Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ARAS NATO A JUGOSLAVIU Þrýst á um að land- her fari inn í Kosovo Samið um lán til Rússlands FRAMHALDIÐ HÖRÐ viðbrögð Serba við loftárás- um Atlantshafsbandalagsins (NATO) á skotmörk í Júgóslavíu, og grimmdarverk þeirra í Kosovo sem hafa fylgt í kjölfai'ið, eru sögð valda því nú að stjórnvöld í Was- hington íhugi æ frekar þann mögu- leika að senda landher inn í Jú- góslavíu til að stöðva ódæðin í Kosovo, nokkuð sem talið var „óhugsandi" fyrir aðeins viku. Sú spurning hefur enda gerst áleitin á síðustu dögum hvort NATO-ríkin geti staðið aðgerðarlaus hjá á með- an Serbar framkvæma þjóðernis- hreinsanir á Kosovo-Albönum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti og ráðgjafar hans segjast að vísu enn ekki hafa í hyggju að senda landher á Balkanskaga, nema sem friðar- sveitir. Fulltrúi í bandaríska varn- armálaráðuneytinu lét hins vegar hafa eftir sér í samtali við The Daily Telegraph að þar væri verið að undirbúa stefnubreytingu enda yrðu menn að vera við öllu búnir, og gera ráð fyrir öllum möguleik- um. Bar hann hins vegar til baka fréttir um að þegar væri búið að gefa skipun um að undirbúa brott- för landhers til Kosovo. Jafnvel þótt skoðanakannanir vestra sýni að Bandaríkjamenn telji Clinton hafa fært sannfærandi rök fyrir nauðsyn loftárásanna á Júgóslavíu er mikill meirihluti þeiira sem fyrr mótfallinn því að landher fari til Kosovo, enda eykur landhernaður mjög líkurnar á að bandarískir hermenn falli í átökum. Þessar staðreyndir valda Clinton og ráðgjöfum hans nokkrum höfuð- verk, ekki síst eftir að ljóst varð að átökum í Júgóslavíu myndi ekki ljúka á einum eða tveimur dögum, eins og vonast hafði verið til. En það virðist nokkuð ljóst að Slobodan Milosevic, forseti Jú- góslavíu, ætlar ekki að gefa eftir og því virðist Clinton í raun ekki hafa nema tvo kosti: að hætta stríðs- rekstrinum í Júgóslavíu, eða láta kné fylgja kviði og senda inn land- her. Sérfræðingar á sviði hermála, sem stórblaðið The New York Times ræddi við, segja það hafa verið mistök hjá fulltrúum Banda- ríkjastjórnar og NATO að útiloka strax í upphafi landher í Jú- góslavíu. „Við erum búnir að koma því skýrt til skila að við erum ekki tilbúnir til að fylgja loftárásum eftir með landhernaði, og það hefur áhrif á viðbrögð Milosevics við loftárás- unum,“ sagði háttsettur hershöfð- ingi. „Milosevic er búinn að reikna út að hann geti dregið þetta á lang- inn í trausti þess að á endanum fari að myndast glufur í samstöðu NATO-ríkjanna.“ Strandhöggssveitir sendar inn í Kosovo frá Makedóníu? Bandaríkjamenn hafa giskað á að senda þyrfti tvö hundruð þúsund manna landher til að ráða niðurlög- um Júgóslavíuhers. Nokkurn tíma myndi taka að koma slíkum fjölda hermanna til Balkanskaga, og hafa hann reiðubúinn í átök. Hins vegar þyrfti ekki nema um þrjátíu til fjörutíu þúsund manna herlið, að sögn kunnugra, til að verja Kosovo- Albana fyrir árásum Serba og þeg- ar er um tólf þúsund manna herlið í Makedóníu sem gæti á einungis ör- fáum dögum tekið að sér annað hlutverk en því var upprunalega ætlað, að standa vörð um frið í Kosovo í kjölfar friðarsamninga. Hershöfðinginn George A. Joulwan, sem lét af störfum sem yf- irmaður herafla NATO í hittið- fyrra, sagði í samtali við The New York Timcs að þessum mönnum mætti fela smærri verkefni, fara inn í Kosovo í litlum strandhöggs- sveitum til að veija flóttamenn þar og bjarga mannslífum. Raunar hélt franska dagblaðið La Croix því fram í gær að NATO væri þegar byrjað að senda fjögurra til fimm manna herflokka inn í Kosovo frá Makedóníu í því skyni að afla upp- lýsinga um flutninga serbneskra hersveita, og hvort Serbar séu að gera sig reiðubúna til árása á NATO-herinn í Makedóníu. Jafnframt sagði blaðið að í undir- búningi væru sérstakar aðgerðir þar sem litlir flokkar hermanna myndu gera snarpar árásir á til- tekna hópa Serba, sem framið hefðu óhæfuverk í Kosovo. Þessar fréttir fengust hins vegar ekki staðfestar. Milosevic umbreyttist í AdolfHitler „Við misreiknuðum okkur,“ við- urkenndi einn bandarískur stjórn- arerindreki í samtali við The New York Times í gær. „Við héldum að þegar við hæfum loftárásir myndi Milosevic. spila rullu fórnarlambs- ins, ekki umbreytast í Adolf Hitler yngri.