Morgunblaðið - 31.03.1999, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 33
STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
ÖRYGGI
í HÁLFA ÖLD
AÐILD ÍSLANDS að Atlantshafsbandalaginu hefur
tryggt öryggi lands og þjóðar í hálfa öld. Hinn 4. apríl
árið 1949 undirritaði Bjarni Benediktsson,
utanríkisráðherra, stofnsáttmálann í Washington í samræmi
við ákvörðun Alþingis fimm dögum áður, 30. marz.
Atlantshafsbandalagið hefur að sönnu verið nefnt
friðarbandalag, enda hefur það tryggt frið og öryggi á
varnarsvæði sínu allt frá stofnun. Grundvallarákvæði
Atlantshafssáttmálans er, að árás á eina aðildarþjóð er árás
á þær allar. Petta ákvæði hefur tryggt, að ekkert aðildarríki
NATO hefur orðið fyrir árás eða misst sjálfstæði sitt. Það er
mikill árangur miðað við aðstæðurnar fyrir stofnun
bandalagsins, þegar hvert ríkið af öðru hvarf undir hramm
kommúnismans og ógnarstjórn Sovétríkjanna.
Á 50 ára afmæli NATO er heimsmyndin gjörbreytt.
Alræði kommúnismans í Austur-Evrópu er hrunið og
þjóðirnar hafa endurheimt frelsi sitt og sjálfstæði hver af
annarri. Fátt sýnir betur árangurinn af starfi
Atlantshafsbandalagsins en það, að þessar nýfrjálsu þjóðir
sækja það fast að komast undir varnarskjöld þess til að
tryggja frelsi sitt og öryggi. Þrjár þessara fyrrum kúguðu
þjóða fengu nýlega aðild að bandalaginu, Pólland, Tékkland
og Ungverjaland. Aðildarumsóknir annarra ríkja verða að
bíða enn um sinn, en íslendingar hafa sérstakan áhuga á
því, að Eystrasaltsþjóðirnar þrjár, Eistland, Lettland og
Litháen, fái aðild sem fyrst.
í ljósi mikilla og jákvæðra áhrifa af starfi
Atlantshafsbandalagsins undanfarin fimmtíu ár er næsta
ótrúlegt, hversu mikil átök urðu hér á landi um aðildina á
sínum tíma. í þeim pólitíska slag, sem til var stofnað af
íslenzkum kommúnistum, mótaðist samstarf
lýðræðisaflanna í utanríkismálum. Allt fram á þennan dag
hefur sameiginleg stefna Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og
Framsóknarflokks í öryggis- og varnarmálum haldið í
megindráttum. Segja má, að ofsafengin barátta
stuðningsmanna kommúnismans og Sovétveldisins gegn
samstarfi íslendinga við vestrænar lýðræðisþjóðir hafi
knúið lýðræðisflokkana til samstöðu. Stefna þeirra í
varnarmálum hefur notið stuðnings yfirgnæfandi meirihluta
íslenzku þjóðarinnar. Andstaða kommúnista við NATO-
aðildina náði hámarki 30. marz með árásinni á
Alþingishúsið. Slagurinn á Austurvelli opnaði augu margra
fyrir því, að ísland gæti farið sömu leið og margar fornar
menningarþjóðir á meginlandi Evrópu og horfið á bak við
járntjaldið. Stuðningur almennings við NATO og vestræna
samvinnu hefur ætíð síðan verið óbilandi.
Að ósk NATO gerðu íslendingar tvíhliða varnarsamning
við Bandaríkin árið 1951 og var tilgangur hans að tryggja
öryggi landsins og nauðsynleg tengsl bandalagsþjóðanna
yfir Norður-Atlantshaf. Með honum fengu Bandaríkin
aðstöðu fyrir herafla sinn á íslandi og var það aðalframlag
íslendinga til sameiginlegra varna. Það var ekki fyrr en
1983, í tíð Geirs Hallgímssonar sem utanríkisráðherra, að
farið var að vinna skipulega að þátttöku í hermálastarfi
bandalagsins. Þá var einnig mótuð sú stefna, að íslendingar
tækju að sér störf á vegum varnarliðsins. Síðustu árin hefur
svo bætzt við þátttaka í friðargæzlu.
