Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 17 Fjallað var um stöðuna á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum á ársfundi Seðlabanka Islands í gær FINNUR sagði íslendinga geta verið sátta við þann árangur sem náðst hefur á fjármagnsmarkaði. Fjár- málastarfsemi væri nú almennt við- urkennd sem mikilvæg atvinnugrein í stað þess að vera talin milliliður sem litlu skilar í þjóðarbúið. Oflugur fjármagnsmarkaður væri nauðsynlegur hlekkur í samkeppnishæfni at- vinnulífsins og einn af gr'undvallarþáttum nú- tíma efnahagslífs. Ráðherrann benti þó á að þrátt fyrir að mikið hafí áunnist, þá væru fs- lendingar að sumu leyti aftarlega í saman- burði við nágrannalöndin og tiltók sérstaklega þrjú atriði í því sambandi. í fyrsta lagi nefndi Finnur takmarkaða og frekar einhliða tengingu íslenska fjármagns- markaðarins við erlenda fjármagnsmarkaði. Fjármagn streymir úr landi í kaup á verðbréf- um erlendis, sér í lagi frá lífeyrissjóðum. Pó svo erlend fjárfesting hafi aukist í atvinnu- rekstri hér á landi á síðustu árum, þá fjárfesta útlendingar nánast ekkert í íslenskum verð- bréfum. Einnig virðast einstaka atburðir úti í heimi sem koma róti á fjármálamarkaði í kringum okkur hafa takmörkuð áhrif hér á landi enn sem komið er. í öðru lagi benti Finnur á meiri vaxtamun og kostnað hér á landi en þekkist í nágranna- löndum okkar. A síðustu misserum hefur þó orðið breyting þar á. Þannig minnk- aði vaxtamunur banka og sparisjóða verulega á síðasta ári. Kostnaður banka og sparisjóða sem hlutfall af vaxtamun og þjónustutekjum er hins vegar enn mun hærri hér heldur en í löndunum í kringum okkur. Hagræð- ingar er því augljóslega þörf í grein- inni og ef litið er til þróunar í Evrópu undanfarið, þá má búast við að það sé einungis tímaspursmál hvenær sam- runahrina gengur yfir íslenskan fjár- magnsmarkað. Að lokum benti Finnur á stóran hlut ríkisins á fjármagnsmarkaði. Hann sagði að þó margt hafi gerst á þeim vettvangi, þá ráði ríkið enn yfir meirihluta í þremur af fimm stærstu fjármálafyrirtækjunum en ljóst má vera að það ástand er tímabundið. Stöndumst ekki sanmnburö við nágrannalöndin Viðskiptaráðherra telur að á næstu árum verði að fara út í miklar laga- og skipulagsbreytingar á íslenskum fjármagnsmarkaði. Þá telur hann mikilvægt að horft verði til breytinga á lagaumhverfi sparisjóðanna sem geri þeim kleift að laga sig að breyttum aðstæðum á fjármagnsmarkaði. Elmar Gíslason fylgdist með árs- fundi Seðlabanka Islands í gær. Morgunblaðið/Þorkell BIRGIR Isleifur Gunnarsson, seðlabankasljóri, sagði mikilvægt að ná tökum á viðskipta- hallanum, á ársfundi bankans í gær. Sitjandi eru Olafur G. Einarsson, formaður banka- ráðs Seðlabanka íslands, og Finnur Ingólfsson, viðskiptaráðherra. Breytingar á lausafj árreglum Ekkert lát á lítlánaaukiiingu Finnur vék máli sínu að þeirri um- I ræðu sem átt hefur sér stað um nýjar I reglur Seðlabankans um lausafjár- I skyldu og vexti sem bankinn greiðir I viðskijitabönkum og sparisjóðum af I bundnu fé. Hann sagði mikilvægt að deilurnar á milli bankastjóra viðskiptabank- anna og Seðlabankans verði farsællega til lykta leiddar og vonandi að þær breyttu lausa- fjárreglur sem Seðlabankinn kynnti í gær stuðli að lausn málsins. „Hér skiptir tvennt mestu máli. Annarsvegar er brýnt að draga úr erlendum skammtímaskuldum lánastofnana. Petta hefur Seðlabankinn ítrekað bent á og er auðvitað sjónarmið sem ekki má líta fram hjá í ljósi stöðu innlendra efnahagsmála og þeirra kosta sem blasa við. Hins vegar þarf að gæta þess að nýjar lausafjárreglur skaði ekki það uppbyggingarstarf sem unnið hefur verið á þessum vettvangi undanfarin ár. Verkefnið er því alveg skýrt, þ.e. finna þarf leið til að draga úr umræddum skammtímaskuldum án þess að tefla í tvísýnu skilvh'kni fjármagnsmarkaðar- ins,“ að sögn Finns. „Utlánaaukning banka og sparisjóða á síð- ustu tólf mánuðum er meiri en