“ Og með fregnum af æ hræðilegi-i óhæfuverkum Serba í Kosovo, og því að tugþúsundir manna hefur flúið heimili síns, er ljóst að þrýst- ingur eykst dag frá degi á NATO að hefja landhernað takist ekki að stöðva Serbana með loftárásunum. Varpaði Joulwan hershöfðingi fram spurningu í samtali sínu við The New York Times sem hlýtur að vera ofarlega í huga manna um þessar mundir: „Ef Serbar halda áfram morðunum í Kosovo hvernig er þá hægt að láta tólf þúsund NATO-hermenn sitja aðgerðar- lausa í fimmtán kílómetra fjarlægð frá vettvangi glæpanna?“ Moskvu. Reuters. Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn (IMF) og rúss- nesk stjómvöld hafa komist að víðtæku samkomulagi um nýjar efnahagsáætlanir í Rússlandi og veitingu neyðarlána til landsins. Hvorki lánstími né upphæðir hafa þó verið ákveðnar enn. A blaðamannafundi í Moskvu á mánudag sagði Jevgení Príma- kov, forsætisráðherra Rússlands, að hann og Michel Camdessus, framkæmdastjóri Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, hefðu und- irritað opinbera tilkynningu þar sem áætlanir um 1 ánafyrirgreiðs 1 u sjóðsins væru raktar. „Eg get full- yrt að við höfum komist að sam- komulagi um samvinnu, samið um að okkur verða veitt lán og að í næstu viku muni sendinefnd [sjóðsins] koma og ljúka við að full- gera áætlanirnar," sagði Prímakov. Skömmu síðar staðfesti talsmaður IMF yfirlýsingar forsætisráðherr- ans og sagði að komist hefði verið að breiðu samkomulagi og að ein- göngu ætti eftir að ganga frá smá- atriðum. Rússneska Interfax-fréttastofan sagði frá því á mánudag að heim- ildamenn úr röðum samninga- nefndanna hefðu tjáð sér að IMF áætlaði að lána Rússum andvirði tæpra 350 milljarða ísl. króna, ná- kvæmlega sömu upphæð og Rúss- ar ættu að borga sjóðnum nú á ár- inu vegna gjaldfallinna lána. Hins vegar þykir sýnt að endanleg upp- hæð verði ekki ákveðin fyrr en að loknum fundi framkvæmdaráðs sjóðsins, sem verður ekki haldinn fyrr en sendinefnd IMF hafi lokið störfum sínum í Moskvu í næsta mán- uði. Hefur Alexander Zhukov, formaður fj árlaganefndar Dúmunnar, rússneska þingsins, sagt að ekki muni verða von á pen- ingum fyrr en í fyrsta lagi við lok maímánað- ar. Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn frestaði áætlunum sínum um lán tU Rússlands í ágúst í sl. ári, þegar rássneskt hagkerfi komst í uppnám eftir að gengi ráblunnar var fellt. Mótmæli Rússa við NATO ekki talin standa í veginum Rússneskir ráðamenn vildu ná samkomulagi í síðustu viku en frá því var horfið eftir að Prímakov hætti við opinbera ferð sína til Bandaríkjanna eftir að loftárásir NATO á Júgóslavíu hófust. Ákvað Camdessus því að fara til Moskvu. Er talið að andstaða Rússa, svo lengi sem hún er í orði, muni ekki hafa áhrif á lánveitingar sjóðsins. Hafa bandarísk stjórnvöld undir- strikað að lánveitingar til Rússa eigi eingöngu að taka mið af efna- hagsumbótum í landinu. Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn sé ekki pólitísk stofnun og að lánveitingar séu ákveðnar á grundvelii efnahags- vísa. Hafa stjórnarandstæðingar bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum lýst yfir andstöðu við lánin. Borís Jeltsm flytur stefnuræðu Vill ekki að Rúss- land einangrist á alþj óðavettvangi Miehel Camdessus Græningjar hóta að draga sig út úr ríkisstjórnuni FRIÐARSINNAR Bonn, Róm. Reulers, Daily Telegraph. FULLTRÚAR græningjaflqkka frá Þýzkalandi, Frakklandi og ítal- íu hafa gert með sér sáttmála um að hætta þátttöku í ríkisstjórnar- samstarfi í hverju þessara landa verði einhver „stigmögnun" á hern- aðaríhlutun Atlantshafsbandalags- ins í Kosovo. Þessi ákvörðun var tekin, að sögn The Daily Telegraph, á ráð- stefnu í