Dvöl erlends varnarliðs á íslandi hafði óhjákvæmilega
andstöðu í för með sér. Hún var af tvennum toga. Annars
vegar andstaða kommúnista og stuðningsmanna
Sovétveldisins og hins vegar andstaða, sem rekja má til
þjóðernistilfinninga og leiddi til stofnunar
Þjóðvarnarflokksins. Hann lognaðist þó út af en
Alþýðubandalagið hélt uppi baráttunni gegn vestrænnni
samvinnu og einstaklingar innan þess sáu um tengslin við
Sovétríkin og leppríki þeirra. Um tíma voru mótmælin
hávær gegn varnarliðinu og aðildinni að NATO, en smátt og
smátt dró úr þeim kraftinn unz þau fjöruðu út eftir fall
Berlínarmúrsins og gjaldþrot kommúnismans.
Á 50 ára afmælinu stendur Atlantshafsbandalagið
andspænis breyttu hlutverki. Kalda stríðinu er lokið og
fyrrum óvinir keppast um að fá inngöngu. Leiðtogar verða
nú að endurmóta hlutverk þess í takt við nýja tíma, en ljóst
er, að miklar kröfur verða gerðar til bandalagsins um
afskipti af málefnum utan varnarsvæða þess. Fólk í nauðum
eins og í Kosovo sér engan bjargvætt annan en NATO.
Grimmdarverk og þjóðernishreinsanir hafa kallað á
loftárásir bandalags, sem í hálfrar aldar sögu þurfti aldrei
að grípa til vopna á varnarsvæði sínu. Af mannúðarástæðum
hefur NATO verið knúið til þess í Kosovo.
IBÚUM Vestfjai-ða hefur fækkað
um liðlega 1.500 á síðastliðnum
tíu árum, eða um tæp 15%. í
kjördæminu bjuggu 8.590 manns
fyrir síðustu áramót, samkvæmt upp-
lýsingum frá Hagstofu Islands. Á
sama tíma hefur íbúum landsins alls
fjölgað um 9,4%. Fólksflóttinn frá
landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðis-
ins lék þetta kjördæmi langverst á
þessu tíu ára tímabili. Hins vegar
hægði á þróuninni á síðasta ári en þá
fækkaði á Vestfjörðum um 0,6%. Á
síðustu tíu árum hefur íbúum fækkað í
öllum stærstu sveitarfélögunum.
Þannig fækkaði íbúum ísafjarðarbæj-
ar um liðlega 10% og Bolungarvíkur
um rúmlega 15%. Fjórðungur af íbú-
um Vesturbyggðar flutti í burtu á
þessu tímabili.
Gefst of fljótt upp
Ostöðugleiki í atvinnumálum og
skortur á fjölbreytni er meginástæðan
fyrir brottflutningi fólks úr kjördæm-
inu, að mati margra viðmælenda
blaðamanns á norðanverðum Vest-
fjörðum. „Vestfirðingar eru vanir
sveiflum í vinnu vegna samdráttar i
afla og ytri aðstæðna. Nú ber hins
vegar meira á óöryggi vegna breytts
eignarhalds og skipulagsbreytinga hjá
fyrirtækjum og tilflutnings skipa og
kvóta á milli staða,“ segir Ásgeir Þór
Jónsson, framkvæmdastjóri Fjórð-
ungssambands Vestfírðinga. ,Aður
var eitt stórt og öflugt fyrii-tæki í
hverju plássi, og nokkur hér á ísafírði,
fyrirtæki sem áttu sér langa sögu og
fólkið treysti á. Þetta hefur breyst.