samræmst get- ur stöðugleika í efnahagsmálum til lengi-i tíma litið. Nýjustu tölur um útlánaaukningu benda einnig til að ekkert lát sé á henni. Fjármálafyr- irtæki þurfa að huga vel að gæðum útlána við þær aðstæður sem nú ríkja. Við enim nálægt toppi hagsveiflunnar eftir langvinnt hagvaxtar- skeið. Pótt spár Þjóðhagsstofnunar og alþjóða- stofnana bendi eindregið í þá átt að Islendingar geti vænst áframhaidandi hagsældar á næstu árum, og núverandi hagvaxtarskeið verði því hið lengsta í sögunni, þá sýnir reynslan erlend- is ft'á að bankar þurfa að fara að öllu með gát þegar hagvaxtarskeið hefur staðið jafn lengi yfjr eins og það hefur gert hér á landi.“ Lagabreytinga þörf Mikilla laga- og skipulagsbreytinga er þörf á íslenskum íjármagnsmarkaði á næstu árum, að mati viðskiptsjráðherra. Petta á t.d. við lög um viðskiptabanka og sparisjóði annars vegar og lög um aðrar lánastofnanir hins vegar. í þessu sambandi sagði Finnur sérstaklega mikilvægt að horft verði til breytinga á lagaumhverfi sparisjóðanna sem geri þeim kleift að laga sig að breyttum aðstæðum á fjái-magnsmarkaði. Þannig væri hægt að gera breytingar á rekstrarformi þeirra, opna fyrir möguleika til að auka eigið fé sparisjóða á markaði og stækka hóp eigenda að sparisjóð- SEÐLABANKI íslands tilkynnti í gær uni breytingar á lausaíjárreglum lána- stofnana sem tóku gildi 21. mars síðast- liðinn og eru þær eftirfarandi: Aðlögunartími að reglunum er lengd- ur um 1 mánuð og verður fjórir mánuð- ir. Þá er leyfilegt lausaíjárhlutfall á fyrsta tímabili lækkað í -12% og mun hækka um 3% mánaðarlega uns reglurn- ar taka að fullu gildi 21. júli' næstkoni- andi. Takmarkanir á leyfilegri dagsstöðu eru felldar niður. Inniend og erlend lán við lánastofnan- ir, sem upphaflega voru til lengri t.íma en eins árs, teljast aldrei til lausafjár, hvorki eigna né skulda. Ónýttar erlendar veltilánaheimildir teljast til lausafjár á móti erlendum reikningsskuldum og nýttum erlendum veltilánum, sem teljast til lausaskulda. Millibankalán vegna afurðalána teljast ekki til lauss Ijár þótt þau séu til 90 daga eða skemmri tíma, enda liggi fyrir samn- ingur um framhald slíkrar lánafyrir- greiðslu. Fyrsta útreikningstímabil samkvæmt breyttum reglum verður frá 21. mars til 20. aprfl 1999. Valur Valsson, bankastjóri íslands- banka, segir að með þessum breyting- um á lausafjárreglunum hafi Seðla- bankinn komið til móts við sjónarmið lánastofnana og tekið af reglunum nokkra agnúa sem margir töldu óæski- lega. „Mikilvægast er þó að Seðlabank- inn er reiðubúinn til að hefja nú þegar vinnu við þróun nýrra lausafjárreglna sem geta leyst núverandi reglur af hólmi. Eg vænti þess að sú vinna geti hafist næstu daga.“ íslandsbanki hækkar vexti íslandsbanki tilkynnti í gær um hækk- un vaxta á flestum tegundum inn- og út- lána frá næstu mánaðamótum og nemur hækkunin 0,1-0,35%. I frétt frá bankanum er vísað til ný- legrar vaxtahækkunar Seðlabankans og nýrra lausafjárkrafna. Fram kemur að þótt Seðlabankinn hafi breýtt þeim régl- uin nokkuð frá fyrstu gerð, þá liggi nú þegar fyrir að þær þrengi mjög að fjár- magnsmarkaði og kalla á að bankarnir dragi úr vexti útlána. Að mati forsvars- manna íslandsbanka hafa aðgerðir Seðlabankans framkallað nokkra hækk- un markaðsvaxta og því ljóst að þær hafa nú þegar tilætluð áhrif. Að sögn Vals, er útlit fyrir nokkra óvissu á markaði á næstunni. Islands- banki mun fylgjast með þróun mála og breyta vöxtum aftur ef þurfa þykir. unum sem taki þátt í rekstri þeirra á við- skiptalegum forsendum. Onnur lög sem þarfnast endurskoðunar á næstu árum, með hliðsjón af breyttum að- stæðum, eru t.d. vaxtalög, lög um verðbréfa- sjóði og lög um Seðlabanka íslands. Á öðrum sviðum þar sem þróunin er hröð þarf að setja ný ákvæði í lög, t.d. um rafeyri. Jafnframt tel- ur Finnur mikilvægt að sátt náist um skipulag greiðslumiðlunar í landinu og settar verði hlutlægar