Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
50 ÁR ERU síðan systir Petra Leewens vann klausturheit og var þess
minnst hjá St. Franciskussystrum í Stykkishólmi. Hún hefur starfað
sem príorinna og unnið við prentsmiðjuna hjá systrunum.
Haldið upp á
fímmtíu ára
klausturafmæli
Stykkishólmi - Systir Petra Leewens
átti 50 ára klausturafmæli 19. mars sl.
Þeirra tímamóta var minnst hjá St.
Franciskussystrum í Stykkishólmi
sunnudaginn 22. mars með hátíðar-
messu í kapellu systranna og boðið í
veislukaffi á eftir. Kaþólski prestur-
inn á íslandi mgr. Jóhannes Gijen
heimsótti söfnuðinn og predikaði.
Systir Petra er fædd í Haag í
Hollandi og þar vann hún sitt klaust-
urheit 28 ára gömul. Hún starfaði
mikið í Belgíu og þaðan kom hún til
Stykkishólms árið 1961 og hefur ver-
ið hér síðan í 38 ár. Hingað kom hún
til að starfa við prentsmiðju systr-
anna og vann lengst með systur
Rósu. Hún starfaði við prentsmiðju
reglunnar í Belgíu og var send hing-
að til starfa. Eftir að systir Rósa dó
stjórnaði systir Petra prentsmiðj-
unni þar til systurnar hættu rekstri
prentsmiðjunnar fyi-ir nokki'um ár-
um. Prentsmiðjan prentaði allt fyrir
kaþólska söfnuðinn á Islandi og lagði
St. Franciskusreglan til starfsmenn.
Systir Petru hefur liðið mjög vel á
Islandi og hún var ekki búin að vera
hér lengi þegar henni fannst hún
ætti hér heima. Hún hafði víða farið
áður, en fékk það strax á tilfinning-
una þegar hún kom hingað að hér
vildi hún starfa til frambúðar. Nú
segist hún vera sest í helgan stein
eins og það heith á íslensku og hún
vonast til að fá að vera hér áfram,
„en við þurfum alltaf að vera tilbún-
ar að fara“ segir systir Petra.
Alls komu um 80 gestir til að sam-
fagna systur Petru og var hún mjög
ánægð með daginn og bað fyrir
bestu kveðjur til allra vina sinna.
Nýir gripir vígðir
við messu á skírdag
1 Olafsvíkurkirkju
Ólafsvík - Á skírdag kl. 14
mun vígslubiskupinn í
Skálholti, hr. Sigurður Sig-
urðarson, vígja nýtt altari,
nýtt ræðupúlt og nýja
ljósastjaka við messu í
Ölafsvíkurkirkju. Miklar
og kostnaðarsamar fram-
kvæmdir hafa staðið þar
yfir að undanförnu, en þar
fer saman bæði nauðsyn-
legt viðhald og breytingar.
Breytingarnar, séfn unn-
ar eru í fullu samráði við
arkitekt kirkjunnar, Hákon
Hertervig, eru þær helstar
að fremsti bekkurinn hefur
verið tekinn upp og kórinn
byggður fram og smíðaðar
breiðar og góðar tröppur
upp í hann fyrir miðju.
Hliðarvængir voru breikk-
aðir, en þar fást aftur sæti
í stað þeirra sem hverfa
með fremsta bekknum.
Þá var upphækkun við
altari fjarlægð og srníðað
nýtt frístandandi borðaltari
og gerðar lausar grátur. Gamli pré-
dikunarstóllinu var færður út í
horn og nýtt lespúlt tekið í notkun í
hans stað. Við það nýtast öll sætin í
kirkjunni betur, enda ekkert leng-
ur sem skyggir á sjónlínuna til alt-
arisins. Nýir kertastjakar sem falla
að stíl kirkjunnar og smíðaðir eru
af Stefáni Boga Stefánssyni gull-
smið prýða hið nýja altari. Þannig
búin svarar kirkjan mun betur guð-
fræðilegum sjónarmiðum.
Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar
Samfara þessum breytingum fór
viðhald, sem einkum er fólgið í því
að skipt var um öll gólfefni, sem
mjög hafa látið á sjá eftir 30 ára
notkun, kirkjubekkir voru
bólstraðir upp á nýtt og turninn
májaður, auk fleiri lagfæringa.