Fyrirtæki hafa sameinast og hagrætt,
skip og kvóti hafa farið á milli staða og
í aðra landshluta. Það hefur skapað
ugg hjá íbúunum. Fólk veit ekki hvort
skipið verður áfram, hvort fyrirtækið
starfar áfram eða verður sameinað
öðru eða þeirri rekstrareiningu sem
það vinnur hjá verði lokað,“ segir Ás-
geir Þór. Telur hann að þetta óöryggi
sé meginástæðan fyrir flutningum
fólks frá Vestfjörðum á undanförnum
árum.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Isafjarðarbæjar, lýsir þeirri skoðun
sinni að eitthvað vanti á trú fólks á
samfélagið því það virðist gefast upp
allt of fljótt þegar eitthvað bjátar á og
flytur á brott. „Fólk segir: Eg vil vera
þar sem eitthvað er um að vera. Þar
sem ég get keypt hús án þess að tapa
á því,“ segir Halldór. Hann telur
reyndai- að meiri bjartsýni sé ríkjandi
um framtíðina nú en var fyrir fáeinum
árum. I því sambandi rifjar hann það
upp að þegar hann flutti vestur,
skömmu eftir snjóflóðin 1994 og 1995,
og keypti sér hús hafi fólki þótt það
undarleg ráðstöfun en lýst sérstakri
ánægju með að hann væri að fjárfesta
á staðnum. Viðbrögin hafí komið sér á
óvart. „Mér fínnst miklu betra hljóð í
fólki nú og umræðan í bæjarblöðunum
er miklu jákvæðari. Kannski er það
vegna þess að við erum í úrslitakeppn-
inni í körfubolta og skíðalandsmót
framundan. Kannski er það af því að
við höfum verið búin að ná botninum í
gegndarlausri fjölmiðlaumfjöllun um
snjóflóð,“ segir bæjarstjórinn.
Heimatilbúinn vandi
og ytri aðstæður
I atvinnumálunum má rifja upp að
nánast allir bæir og þorp á Vestfjörð-
um hafa gengið í gegnum róttækar
breytingar í atvinnumálum. Patreks-
fjörður, Tálknafjörður, Bíldudalur,
Þingeyri og Suðureyri misstu alla sína
togara í burtu og þar með meginhluta
kvótans. Sumir fóru reyndar til Isa-
fjarðar sem á móti hefur tapað flagg-
skipi sínu, Guðbjörgu IS. Nú síðast
misstu Bolvíkingar yfnráðin yfir stór-
um hluta kvótans með sameiningu
Bakka hf. og Þorbjörns hf. í Grinda-
vík. Hins vegar sameinaðist Frosti hf.
í Súðavík fyrirtæki í nágrannabyggð,
Hraðft'ystihúsinu hf. í Hnífsdal, og
hefur það ekki dregið að marki úr
starfsemi á staðnum. Þrátt fyrir að
togarar hafí verið seldir í burtu benda
áhugamenn á að nú séu fleiri togarar
gerðir út frá plássunum við ísafjarð-
ardjúp en var áður en hræringarnar
urðu.
Taka má Þingeyri sem dæmi um
þróunina á þessum stöðum og er það
gert með samtali við Hallgrím Sveins-
son, fyrrverandi skólastjóra, sem um
árabil átti sæti í stjórn Kaupfélags
Dýrfirðinga. „Hér var fyrirtæki,
Kaupfélag Dýrfírðinga sem var hald-
reipi staðarins í áratugi og hélt uppi
Ibúum Vestfjarða hefur fækkað um 15% á tíu ára tímabili
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
VONAST er til að fyrirhugaðar aðgerðir í byggðamálum snúi við öfugþróun og fólki hætti að fækka á Vestfjörð-
um. Myndin er frá Isafirði.
Rót á fólki vegna
óstöðugleika
í atvinnumálum
Ostöðugleiki í atvinnumálum hefur komið róti á huga Vestfirðinga
og er það ásamt einhæfni og of lítilli trú manna á samfélagið af
mörgum talin meginástæðan fyrir því að íbúum kjördæmisins hefur
fækkað um 15% á tíu árum. Viðmælendur Helga Bjarnasonar
á norðanverðum Vestfjörðum leggja mismunandi áherslu á það
hvað sé til bjargar, nefna meðal annars aukinn kvóta, fjölbreyttari
atvinnu eða betri aðstæður til menntunar barna sinna.
stöðugri atvinnu allan ársins hring
með verslun, útgerð, fiskvinnslu, við-
gerðarþjónustu, úrvinnslu landbúnað-
arvara og fleiru. Einn góðan veðurdag
var þetta búið spil. Á sama tíma sam-
einaðist Þingeyrarhreppur ísafjarðar-
bæ. Breytingarnar sem urðu á ör-
skömmum tíma voru meiri en mai’gir
hafa gert sér grein fyi'ir,“ segir Hall-
grímur. Öll umsvif á staðnum drógust
saman og meginhluti vinnandi fólks í
plássinu var atvinnulaus í heilt ár.
Margir fluttu í burtu.