Schwerin í N-Þýzkalandi um helgina, þar sem umhverfisráð- herrar ríkjanna þriggja hittust, þ.e. þeir Jiirgen Trittin frá Þýzkalandi, Edo Ronchi frá Ítalíu og Domin- ique Voynet frá Frakklandi. Vaxandi andstöðu við árásir NATO á Júgóslavíu hefur gætt undanfarna daga bæði meðal græningja og kommúnista, sem eiga hvorir tveggju aðild að ítölsku stjórninni. A mánudag hvöttu róttækir ítalskir kommún- istar til allsherjarverkfalls til að mótmæla árásunum og í gær skor- uðu þeir á stjórnina að stuðla að Vilja ekki styðja „stigmögnun hern- aðaríhlutunar“ í Kosovo því að gert yrði vopnahlé yfir páskana. Massimo D’Alema for- sætisráðherra lét svo ummælt á mánudag, að hernaðaríhlutun ein dygði ekki til að tryggja frið í Kosovo. Andstöðu við árásirnar er líka farið að gæta í auknum mæli í einu nýjasta aðildarríki NATO, Tékk- landi, sem í gegnum tíðina hefur haft góð sambönd við Júgóslavíu. Klofningur í röðum þýzkra græningja Meðal þýzkra græningja kom í gær í ljós klofningur milli and- stæðinga og stuðningsmanna hernaðaríhlutunarinnar í kjölfar þess að talsmaður utanríkismála meðal gi-æningja sagði að svo kynni að fara að nauðsynlegt yrði að senda landher inn í Kosovo-hér- að. Helmut Lippelt, talsmaður þing- flokks græningja í utanríkismálum, sagði í útvarpsviðtali að þingið myndi bráðlega standa frammi fyr- ir því að þurfa að samþykkja að fót- göngulið yrði sent inn í Kosovo, komist forysta NATO að þeirri nið- urstöðu að engin leið sé önnur fær til að stöðva þjóðernishreinsunar- herferð Serba gegn Kosovo-Albön- um. Talsmenn NATO hafa ítrekað sagt að engar fyrirætlanir séu uppi á borðinu um að landher skuli send- ur inn í Kosovo. Antje Radcke, einn talsmanna róttæklingavængs flokksins, sagði græningja aðeins vera tilbúna að eiga aðild að ríkisstjórninni eins lengi og þeir geta beitt þeim áhrif- um sem þeir hafa með því til að binda enda á átökin í Kosovo. „Það eru skýr takmörk. Við getum ekki stutt röksemdafærslu fyrir stig- mögnun hernaðaríhlutunar. Fyrr eða síðar komum við að þeim punkti þar sem við segjum: „Hing- að og ekki lengra“,“ sagði Radcke. Moskvu. Reuters. BORIS Jeltsín Rússlandsforseti hét því í gær í stefnuræðu í ráss- neska þinginu að efnahags- og lýð- ræðisumbótum yrði haldið áfram í landinu þrátt fyrir þá miklu örðug- leika sem að hafa steðjað undan- farna mánuði. Jeltsín lét engan bil- bug á sér finna í átján mínútna langri ræðu og notaði tækifærið til að gagnrýna loftárásir Atlantshafs- bandalagsins (NATO) á Júgóslavíu en sagði þó að Rússland ætlaði ekki að einangrast í alþjóðamálum og myndi því ekki láta draga sig inn í átökin. „Ibúar Rússlands hafa vitaskuld miklar áhyggjur af atburðum í Jú- góslavíu en þeim er hins vegar enn meira umhugað um framgang mála í Rússlandi. Áhrif okkar í alþjóða- málum velta á því hvernig við leys- um vokkar eigin vandamál," sagði Jeltsín við þingmenn í Kreml en langt er síðan hann hélt jafn langa ræðu. Mikil veikindi hafa plagað forsetann og áhrif hans í rássnesk- um stjórnmálum hafa mjög dvínað síðustu misserin. Viðbrögð við ræðu hans nú var til marks um þetta en starfsmenn fjármálamark- aða sögðu lítinn gaum hafa verið gefinn að orðum hans. Jeltsín sagði að meginverkefni rássneskra stjórnmálamanna á þessu ári væri að leysa þau vanda- mál sem að steðjuðu, en að það yrði BORÍS Jeltsín var í ham við flutning stefnuræðunnar í Dúmunni. einungis gert með því að halda í heiðri efnahagslegt og pólitískt frelsi íbúanna. Jafnframt yrði að huga að úrbótum á stjórnkerfinu og hét Jeltsín því að valdaskipti á næsta ári, þegar hann lætur af störfum eftir níu ár í forsetastóli, færa fram með eðlilegum hætti. Jeltsín sagði að sendiför Jevgenís Prímakovs forsætisráðhen-a til Jú- góslavíu myndi hjálpa til við lausn vandans á Balkanskaga en lagði áherslu á að Rússar ætluðu ekki að dragast inn í stríð og sagði að miklu máli skipti að haldið yrði uppi góð- um samskiptum við vesturveldin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.