Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 29
MORGUNB LAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 29
UMRÆÐAN
Hver er einfaldur?
AÐ ÖLLU eðlilegu
væri einfeldningslegt
að halda því fram að
samkeppnisyfírvöld
stæðu í vegi fyrir verð-
lækkunum og héldu
uppi verði á vöru og
þjónustu. Þess vegna
gæti einhver hafa tekið
trúanlegar fullyrðingar
talsmanns Samkeppn-
isstofnunar sem í fjöl-
miðlum hefur farið á
handahlaupum undan
þeirri sérkennilegu
staðreynd, að Sam-
keppnisstofnun hefur
nú um nær sex mánaða
skeið staðið í vegi verð-
lækkana á GSM-þjónustu Lands-
síma Islands. I stað þess að rök-
styðja þessa afstöðu og verja kaus
talsmaðurinn að víkja nokkru að
mér persónulega, segja mig pirrað-
an og sjónarmið mín „einfeldnings-
leg“. Þá þrætti hann fyrir að lækk-
anir hafi verið bannaðar; þetta hafi
aðeins verið tilmæli, að vísu ein-
dregin, um að lækka ekki verð með-
an stofnunin rannsakaði kærur Tals
um að arðsemi GSM-þjónustu
Landssímans væri óeðlilega lítil.
Það er sem betur fer óvenjulegt
að opinberar stofnir bregðist
þannig við efnislegum umræðum
um störf þeirra og starfshætti. Ekk-
ert þjónustufyrirtæki gæti leyft sér
slíka framkomu og raunar er hroka-
full afstaða þess sem valdið hefur
orðin heldur fátíð. Þess vegna vekja
viðbrögð Samkeppnisstofnunar
bæði undrun og ugg. Er hugsanlegt
að næsti úrskurður verði nýttur til
að réttlæta fyrri mistök? Það kemur
á daginn.
Staðreyndir málsins
eru þær, að í september
í fyn-a kvai-taði Tal hf.
til Samkeppnisstofnun-
ar vegna þess að Lands-
síminn hafði þá lækkað
verð á GSM-þjónustu
sinni. Tal ki’afðist þess
þá að Samkeppnisstofn-
un aftm'kallaði lækkun-
ina, að Landssíminn
yrði sektaður og heimt-
aði jafnframt sannanir
fyrir því að verðlækkan-
ir Símans væru „liður í
skipulegum aðgerðum
félagsins til að hindra
samkeppni á farsíma-
markaði“.
í framhaldi af kvörtun Tals sendi
Samkeppnisstofnun Landssímanum
bréf, dagsett 2. október sl. Þar seg-
ir: „... beinir Samkeppnisstofnun
þeim eindregnu tilmælum til
Landssíma Islands hf. að ráðast
ekki í frekari verðlækkun á GSM-
Samkeppni
Er hugsanlegt, spyr
Þórarinn V. Þórarins-
son, að næsti úrskurð-
ur verði nýttur til að
réttlæta fyrri mistök?
þjónustu félagsins meðan rannsókn
samkeppnisyfirvalda stendur yfir.
Meðferð málsins verður hraðað eins
og unnt er.“ (Leturbreytingar mín-
ar.)
Hingað til hefur verið litið svo á
að „eindregin tilmæli" opinberrar
eftirlitsstofnunar sé eitthvað sem
taka verði mark á. Af þeim sökum
hefur Landssíminn ekki talið sér
stætt á að lækka verð á GSM-þjón-
ustu. Viðbrögð talsmanns Sam-
keppnisstofnunar nú gefa hins vegar
til kynna að ekki sé ætlast til þess að
farið sé að slíkum tilmælum. Það er
nýr skilningur sem menn hljóta að
leggja til grundvallar í framtíðinni.
Stofnunin hefur nú tekið sér tæp-
lega hálft ár til að rannsaka málið,
sem átti að hraða eins og unnt væri,
og fram hefur komið að niðurstöðu
sé ekki að vænta fyrr en eftir mán-
uð í viðbót. Dráttur málsins er
sennilega meðal annars tilkominn
vegna þess að Tal hf. hefur sífellt
beðið um lengi’i frest til að skila inn
upplýsingum vegna eigin kæru. All-
an þennan tíma hafa eindregin til-
mæli Samkeppnisstofnunar um að
ekki verði lækkað verð á GSM-þjón-
ustunni staðið óhögguð. Hvernig
þetta verklag samrýmist grundvall-
arreglum stjórnsýslu er sjálfstætt
rannsóknarefni.