„Heimatilbúinn vandi og ytri að-
stæður," segir Hallgrímur þegar hann
er spurður um ástæður erfíðleikanna.
„Við tókum rangar ákvarðanir, gerð-
um til dæmis út tvo togara of lengi á
sama tíma og kvótinn minnkaði á
hverju ári. Við vorum alltaf að tapa,
ýmist á útgerð eða vinnslu. Sífellt
gekk á eigið fé þangað til við komumst
í þrot,“ segir Hallgrímur. Hann segir
að fyrirtækin hafi oft fengið lánaað-
stoð Byggðastofnunar og fleiri. Hins
vegar hafí ekki verið vilji til að koma
þeim í gegnum erfíðleikana sem urðu
því að falli. Fullyrðir að ef kaupfélagið
hefði fengið svolitla viðbótaraðstoð á
réttum tíma hefði það getað lifað af.
„En menn ákváðu að láta þetta fara
svona,“ segir hann.
Kaupfélag Dýrfirðinga vai'ð gjaid-
þrota svo og dótturfélagið Fáfnir sem
rak frystihúsið. Sléttanes hf. sem rak
samnefndan frystitogara var hins veg-
ar sameinað fyi’irtækjum á ísafu'ði
undir nafni Básafells og er nú gert út
frá Isafirði. Sláturfélagið Barði sem
stofnað var um rekstur sláturhússins
varð einnig gjaldþrota. „Hér urðu
nánast allir íbúarnir verklausir með
tilheyrandi vandræðum og fólksflótta.
Þáverandi ráðamenn Isafjarðarbæjar
vildu ekki skipta sér af málum. Það
virðist hins vegar horfa öðruvísi við
þeim nú þegar nokkur atvinnuvandi
er á ísafirði, að mér skilst aðallega hjá
erlendu verkafólki. Þá er allt undir
brot og slit,“ segir Hallgrímur.
Síðar eignaðist Rauðsíða, fyrirtæki
sem Ketill Helgason í Bolungarvík og
fleiri eiga, frystihúsið á Þingeyri og
rekur þar nú frystingu á Rússafiski af
miklum þrótti. Það hefur leyst at-
vinnuvanda þess fiskvinnslufólks sem
enn býr á Þingeyri. Þó er meirihluti
starfsfólksins pólskt verkafólk. „Stað-
urinn er orðinn pólsk nýlenda. Ef íbúð
losnai' þá eru komnir Pólverjar í hana.
Þetta er afleiðing þess ástands sem
ríkti i atvinnumálunum eftir gjaldþrot
kaupfélagsins."
Hallgrímur er ekki of bjartsýnn á
framtíðina. Segir að vinnsla sem
byggist á aðkeyptu hráefni sé ótrygg
þótt eigendur Rauðsíðu hafi verið
duglegir að ná sér í rússafisk. „Stund-
um er sagt að þegar Vestfii'ðingar
hætta að geta rifið kjaft þá séu þeir
dauðir úr öllum æðum. Eg bæti við:
Ef þeii' fá ekki að róa til fiskjar þá eru
þeir steindauðir,“ segir Hallgrímur.
Leggur hann áherslu á að Vestfirðing-
ar eigi að fá að róa tii fiskjar á meðan
einhver þorskur er í sjónum, eins og
þeii' hafi ávallt gert. Annars verði
ekkert líf á stöðunum.
Uppsagnir á Isafirði
Atvinnuástand hefur lengi verið
talið gott á Vestfjörðum og atvinnu-
tekjur á mann með þeim hæstu á
landinu, ekki síst vegna þess hvað hátt
hlutfall vinnandi fólks er sjómenn.
