Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Vinstrihreyfíngin - grænt framboð kynnir stefnuskrá sína í kosningunum
VINSTRIHREYFINQIN
Morgunblaðið/Ki’istinn
FORSVARSMENN Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs kynntu í gær stefnuskrá sína fyrir alþingiskosningarnar í vor. Frá vinstri: Ogmundur
Jónasson, fyrsti maður á lista hreyfingarinnar í Reykjavík, Kristín Hallddrsdóttir, fyrsti maður á lista hreyfíngarinnar í Reykjaneskjördæmi, Stein-
grímur J. Sigfússon formaður Vinstrihreyfingarinnar og Svanhildur Kaaber varaformaður.
Vill breyta áherslum í skatt-
heimtu af hagnaði fyrirtækja
VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð hef-
ur gengið frá framboðslistum hreyfingarinnar í
öllum kjördæmum landsins og í gær kynntu for-
svarsmenn hreyfingarinnar stefnuyfirlýsingu
sína fyrir komandi alþingiskosningar sem og
endurskoðaða og ítai-lega útgáfu af málefnaskrá
eða svokallaða málefnahandbók flokksins. I
henni kemur m.a. fram að Vinstrihreyfingin vill
efla smábáta- og bátaútgerð, breyta áherslum í
skattheimtu af hagnaði fyrirtækja, taka upp svo-
kallaða græna skatta eða umhverfisgjöld og þróa
samskiptin við Evrópusambandið í átt til tvíhliða
samninga um viðskipti og samvinnu, til dæmis á
sviði mennta-, vinnumarkaðs- og umhverfismála.
„Við lítum svo á að við séum með mjög heild-
stæða og vel ígrundaða stefnu, þar sem tekið er á
öllum helstu málaflokkum; umdeildum og óum-
deildum,“ sagði Ögmundur Jónasson, alþingis-
maður og forsvarsmaður Vinstrihreyfingarinnar
í Reykjavíkurkjördæmi. „Við stöndum fyrst og
fremst á okkar eigin fótum og á þeirri stefnu sem
við erum að bjóða fram og þannig ætlum við að
heyja þessa kosningabaráttu," sagði hann enn-
fremur og kvaðst líta svo á að Vinstrihreyfingin
stuðlaði með framboði sínu að pólitískri kjölfestu
í stjórnmálum.
Styrkja velferðarþjónustuna
í málefnahandbókinni kemur m.a. fram að með
áherslum sínum í skattamálum stefni Vinstri-
hreyfingin - grænt framboð að tekjuöflun og til-
færslu í skattkerfinu sem nemur á bilinu 5-7
milljörðum króna. „Raunveralegur fjár-
magnstekjuskattur á að geta skilað 2,5-3 millj-
örðum króna í viðbótartekjur og vera vaxandi
skattstofn. Breyttar áherslur í skattheimtu af
hagnaði fyrirtækja geta skilað 500-1.000 milljón-
um og skattgreiðslur atvinnulífsins til sveitarfé-
laga og umhverfisgjöld samanlagt 1,5-2 milljörð-
um.“
Með þessum aðgerðum vill Vinstrihreyfingin
m.a. styrkja velferðarþjónustuna og jafna lífskjöi-
í landinu. Þá segir í handbókinni að Vinstrihreyf-
ingin vilji að smábáta- og bátaútgerð njóti aukins
forgangs á grunnmiðum næst landinu og hvetur
jafnframt til notkunar vistvænna veiðiaðferða,
orkusparnaðar og umhverfisvænnar þróunar
greinarinnar.
Opna kosningaskrifstofur
og heimasíðu
Hreyfingin hefur opnað kosningaskrifstofur á
fimm stöðum á landinu, í Reykjavík, á Akureyri,
Egilsstöðum og í Hafnarfirði og Borgarnesi. Þá
opnar Vinstrihreyfingin-grænt framboð heima-
síðu á netinu laugardaginn 3. apríl næstkomandi
og er vefslóðin www.vg.is. Samtökin hafa gefið út
stefnuyfirlýsingu og málefnahandbók sem liggja
frammi á kosningaskrifstofum og verða aðgengi-
leg á heimasíðunni.
„Gífurleg
þörf fyrir
aðstoð“
RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi
sínum í gær að gera ráð fyrir fjár-
hagslegri aðstoð til handa Kosovo-
Albönum, en ekki er enn Ijóst
hversu hárrí upphæð verður varið
til málsins eða í hvaða mynd að-
stoðin verður veitt. Halldór As-
giímsson utanríkisráðherra segir
að undirbúningi málsins verði-
framhaldið á næstu dögum.
„AUm þekkja hið skelfilega
ástand sem er í Kosovo og þar er
gífurleg þörf fyrir aðstoð. Ríkis-
stjórnin hefur ákveðið fyrir sitt
leyti að Islendingar komi að þeim
málum með þeim hætti sem við
teljum okkur ráða við,“ segir Hall-
dór.
Leitað eftir samstarfi
„Við munum leita eftir samstarfí
við Rauða krossinn og Flótta-
mannastofnun SÞ í þeim efnum og
eram að kanna hvernig við getum
best orðið að liði, án þess þó að end-
anleg ákvörðun liggi fyrir um
hvernig og hvenær aðstoðin verði
veitt. Við geram að sjálfsögðu ráð
fyrir að líknar- og mannúðarstofn-
anir hérlendis komi að þessu máli
með þeim hætti sem verið hefur við
svipaðar aðstæður og mér finnst
líklegt að á einhverju stigi málsins
verði efnt til söfnunar á meðal Is-
lendinga vegna þeirra miklu hörm-
unga sem þarna eiga sér stað.“
Halldór segir óþarft að ríkis-
stjórnin ýti við hjálparstofnunum
vegna þessa máls, enda hafi þær
ávallt haft framkvæði þegar þörf
hefur yerið á víðs vegar um heim-
inn. „Eg er viss um að þessar stofn-
anh- gera það áfram með sama
hætti og áður, en margar þeirra
starfa auðvitað að verulegu leyti í
kyrrþey," segir Halldór.