Það er sagt að sannleikanum
verði hver sárreiðastur. Það sann-
ast nú á Samkeppnisstofnun sem
hefur orðið ber að því að koma í veg
fyrir eðlilegar verðlækkanir og
halda með því uppi verði á tiltekinni
þjónustu. Það getur vel verið ein-
feldningslegt að halda þetta ekki
hlutverk Samkeppnisstofnunar. Það
er þá til huggunar að ég er örugg-
lega í fjölmennri sveit sem hefur
misskilið hlutverk Samkeppnis-
stofnunar svo hrapallega að halda
hana ekki eiga að halda uppi verði
og hamla samkeppni.
Höfundur cr stjórnarformuður
Landssfma íslands.
Þórarinn V.
Þórarinsson
Ábyrg efnahagsstjórn
Samfylkingarinnar
SAMFYLKINGIN
hefur sett fram trú-
verðuga og ábyrga
stefnuskrá, þar sem
málefni fjölskyldunnar
eru m.a. sett í öndvegi.
Samfylkingin hefur
gert það sem enginn
stjórnmálaflokkur hef-
ur gert áður; sagt
hvernig málum skuli
skipað í forgang, hver
sé útgjaldaaukning
vegna þeirra og hvernig
eigi að fjármagna kosn-
ingaloforðin. Forsendur
okkar eru líka hallalaus
fjárlög á næsta kjör-
tímabili. M.ö.o ábyrg
efnahagsstjórn. For-
ystumenn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks reyna nú að
halda því að þjóðinni að um óábyrg
kosningaloforð sé að ræða. Þeir
kalla þau árás á þjóðfélagið sem
muni keyra efnahagslífið um koll.
Það er út af fyrir sig athyglisvert
að það sé árás á þjóðfélagið að ætla
að setja í forgang kjör lífeyrisþega,
einstæðra foreldra og barnafjöl-
skyldna. En hitt er líka
athyglisvert hvernig
stjórnarflokkarnir, sem
guma af góðri efna-
hagsstjórn, skilja við
efnahagsmálin nú í lok
kjörtímabilsins.
Skuldir heimilanna
aukist um 130
milljarða
Skuldir heimilanna
hafa aukist í góðærinu
um 130 milljarða frá
árslokum 1994 til árs-
loka 1998, þ.e. 2,7 millj-
arða á mánuði eða 2,2
milljónir á hverjum
degi allt kjörtímabilið.
Aftur á móti jukust skuldir heimil-
anna á tímum efnahagslægðar í tíð
fyrri ríkisstjórnar um rúmar hund-
rað milljarða króna. Skuldir heimil-
anna voru í árslok 1998 440 milljarð-
ar króna. Viðskiptahallinn 1997-1998
og 1999 hefur aukist um 74 milljarða
króna, en á árinu 1995 þegar ríkis-
stjórnin tók rið var 4 milljarða af-
gangur af viðskiptum við útlönd.
Jóhanna
Sigurðardóttir
Breyttar leikreglur
- ábyrgð í öndvegi
Afleiðing mikils riðskiptahalla er
að erlendar skuldir þjóðarbúsins
fara vaxandi. Erlendar skuldir í lok
árs 1997 námu 46,6% af landsfram-
leiðslu, en Þjóðhagsstofnun spáir því
að þær nálgist nú 50% af landsfram-
leiðslunni. Á þessu ári stefnir í að
þær hækki um 10 milljarða ki’óna.
Svona skilur ríkisstjórn Davíðs
Oddssonar við í lok kjörtímabilsins -
Stjórnmál
Samfylkingin, segír
Jdhanna Sigurðar-
ddttir, hefur sagt
hvernig málum skuli
skipað í forgang.
ríkisstjórn sem hafði 100 milljörðum
meira úr að spila en síðasta ríkis-
stjórn - en skilur samt eftir þá sem
höllum fæti standa í þjóðfélaginu.
Samfylkingin mun breyta leikregl-
unum og jafna kjörin. Ábyrgð í rík-
isfjármálum verður engu að síður í
öndvegi.
Höfundur cr alþingismaður.
Þjóðarsátt um hvað?