Um þessar mundir eru 54 skráðir at-
vinnulausir á Vestfjörðum, samkvæmt
upplýsingum Svæðisvinnumiðiunai'
Vestfjarða, og ér það svipaður fjöldi
og verið hefur. Fyrh' nokkru var til-
kynnt um uppsagnir um 60 starfs-
manna í fískvinnslu, aðallega hjá Is-
húsfélagi ísfirðinga og Fiskverkun
Ásbergs í Hnífsdal. Eru þær ekki
komnar til framkvæmda og fyrir Iigg-
ur að verulegur hluti fólksins sem
missir vinnuna í Hnífsdai, mest erlent
verkafólk, fær vinnu hjá öðru fyrir-
tæki. Hulda Guðmundsdótth’, félags-
ráðgjafi hjá Svæðisvinnumiðluninni,
segir að því miður líti ekki vel út með
vinnu fyrir það fólk sem missa mun
vinnuna við þessar uppsagnir. Þrengra
sé um á vinnumarkaðnum en oft áður,
vegna samdráttar hjá öðrum fisk-
vinnslufyi'irtækjum. Bakki hf. í Bol-
ungarvík er að auka rækjuvinnslu og
vill bæta við sig fólki og góður gangur
virðist vera hjá fyi'irtækjunum sem
kennd eru við Rauða herinn og reka
frystihús í Bolungarvík, á Þingeyri og
Bíldudal. Á Hólmavík og Drangsnesi
missti fjöldi fólks vinnuna vegna sam-
dráttar í rækjuveiðum og vinnslu en
nú er hafin þar saltfiskvinnsla og næg
vinna eins og er. Þá er atvinnuleysi á
Barðaströnd efth' að fiskvinnslufyrir-
tæki þai' hætti. Hins vegar er atvinnu-
ástand nokkuð gott á Patreksfirði um
þessar mundir. I mörgum þorpanna
hefur fjölgun krókabáta komið að
hluta til í stað togaranna sem seldh’
voru frá stöðunum.
+
Hulda bendh’ á að tölur um skráð
atvinnuleysi sýni ekki raunverulegt
atvinnuleysi. Telur hún að allstór hóp-
ui' fólks ski'ái sig ekki atvinnulausan
og svo sé atvinnuleysið í raun flutt út
úr fjórðungnum með því fólki sem yf-
irgefi svæðið. Á móti kemur að mikið
er af erlendu verkafóiki á Vestfjörð-
um og skiptir það hundruðum. „Ég tel
að okkur vanti fjölbreyttari störf til að
geta boðið fólki aðra vinnu en í fiski,
ekki síst fólki sem vili flytja hingað,“
segii' Hulda.
Spennandi störf
verða til í Reykjavík
„Við höfum vitað það í mörg ár að
störfum fækkar í fiskvinnslu og út-
gerð og það ætti því ekki að koma
okkur í opna skjöldu,“ segir Halldór
Halldórsson, bæjai-stjóri á ísafirði.
Störfin þurfi því að koma annars stað-
ar frá. Vekur hann athygli á því að
nokkur ágæt iðnfyrirtæki séu á ísa-
firði og án þeirra væru íbúar bæjarins
miklu fæm en þó er í dag. „Öll þessi
spennandi og skemmtilegu störf verða
til á höfuðborgai’svæðinu,“ segir hann
og bendir á nýlegar rannsóknir sem
sýna að opinberum störfum hafi fækk-
að á landsbyggðinni en fjölgað á höf-
uðborgarsvæðinu. Hann segh' að hluti
vandans kunni að vera sá að pening-
arnir sem fari út á landsbyggðina fari
í fjárfestingu eins og brýr, hafnir og
vegi en peningarnir á höfuðborgar-
svæðinu fari í laun og til að búa til
störf.
Telur hann þörf á að auka áhersl-
una á að fjölga störfum í öðrum grein-
um en sjávarútvegi. I því sambandi
segir hann að með nútíma samskipta-
tækni þurfi ekki að flytja þjónustufyr-
irtækin. Þau séu í Reykjavík og þurfi
að vera þar. En vinna megi hluta af
þeirra verkefnum, störf sem ekki snúa
beint að þjónustu við viðskiptamann-
inn, hvar sem er. Nefnir bókhald ým-
issa opinberra stofnana í því sam-
bandi og vekur um leið athygli á því
að þróunin hafí verið í gagnstæða átt
með því að bókhald bankanna hafi
verið fært frá útibúunum úti á landi til
höfuðstöðvanna í Reykjavík. „Þetta er
alveg hægt, spurningin er bara um
það hvað við viljum. Eigum við ekki að
byggja upp öfluga vaxtarkjarna á
nokkrum stöðum um landið og beina
störfunum þangað? Nágrannabyggð-
imar myndu njóta góðs af,“ segir
Halldór.
