Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 55 FÓLK í FRÉTTUM ■ ÁLAFOSS FÖT BEZT Á mið- vikudags- og fóstudagskvöld verður dagskráin sem tileinkuð er Creedence Clearwater Revival í flutningi Gildrumezz. Hljómsveitina skipa: Birgir Haraldsson, Sigurgeir Sigmundsson, Jóhann Asmundsson og Karl Tdmasson. Á sunnudags- og mánudagskvöld verður hljómsveitin Poppers. ■ ÁSLÁKUR, Mosfellssveit Á mið- vikudagskvöld skemmtir tónlistar- maðurinn Torfi Ólafsson en hann hefur verið í tónlistarbransanum all- ar götur síðan 1972. ■ BÁRAN, Akranesi Á miðviku- dagskvöld leikur hljómsveitin Sixties frá kl. 23-3. ■ BÍÓKAFFI, Sigluíh-ði Hljómsveit- in 8-villt leikm- íyrir dansi laugar- dagskvöld. ■ BROADWAY Á miðvikudagskvöld verður Abba-sýningin og að henni lokinni leikur hljómsveitin 8-vilIt fyr- ir dansi. Á laugai'dagskvöld er sýn- ingin Prímadonnur ástarsöngvanna og að þvi loknu er dansleikur með hljómsveitinni Land & synir. ■ BÆJARBARINN, Ólafsvík Á mið- vikudagskvöld verður skemmtikvöld og dansleikur með André Bachmann og Gleðigjöfunum. Á dagskrá verður öl- og brandarakeppni og verður heiðursgestur kvöldsins Magnús Stefánsson alþingismaður. Hljóm- sveitin Mávarnir leika Shadowslögin. ■ CAFÉ AMSTERDAM Yfir páska- helgina mun Fuglinn skemmta. Opið er yfir páskana miðv. til kl. 3, fim. kl. 23.30, fós. kl. 24-4, laug. til kl. 3 og sun. kl. 24-4. ■ CAFÉ KEFLAVÍK Hljómsveitin O.fl. leikur miðvikudagskvöld. ■ CAFÉ ROMANCE Píanóleikarinn og söngvarinn Glen Valentine skemmtir gestum. Jafnframt mun Glen spila fyrir matargesti Café Óperu fram eftir kvöldi. ■ CATALÍNA, Kópavogi Á mið- vikudags-, fóstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld leikur tríóið Ju- kebox. ■ FÓGETINN Á miðvikudagskvöld leikur Hermann Ingi til kl. 3 og á fostudagskyöld leikur Rúnar Þór frá kl. 24-4. Á laugardagskvöld leikur Hermann Ingi svo aftur og á sunnu- dagskvöld tekur Guðmundur Rúnar við og leikur frá kl. 24^1. ■ FJÖRUKRÁIN Hljómsveitin KOS leikur miðvikudagskvöld og alla páskahelgina. ■ GAUKUR Á STÖNG Á miðviku- dagskvöld leikm- hljómsveitin Butt- ercup og á föstudags-, laugardags- og sunriudagskvöld leikui' hljóm- sveitin írafár. Annan í páskum leik- ur síðan hljómsveitin Leynifélagið og á þriðjudagskvöldinu er níunda Stefnumótskvöldið. Miðvikudaginn 7. apríl leikur hljómsveitin Url. ■ GLAUMBAR Á sunnudagskvöld- um í vetur er uppistand og tónlistar- dagskrá með hljómsveitinni Bítlun- um. í henni eru: Pétur Guðmunds- son, Bergur Geirsson, Karl Olgeirs- son og Vilhjálmur Goði. ■ GRAND HÓTEL v/Sigtún Gunn- ar Páll leikur og syngur dægurlaga- perlur fyrir gesti hótelsins fimmtu- dags-, fóstudags- og laugardags- kvöld frá kl. 19-23. Allir velkomnir. ■ GRAND ROKK Á miðvikudags- kvöld leika Blúsmenn Andreu en þessir tónleikar eru liðir í þeuri stefnu veitingahússins að efla tónlist- armenningu á höfuðborgarsvæðinu. ■ GRUNDARFJ ÖRÐUR Hljóm- sveitin Á móti sól leikur fyrir dansi föstudagskvöld ft’á kl. 24^4. ■ GULLÖLDIN Á miðvikudags- kvöld leikur hljómsveitin Sælusveit- in og á föstudagskvöld leika hinir sí- vinsælu Svensen og Hallfunkel. Hljómsveitin Sælusveitin tekur síð- an við á laugardagskvöld og á sunnu- dagskvöld skemmtir Ilermann Ara- son frá miðnætti. Á fimmtudags- kvöldinu er síðan djasskvöld þar sem Hljómsveit