NÚ HAFA bæði
Davíð Oddsson og Hall-
dór Ásgi’ímsson lýst
vilja sinum til að skapa
þjóðarsátt um fiskveiði-
stjórnunarkerfið. Ekki
skal gert lítið úr þeim
yfirlýsingum, sem
vissulega bera vott um
að þessir tveir stjórn-
málaforingjar hafa átt-
að sig á því að engin
sátt ríkir um núverandi
kerfi, sem þeir hafa,
báðir tveir, varið með
kjafti og klóm allan
þennan áratug.
í ljósi þess að þeir
hafa báðir haft á móti
Ellert B.
Schram
nýju og sjálfstæðu
veiðileyfagjaldi, þeir
eru báðir andvígir upp-
boðsleiðinni, þeir hafa
báðir stutt frjálst
framsal og hvorugur
hefur tekið undir þau
sjónarmið að Hæsti-
réttur hafi verið að
undirstrika jafnræðis-
regluna við úthlutun
aflaheimilda, þá spyr
ég: Um hvað á að
skapa þjóðarsátt?
Mætti ég í allri vin-
semd fara fram á að
þeir Davíð og Halldór
létu þess getið efnis-
lega hverju þeir geta
Kvótinn
Hverju, spyr Ellert B.
Schram, geta þeir
hugsað sér að breyta?
hugsað sér að breyta? Er það til of
mikils mælst að fjölmiðlar gangi eft-
ir því svari? Hér er um að ræða
stærsta lífshagsmunamál þjóðarinn-
ar og allir vita, stjórnmálaforingj-
arnir líka, að óánægjan er mest með
gjafakvótann. Vilja þeir eða geta
þeir lýst yfir því að hann verði af-
numinn?
Höfundur er fv. alþinffiamaður.
Staðreyndir um
kj ar asker ðinguna
í Vinnuskólanum
STJÓRNAR-
FORMAÐUR Vinnu-
skóla Reykjavíkur,
Guðrún Erla Geirs-
dóttir, gengst við
þeirri kjaraskerðingu,
sem ætlunin er að láta
sextán ára unglinga
verða fyrir í Unglinga-
vinnunni á komandi
sumri, í grein hér í
blaðinu á laugardag.
Stj órnarformaðurinn
reynir hvað hún getur
til að gera lítið úr
skerðingunni og að
réttlæta hana með
ýmsum rökum, mis-
haldbærum þó. Ekk-
ert, sem hún skrifar, breytir þó
þeirri staðreynd að með þessari að-
gerð R-listans er verið að taka út
16 ára unglinga og láta þá sitja eft-
ir á meðan allir aðrir hópar í þjóð-
félaginu fá verulegar kjarabætur.
Forskrift félagshyggjuflokka
að nýju þjóðfélagi?
Stjórnarformaðurinn viðurkenn-
ir í greininni að tímalaun ungling-
anna verði fryst á milli ára en segir
síðan sigri hrósandi að samvisku-
sömum og duglegum 16 ára ung-
lingum verði boðið að vinna eina
Unglingavinnan
Kattarþvottur stjórnar-
formanns Vinnuskólans
breytir því ekki, segir
Kjartan Magnússon, að
R-listinn sviptir 16 ára
unglinga kjarabótum
með siðlausum hætti.
viðbótarviku í ágúst og þannig geti
í raun orðið um launahækkun að
ræða.
Þessi orð stjórnarformannsins
eru rituð af miklu göfuglyndi og
rausnarskap og er engu líkara en
hún komist við af eigin góðsemi.
Fyrst eru launin fryst en síðan er
vinnuaflinu gefinn kostur á að
vinna upp skerðinguna með því að
vinna lengur. Hvílíkt örlæti! Ein-
hverjir unglinganna halda sem
sagt sömu launum EF þeir vinna
lengur.
Þetta snjallræði er án efa ein
merkilegasta uppfinning R-listans
og mun seinna vafalaust verða
túlkað sem mikilsvert framlag til
lausnar kjaradeilum í landinu.
Launafólk á sem sagt ekki að fá
frekari kjarabætur með hækkun-
um á tímatöxtum en því verður
náðai-samlegast leyft að vinna
lengri vinnudag, um helgar og í
sumarfríinu til að halda sama
kaupmætti. Vei þeim letingjum
sem ætlast til þess að kaupmáttur
þeirra aukist miðað við óbreyttan
vinnutíma! Þetta er greinilega for-
skrift félagshyggjuflokkanna að
betra þjóðfélagi.
