Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 31 UMRÆÐAN Landsbyggðin nýtur nýrrar gagnaflutningstækni ÁRNI Gunnarsson, formaður Sambands ungra framsóknar- manna og frambjóðandi Framsóknai’fiokksins á Norðurlandi vestra, skrifar grein í Morgun- blaðið miðvikudaginn 24. marz síðastliðinn. Þar heldur frambjóð- andinn því m.a. fram að vegna verðskrár Lands- síma Islands íyrir leigu- línur sé hátæknifyrir- tækjum á landsbyggð- inni mismunað og þau sitji ekki við sama borð og önnur hvað varðar gagnaflutninga. Breytingar á verði leigulína væntanlegar Það er rétt hjá frambjóðandanum að verð fyrir leigulínur er reiknað út m.a. eftir lengd línunnar. Það er sá háttur, sem hafður er á í flestum löndum, enda fer kostnaðurinn við fjárfestingu í línu og við rekstur hennar að verulegum hluta efth' því hvað hún er löng, eins og gefur að skilja. Verðskráin er raunar ekki einkamál Landssímans, því að um hana gilda reglur Evrópska efna- hagssvæðisins, sem kveða á um að gjaldtaka skuli taka mið af kostnaði. Þá er verðskráin háð eftirliti Póst- og fjarskiptastofnunar. Stofnunin hefur nú um allnokkurt skeið haft til skoðunar tillögu Landssímans að nýi'ri verðskrá, þar sem gert er ráð fyrir að verð lengri leigulína lækki talsvert en verð innan- bæjarlína hækki. Þessi tillaga er byggð á nýj- um kostnaðarútreikn- ingum. Þegar þessi verðskrá hefur tekið gildi verður m.ö.o. minni munur á verði langra og stuttra leigu- lína en nú. Aðrir og hagstæðari kostir Árni Gunnarsson gleymir hins vegar að geta þess í grein sinni að hátæknifyrirtæki úti á landi, t.d. inter- netþjónustufyrirtæki, eiga aðra kosti til gagnaflutnings, sem eru til muna hagstæðari en leigulínur. Það er annars vegar háhraðanet Landssím- ans og hins vegar ATM-net, sem verið er að taka í notkun um þessar mundir. Samlíking frambjóðandans milli leigulína og þjóðvega er villandi. Leigulína er í raun eins og einka- vegur; ákveðinn hluti fjarskipta- kerfísins er frátekinn fyrir einn not- anda. Yfirleitt er flutningsgeta leigullnu aðeins nýtt að hluta til. Viðskiptavinurinn greiðir hins veg- ar fyrir línuna án tillits til nýtingar- innar. Þetta er helzti ókostur leigu- lína til tölvusamskipta; of mikill búnaður í fjarskiptakerfinu er bundinn miðað við nýtingu og það kemur óhjákvæmilega fram í verð- inu. Fjarskipti Nýtt ATM-net Lands- símans mun styrkja stöðu fyrirtækja á landsbyggðinni og tryggja þeim gagna- flutning á hagstæðu verði, sem er óháð fjar- lægð frá Reykjavík, segir Ólafur Þ. Steph- ensen, sem svarar hér ---7---------------------- Arna Gunnarssyni. Háhraðanetið er þjóðbraut Háhraðanetið er kerfi sérstaklega hannað til tölvusamskipta og á fátt sameiginlegt með leigulínum. Há- hraðanetið er samnýtingarnet og byggh' á tveimur þáttum, tengistöðv- um (hnútum) í símstöðvum víða um land og leigulínum sem tengja hnút- ana saman. Háhraðanetið er sjálf- stæð rekstrareining innan Lands- símans og tekur á leigu línur af grunnneti fyrirtækisins. í Háhraða- netinu er t.d. 2Mb/s leigulína milli Reykjavíkur og hnúts á Akureyri. Allir notendur