Þorsteins Eiríkssonar leikur. ■ HAFURBJÖRNINN, Grindavík Hljómsveitin Blístrandi æðarkollur skemmtir gestum föstudags- og sunnudagskvöld. ■ HLÖÐUFELL, Húsavík Á mið- vikudagsköld leika þeir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjáns- son. Á fóstudagskvöld er diskótek frá kl. 24-4, frítt inn, á laugardags- kvöld leika hljómsveitin Jósi bróðir og vinir Dóra og á páskadag leikur hljómsveitin Sól Dögg frá kl. 24-4. Á 2. í páskum er diskótek frá kl. 23-3, frítt inn. ■ HORNAFJÖRÐUR Hljómsveitin Á móti sól leikur fyrir dansi laugar- dagskvöld fyrir dansi. ■ HÓTEL MÆLIFELL, Sauðár- króki Hljómsveitin 8-villt leikur fyrh- dansifóstudagskvöld. ■ HÓTEL ÖRK, Hveragerði Á mið- vikudagskvöld verður Fegurðarsam- keppni Suðurlands haldin og um kvöldið leikur hljómsveitin Á móti sól fyrir dansi. ■ INGHÓLL, Selfossi Hljómsveitin O.fl. leikur eftir miðnætti föstudags- kvöld. Einnig koma fram plötusnúð- amir TJ og DJ. ■ KAFFI REYKJAVÍK Á miðviku- dagskvöld leikur hljómsveitin Karma en hún leikur einnig föstudags- og sunnudagskvöld en þá er opið fi'á kl. 24-4. Á mánudagskvöld leika þau Rut Reginalds og Magnús Kjartansson til kl. 2 og á þriðjudagskvöldinu tekur Eyjólfur Kristjánsson við. ■ KIWANISKLÚBBURINN Eldey, Smiðjuvegi 13a Linudans verður miðvikudagskvöld frá kl. 21. ■ KRINGLUKRÁIN Á miðviku- dagskvöld leikur hljómsveitin SÍN og í Leikstofu leikur Guðmundur Rúnar Lúðvíksson. Á skírdag er lokað vegna árshátíðar starfsfólks en á fóstudaginn langa verður opn- að á miðnætti þar sem hljómsveitin Léttir sprettir leikur, en hún leikur einnig á laugardags- og sunnudags- kvöld. Viðar Jónsson verður í Leik- stofunni laugardagskvöld. ■ KRISTJAN IX., Grundarfirði Hljómsveitin Buttercup leikur eftir miðnætti á páskadag. ■ NAUSTIÐ er opið alla virka daga frá kl. 18 fyrir matargesti. Villibráð- arveisla. Reylgavíkurstofa er opin alla daga frá kl. 18. ■ NAUSTKRÁIN Á miðvikudags- kvöld leikur Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar og á föstudaginn langa frá kl. 24 leikur plötusnúðurinn Skugga-Baldur en hann leikur einnig laugardags- og sunnudags- kvöld. ■ NESKAUPSTAÐUR Á sunnu- dagskvöld leikur hljómsveitin Á móti sól fyrir dansi. ■ NÆTURGALINN Á miðvikudags- kvöld leika þau Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms. Á laugardags- kvöld leika þau einnig ásamt Sól- veigu Birgisdóttur, Skapta Ólafs- syni og Garðari Guðmundssyni. Á sunnudagskvöld leika Hilmar og Anna og 2. í páskum leika Hjördís Geirs og Ragnar Páll frá kl. 22-3. ■ PÉTUR-PÖBB Dúettinn Blátt áfram leikur um páskana. Opið verð- ur miðvikudagskvöld til kl. 3, fimmtudagskvöld til kl. 23.30, föstu- daginn langa kl. 24-4, laugardags- kvöld til kl. 3. páskadag opið frá kl. 24 og opið 2. í páskum. B ODD-VITINN, Akureyri Á mið- vikudags- og föstudagskvöld leikur hljómsveitin Jósi bróðir og Vinir Dóra. Á laugardagskvöld leikur síð- an Hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar og á sunnudagskvöld leikur stuðhljómsveitin Færibandið. fl SJALLINN, Akureyri Hljómsveit- in Sól Dögg leikur laugai'dagskvöld. ■ SKOTHÚSIÐ, Keflavík Hljóm- sveitin Sól Dögg leikur föstudags- kvöld. ■ SKUGGABARINN Á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld verður FM 957 með Dansdjamm og hinn 3. verður allt í beinni. Miðar verða gefnir á FM 957 og veitingar að hætti Skugga. Plötusnúðarnir Nökkvi og Áki verða alla dagana. 