Morgunblaðið - 31.03.1999, Side 56

Morgunblaðið - 31.03.1999, Side 56
56 MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ?i ..... ifc *. ..dl.íllv imawu—I i j' j ! ' I'IH'i T ; QPRHIH !J jje : * ; «;■' „ r -;..8 L - ‘ I Í&QgkíW? *í ft f Jp w il ^ i j SPESSI myndaði þann marglita og skemmtilega suðupott sem mætti á nýársfagnaðinn á Hótel Örk. Ljósmynd/Spessi Heimurinn bíður þín handan við heiðina Umhverfis jörðina á fjórum dögum er yfírskrift menningar- og skemmtidagskrár sem Forsetastofa stendur fyrir á Hótel Qrk yfír páskana. Hildur Loftsdóttir talaði við forkólfana. ÞEIR Skjöldur Sigurjónsson og Ari Alexand- er reka Forsetastofu; gallerí í Herrafataversl- un Kormáks og Skjaldar. Þeir standa fyrir ýmsum menningarviðburðum auk myndlistar- sýninga, svo sem bókmennta- og ljóðakvöld- um. Um áramótin héldu þeir í fyrsta sinn teiti á Hótel Örk. „Þessi nýársfagnaður sem var sá síðasti á öldinni lukkaðist rosalega vel. Þá var þemað franskt, Francis Fons sá um matar- gerðina, Hallgrímur Helgason var veislustjóri, Thor Vilhjálmsson heiðursgestur og við buð- um upp á margvísleg skemmti- og tónlistarat- riði,“ útskýrir Ari. Sannkristið útivistarfólk Yfír páskana ætla Ari og Skjöldur að leiða gesti Hóteí Ai-kar umhverfís jörðina á fjórum dögum, þar sem dvalið verður daglega á ekki ómerkari stöðum en Buenos Aires, Róm, Pek- ing og Moskvu. „Hver dagur fær sitt landfræðilega þema. Yfir daginn verður sýning á klassískri kvik- mynd frá landinu, menningarleg kynning á landi og þjóð, með vínkynningu, ljóðalestri og skemmtiatriðum. Um kvöldið kokkar svo Siggi Hall ofan í fólkið dýrindis veislumat frá viðkomandi landi. Þá tekur djasstríó Guðmundar Steingríms við og skemmtir fólki fram eftir nóttu. Því miður er Frank Sinatra nýdáinn en við hóuðum í þann sem stendur honum næst; Raggi Bjarna syngur á dansleik laugardagskvöldsins.“ Félaganir segjast ekki bara vera sann- kristnir menn sem fara til kirkju á páskum, heldur hugsi þeir stöðugt um heilsuna, og því muni Jón „massi“ úr World Class sjá um úti- vistardagskrá um morguninn. „Við erum líka með barnadagskrá, hesta- og sleðaferðir og kynnum vel alla kirkjudagskrá Hveragerðis," bætir Skjöldur við. „Þannig verður margt í gangi í einu, valið er mjög breitt og allir ættu að fínna eitthvað við sitt hæfí. Ef maður vill hvfla sig á guðsorði, þá er hægt að kíkja í menninguna, rækta líkamann og detta svo í djassinn og poppið um kvöldið til að jafna þetta allt saman út.“ Suðupottur andans „Fólk setur sig oft í miklar stellingar gagn- vart menningu, eins og hún tilheyri bara ein- hverjum ægilegum sérvitringum. Við viljum færa hana nær fólkinu með því að hafa hana í Herrafataversluninni og hafa hana sem sjálf- sagðan hlut á skemmtidagskránni á Hótel Örk,“ segir Ari. „Við erum alls ekki að stíla inn á neinn sérstakan hóp af fólki. „Við viljum endilega fá fólk úr sem flestum áttum. Það verður suðupottur þegar ólíkir andar mætast og þá myndast svo skemmtileg spenna." j / * Stórdansleikur í Asgarði n i /c. c i r G L Æ S I B Æ í kVÖId Síðasti dansleikur fyrir páska. Húsið opnað kl. 21.00. Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur fyrir dansi. Sími 588 2111 og 568 5660. KYIKMYNDIR/Sambíóin og Stjörnubíó hafa tekið til sýningar myndina Payback með Mel Gibson í aðalhlutverki. ■ m ÁNIÐ átti að vera auðvelt og peningamir illa fengnir í vasa i.Wþeirra sem stela átti af. En þegar félagamir Porter (Mel Gibson) og Val Resnick (Gregg Henry) ætl- uðu að skipta með sér ránsfengnum gerði Val þrenn mistök. Hann hirti hlut Portérs, hann tók af honum kon- una og hann reyndi að drepa Porter sjálfan. Þegar Porter vaknar til lífsins er hann allslaus og ófyrirleitnari en nokkru sinni fyrr. Hann vill fá pen- ingana sína aftur, hvað sem það kost- ar. Val og nýir félagar hans í mafí- unni komast brátt að því að Porter er ekki dauður fyrr en hann er dauður. „Eg vildi gera vonda náungann að hetjunni án þess að bera fram ein- hverjar afsakanir fyi-ir hann. Með Mel í aðalhlutverkinu verður þetta áhugavert af því að maður hefur ekki séð hann í hlutverki af þessu tagi áð- ur,“ segir Brian Helgeland, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar; maðurinn á bak við Payback. Helgeland þreytir hér frumraun sína sem leikstjóri en er þekktastur sem höfundur óskarsvei’ðlaunahandrits- ins að LA Confidential og sem hand- ritshöfundur Conspiracy Theory. „Porter er alls ekki góður gæi. I raun er hann sennilega hjarta- lausasta skepna sem ég hef nokkurn tímann leikið," segir Mel Gibson. „Hann gerir mjög fráhrindandi hluti en á skiljanlegan hátt. Honum er ekkert heilagt nema hefnigirnin. Porter er mað- ur með níhilismann í blóð- inu og hann gefur engum tækifæri.“ Leiðir Helgeland og Gibsons lágu saman við gerð myndarinnar Gon- spiracy Theory. Brian sagði Mel af hugmynd- inni að Payback og Mel hafði áhuga og fór að leggja til breytingar á sög- unni, sem handritshöfundinn langaði til að yrði frumraun sín á leikstjórn- arsviðinu. Eftir að hann fékk vilyrði Mels Gibsons fyrir því að leika undh’ sinni stjórn vai- auðsótt fyrir hann að fá myndina gerða og samþykkt að hann leikstýrði sjálfur. I öðrum helstu hlutverkum myndarinnar eru m.a Maria Bello, David Paymer, Bill Duke og Willi- íA(ceturgaíinn Stniðjuvegi 14, ‘Kópavofli, sími 587 6080 í kvöld leika hinir eldhressu Stefán P. og Pétur Opið frá kl. 22—3 Borðapantanir í símum 557 9717 og 587 6080 Næturgalinn þar sem stuðið er og alltaf lifandi tónlist Frumsýning Illur feng’ur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.