netsins, og þá sér- staklega fyrirtæki á Akureyri, eru að samnýta þessa línu, rétt eins og landsmenn allir samnýta þjóðvegina. Það er þessi samnýting sem endur- speglast í gjaldskrá háhraðanetsins, sem er sú sama um allt land, óháð fjarlægð frá Reykjavík. Fyrirtæki þurfa að leigja sér línu í næsta há- hraðanetshnút en eðli málsins sam- kvæmt er þar yfirleitt um stutta línu að ræða. Tenging um háhraðanetið er ekki síðri að gæðum en tenging með leigulínu. Nýir möguleikar með ATM-tækninni ATM-netið er samnýtingarnet rétt eins og háhraðanetið. Flutningsget- an í netinu er hins vegar margfóld, enda nýtir ATM-tæknin einkar vel þann mikla flutningshraða, sem fæst á ljósleiðarasamböndum. Með henni má flytja mynd, hljóð og tölvugögn og hún hentar því vel til hvers konar margmiðlunarfjarskipta, til dæmis til fjarkennslu og fjarlækninga. Með þessari tækni má jafnt koma til móts við þá, sem þurfa lítinn gagnaflutn- ing, t.d. smáfyrh’tæki á landsbyggð- inni, og þá sem þurfa mikla flutn- ingsgetu, t.d. stórfyrirtæki og ríkis- stofnanir sem vilja tengja saman símakerfi eða staðarnet útibúa um allt land. Yfirleitt er auðvelt að auka flutningsgetuna ef þörf krefur. Gagnaflutningur um ATM verður mun hagkvæmaii lausn en notkun leigulínu og jafnvel ódýrari en notk- un háhraðanetsins. Þess vegna er gert ráð fyrir að ATM muni á næstu árum leysa gagnaflutning um leigu- línur og háhraðanet af hólmi. Þar sem um samnýtingarnet er að ræða verður gjaldskrá fyrir notkun nets- Ólafur Stephensen ins sú sama hvar sem er á landinu. Markmið Landssímans er að veita öllum fyrirtækjum á landinu ATM- þjónustu. Fyrri áfanga uppbygging- ai’ ATM-netsins er nú lokið og hafa verið settir upp tólf tengihnútar. Þar af eru fimm á landsbyggðinni; á Sel- fossi, Hvolsvelli, Egilsstöðum, Akur- eyri og í Keflavík. í seinni áfangan- um, sem áformað er að Ijúka í kring- um næstu áramót, bætast við ellefu skiptistöðvar til viðbótar, allar á landsbyggðinni. Þá verða 90% fyrir- tækja á landinu í innan við þriggja kílómetra fjarlægð frá skiptistöð, sem þýðir að kostnaður þeirra vegna leigulínu í næsta hnút verður lágur. Tækifærin eni þau sömu Niðurstaðan er því sú að hátækni- fyrirtæki á landsbyggðinni eiga nú þegar hagkvæman kost til gagna- flutnings, sem þau gi-eiða fyrir sama verð og sambærileg fyrirtæki á höf- uðborgarsvæðinu. Ný gagnaflutn- ingstækni, sem verið er að taka í notkun, mun jafnframt styrkja stöðu landsbyggðarinnar og margfalda möguleika til gagnaflutnings milli margvíslegra fyrirtækja og stofnana um allt land, á verði sem er óháð fjarlægð frá Reykjavík. Allt tryggir þetta að landsbyggðin getur jafnt og höfuðborgarsvæðið nýtt sér þau tækifæri til atvinnuuppbyggingar, sem felast í hátæknhðnaði og fjar- skiptum. Árna Gunnarssyni er velkomið að hafa samband við undirritaðan eða aðra starfsmenn Landssímans næst þegar hann ætlar að skrifa blaða- gi’ein um fjarskiptamál. Þannig get- ur hann tryggt sér réttar upplýsing- ar og komizt hjá því að draga upp villandi mynd af ástandi mála. Stjómmálamenn hljóta að vilja hafa