væri ekki mismunað eftir því hvar það stundaði nám. Þórdís sagðist vera mjög á móti öllu tali um sérstök skólagjöld og sagði það nógu mikið að borga innritunargjöldin. Hún sagði að það kæmi þjóðfélaginu til góða seinna að sem flestir stunduðu nám því það skilaði sér alltaf í þjóðarbúið, t.d. í formi hærri skatta. Að sögn Þórdísar er þörf á átaki til að jafna rétt til náms, og benti hún t.d. á það að ekki væru nema nokkrir skólar, sem gætu boðið fólki, sem bundið væri hjólastól, að stunda nám. Þá sagði Þórdís að endurskoða þyrfti mál lánasjóðsins og vill hún að tekjutenging maka verði afnumin og frítekjumarkið hækkað. Þórdís lofaði þetta framtak, þ.e., Alþingi unga fólksins, og sagði að í umræðunum kæmu fram ferskar hugmyndir frá fólki sem ekki hugsaði eins og stjórnmálamenn. Hún sagði greinilegt að stjórnmálamenn veittu því, sem þarna væri að gerast atliygli því Björn Bjarna- son menntamálaráðherra hefði boðið öllum í menntamálanefnd í menntamálaráðuneytið eftir þingstörf í gær, en hún sagðist ekki vita hvert tilefnið væri. Tvinna saman ferðamál og umhverfísvernd Baldvin Esra Einarsson, 19 ára nemi í Menntaskólanum á Akureyri og þingmaður Norður- landskjördæmis, lét umhverfis- málin til sín taka. Baldvin sem situr í umhverfísnefnd sagði mikilvægt að Islendingar nýttu þá orku sem væri fyrir hendi. Hann taldi samt að einnig ætti að skoða hvort grundvöllur væri fyrir því að nýta vind- og sólar- orku á sama hátt og vatnsorku. Baldvin sagði að ferðamál og umhverfisvernd væru tveir þættir sem nauðsynlegt væri að tvinna saman á réttan hátt ef vernda ætti viðkvæm landsvæði fyrir ágangi ferðamanna. Bald- vin sagði að honum þætti ágang- ur ferðamanna ekki of mikill eins og staðan væri í dag en tók það sérstaklega fram að ákveðin mengun fylgdi ferðamönnum og því væri nauðsynlegt að hafa vaðið fyrir neðan sig í þessum niálum. Andlát EINAR EGILSSON BORGARRÁÐ hefur samþykkt að úthluta Landssímanum hf. um 25 þúsund fermetra lóð við Suður- landsbraut vestan við Engjaveg fyrir allt að 14 þúsund fermetra hús, þar sem fyrirtækið hyggst byggja upp höfuðstöðvar sínar. Gert er ráð fyrir að Reykjavíkur- borg fái í sinn hlut 3,69 hektara af landi fyrirtækisins við Smárarima í Grafarvogi auk þess sem borgin fær forkaupsrétt að landi loft- skeytastöðvarinnar. I drögum að samkomulagi sem borgarráð hefur samþykkt, er gert ráð fyrir að Landssíminn leggi til 40 bílastæði og fimm stæði fyrir langferðabfla á lóðinni og er kvöð um samnýtingu stæðanna með Húsdýra- og fjölskyldugarðinum. 3-4 hæða íbúðabyggð Á rúmlega tveggja hektara spildu við Smárarima, sem kemur í hlut borgarinnar er gert ráð fyrir um 3-4 hæða íbúðabyggð en á hinum hlutanum nlmlega 1,6 hektara skal að óbreyttri starfsemi loftskeyta- stöðvarinnar vera íþrótta- og úti- vistarsvæði. Jafnframt er gert ráð fyrir að Landssíminn hf. greiði borgarsjóði 105 millj. Samkomulagið gerir einnig ráð fyrh’ að skipulags- og umferðar- nefnd verði falið að breyta skipulagi Laugardals og breyta deiliskipulagi Rimahvei’fis í samræmi við sam- komulagið. Hár gæðaflokkur Borgarráðsfulltrúar Reykjavík- urlista lögðu fi-am tillögu um að unnin verði forsögn að deiliskipu- lagi á því svæði sem afmarkast af Suðurlandsbraut að sunnan, Æf- ingavelli Þróttar að vestan og Engjavegi að norðan og austan. Enn fremur að í forsögninni verði tekið tillit til ákvæða í samkomulag- inu við Landssímann og jafnframt verði miðað við að á öðrum lóðum á svæðinu gildi hliðstæðir skflmálar og gilda á lóð Landssímans. Ætlast er til að byggingar á svæðinu og umhverfi þeirra verði í háum gæðaflokki hvað útlit og frá- gang varðar og að hluti starfsemi í hveiju húsi styrki Laugardalinn sem útivistar og fjölskyldusvæði. fbúum gefinn kostur á athugasemdum í bókun borgaiTáðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokks segii’ að þeir leggi áherslu á að sem allra fyrst verði gerð breyting á deiliskipulagi Laug- ai-dals sem sýni glöggt tillögur um uppbyggingu á þeim reit sem gert er ráð fyrir að hús Landssímans rísi. Að þeirra mati sé það skilyrði fyiir uppbyggingu á reitnum að staðsetning bygginga, bílastæða svo og frágangur lóða og aðkoma falli vel að nánasta umhverfi Laugar- dals. Auk þess að tillögur að breyttu deiliskipulagi verði kynntai’ ítailega og íbúum borgai-innar gefinn kostur aða gera við þær athugasemdir. EINAR Egilsson, fyrrverandi innkaupa- stjóri hjá Rafmagns- veitum ríkisins, er lát- inn, 89 ára að aldri. Einar fæddist í Hafnarfirði 18. mars 1910. Hann var fjórði elstur í hópi 9 systkina sem öll eru látin. For- eldrar hans voru Egill Halldór Guðmunds- son, sjómaður í Hafn- arfirði, og Þórunn Einarsdóttir húsmóð- ir. Einar lauk gagn- fræðaprófi frá Flensborg 1928 og verslunarnámi frá Pitsman’s Col- lege í London 1931. Hann stundaði sjómennsku á sumrin á námsárum sínum en starfaði síðan sex ár á skrifstofu Kveldúlfs 1931-37. Eftir það fór hann til Suður-Ameríku. Þar vann hann í tvö ár á skrifstofu Swift & Co. í Argentínu en stund- aði svo bátaútgerð í Chile í þrjú ár áður en hann flutti heim 1941. Hér heima stundaði hann verslunar- störf til 1950 en flutti þá með fjölskyldu sína til Mexíkó þar sem hann veitti gos- drykkj averksmiðju Canada Dry forstöðu til 1954. Eftir það flutti hann heim aftur og stundaði verslunar- og skrifstofustörf. Ár- ið 1967 hóf hann störf hjá Rafmagnsveitum ríkisins og starfaði þar til 1985 þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Einar kvæntist eft- irlifandi eiginkonu sinni, Margi’éti Thoroddsen, viðskiptafræðingi, húsmóður og fyrrverandi deildai’- stjóra Ti-yggingastofnunar ríkis- ins, þ. 7. mars 1945. Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson Thoroddsen, yfirkennari og lands- verkfræðingur og María Claessen Thoroddsen húsmóðir. Böm Ein- ars og Margrétar eru María Lovísa, Egill Þórii’, Þórunn Sigríð- ur, Sigurður og Margrét Herdís. Landssíminn fær lóð við Suðurlandsbraut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.