Kvótakerfið ósanngjarnt
gagnvart landsbyggðinni
Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í
Bolungarvík, segir að þrennt valdi
fólksfækkun á Vestfjörðum. Fisk-
veiðistjórnarkerfið hafi farið illa með
svæðið. Vá af völdum náttúrunnar
hafi skapað óróleika. Loks hafi veik
staða fyrirtækja og einhæfni í at-
vinnulífinu leitt til þess að fólk hafi
flutt í burtu og erfitt reynst að laða að
nýtt fólk í staðinn.
Bolvíkingar hafa vaknað upp við
vondan draum í snjóflóðamálum. Ekki
var talin hætta á snjóflóðum í Bolung-
aivík fram til ársins 1997 að snjóflóð
féll á þrjú hús í bænum. I nýfram-
kominni skýi-slu verkfræðistofunnar
Hnits hf. um mat á snjóflóðahættu og
frumhönnun snjóflóðavarna í Bolung-
aivík kemur fram að við aftaka snjó-
flóðaaðstæður má ætla að helmingur
bæjarins yrði á snjóflóðahættusvæði.
Þetta hefur skaðað ímynd bæjarfé-
lagsins út á við, að mati Ólafs. Hann
telur reyndar of mikið gert úr hætt-
unni og segir unnið að tillögugerð til
varnar byggðinni og búsetuörvggi
íbúanna.
Segh’ Ólafur að aðstæður séu
þannig í kjördæminu að fiskvinnsla
verði alltaf höfuðatvinnugrein Vest-
fh'ðinga og því sé mikilvægt að þeir fái
að njóta nálægðai'innar við fiskimiðin.
Ekkert annað ráð dugi betur til þess
að tryggja búsetu á stöðunum. Jafn-
framt þurfi að finna leiðir til þess að
hækka laun í fiskvinnslu, annaðhvort
með beinum kauphækkunum eða
skattaívilnunum, til þess að auka
áhuga íslensks verkafólks á vinnunni.
Það skapaði meiri virðisauka fyi'h' til
dæmis Bolungai'vík, bæði efnahags-
legan og menningarlegan, ef það tæk-
ist að laða að íslenskar fjölskyldur.
Eiríkur Finnur Greipsson, spari-
sjóðsstjóri á Flateyri, telur að Vest-
firðingar hafí verið allt of latir við að
nýta sér kosti kvótakerfisins en tekur
jafnframt fram að þau orð séu ekki til
marks um að hann hafi breytt um
skoðun á fiskveiðistjórnarkerfinu. Það
sé afskaplega ósanngjarnt gagnvart
landsbyggðinni. Telur hann að arð-
semi sjávai'útvegsins hafi verið van-
metin. Sú hækkun sem orðið hefur á
kvótaverði undanfai'in ár sé til marks
um að markaðurinn sé að viðurkenna
arðsemi atvinnugi'einarinnar. Segh'
Eh'íkm' Finnur að mikið af góðum
störfum íylgi sjávarútveginum, meðal
annars á sjó, í stjórnun og þjónustu.
Hins vegai' sé það rétt að fiskvinnslari
þurfi að geta greitt hærri laun og það
geti hún meðal annars gert ef henni
verði gert kleift að keppa við sjófryst-
inguna á jafnréttisgrundvelli og með
auknum menntunarkröfum fiskverka-
fólks. „Annai's tel ég að vandmálið sé
ekki það að fólk vilji ekki vinna í físki,
heldur að það vilji ekki búa úti á landi.
Fólkið fer þangað sem það telur sig fá
mun útlendingum við fiskvinnslu
fjölga. Er það virkilega okkar vanda-
mál?“
Háskólanám og
þróunarstofa
Aðalsteinn Óskai’sson, fram-
kvæmdastj óri Atvinnuþróunarfélags
Vestfjarða, segh' að fnimframleiðslu-
gi'einarnai', sérstakiega sjávarútveg-
ur, vegi þungt í atvinnulífi Vestfjarða.
„Á meðan vei gekk í sjávarútvegi var
lítið hugað að annai'ri atvinnuþróun
og urðu Vestfirðingar til dæmis síð-
astir til að setja á fót starfsemi at-
vinnuþróunarfélags. Áhugi sveitar-
stjórnarmanna beindist frekar að því
að hjálpa fyrirtækjunum sem gegndu
lykilhlutverki í viðkomandi byggðar-
lagi. Með kvótakerfi og skerðingu
aflaheimilda hefur þetta breyst, menn
Hallgrímur
Sveinsson
Eiríkur Finnur
Greipsson
Hulda
Guðmundsdóttir
Ágúst
Oddsson
Birna
Lárusdóttir
Ólafur
Kristjánsson
e .