það, sem sannara reynist, jafnvel þótt stutt sé til kosninga. Höfundur er forstöðumaður upplýs- inga- og kynningarmála hjá Lands- síma íslands hf. Brotthvarf Arna er missir Reykvíkinga ÁRNI Sigfússon sagði nýlega af sér sem borgarfulltrúi í Reykjavík. Þar misstu Reykvíkingar heiðar- legan og duglegan bar- áttumann úr borgar- málunum. Ekki aðeins það, heldur hafði Árni margsýnt að hann er megnugur þess að ná árangri - að breyta til hins betra og bæta kjör almennings. Brotthvarf Áma úr pólitíkinni var hans eigin ákvörðun. Ef Ólafur sjálfstæðismenn næðu Hauksson ekki meirihluta í síð- ustu borgarstjómarkosningum hafði hann ákveðið að gefa öðmm flokksmönnum færi á að leiða D- listann. Við það stóð hann. Forusta Það er von margra, segír Ólafur Hauksson, að þetta sé aðeins tíma- ------------------7------ bundið frí sem Arni tekur sér frá pólitíkinni. Árni hafði sýnt það með verkum sínum innan og utan stjórnmál- anna síðastliðin ár að Reykvíkingar hefðu verið lánsamir að fá hann sem borgarstjóra. Litlu munaði að svo yrði. Fylgi við D-listann í síð- ustu borgarstjórnarkosningum var eitt það mesta sem listi sjálfstæðis- manna fékk á landinu, eða 45%. Fjórir flokkar og flokksbrot R-list- ans fengu hins vegar að jafnaði 13% fylgi og dugði það þeim sam- anlagt til að halda meirihlutanum í borg- inni. Þegar Ami Sigfús- son leiddi fyrst D-list- ann í Reykjavík árið 1994 vakti hann at- hygli fyrii’ fjölskyldu- væna pólitík og mikil- vægi þess að efla grunnskólann. Munur- inn á fylgi listanna var naumur og D-listinn bætti við sig fram á kjördag. Lítill meh’i- hluti kjósenda vænti hins vegar meira af fyrirheitum hins nýja R-lista um breytingar breytinganna vegna og því fór sem fór. Breytingarnar reyndust til hins verra, en það er önnur saga. Á kjörtímabilinu 1994 til 1998 valdi Ámi sér einn vettvang til við- bótar til að vinna að hagsmunum almennings. Sem formaður FIB beitti hann sér fyrir því að koma á samkeppni í bílatryggingum hér á landi til að fá iðgjöld lækkuð. Hann réðst óhikað til atlögu við sam- tryggingarkerfi innlendu trygg- ingafélaganna, sem svifust einskis til að gera þessa baráttu tortryggi- lega. Á endanum náðist samt sá ár- angur að iðgjöld bílatrygginga lækkuðu um 25% yfir línuna vegna tilkomu FIB-tryggingar. íslenskar fjölskyldur hafa síðan 1996 sparað sér rámlega einn milljai-ð króna ár- lega í lægri iðgjöldum en áður þekktust. Kostir Ama sem stjórnmála- manns hafa samt ekki endilega skilað honum atkvæðum í sama mæli. Hann hefur lagt meginá- herslu á að kynna lausnir. Gagn- rýni á andstæðinga hefur ekki tek- ið mikinn tíma eða orku frá honum. Fyrir vikið hefur starf Árna verið framlag þátttakandans og leiðtog- ans fremur en gagnrýnandans. Á þessu hefur R-listinn grætt. Sem dæmi má nefna að fyrir síð- ustu borgarstjórnarkosningar lagði Árni fram þaulhugsaðar tillögur um fjölbreyttar úrlausnir í dagvist- armálum. Ef þær hefðu komist í framkvæmd stæðu reykvískar barnafjölskyldur ekki frammi fyrir þeirri martröð sem dagvistarmál hafa orðið að undir stjórn R-list- ans. Árni