Verkalýðsfélögin myndu líklega
seint semja um „kjarabætur" á
slíkum grunni en krakkarnir í
Unglingavinnunni hafa ekki samn-
ingsrétt og það notfærir R-listinn
sér.
Nauðsynleg störf eða ölmusa?
Það sjónarmið kemur hvað eftir
annað fram í grein stjórnarfor-
mannsins að verið sé að rétta ung-
lingunum einhverja ölmusu með
því að gefa þeim kost á að vinna
umrædda „aukaviku". Staðreyndin
er hins vegar sú að þetta eru síður
en svo óþörf störf.
Borgin þarf á því að
halda á komandi sumri
að snyrti- og fegrunar-
vinnu ljúki ekki í lok
júlí, heldur sé henni
einnig sinnt í ágúst,
ekki síst vegna þess að
borgin á að skarta sínu
fegursta árið 2000.
Borgaryfirvöldum
hafa borist margar
kvartanir vegna van-
hirðu í ágúst þegar
spretta er enn góð.
Full þörf er því fyrir
störf unglinganna í
ágúst þótt R-listinn
ætli sér að lækka
vinnulaunin á milli ára.
Stjómarformaðurinn segir og að
rétt hafi verið að frysta tímakaup
unglinganna í ljósi þess að vinna
þeirra hafi verið færð frá Skóg-
ræktarfélagi Reykjavíkur til
Vinnuskólans. Rétt er að benda á
að þessi tilfærsla átti sér stað árið
1995 eða fyrir fjórum árum og á
hverju sumri síðan þar til nú fengu
unglingarnir kjarabætur í sam-
ræmi við þróun á almennum vinnu-
markaði. Hafi einhver leiðrétting
verið nauðsynleg hefði að sjálf-
sögðu verið eðlilegt að hún ætti sér
stað þá í stað þess að koma
nokkrum áram síðar og skerða
kjörin með vafasamri röksemda-
færslu.
Fræðsludögum fækkað
Stjórnarformaðurinn líkir
Vinnuskólanum við starfsnám,
þrátt fyrir að Unglingavinnan veiti
engin réttindi. Segir hún að
10-15% tímans sé varið til starfs-
náms. Þarna er frjálslega farið
með staðreyndir og er af og frá að
slíkt eigi við um sextán ára ung-
linga. Flestir þeirra hafa verið í
Unglingavinnunni áður og kunna
því til verka. Reyndar hefur verið
ákveðið að fækka fræðsludögum 16
ára unglinga um helming á milli
ára, úr fjórum í tvo, og er því verið
að auka við þá vinnu um leið og
kjörin eru skert.
Stjórnarformaðurinn leggur
mikla áherslu á að Vinnuskólinn
gi-eiði hærri laun en mörg önnur
sveitarfélög. Er það óneitanlega
sérkennilegt að þau rök skuli notuð
til að réttlæta kjaraskerðingu til-
tekins hóps að annars staðar megi
finna dæmi þess að enn lægri laun
séu greidd fyrir sambærilega
vinnu. Fyndist stjórnarformannin-
um t.d. að Reykjavík ætti að skera
niður laun til fleiri stétta, t.d. lista-
manna, ef í ljós kæmi að stuðning-
ur borgarinnar við þá væri ríflegi’i
en tíðkast í öðram sveitarfélögum?
Sömu störf
Þrátt fyrir kattarþvott stjórnar-
formannsins standa staðreyndir
málsins óhaggaðar eftir. 16 ára
unglingai- í Unglingavinnunni eru
sviptir kjarabótum með siðlausum
hætti á meðan aðrir hópar í þjóðfé-
laginu fá verulegar kjai-abætur.
Störf unglinganna era hin sömu
eða sambærileg og forverar þeirra
í vinnuskólanum hafa sinnt um
áraraðir. Dregið er úr fræðslu-
starfi þessara unglinga á milli ára
og vinnudögum fjölgað samsvar-
andi en samt kýs R-listinn að
skerða kjör þeirra.
Höfundur er borga.rfulltrúi og situr
ístjórn Vinnuskólans.
mbl.is
Kjartan
Magnússon