Aðalsteinn
Óskarsson
Asgeir Þór
Jónsson
bestu launin," segir Ei-
ríkur Finnur.
Góð menntunar
skilyrði
mikilvægust
„Við þurfum góð
menntunarskilyrði fyrir
börnin okkar og ungling-
ana og störf við þeirra
hæfi þegar skólagöngu
lýkm',“ segh' Ágúst Odds-
son, læknh' í Bolungarvík.
Hann vekur athygli á því
að ef ekki sé nægilega
góð aðstaða til menntunar
í heimabyggð þurfi að
senda börnin í aðra lands-
fjórðunga. Þau séu þá í burtu á þeim
aldri sem unga fólkið myndar gjarnan
tengsl við hitt kynið. „Það fer gjarnan
svo að tvö ankeri haida þeim í burtu,
verðandi maki sem á rætur annars
staðar og heima vantai' áhugaverð
störf fyrir viðkomandi og jafnvel
maka hans líka. Þetta eru afar þýðing-
armikil atriði sem lítið hafa verið
rædd. Menn tala gjarnan eitthvert
kvótatungumál sem unga fólkið skiiur
ekki og í raun skiptir það minna máli
en margt annað í lífinu,“ segir Ágúst.
Ilann varpai' jafnframt fram þeirri
spurningu hvaða vanda aukinn kvóti
myndi leysa og svarar því að hluta til
sjálfur: „Hann mun ekki leysa vanda
unga fólksins sem gerir kröfur um úr-
val fjölbreyttra starfa. Hins vegar
þm'fa að hugsa öðruvísi,“
segir Aðalsteinn. „Við
þurfum að nýta okkur
þekkingarþjóðfélagið og
taka að okkur verkefni
sem hægt er að vinna hvar
sem er því við vitum um
fullt af fólki sem vill koma
aftur en hefur ekki tæki-
færi til þess.“
Atvinnuþróunarfélagið
hefur ásamt fleiri aðilum
unnið að því að koma upp
háskólanámi á Vestfjörð-
um með fjarnámsfyrir-
komulagi, símenntun og
endurmenntun. Nám í
hjúkrunarfræði með
kennslu frá Háskólanum á Akureyri
hefur að hans sögn gengið vel og haft
mikla þýðingu fyrir viðkomandi ein-
staklinga og heildina. Af 32 nemend-
um eru 10 á ísafirði. Unnið er að
stofnun Þróunarseturs Vestfjarða. Að
sögn Aðalsteins er þar verið að koma
saman á einn stað nokkrum stofnun-
um heimamanna, svo sem Fjórðungs-
sambandi og Atvinnuþróunarfélagi,
og fámennum útibúum opinberra
stofnana, svo sem Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins og Hafrannsóknastofn-
un. Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða
verður einnig með skrifstofur sínar í
þróunarsetrinu. Fjarfundabúnaður
Atvinnuþróunai’félagsins verður i þró-
unai'setrinu. „Með því að færa þessar
stofnanh' undir eitt þak verður til
Halldór
Halldórsson
stærri vinnustaður og vonandi frjóiri
umi-æða. Einnig er vonast til að stofn-
un þróunarseturs skapi okkm- slag-
kraft til að fá ný þróunar- og rann-
sóknavei'kefni," segh' Aðalsteinn.
Hann vonast til að þróunarsetrið hafi
góð áhrif á umhverfið og í kringum
það skapist ýmsir starfsmöguleikar.
Aðalsteinn leggur áherslu á að
einnig þurfi að koma upp einhvers
konar stóriðnaði sem skapaði mögu-
ieika fyi'ir fólk að skipta um starf án
þess að flytjast í burtu. Á þessu sviði
eru óljós tækifæri en unnið er að
styrkleikagreiningu fyrir svæðið og
hugmyndin er að Vestfirðir verði með
í því kynningarefni sem Fjárfesting-
arskrifstofa Isþands sendir erlendum
fyrh'tækjum. Ágúst Kr. Björnsson,
sveitarstjóri í Súðavík, segir að Vest-
fii'ðingai’ þurfi að leggja meh-i áherslu
á fullvinnslu sjávarfangs en einnig sé '
mikilvægt að líta til annarra tæki-
færa. „Við þurfum að nýta mannauð-
inn og laða fram það besta í- fólki.