hefði allt eins getað valið að verja kröftum sínum til að benda á þær ógöngur sem dagvist- armálin stefndu í - og raunin hefur síðan orðið. Það hefði kannski skil- að fleiri atkvæðum. En þannig hef- ur Árni Sigfússon aldrei starfað í stjórnmálum. Hann hefur aldrei byggt pólitíska tilveru sína upp á gagnrýni, líkt og fjöldi stjórnmála- manna gerir, einkum þó á vinstri vængnum. Fyrir vikið er hann maður að meiri, þótt það hafi ekki endilega skilað jafn mörgum at- kvæðum og hin leiðin. En meðan gagnrýni og neikvæðni fá alla jafna mesta athygli þein-a sem íjalla um stjórnmál, þá er ekki við öðru að búast. Góðærið hjálpaði R-listanum til að halda völdum í síðustu borgar- stjómarkosningum. Atvinnuleysi hafði snarminnkað og tekjur borg- arinnar stóraukist vegna góðæris- ins. Það hjálpaði til við að fela getuleysi og og svikin loforð meiri- hlutans. Því fór sem fór. R-listinn hélt völdum með naumum meiri- hluta en Ámi Sigfússon sýndi það enn einu sinni að hann stendur við orð sín. Ég veit að það er von margra að þetta sé aðeins tímabundið frí sem Árni tekur sér frá pólitíkinni. Við þurfum á fólki eins og honum að halda í stjórnmálunum, sem sýnir í verki að velferð umbjóðenda er jafnt í fyrsta sæti fyrir kosningar og eftir þær. Höfundur er blaðamaður. Misþyrming lýðræðisins NÚ ER kosningabai’- áttan hafin. Á næstu vik- um rignir yfir landann alls konar dreifiritum og áróðri að ekki sé minnst á auglýsingar í fjölmiðl- um. Flokkamir kynna steftiu sína og frambjóð- endur um land allt af miklu kappi. Það er nauðsynlegt að kjósend- ur geri sér grein fyrir því hversu ójöfn staða flokkanna er við upphaf slíkrar baráttu. Takið nú veleftir: í tilefni kosningavors úthlutuðu þingflokkamir sjálfum sér í árslok 1998 heilum 136 milljónum í kosningasjóði sína í formi útgáfu- Stjórnmál Þingflokkarnir, segir Margrét K. Sverris- dóttir, úthlutuðu sjálf- um sér í árslok 1998 heilum 136 milljónum í kosningasjóði sína. styrkja og skiptist sú upphæð þannig að Sjálf- stæðisflokkur hefur 50,5 milljónir, Samfylking um 50 og Framsóknarflokk- ur 31,7 milljónir að moða úr. Stjómarflokkarnir voru ekki fátækir fyrir og gátu að auki gengið að fjárstyrkjum vísum frá útgerðarfyrirtækjum sem vilja viðhalda núver- andi fiskveiðistjómar- kerfi. í lögum era engin ákvæði um að framboð, jaftivel þótt á landsvísu séu, eigi rétt á styrkjum úr opinberum sjóðum. Er þetta eðlilegt fyrir- komulag í lýðræðisríki? Frjálslyndi flokkminn hefur ekki fjármagn til að slást við þessa flokka um athygli manna og því bið ég kjósendur að ljá eyra málflutningi okkar varðandi stærsta hagsmunamál þjóðarinnar, fiskveiðistjómunina, og minni á að kosningamar snúast um þetta eitt: Óbreytt fiskveiðistjómun - já eða nei. P.S. Ætli þessar 136 milljónh’ hefðu nokkuð verið til ef einhverjum hefði dottið í hug að rétta þær að öryrkjum eða ellilífeyrisþegum? Höfundur er framkvæmdasljðri Ftjálslynda flokksins. Margrét K. Sverrisdóttir Ný sending af fallegum sumarvörum frá Laugavegi 56, sími 552 2201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.