Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 21
Reuters
KARLMAÐUR í hópi flótta-
manna frá Kosovo hjálpar eldri
konu að stýra hrossi yfir fjalla-
slóða á landamærum Kosovo og
Makedóníu í gær, eftir að um
2000 flóttamönnum var leyft að
leita hælis í Makedóníu.
sem átti ekki peninga til að múta
serbnesku hermönnunum, hefði
verið drepinn. Þeir hefðu einnig
nauðgað konu hans og myrt hana.
Flóttafólk frá þorpinu Celin
sögðu að Serbar hefðu myrt þar 17
manna fjölskyldu, m.a. tveggja ára
stúlku, eftir að hafa fundið hana í
húsi þar sem hún var í felum.
„Núna getur NATO
gætt ykkar“
35 ára flóttamaður frá þorpinu
Babak Bokes sagði að nágranni sinn
hefði verið skotinn til bana þegar
hann hefði fundist úti við eftir að
þorpsbúunum var skipað að halda
sig innandyra. „Þetta voru sérsveit-
armenn frá Belgrad. Þeir rændu og
rupluðu í öllum húsunum, handtóku
15 menn sem þeir töldu félaga í
Frelsisher Kosovo og tóku að lemja
þá og skera með hnífum. Við hin
flúðum til fjalla. Þegar við komum
aftur voru þeir farnir."
Flóttamennirnir sögðu að Serbar
hefðu sagt þeim að reyna ekki að
flýja til annarra staða í Kosovo.
„Farið til Bandaríkjanna,“ eiga þeir
að hafa sagt. „Þið vilduð Atlants-
hafsbandalagið. Núna getur NATO
gætt ykkar.“
ISÍiSIS ' i ’11 ‘ ‘
Wj jj -
Í8SSi8lf
Wk-íK :
V
%
"'1
m....m.
trygg
ftjfl
/ frítímanum?
í
Við viljum vekja athygli...
...á nýjungum í Fjölskyldutryggingu Sjóvá-Almennra trygginga hf.,
bæði á aukinni vernd og rýmkun á skilmálum.
Vátryggingar okkar eru til þess hugsaðar að vernda hagsmuni
viðskiptavina og að bæta þeim fjárhagslegt tjón.
Aukin vernd Fjölskyldutryggingar
Dagpeningar greiddir vegna tímabundinnar missis starfsorku
Bætur vegna sjúkrakosmaðar innanlands
Tryggingin nær til barna yngri en 16 ára sem stunda íþróttir
Slysatrygging í frítíma er hluti af Fjölskyldutryggingu Sjóvá-Almennra en
hún er grunnur í Stofni sem er samheiti yfir tryggingar íjölskyldunnar.
Með því að ganga í Stofn fyrir 1. júlí átt þú kost á afslætti og
endurgreiðslu á næsta ári auk margvíslegrar forgangsþjónustu.
Hafðu samband og fáðu nánari uppiýsingar
hjá tryggingaráðgjöfum okkar í síma
569 2500
Stofn er samheiti yfir tryggingar íjölskyldunnar.
Grunnur aö Stofni er ávallt Fjölskyldutrygging en auk hennar
velurðu þær tryggingar sem fjölskyldan þarfnast og átt þá
möguleika á afslætti og endurgreiöslu. Stofn er sveigjanleg
lausn þar sem þú lagar tryggingamálin að þörfum þfnum.
r jr
SJOVAOPALMENNAR
Traustur þáttur í tilverunni