22 ára aldurstakmark, skilríki skilyrði. ■ VIÐ POLLINN, Akureyri A mið- vikudagskvöld leikur hljómsveitin einn og sjötiu og á fimmtudagskvöld koma fram ýmsar eyfirskar hljóm- sveitir með stanslausum uppákomum frá kl. 21-24. Á föstudagskvöld leik- ur svo aftur hljómsveitin einn og sjö- tfu frá miðnætti og á laugardags- og sunnudagskvöld skemmtir PPK. ■ VÍKURRÖST, Dalvík Hljómsveit- in 8-villt leikur fyrh' dansi sunnu- dagskvöld. ■ SKILAFRESTUR í dálkinn a-ö er er á þriðjudögum. Skila skal til- kynningum til Kolbrúnar f bréfa- síma 569 1181 eða á netfang frett(5>mbl.is KVIKMYNDIR/Háskólabíó hefur tekið til sýninga myndina American History X með Edward Norton í aðalhlutverki en hann var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir frammistöðuna. Með hatur í hjarta Frumsýning AMERICAN History X er dramatísk mynd um afleið- ingar kynþáttahaturs sem sundrar fjölskyldu. Myndin sýnir öfgar í Ameríku og baráttu manns fyrir því að snúa frá villu síns vegar og bjarga bróður sínum sem er gagntekinn af ofbeldi og fordómum. Sögumaðurinn er Danny Vin- yard (Edward Furlong), sem dýrk- ar eldri bróður sinn, Derek (Ed- ward Norton). Faðir bræðranna hefur verið myrtur og Derek er log- andi af hatri og hefndarþrá vegna þess. Hugmyndafræði hatursins nær heljartökum á honum og breyt- ir honum í leiðtoga kynþáttahaturs- hreyfingar hvítra manna á staðnum. Ögranir Dereks leiða til þess að framið er glórulaust morð sem hef- ur í för með sér þriggja ára fangels- isdóm fyrir forsprakkann. Þegar Derek snýr úr fangelsinu bíða hans móðir hans (Beverly D’Angelo), vinkona hans (Fairuza Balk) og bróðir, sem þráir ást og leiðsögn bróður síns. En Danny veit ekki að Derek kemur breyttur mað- ur úr fangelsinu. Hann lítur ekki lengur á hatrið sem sitt aðalsmerki heldur skammast sín fyrir fortíð sína og vill bjarga Danny og fjöl- skyldunni frá ofbeldinu sem hann hefur leitt yfir hana. Handritshöfundur myndarinnar er David McKenna, sem lagðist í rannsóknir og tók viðtöl við krúnurakaða kynþáttahatara til að undirbúa handritið. „Það sem ég vildi koma til skila í handritinu er að enginn fæðist kynþáttahatari. Það er eitthvað sem menn læra frá um- hverfinu og af því fólki, sem þeir umgangast. Spurningin sem leitaði á mig var: Hvers vegnar hatar fólk og hvernig breytir maður hatri? Eg gekk út frá því að hatrið eigi sér rætur í fjölskyldunni." °"eieík„brM “niin Da nny. Edward Norton segir að það hafi verið einstætt tækifæri að fá að leika Derek Vinyard. „Það er áskorun í því að leika mann sem er svona frá- hrindandi við íyrstu kynni. Eg dróst að hlut- verkinu af því að það var svo flók- ið. Persónan gengur í gegnum svo mikið í mynd- inni. I lokin er hann orðinn að manni og fólki gæti jafnvel geðjast að honum eða a.m.k. ekki fundið til andúðar í garð hans. Derek er ná- ungi sem hefur látið hatrið og reið- ina bera greind sína ofurliði og lama takmarkalitla möguleikana sem hann bjó yfir. Eg hreifst af um- breytingunni sem hann gengur í gegnum þegar greind hans nær völdunum yfir reiðinni,“ segir leikarinn, sem var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir hlutverkið og hefur t.d. áður slegið í gegn í myndunum Primal Fear og the People