ÖIl gekk þessi vinna fljótt og vel
fyrir sig og hafði lítil áhrif á safn-
aðarstarflð, en fjöldi sjálfboðaliða
lagði verkinu lið. Sóknarprestur í
Ólafsvík er sr. Friðrik J. Hjartar.
Þriðja besta rekstrarár
SR-mjöls frá upphafí
.:.:l SR-mjö 1 hf.
Úrársuppgjö ri 199E
Rekstrarafkoma Miiijónir króna 1998 1997 Breyting
Heildartekjur Rekstrarafkoma Fjármunatekjur (gjöld) Hagnaður fyrir skatta Hagnaður fyrir áhrif hlutdeildarfélaga Hagnaður eftir skatta Eigið fé í árslok 4.933.3 376,5 (71,4) 305.1 215.2 205.3 2.984.4 5.240,0 508.8 29,4 538,2 0,0 359.8 2.827,2 -5,9% -26,0% -43,3% -42,9% +5,6%
Niðurstaða ársreiknings 4.868,6 4.217,6 +15,4%
Fjárfestingar í fastafjármunum 1.603,8 837,3 +91,5%
Afskriftir og niðurfærslur 412,3 406,4 +1,5%
Arðsemi eigin fjár 7,1% 14,5%
Veltufjárhlutfall 1,98 2,66
Eiginfjárhlutfall 0,61 0,67
HAGNAÐUR SR-mjöls hf. eftir
tekju- og eignaskatta nam 200
milljónum króna á síðasta ári.
Þetta er þriðja besta árið frá upp-
hafi rekstrar SR-mjöls hf., sam-
kvæmt frétt frá félaginu.
Hráefni sem unnið var á árinu
nam 311 þúsund tonnum en nam
420 þúsund tonnum árið áður.
Samdráttur í mótteknu hráefni er
því um 26% milli ára.
Fjárfesting í félögum nam 576
milljónum króna samkvæmt til-
kynningunni. Þai' munar mestu um
kaup á 40% hlut í Valtý Þorsteins-
syni hf. sem rekur loðnuskipið Þórð
Jónasson, þátttöku í Kítin hf. sem
sett hefur upp verksmiðju á Siglu-
firði til vinnslu á afurðum úr rækju-
skel og þátttaka í Úthafssjávar-
fangi ehf. sem rekur fyrirtæki í
Bandaríkjunum.
Heildarframleiðsla mjöls var um
58 þúsund tonn á síðasta ári og lýs-
is 28 þúsund tonn. Eigið fé félags-
ins er nú 2.979 og eiginfjárhlutfall
61%. Eiginfjárhlutfall árið 1997 var
67% og hefur það því lækkað um
6%.
Kaupa nýtt skip frá Noregi
Á stjórnarfundi í félaginu í gær
voru kaup á nýlegu nótaskipi frá
Noregi samþykkt. Skipið er smíðað
árið 1990 og er hannað fyrir nóta-
veiðar og veiðar með troll. Burðar-
geta þess er um 1.300 tonn og er
það búið kælikerfum fyrir bræðslu-
fisk og frystilest íyrir frystan afla,
en frystigeta skipsins er 40-60 tonn
á sólarhring. Kostnaðarverð skips-
ins tilbúins til veiða er um 600
milljónir króna og verður það af-
hent um miðjan apríl og fer strax á
kolmunnaveiðar. I fréttinni segir
að SR-mjöl hf. muni þar með afla
sér veiðireynslu sem mun nýtast ef
kolmunnaveiðar verða settar í
kvóta.
Um framtíðarhorfur segir að
ástand afurðamarkaða sé slæmt og
það geti haft áhrif á afkomu félags-
ins ef markaðsverð haldast lág.
„Mikið er undir því komið að þessir
erfiðleikar verði skammvinnir og
ástand mála fari í eðlilegt horf sem
fyrst. Viðbrögð forráðamanna fé-
lagsins hafa verið þau að bregðast
strax við með því að ná fram lækk-
un á hráefnisverði en hráefnisinn-
kaup eru um 65-70% af rekstrar-
kostnaði," segir í fréttinni frá fé-
laginu.
