Morgunblaðið - 31.03.1999, Síða 50

Morgunblaðið - 31.03.1999, Síða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hundalíf BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ber breiðbandið örugglega fram- tíðina í skauti sér? Frá Vigfúsi Erlendssyni: FRIÐRIK Friðriksson, forstöðu- maður breiðbandsdeildar Lands- símans, skrifaði tvær áhugaverðar gi-einar í Morgunblaðið 19. og 25. mars. sl. um breiðbandið. Nú hátt- ar þannig málum að undirritaður er íbúi í miðaldra hverfi í Reykja- vík. Nýlega setti hann sig í sam- band við breiðbandsþjónustu Landssímans og hugðist leita upp- lýsinga um það hvenær breið- bandsins verður að vænta í hans grónu götu. Svörin voru á þá leið að þetta væri ekki á áætlun í ár og því miður væri ekkert hægt að sjá lengra fram á veg. Eins og kom fram í grein Friðriks er fyrst og fremst verið að leggja nýja ljós- leiðara í nýjum hverfum og þar sem aðrar veitustofnanir eru að endumýja sínar lagnir. Einnig hef- ur verið gert nokkurt átak í fjöl- mennum fjölbýlishúsahverfum, eins og t.d. í Breiðholti. Forgangsröðun og fram- kvæmdaáætlanir Það er úr takt við tímann og þess þjónustustigs, sem Lands- síminn á að bjóða uppá og hljómar nokkuð í anda einhvers hörgulsá- stands, sem ég hélt satt að segja að Friðrik, sem gömul einkafram- takssprauta, vildi síst láta bendla sig við, að segja íbúum í eldri hverfum að þeir geti bara safnað saman undirskriftum og sent til Landssímans með óskum um breiðbandstengingu. Landssíminn getur látið gera fyi-ir sig stað- bundnar kannanir í hverfum og bæjarhlutum til þess að athuga áhuga íbúa á breiðbandstenging- um og hversu mikið íbúar eru til- búnir til þess að taka á sig af stofnkostnaði. Þetta er vitaskuld sjálfsögð þjónusta, sem þjónustu- fyrirtækið Landssíminn á að láta í té. Landssíminn hefur látið gera kannanir meðal íbúa á breið- bandssvæðum, en virðist ekki hafa ekki uppi neina tilburði til þess á svæðum þar sem breið- bandið er ekki. Tæknin Friðrik nefnir að Landssíminn sé vakandi yfir ýmsum tækninýj- ungum í tengslum við dreifingu breiðbandsins og að það sé ekki nein ofuráhersla á ljósleiðara, heldur sé fylgst með nýrri tækni í tengslum við nýtingu gömlu kop- arvíranna, radíókerfum og gem- hnattasendingum. Fyrirtækið horfi íyrst og síðast til þeirrar þjónustu sem veita á, s.s. dreifing- artæknin er ekki aðalatriðið. Það mætti þó spyi’ja þeirrar spurningar hvemig staða þeirra mála er, s.s. tækniframfarir til betri nýtingar á gömlu parsnúnu koparvírunum og hvernig er stað- an og kostnaður varðandi ör- bylgjusenda? Eitthvað hefur verið sett upp af örbylgjusendum til nettenginga hérlendis og væri fróðlegt að heyra kostnaðartölur um slíkt. Erlendis virðist sem símafyrirtæki séu á fullu í því að nýta gömlu koparvírana betur. Þar em flöskuhálsar oftar en ekki í ýmsum gömlum og úreltum tengi- búnaði í götukössum, símstöðvum o.þ.h. Erlendis verður því væntan- lega um mikinn kostnað að ræða við útskiptingu á tengibúnaði, enda um mikið magn að ræða hjá milljónaþjóðum. Hér á Islandi hefur endurnýjun búnaðar í símstöðvum væntanlega verið með þeim hætti á undanförn- um áram að ekki ætti að vera kostnaður í sömu hlutföllum hér á landi við útskiptingu og magn miklu minna. Möguleikar breiðbandsins Eg hef áhuga á að nýta mér möguleika breiðbandsins varðandi dreifingu á sjónvarpsefni, ég vil líka getað notað möguleika til net- flutninga, enda er ég ötull netverji. Ég vil geta pantað mér vörar og þjónustu og látið í ljós skoðanir mínar í skoðanakönnunum á breið- bandinu. (Það er kannski einhver Hængur 22 á kreiki hér, þar sem ekki er hægt að gera á mér skoð- anakönnun á breiðbandinu og þess vegna get ég ekki fengið breið- bandið?) Nú ég vil líka vera tilbú- inn, þegar stafrænar sjónvarpsút- sendingar hefjast eftir u.þ.b. 2 ár, eftir því sem Friðrik segir. Málið er bara að hverfið mitt virðist bara orðið of miðaldra til þess að eiga nokkra framtíð í þess- um efnum. Einhver hélt því nú reyndar fram að það væri ekki til nein framtíð og varla nútíð heldur, þar sem tíminn hefur sinn sígandi gang, þannig að í raun væri bara til fortíð. Eg ætla bara rétt að vona að þessi kenning sé ekki rétt og að ég og hverfið mitt eigum ein- hverja framtíð í breiðbandinu áður en það er hreinlega orðið hluti af fortíðinni. Enda ætti ekki fé að skorta til framkvæmdanna, sbr. nýlegar fréttir um rúmlega 2 milljarða hagnað af rekstri Landssímans. VIGFÚS ERLENDSSON. Akurgerði 21,108 Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskiiur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.