vs. Larry Flynt. Meðal auka- leikenda, auk þeirra sem fyrr hafa verið taldir, eru Stacy Keach og Elliot Gould. Amnesty International í Banda- ríkjunum er um þessar mundir að nota þessa mynd sem fræðsluefni og sýnir hana í skólum og Banda- ríkjunum þver og endilöng. í UPPHAFI er Derek (Edward Norton) gagntekinn af hatri og fordómum. Söngdansar Jóns Múla í Salnum í kvöld Meðferðin sýnir styrk laganna I KVOLD kl. 20.30 hefjast tónleikar í Salnum í Kópavogi á söngdönsum Jóns Múla í flutningi Delerað, hljómsveit Óskai's Guðjónssonar sópran- og tenórsaxófónleikara. Með Óskari leika Matthías Hemstock og Bh'gh' Baldursson á trommur, Pétur Grétarsson á slag\>erk, Hilmar Jens- son og Eðvarð Lárusson á gítar og Þórðm- Högnason á kontrabassa. Delerað hélt tvenna tónleika á söngdönsum Jóns Múla í ágúst, var yfirfullt á þá báða og viðtökurnar fram úr vonum tónlistarmannanna. í dag verður Jón Múli 78 ára, þá skal leikurinn endm-tekinn og tæití- færið notað til að hljóðrita tónlistina og síðar gefa út á geisladisk. Lög með tengingu Óskar: Upphaflega fór ég að pæla í því hverjir væru íslensku „djass- standardarnir“ og lögin hans Jóns Múla voru eiginlega þau einu sem komu upp í hugann. Mér finnst miklu eðlilegra að við séum að takast á við tónlistina hans, heldur en bandarísk lög sem maður hefur ekki eins mikla tengingu við. Hilmar: Þetta er líka skemmtileg leið að því sem við erum að gera yfir höfuð sem spunatónlistarmenn. Hvert mannsbarn þekkir þessi lög og svo tökum við á þeim með okkar aðferðum og þá skilur fólk kannski við hvað við erum að fást, þar sem það þekkir samhengið. Fólki hefur bara fundist skemmtilegt að við sé- um að setja villimannslegt yfirbragð á þessa söngdansa. Pétur: Það sýnir líka styrk laganna að þau þoli svona meðferð. Það er mikilvægt fyi'ir okkur sem tónlistar- menn að geta leitað í íslensk lög, og ekkert af íslenskum lögum kemst nálægt lögunum hans Jóns Múla. Svo er óvenjuleg hljóðfæraskipanin, mjög innhverf pæling fyrir okkur tónlistarmennina, og skemmtileg reynsla að geta hreinlega sleppt því að spila og það sakar ekki. Hilmar: Þannig verða möguleikarnir Morgunblaðið/Ásdts HILMAR, Þórður, Matthfas, Eðvarð, Pétur og Óskar ætla að leika söngdansana hans Jóns Múla í kvöld ásamt Birgi sem vantar á myndina. til að vinna úr þessum lögum alveg óendanlegir. Við getum leyft okkur að gera ýmislegt sem önnur lög myndu ekld þola, og við gætum ekki gert með annarri hljóðfæraskipan. Við héldum á köflum að við værum að fara yfir strikið i útsetningunum, en fólk er mjög sátt og maður hefur sjaldan fengið jafn mikil viðbrögð við tónleikum. Það er sérstaklega ánægjulegt því við vorum ekki að fara neinn milliveg, heldur gerðum bara eins og okkui' langaði. - Óskar, áttir þú hugmyndina að þessari sérstöku hljóðfæraskipan? Óskar: Já, ég kallaði í drengina til að kljást við íslenska djasstónlist, mér fannst það alveg nauðsynlegt sem íslendingm'. Vai'ðandi hljóðfæra- skipanina er ég mikill áhugamaður um trommara og hvað er þá betra en að hafa þrjá? Það er líka mjög gam- an að spila með þessu bandi. Hilmar: Og það hefur verið mjög gaman að fá Jón Múla á tónleika þar sem við erum að votta honum virð- ingu okkai' með því að gefa lögunum hans nýtt líf. v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.