Jafnframt segir að fjárfestingar
síðustu tveggja ára í afurðageymsl-
um mjöls og lýsis séu nú að skila
sér og sú aðstaða sem félagið nýtur
í geymslumálum sé ómetanleg þeg-
ar tímabundin óvissa ríkir um af-
setningu afurða. „Þrátt fyrir
vinnslu á 160 þúsund tonnum af
hráefni á síðustu vetrarvetíð, sem
er tvöfalt meira magn en á sama
tíma og í fyrra, hefur félagið ekki
þurft að senda frá sér óseldar afurð-
h' í geymslur ei'lendis.“
Afkoma íslenskra aðalverktaka hf. slök að mati stjórnenda
Hagnaður nam 123,8
milljónum króna
íslenskir aðalverktakar hf. . r Úr reikningum samstæðu árið 1998 .lúní-rlns
Rekstrarreikningur Miiijónir knna 1998 1997 Breyting
Rekstrartekjur 3.980,1 3.084,1 +29%
Rekstrargjöld 3.844,5 2.866,1 +34%
Hagnaður fyrir fjármagnsliði 135,6 218,1 -38%
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 92,5 85,6 +8%
Hagnaður af reglulegri starfsemi 228,0 303,6 -25%
Reíknaðir tekju- og eignaskattar (104,3) (88,5) +18%
Hagnaður ársins 123,8 215,1 -42%
Efnahagsreikningur Miiijónir króna 31/12 '98 31/12*97 Breyting
Fastafjármunir 2.479,7 710,6 +249%
Veltufjármunir 2.396,9 3.508,7 -32%
Eignir samtals 4.876,6 4.219,3 +16%
Eigið fé 2.418,6 3.152,4 -23%
Langtímaskuldir 1.124,8 35,9 +3033%
Skammtímaskuldir 1.285,7 1.031,0 +25%
Skuldir og eigið fé samtals 4.876.6 4.219.3 +16%
Kennitölur og sjóðstreymi 1998 1997 Breyting
Veltufjárhlutfall 1,86 3,40
Eiginfjárhlutfall 49,6% 74,7%
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 258,1 343,5 -24,9%
HAGNAÐUR íslenskra aðalverk-
taka nam 123,8 milljónum króna
árið 1998, en samanburðartölur era
ekki til fyrir allt árið á undan.
Rekstrartekjur samstæðunnar
námu 3.980 milljónum króna,
rekstrargjöld námu 3.845 milljón-
um króna og hagnaður fyrir skatta
nam 228 milljónum króna.
Afkoma ársins er slök að mati
stjómenda Islenskra aðalverktaka
hf. og skýrist það fyrst og fremst
af áföllum sem dótturfélag þess,
Greenland Prime Contractors
ApS. hefur orðið fyrir við mann-
vii'kjagerð á Grænlandi, en tap á
rekstri þess var um 90 milljónir
króna.
Dótturfélagið Ger hf. á enn
óseldar 10 íbúðir í nágrenni Stutt-
gart í Þýskalandi og nam tap fé-
lagsins 23 milljónum króna að með-
talinni sérstakri gjaldfærslu að
fjárhæð 13 milljónir króna til að
mæta hugsanlegu lækkuðu sölu-
verði þeirra.
Félagið vinnur að mörgum stór-
um verkefnum svo sem uppbygg-
ingu Bláa lónsins, byggingu orku-
vers Hitaveitu Suðumesja í Svarts-
engi, byggingu D-álmu sjúkrahúss
Suðurnesja, gerð flughlaða við
Flugstöð Leifs Eiríkssonar og
byggingu íþróttahúss í Reykjanes-
bæ.
Verulegar breytingar á starf-
semi félagsins hófust í lok síðasta
árs. Félagið hefur m.a. haslað sér
völl á leigumarkaði fasteigna með
rekstri fasteignafélaga í meiri-
hlutaeigu félagsins. Á næstu áram
er stefnt að því að auka þennan
rekstur markvisst og að fasteigna-
rekstrarfélag ÍAV hf. verði ski’áð á
Verðbréfaþing Islands. Á innlend-
um byggingamarkaði hefur félagið
styrkt sig með meirihlutaeign í Ár-
mannsfelli hf. Hvað varðar rekstur
félagsins innan vamarsvæða er
stefnt að endurskipulagningu og
auknu sjálfstæði rekstrar- og
framleiðslueininga með skýr
rekstrai-markmið, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu.