Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ?i ..... ifc *. ..dl.íllv imawu—I i j' j ! ' I'IH'i T ; QPRHIH !J jje : * ; «;■' „ r -;..8 L - ‘ I Í&QgkíW? *í ft f Jp w il ^ i j SPESSI myndaði þann marglita og skemmtilega suðupott sem mætti á nýársfagnaðinn á Hótel Örk. Ljósmynd/Spessi Heimurinn bíður þín handan við heiðina Umhverfis jörðina á fjórum dögum er yfírskrift menningar- og skemmtidagskrár sem Forsetastofa stendur fyrir á Hótel Qrk yfír páskana. Hildur Loftsdóttir talaði við forkólfana. ÞEIR Skjöldur Sigurjónsson og Ari Alexand- er reka Forsetastofu; gallerí í Herrafataversl- un Kormáks og Skjaldar. Þeir standa fyrir ýmsum menningarviðburðum auk myndlistar- sýninga, svo sem bókmennta- og ljóðakvöld- um. Um áramótin héldu þeir í fyrsta sinn teiti á Hótel Örk. „Þessi nýársfagnaður sem var sá síðasti á öldinni lukkaðist rosalega vel. Þá var þemað franskt, Francis Fons sá um matar- gerðina, Hallgrímur Helgason var veislustjóri, Thor Vilhjálmsson heiðursgestur og við buð- um upp á margvísleg skemmti- og tónlistarat- riði,“ útskýrir Ari. Sannkristið útivistarfólk Yfír páskana ætla Ari og Skjöldur að leiða gesti Hóteí Ai-kar umhverfís jörðina á fjórum dögum, þar sem dvalið verður daglega á ekki ómerkari stöðum en Buenos Aires, Róm, Pek- ing og Moskvu. „Hver dagur fær sitt landfræðilega þema. Yfir daginn verður sýning á klassískri kvik- mynd frá landinu, menningarleg kynning á landi og þjóð, með vínkynningu, ljóðalestri og skemmtiatriðum. Um kvöldið kokkar svo Siggi Hall ofan í fólkið dýrindis veislumat frá viðkomandi landi. Þá tekur djasstríó Guðmundar Steingríms við og skemmtir fólki fram eftir nóttu. Því miður er Frank Sinatra nýdáinn en við hóuðum í þann sem stendur honum næst; Raggi Bjarna syngur á dansleik laugardagskvöldsins.“ Félaganir segjast ekki bara vera sann- kristnir menn sem fara til kirkju á páskum, heldur hugsi þeir stöðugt um heilsuna, og því muni Jón „massi“ úr World Class sjá um úti- vistardagskrá um morguninn. „Við erum líka með barnadagskrá, hesta- og sleðaferðir og kynnum vel alla kirkjudagskrá Hveragerðis," bætir Skjöldur við. „Þannig verður margt í gangi í einu, valið er mjög breitt og allir ættu að fínna eitthvað við sitt hæfí. Ef maður vill hvfla sig á guðsorði, þá er hægt að kíkja í menninguna, rækta líkamann og detta svo í djassinn og poppið um kvöldið til að jafna þetta allt saman út.“ Suðupottur andans „Fólk setur sig oft í miklar stellingar gagn- vart menningu, eins og hún tilheyri bara ein- hverjum ægilegum sérvitringum. Við viljum færa hana nær fólkinu með því að hafa hana í Herrafataversluninni og hafa hana sem sjálf- sagðan hlut á skemmtidagskránni á Hótel Örk,“ segir Ari. „Við erum alls ekki að stíla inn á neinn sérstakan hóp af fólki. „Við viljum endilega fá fólk úr sem flestum áttum. Það verður suðupottur þegar ólíkir andar mætast og þá myndast svo skemmtileg spenna." j / * Stórdansleikur í Asgarði n i /c. c i r G L Æ S I B Æ í kVÖId Síðasti dansleikur fyrir páska. Húsið opnað kl. 21.00. Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur fyrir dansi. Sími 588 2111 og 568 5660. KYIKMYNDIR/Sambíóin og Stjörnubíó hafa tekið til sýningar myndina Payback með Mel Gibson í aðalhlutverki. ■ m ÁNIÐ átti að vera auðvelt og peningamir illa fengnir í vasa i.Wþeirra sem stela átti af. En þegar félagamir Porter (Mel Gibson) og Val Resnick (Gregg Henry) ætl- uðu að skipta með sér ránsfengnum gerði Val þrenn mistök. Hann hirti hlut Portérs, hann tók af honum kon- una og hann reyndi að drepa Porter sjálfan. Þegar Porter vaknar til lífsins er hann allslaus og ófyrirleitnari en nokkru sinni fyrr. Hann vill fá pen- ingana sína aftur, hvað sem það kost- ar. Val og nýir félagar hans í mafí- unni komast brátt að því að Porter er ekki dauður fyrr en hann er dauður. „Eg vildi gera vonda náungann að hetjunni án þess að bera fram ein- hverjar afsakanir fyi-ir hann. Með Mel í aðalhlutverkinu verður þetta áhugavert af því að maður hefur ekki séð hann í hlutverki af þessu tagi áð- ur,“ segir Brian Helgeland, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar; maðurinn á bak við Payback. Helgeland þreytir hér frumraun sína sem leikstjóri en er þekktastur sem höfundur óskarsvei’ðlaunahandrits- ins að LA Confidential og sem hand- ritshöfundur Conspiracy Theory. „Porter er alls ekki góður gæi. I raun er hann sennilega hjarta- lausasta skepna sem ég hef nokkurn tímann leikið," segir Mel Gibson. „Hann gerir mjög fráhrindandi hluti en á skiljanlegan hátt. Honum er ekkert heilagt nema hefnigirnin. Porter er mað- ur með níhilismann í blóð- inu og hann gefur engum tækifæri.“ Leiðir Helgeland og Gibsons lágu saman við gerð myndarinnar Gon- spiracy Theory. Brian sagði Mel af hugmynd- inni að Payback og Mel hafði áhuga og fór að leggja til breytingar á sög- unni, sem handritshöfundinn langaði til að yrði frumraun sín á leikstjórn- arsviðinu. Eftir að hann fékk vilyrði Mels Gibsons fyrir því að leika undh’ sinni stjórn vai- auðsótt fyrir hann að fá myndina gerða og samþykkt að hann leikstýrði sjálfur. I öðrum helstu hlutverkum myndarinnar eru m.a Maria Bello, David Paymer, Bill Duke og Willi- íA(ceturgaíinn Stniðjuvegi 14, ‘Kópavofli, sími 587 6080 í kvöld leika hinir eldhressu Stefán P. og Pétur Opið frá kl. 22—3 Borðapantanir í símum 557 9717 og 587 6080 Næturgalinn þar sem stuðið er og alltaf lifandi tónlist Frumsýning Illur feng’ur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.