Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Jökull tapaði 219
milljónum í fyrra
JÖKULL hf. ^
Raufarhöfn Úr reikningum ársins 1998
Rekstrarreikningur mnjónir króna 1998 1997 Breyling
Rekstrartekjur Rekstrargjöld 937,6 784.0 958,1 785.6 -2,1% -0.2%
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir Afskriftir Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 153.5 220.6 (166,5) 172,5 119,4 (102,0) -11,0% +84,6% +63.2%
(Tap) fyrir óreglulegar tekjur (Tap)/hagnaöur fyrir hlutd. minnihl. (233.7) (234.7) (44,9) 236.8 +420,5%
(Tap)/hagnaður ársins (219,2) 233,9 -
Efnahagsreikningur Miiijómr kmna 31/12 '98 31/12 '97 Breyting
Fastafjármunir Veltufjármunir 2.550,6 221,5 2.318,8 316,8 +10,0% -30,1%
Eignir samtals 2.772.2 2.635,6 +5,2%
Eigið fé 699,6 810,5 -13,7%
Langtímaskuldir Skammtímaskuldir 1.504,0 561,4 1.233,3 569,3 +21,9% -1,4%
Skuldir og eigið fé alls 2.772.2 2.635,6 +5.2%
Sjóðstreymi og kennitölur 1998 1997 Breyting
Veltuféfrá rekstri Milljónir króna Eiginfjárhlutfall Veltufjárhlutfall 2,7 25,2% 0,39 58,6 30,7% 0,55 -95,4% -17,9% -29,1%
JÖKULL hf. á Raufarhöfn tapaði
219 milljónum á árinu 1998. Tap
Brimnis ehf. nam 33 milljónum en
Jökull hf. á þar 53% eignarhlut og
tekur þess vegna félagið inn í sam-
stæðureikning.
Rekstrarhagnaður fyrir afskrift-
ir og fjármagnsgjöld nam 153
milljónum en var 172 milljónir árið
áður og lækkaði um 19 milljónir á
milli ára. Afskriftir voru 220 millj-
ónir en voru 119 milljónir árið áður
og jukust um 101 milljón, fjár-
magnsgjöld voru 166 milljónir en
voru 102 milljónir og jukust um 64
milljónir.
Asbjörn Asbjörnsson fram-
kvæmdastjóri Jökuls segir að
slæm afkoma nótaveiðiskipsins
Arnarnúps, sem fyrirtækið seldi í
nóvember sl., og slæm afkoma
fi’ystihússins sé meginástæða
tapsins. Einnig megi kenna geng-
istapi sl. haust, sem leiddi til þess
að fjármagnskostnaður var um
50% hærri á árinu en reiknað hafði
verið með, og rekstri Brimnis, sem
rekur rækjufrystitogara, um hluta
tapsins.
„Það er ljóst að það verður grip-
ið til einhverra aðgerða til að snúa
tapinu við, en hverjar þær verða er
ekki tímabært að segja frá að svo
stöddu,“ sagði Asbjöm í samtali
við Morgunblaðið.
Um það hvort einhverskonar
samrunaviðræður við annað fyrir-
tæki í sjávarútvegi væru uppi á
borðinu, sagði Ásbjöm svo ekki
vera en eins og kunnugt er varð
ekki af sammna félagsins við SR-
Mjöl hf. seint á síðasta ári eins og
stefnt hafði verið að.
„Sjávarútvegurinn almennt er
að skila lélegu ári, en við höfum
alla burði til að snúa rekstrinum
okkur í hag og munum reyna það.“
Innkoma í veiðar og
vinnslu ekki til bóta
I fréttatilkynningu frá félaginu
segir að rekstur ársins hafi verið
Jökli hf. erfiður. Síðastliðin ár hef-
ur stefna félagsins verið að auka
aflaheimildir, fjölbreytni í útgerð
svo og að reyna að snúa rekstri
landvinnslu til betri vegar með
innkomu í vinnslu og veiðar á upp-
sjávarfiskum. „Innkoma í veiðar
og vinnslu uppsjávartegunda hefur
ekki orðið sú rekstrarbót sem
stefnt var að og fjárfesting í land-
vinnslu ásamt skipi og aflaheimild-
um í loðnu/sfld með það í huga að
frysta loðnu og sfld hefur ekki
gengið eftir þar sem Rússlands-
markaður brást alveg.“
í fréttinni segir að bolfisk-
vinnsla félagsins, sem rekin er
með vinnslu á tvífrystu hráefni,
svonefndum rússafiski, og með
kaupum á mörkuðum hér innan-
lands, skilaði sér ekki eins og
væntingar stóðu tfl, aðallega vegna
þess að hráefnisverð á rússafiski
hækkaði um 30-50%.
Ekki verður séð að landvinnsla
félagsins verði rekin með hagnaði
á næstu misseram, segir í tilkynn-
ingunni. Þar segir einnig að afla-
brögð í rækju hafi verið heldur
lakari en áætlað var.
Aðalfundur Baugs hf.
Nykaup
HAGKAUP
Aðalfundur Baugs hf. verður haldinn í stofu 201 Viðskiptaháskólanum
í Reykjavík Ofanleiti 2, fimmtudaginn 8. apríl kl. 15.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins á eftirfarandi hátt:
A. Tillaga um hækkun hlutafjár um kr. 40 millj.
B. Tillaga um tvo varamenn í stjórn.
C. Tillaga um heimild til rafrænnar skráningar hlutabréfa
skv. lögum 131/1997.
3. Tillaga um heimild til stjórnar til að kaupa hlutabréf í Baugi hf.
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Þeir hluthafar sem kjósa geta fengið dagskrá, endanlegar tillögur og
ársreikning Baugs hf. á skrifstofu félagsins, Skútuvogi 7, Reykjavík, viku
fyrir aðalfund.
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða
afhent hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á fundarstað.
Stjórn Baugs hf.
B A U G U R
Árni Sigfússon
ráðinn fram-
kvæm dastjóri
Tæknivals
ÁRNI Sigfússon, fyi-rverandi
borgarfulltrúi og fyrrum fram-
kvæmdastjóri Stjórnunarfélags Is-
lands, hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Tæknivals hf. og
kemur hann til starfa í byrjun apr-
fl. Rúnar Sigurðsson, stofnandi og
annar stærsti hluthafi Tæknivals,
lætur af starfi framkvæmdastjóra
félagsins en því starfi hefur hann
gegnt frá stofnun þess fyrir 16 ár-
um. Hann verður starfandi vara-
formaður stjórnar og mun annast
nýsköpun félagsins, uppbyggingu
dótturfélaga Tæknivals og sér-
verkefni.
Á blaðamannafundi í gær kom
fram að þrátt fyrir mikinn vöxt og
sterka stöðu á markaðnum hafi
arðsemi fyrirtækisins ekki verið
viðunandi. Nauðsynlegt sé að taka
upp strangara aðhald til að ná auk-
inni arðsemi og settum markmið-
um í rekstri. I ljósi þessa hafi Rún-
ar Sigurðsson ákveðið að hverfa
frá daglegum rekstri en beina
kröftum sínum í þágu fyrirtækis-
ins að þeim verkefnum þar sem
þeir nýtast best, við nýsköpun og
uppbyggingu.
Ákvörðun Rúnars að hætta
Fram kom í máli Rúnars að
hann hafi um nokkurt skeið velt
þvi fýrir sér að hverfa úr dagleg-
um rekstri og víkja fyrir öðram
hæfari á því sviði. „Hag fyrirtæk-
isins er best borgið með því að ég
einbeiti starfskröftum mínum að
þeim þáttum þar sem þeir nýtast
best. Eg er og verð framkvöðull.
Þetta er alfarið mín ákvörðun sem
tekin var í samráði við og í sam-
starfi við fyrrverandi stjórn
Tæknivals. Þessi ákvörðun nýtur
einnig góðs stuðnings nýkjörinnar
stjórriar. Þar sem ég hafði þegar
ákveðið að hverfa frá daglegum
rekstri sóttist ég meðal arinars eft-
ir kjöri í stjórn félagsins á aðal-
fundi þess síðastliðinn föstudag.“
Að sögn Rúnars gera áætlanir
ráð fyrir því að rekstur Tæknivals
verði í járnum fyrstu sex mánuði
þessa árs en hagnaður ársins nemi
60-70 milljónum króna árið 1999.
„Með vaxandi umsvifum og auk-
inni veltu hefur sífellt meira af
tíma mínum farið í daglega stjórn-
un. Eg lít á mig sem framkvöðul.
Mitt hlutverk er fólgið í uppbygg-
ingu og nýsköpun. Eg lít svo á að
hag fyrirtækisins sé betur borgið
ef ég get einbeitt mér að þróun,
nýsköpun og uppbyggingu.
Það verður ekki framhjá því litið
að þetta er mikil og stór ákvörðun
í mínu lífi. Sem stofnandi og annar
stærsti hluthafi Tæknivals ber ég
sterkar taugar til fyrirtækisins.
Ég vil þó leggja áherslu á það, að
ég er ekki að fara frá fyrirtækinu.
Ég mun starfa áfram hjá því að
áframhaldandi uppbygginu þess,“
segir Rúnar.
Ráðinn hefur verið nýr forstöðu-
maður hugbúnaðarsviðs. Hann
heitir Jóhann Jónsson og kemur
frá PWC í Danmörku. Jóhann er
með mastersgráðu í viðskiptum og
stjórnun. Jóhann hefur störf þann
12. aprfl nk.
Misstu stjórn á
birgðastýringu
Frosti Bergsson, stjórnarfor-
maður Tæknivals, og Rúnar gerðu
birgðastöðu fyrirtækisins um síð-
ustu áramót að umtalsefni á blaða-
mannafundinum en birgðir félags-
ins jukust mjög mikið á árinu. Að
sögn Rúnars kom lager Digital og
Bókvals á Akureyri nýr inn. Jafn-
framt hafi lager BT stækkað mikið
samfara stækkun BT, „svo misst-
um við einfaldlega stjórn á lagern-
um í fyrra útfrá þeim breytingum
sem við vorum að gera. Við skipt-
um um fólk, færðum fólk til og er-
um með fulía yfirsýn í dag. Það er
stefnt að því að hafa þessi mál í
góðu lagi í framtíðinni,“ segir Rún-
ar. Hann benti einnig á að inni í
birgðunum sé eignfærður hugbún-
aður upp á 39 milljónir. Um
Windows útgáfu TOK viðskipta-
hugbúnaðarins er að ræða sem
hefja á sölu á í ár.
Að sögn Frosta er ljóst að skoð-
að verður markvisst hvort hægt er
Ekkert verður af samruna Algroup og Viag
-
:
Bréf íAlgroup
lækka í verði
Ziirich. Morgunbladið.
VERÐ á hlutabréfum í svissneska
fyrirtækinu Algroup lækkaði um
27 svissneska franka en hækkaði
um 3,50 evrur í þýska fyrirtækinu
Viag í gær eftir að ljóst varð að
fyrirtækin myndu ekki sameinast
eins og til stóð. Stjórnendur Al-
group lýstu því yfir á mánudags-
kvöld að þeir sættu sig ekki við
nýtt mat á hlut fyiirtækjanna í
nýja fyrirtækinu. Þjóðverjarnir
vildu að hlutur Algroup yrði 32,5%
í stað 35% eins og samið hafði ver-
ið um.
Nefnd á vegum þýsku Við-
skiptastofnunarinnar (Institut der
Wirtschaftsprufer), HFA, fór sam-
kvæmt þýskum lögum yfir þau
áform fyrirtækjanna tveggja að
sameinast. Samkvæmt endanleg-
um útreikningum HFA er hlutur
Algroup minni en áður hafði verið
talið. Sergio Marchionne, fram-
kvæmdastjóri Algroup, sagði á
blaðamannafundi í Zúrich í gær að
útreikningar HFO væra ekki
raunhæfir, þeir ættu við um sam-
einingu tveggja þýskra fyrirtækja 8
en tækju mun á bókhaldi þýskra
og erlendra fyrirtækja ekki með í
reikninginn. Utreikningar Goldm-
an Sachs fyrir Algroup og J.P.
Morgan fyrir Viag í upphafi sam-
einingarviðræðnanna á síðasta ári
leiddu til þess að fyrirtækin sam-
þykktu að sameinast með 65%
eignarhlut Viag og 35% hlut Al- ■
gi’oup.
Marchionne endurtók að fyrir- |
tækin ættu vel saman og samein- ■
ing þeirra hefði komið báðum vel.
En hann sagði að nýju eignarhlut-