Þá hefur Rauði kross Islands
sent þriggja milljón kr. framlag
vegna neyðar flóttafólksins frá
Kosovo og Hafnarfjardeild félags-
ins hefur ákveðið að leggja fram
500 þúsund kr. til viðbótar.
Aðalfundur SÍF
Nýr for-
maður
stjórnar
kjörinn
BÚIST er við að Friðrik
Pálsson, fyiTum forstjóri SH,
verði kjörinn formaður
stjórnar SIF samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins.
Aðalfundur félagsins verður
haldinn í dag. Sighvatur
Bjamason, sem verið hefur
stjórnarformaður um skeið,
gefur ekki kost á sér til
áframhaldandi setu. Auk Sig-
hvats hverfur Geir Sigur-
jónsson úr stjórninni og lík-
legur eftirmaður hans er
Einar Sigurðsson úr Þorláks-
höfn.
Auk hefðbundinna aðal-
fundarstarfa á fundinum, sem
hefst klukkan 14.00 og verður
að Hótel Sögu, verða greidd
atkvæði um samruna Islands-
sfldar og SÍF, en hluthafa-
fundur í Islandssfld hefur
þegar samþykkt samrunann.
Jafnframt liggur fyrir fundin-
um tillaga um sölu hlutafjór
að nafnvirði 250 milljónir
króna. 84 milljónir af því
renna til eigenda Islandssíld-
ar sem greiðsla fyrir fyrir-
tækið.
Samtök herstöðvaandstæðinga og Sam-
starfsnefnd friðarhreyfínga
Loftárásunum á
Júgóslavíu mót-
mælt á útifundi
SAMTÖK herstöðvaandstæðinga
og Samstarfsnefnd friðarhreyfinga
gengust fyrir útifundi á Lækjar-
torgi í gær til þess að mótmæla loft-
árásum Atlantshafsbandalagsins á
Júgóslavíu og þátttöku íslands í
þeim. Þar var samþykkt yfirlýsing
þar sem aðild Islands að loftárásun-
um var harðlega mótmælt, en þær
væru gerðar í trássi við vilja Sa-
meinuðu þjóðanna og meðal annars
fordæmdar af Alkirkjuráðinu og
Lútherska heimssambandinu.
Ennfremur segir: „Loftárásir
munu ekki leysa aðsteðjandi vanda í
Kosovo, heldur einungis þjappa
Serbum þéttar saman og festa
Milosevie enn frekar í sessi. Reynsl-
an frá Víetnam, Afganistan, Irak og
Tsétséníu staðfestir að pólitísk
vandamál verða ekki leyst með loft-
árásum, auk þess sem Atlantshafs-
bandalagið hefur ekki upp á neina
raunhæfa lausn að bjóða þegar loft-
ái’ásum linnir og Serbía verður flak-
andi í sáram sem seint munu gróa.
Tökum undir kröfuna sem hljómar
um viða veröld: STÖÐVIÐ
LOFTÁRÁSIRNAR!"
Ávörp á útifundinum fluttu Björk
Vilhelmsdóttir, félags-
ráðgjafi og formaður
BHM, Einar Ólafsson,
bókavörður og stjóm-
armaður BSRB, og
Kristín Halldórsdótt-
ir, alþingismaður, en
fundarstjóri var Sig-
urður A. Magnússon,
rithöfundur.
Sveinn Rúnar
Hauksson, læknir, sem
var einn skipuleggj-
enda útifundarins í
gær, sagði í samtali við
Morgunblaðið að höf-
uðkrafa fundarins
hefði verið að loftárás-
imar yrðu stöðvaðai'
og sérstaklega hefði
þátttöku íslands í
þessu stríði verið mót-
mælt. „Þetta er í
fyrsta sinn sem Island
er beinn aðili að stríði.
Við minnumst þess nú
í dag hvað 30. mars
1949 hafði í för með
sér. Þessi aðild að
hemaðarbandalagi
Morgunblaðið/Kristinn
FRÁ útifundi Samtaka herstöðvaandstæð-
inga og Samstarfsnefndar friðarhreyfinga á
Lækjartorgi í gær, en fundinn sdttu um 200
manns samkvæmt upplýsingum lögreglunn-
ar í Reykjavík.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
FARIÐ var í Keflavíkurgöngu
frá Alþingishúsinu og til vallar-
ins í gær, en þá voru 50 ár liðin
frá því Alþingi samþykkti inn-
göngu íslands í Atlantshafs-
bandalagið.
hafði náttúrlega í för með sér erlend-
ar herstöðvar og her til dagsins í dag,
sem var náttúrlega þvert ofan í þau
fyrirheit sem gefin vora við inngöng-
una í NATO,“ sagði Sveinn Rúnar.
Keflavíkurganga
Samtök herstöðvaandstæðinga
efndu einnig til Keflavíkurgöngu í
gær, en þá voru 50 ár liðin frá því
Alþingi samþykkti aðild íslands að
Atlantshafsbandalaginu. Sveinn
Rúnar Hauksson sagði að fimm
manns hefðu gengið hana og hefði
það verið táknrænt að einn hefði
gengið fyrir hvern áratug sem lið-
inn væri frá inngöngunni í Atlants-
hafsbandalagið. „Nú var gengið
frá Alþingishúsinu til Keflavíkur
og hengdar upp á girðinguna kröf-
urnar um engar sprengjuárásir og
NATO burt af íslandi," sagði
Sveinn Rúnar ennfremur.