Mikilvægt er að tenkja svæðið betur
við háskóla og fá hingað störf fyrir
langskólagengið fólk.“ Ágúst tekur
upp þráðinn frá Aðalsteini Oskarssyni
og vekur athygli á virkjanakostum á
svæðinu sem hann telur að komist of-
ar á blað eftir því sem umræða um
umhverfisáhrif vh'kjana aukast. Virkj-
anir á Vestfjörðum myndu ekki
byggjast á miklum uppistöðulónum og
að mati Ágústs myndu þær því spilla
umhverfinu minna en ýmsar aðrar
virkjanir. „Sú tíð gæti komið fyrr en
seinna að þessar virkjanir yrðu taldar
hagkvæmar, annaðhvort fyrir lands-'
netið eða til notkunar í einhvers konar
iðnfyrirtæki hér í fjórðungnum," segir
Ágúst.
Getum ekki
beðið lengur
Forsætisráðherra skipaði nefnd
undh- forystu Einars K. Guðfinnsson-
ar, með fulltrúum allra þingflokka, til
að fjalla um byggðamál í tengslum við
breytingu á kjördæmaskipan. Nefnd-
in hefur skilað skýrslu um málið og
tillögum um aðgerðir til að jafna lífs-
kjör, átak í vegamálum, um fjölgun
starfa á landsbyggðinni og fleira. Rík-
isstjórnin hefur þegai' samþykkt að
verja tveimur milljörðum til að flýta
framkvæmdum í vegamálum og for-
sætisráðherra hefur gefið yfii'lýsingar
sem fela í sér fyrirheit um fram-
kvæmd tillagnanna í heild. Birna Lár-
usdóttir, forseti bæjarstjórnai' Isa-
fjarðarbæjar, býr á Þingeyri en er í
barneignafríi frá störfum í bæjar-
stjórn. Hún segist ánægð með tillög-
urnar. Leggur áherslu á að ekki sé
verið að koma upp styi'kjakerfi heldur
sé verið að reyna að jafna aðstöðu
fólks í landinu, meðal annars kostnað
við húshitun og nám barna í fram-
haldsskólum. Agúst Kr. Björnsson í
Súðavík segir að flestai' tillögurnar í
nefnd ríkisstjórnarinnar séu kunnug-
legar og lýsir þeirri skoðun sinni að
þær hefðu þurft að ganga lengra.
„Þessai' tillögur mega alls ekki
verða orðin tóm, það verður að fylgja
þeim eftir hið snarasta. Við höfum
ekki efni á því að bíða nokkur ár til
viðbótai',“ segir Bh-na en bæth' því við
að í þetta skiptið virðist ekki eiga að
láta sitja við orðin tóm og það gefi
vonh’ um að unnt verði að stöðva íbúa-
þróunina og jafnvel snúa henni við.
Hún leggur einnig áherslu á að að-
gerðir ríkisvaldsins fin-i ekki heima-
menn og sveitarstjórnir ábyrgð. Gera
verði eftirsóknarvert fyrir fólk að búa
á svæðinu og að því sé unnið, meðal
annars með uppbyggingu í skólamál- ,
um og öfiugu menningarstarfi.
Gott að búa
Viðmælendur á Vestijörðum leggja
margir áherslu á hvað gott sé að búa
úti á landi, ekki síst fyrir fjölskyldm'
með böm. „Ég hef aldrei trúað öðru
en að hér væri lífvænlegt. Þess vegna
ákváðum við í minni fjölskyldu að
flytja hingað aftur og byggja upp að
nýju eftir að við höfðum misst allt
okkar í snjóflóðunum," segir Eiríkur
Finnur Greipsson á Flateyri. Hann
segir að atvinnuöryggi hafi reynst
vera mikið á Flateyri og atvinnutekj-»
ur góðar. „Hér er gott að ala upp börn
auk þess sem samhjálpin og vinskap-
urinn í þessu dásamlega fallega þorpi
er með allt öðrum hætti en á stærru
stöðum, eins og til dæmis í Reykja-
vík.“ Á móti komi að dýi-ara sé að búa
og lifa á Flateyri en í Reykjavík en
unnið sé að lagfæringum á því.