Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Frændur vorir Norðmenn biðjast vægðar Að gefnu tilefni viljum vió tilkynna aö símanúmerið hjá norska sendiráóinu er Fyrir þá sem þurfa á Góóu fólki aö halda er nýja símanúrneriö 5 700 200 frá og rneð deginurn í dag. Vandió valið! >#< o o í i r ó i k AUO! /SfNGAVIO? A Fyrrverandi valdhafar Paragvæs, Cubas og Oviedo, flýja land Fá pólitískt hæli í Brasilíu og Argentínu Reuters RAUL Cubas er hjálpað inn í bfl eftir komu hans til Navegantes-flug- vallar við Sante Catarina í Brasilíu í gær. Asuncion. Reuters. RAUL Cubas, sem sagði af sér sem forseti Paragvæs á sunnudag, og Lino Oviedo hershöfðingi, sem hafði verið mesta stoð og stytta Cubas, hafa báðir flúið land, þrátt fyrir að hinn nýi forseti, Luis Gonzalez Macchi, hefði lýst því yfir að þeim yrði hlíft við refsingum. Cubas fékk pólitískt hæli í Brasilíu og Oviedo í Argentínu. Cubas sagði af sér í kjölfar harð- vítugrar valdabaráttu innan Colorado-stjómarflokksins, sem varð blóðug í síðustu viku er vara- forsetinn var skotinn til bana og sex manns létu lífið í óeirðum. Cubas flaug til Brasilíu í brasilískri her- þotu á mánudagskvöld. Alfredo Stroessner, fyrrverandi hershöfðingi sem stjómaði Parag- væ um 35 ára skeið unz honum var steypt árið 1989, býr í útlegð í Bras- ilíuborg. Lino Oviedo, fyrrverandi yfir- maður paragvæska hersins og helzti bakhjarl Cubas, hafði á sunnudag flogið á lítilli einkaflugvél til Ar- gentínu og hefur þegar hlotið póli- tískt hæli þar. Samhæfð aðgerð Margt þykir benda til að tilboð nágrannaríkja Paragvæs, sem hvergi á land að sjó, um að veita þessum fráfarandi leiðtogum póli- tískt hæli, væri samhæfð aðgerð í því skyni að reyna að hjálpa þessu fátæka landi í miðju Suður-Ameríku til að koma á lýðræðislegum stöðug- leika, en landið hefur verið undir stjórn sama flokksins í 52 ár með tilheyrandi spillingu. Paragvæskir þingmenn og sak- sóknari landsins vildu að Cubas yrði handtekinn fyrir að hafa ekki séð til þess að óeirðirnar í lok síðustu viku New York. The Daily Telegraph. TÖLVUPÓSTVEIRAN Melissa hefur frá því á föstudag borist óðfluga milli tölva og ógnar tölvupóstkerfum um allan heim með því dreifa lista yfír klám- fengið efni. Fjölmörg fyrirtæki hafa þurft að loka fyrir tölvu- póstinn vegna þessa en veiran er ekki talin valda varanlegum skaða eins og t.d. að eyða skjöl- um í tölvum. Veiran berst hratt á milli og hafa fjölmörg fyrirtæki í Bandaríkjunum og Bretlandi orðið fyrir nokkrum búsifjum af hennar völdum. „Melissa kemst í eina til tvær tölvur á mínútu,“ sagði tækni- fræðingur hjá fyrirtækinu Star Internet, sem sérhæfir sig í tölvuveirum, en talið er að veir- an geti aðeins skaðað Microsoft Outlook-tölvupóstkerfið. Skaðlaust er að opna Melissa- tölvupóstinn en um leið og við- hengið sem fylgir póstinum er opnað, kemst veiran í tölvuna. Þá fer hún sjálfkrafa til 50 efstu nafnanna á tölvupóstlist- anuin og þegar viðkomandi fólki er sendur póstur, fær það í kaupbæti afar gróft klám. Þetta fólk getur til dæmis verið mikil- vægir viðskiptavinir fyrirtækis- ins. Innan örfárra klukkustunda yrðu stöðvaðar. Sex manns létust fyrir hendi leyniskyttna og 200 manns slösuðust. Cubas og Oviedo var ennfremur gefið að sök að hafa staðið að baki morðsins á Luis Maria Argana varaforseta nokkrum dögum fyrr, en sá hafði sótt það fast getur veiran fjölgað sér þús- undfalt sem hefur þær afleið- ingar að tölvupóstkerfin stíflast og í sumum tilfellum lokast tölvukerfin. Kerfisfyrirtækið Network Associates hefur fundið aðra veiru, sem talin er enn skað- legri en Melissa. Skaðlegri en Melissa Dubbed Papa er Excel-veira sem smitast á sama hátt og Melissa en sendist á fyrstu 60 nöfnin á tölvupóstlistanum auk þess sem hún sendir veirusmit- aðan póst oftar en Melissa. Það sem talið er skaðlegast, við Dubbed Papa, ekki síst fyrir fyrirtæki, er að öll skjöl, sem eni smituð og send í tölvupósti, dreifast á sama hátt og Melissa en með þeim afleiðingum, að trúnaðarskjöl geta borist fjöl- mörgum aðilum án þess að sendanda sé það ljóst. Von á fleiri veirum Nú hafa sérfræðingar fundið lækningu við veirunni en segja ekki ólíklegt að fleiri veirur komi til með að fylgja í kjölfar- ið. Alríkislögregla Bandaríkj- anna rannsakar nú hvernig tölvuveirurnar eru tilkomnar. að Cubas yi’ði ákærður fyrir emb- ættisafglöp fyrir að neita að láta Oviedo afplána tíu ára fangelsisdóm sem hann hafði hlotið fyrir valda- ránstilraun árið 1996. Cubas var sakfelldur fyrir embættisafglöp í síðustu viku. Fjórðung- ur Breta í fátækt Lundúnum. The Daily Telegraph. VIÐ fæðingu barns hrekst ein af hverjum sex fjölskyldum í Bretlandi út í fátækt og fram- tíðarhorfur bama velta að veru- legu leyti á afkomu foreldra þeirra. Þetta kemur fram í skýrslu um orsakir fátæktar og ójafnaðar sem breska fjármála- ráðuneytið birti á mánudag. Rannsóknin leiddi í ljós að um fjórðungur þjóðarinnar, eða tólf milljónir manna, lifa við fátækt sem miðast við að hafa minna en helming meðal- tekna. Hlutfall fátækra í Bret- landi er hærra en það sem fyr- irfinnst í Þýskalandi og Banda- ríkjunum. I skýrslunni kemur fram að fátæktin eigi m.a. rætur í auk- inni misskiptingu sem aukist hefur verulega sl. 20 ár. „Mikilvægasti áhrifaþáttur- inn á vaxandi ójöfnuð er líkleg- ast tækniþróunin sem bar með sér auknar tekjur og atvinnu fyrir faglærða á kostnað ófag- lærðra,“ segií- í skýrslunni. í niðurstöðum kemur m.a. fram að barneignir geti haft verulega slæm áhrif á afkomu breskra fjölskyldna þar sem 10 til 15% þeirra hrekjast út í fá- tækt við fæðingu barns. Á hinn bóginn segir í skýrsl- unni að fátækt sé afstæð, þar sem „nánast í öllum tilfellum“ séu íjölskyldur fátækar ekki vegna minnkandi tekna, heldur vegna þess að þær haldi ekki í við almennt aukna velmegun. Tölvuveira veldur usla í Bretlandi og B andaríkj unum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.