reglur um aðgang að greiðslumiðl- unarkerfum. Yfir 5% hagvöxtur Hagnaður af rekstri Seðlabankans á síðasta ári var liðlega 1,5 milljarðar króna. Talsverður hluti hagnaðarins stafaði af breyttri aðferð við færslu erlendrar verðbréfaeignar bankans sem nú er færð á markaðsvirði. Skattgreiðsla bankans til ríkissjóðs nam liðlega 500 milljón- um króna, þannig að hagnaður eftir skatta nam tæpum einum milljarði. í lok ársins námu gengisbundnar erlendar eignir um 40% af heildareignum bankans og skuldir í erlendum gjaldmiðlum um 16% af heildarskuldum. I ræðu Birgis Isleifs Gunnarssonar, seðla- bankastjóra, kom fram að hagvöxtur hér á landi mældist yfir 5% á síðasta ári, þríðja árið í röð, sem er einstakt meðal iðnríkja, en í evru- löndum er áætlað að hagvöxtur hafi verið 2,9% á síðasta ári og 3,9% í Bandaríkjunum. Hagvöxturinn hér á landi var í meginatriðum knúinn áfram af stóraukinni innlendri eftir- spurn, bæði fyrirtækja og heimila. Launahækkanh- á árunum 1997 og 1998 leiddu til þess að ráðstöfunar- tekjur jukust verulega, atvinna jókst og skattalækkanir komu einnig til. I heild er talið að kaupmáttur ráðstöf- unartekna á mann hafi vaxið um 9% á árinu. Einkaneysla jókst hins vegar enn meira eða um 11%. Þessu til við- bótar jókst fjárfesting í íbúðarhús- næði um rúmlega 5% í framhaldi af samdrætti á árinu 1997. Heimilin fjármögnuðu því aukna neyslu og fjárfestingu að hluta með lántökum, og jukust skuldir heimilanna um 14,1% frá upphafi til loka ársins. Birgir Isleifur sagði að þrátt fyrir öran vöxt eftirspumar, miklar launa- hækkanir tvö síðustu ár og minnk- andi atvinnuleysi, þá hafi verðbóiga verið mjög lítil á árinu. Vísitala neysluverðs hækkaði aðeins um 1,3% á síðasta ári, en hækkun frá fyrra ári var 1,7%. Hann sagði ljóst að án að- haldssamrar stefnu í peningamálum, þá hefði verðbólga orðið meiri. Spá Seðlabankans í janúar gerir ráð fyrir því að verðbólga verði 1,9% milli ára, en 2,2% frá upphafi til loka þessa árs. Áfram eru því horfur á lítilli verð- bólgu. Viðskiptahalli jókst verulega frá fyrra ári og enginn vafi á því, að mati seðlabankastjóra, að mikilvægasta verkefni hagstjórnar í náinni framtíð er að koma böndum á hann. „Ljóst er að tímabundnar ástæður hafa nokkru ráðið um halla ársins 1998. Par má nefna flugvéla- viðskipti, birgðasöfnun álvera og innflutning fjárfestingarvöru í tengslum við stóriðju og virkjanaframkvæmdir á árinu. Ætla má að um 40% viðskiptahallans eigi rætur í slíkum þátt- um sem líklegir eru til að skila auknum út- flutningi í framtíðinni. Eftir standa þá um 20 milljarðar króna sem nauðsynlegt verður að bregðast við svo komist verði hjá því að lang- tímajafnvægi raskist í þjóðarbúskapnum,“ að sögn Birgis ísleifs. „Þjóðhagslegur sparnaður á íslandi er með því lægsta sem gerist meðal þróaðra ríkja og var á síðasta ári 15,9% af landsframleiðslu. Hlutfall fjármunamyndunar af landsfram- leiðslu hefur hækkað töluvert á allra síðustu árum og var í fyrra 22,3%. Þjóðhagslegur sparnaður dugar því engan veginn til að fjár- magna fjárfestinguna.“ Lausafjárreglurnar ekki til vinsælda fallnar I ræðu sinni fjallaði Birgir Isleifur einnig um nýju iausafjárreglur Seðlabankans, sem hafa verið gagnrýndar allnokkuð. Hann sagði alveg ijóst að!slíkar reglur væru ekki til vin- sælda fallnar enda fela þær í sér aðhald, og ljóst að sumar lánastofnanir a.m.k. þurfa að taka sig verulega á til að uppfylla þær. „Einnig var við því búist að viðskipti drægjust saman á einhverjum mörkuðum, ekki síst þeim sem hafa stuðst við skammtímalán er- lendis. Markaðir sem byggjast á miðlun lausa- fjár milli banka hafa einnig eðlilega dregist saman á meðan bankar eru að átta sig á og laga sig að hinum nýju reglum.“ Seðlabanka- stjóri sagði hins vegar ekkert benda til annars en að þau viðskipti falli að nýju í eðlilegan far- veg að þeirri aðlögun lokinni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.