Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Uppboðsmarkaður stjórnmála - Uppboðsmarkaður stjómmálanna hefur verið opnað- ur, eins og venja er fýrir kosningar. Frambjóöendur keppast við að bjóöa í atkvæði kjósenda og boðin eru mishá og ekki öll jafnmerkileg. W {’GMcJMD- HVAÐA prís eignin við að setja á atkvæðin okkar, Nonni minn? Æskulýðsstarf í Lettlandi Fjárskortur og kommún- ísk arfleifð til trafala • ■ v< s ' • 4 ■rt | ■ wjS^\^~T\ IMi i m. - jr A ■ irf'■ ’ ?.... h<,SÍ5 ? • ■ ■ ' • , . . IhHIWIÍ^B^HbHhL3HEhé Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson INGU Pelsa dreymir um aukin samskipti ungmenna á íslandi og Lett- landi en framkvæmdin strandar enn á peningaskorti. Á VALDATÍMA Sovétríkjanna var hyggilegt fyrir unga Letta að ger- ast meðlimir í æskulýðssamtökun- um Komsomol, þótt opinberlega væri það ekki skylda, því ella var lítil von til þess að hljóta góða menntun og starfsframa. Inga Pelsa gekk í Komsomol fjórtán ára gömul eins og jafnaldrar hennar. Árið 1989, á tímum Gla- snost og eftir að frelsisbarátta Eystrasaltsríkjanna var hafin, yflr- gaf hún samtökin, og sömu leið fóru mörg önnur ungmenni. Fáeinum ár- um síðar var Komsomol lagt niður. Ólíkt flestum öðrum hafði Inga Pelsa þó ekki gefíð æskulýðsstarfið upp á bátinn. Hún gekk í fyrstu frjálsu æskulýðssamtökin sem stofnuð voru í landinu og er nú í stjórn heildarsamtaka æskulýðsfé- laga og í fyrra var nún kosin vara- formaður Evrópusamtaka ung- menna, European Youth Forum. Inga telur að Lettar geti lært margt af íslendingum og öðrum Norðurlandabúum um skipulag æskulýðsmála. Margir leiðir á skipulögðum samtökum „Það eru því miður fáir sem taka þátt í æskulýðsstarfí í Eystrasalts- ríkjunum," segir Inga. „Margir voru orðnir leiðir á því að vera í skipulögðum samtökum. Sem betur fer er það þó að breytast aftur.“ Inga vinnur á skrifstofu forseta Lettlands, og er nú í fóruneyti hans í opinberri heimsókn til Islands. Hún segir að margir þeir sem fái þjálfun af einhverju tagi innan æskulýðssamtakanna fái fljótlega tilboð um góð störf og hverfí af þeim vettvangi. Inga reynir að sinna hvoru tveggja, vinnunni og æskulýðsstarfínu. „Það er allt starf hjá okkur unnið í sjálfboðavinnu og oft brenna menn því út eftir skamman tíma. Það er ekki hægt að komast endalaust áfram á eldmóðinum. Við höfum reynt að fá fjármagn til að ráða að minnsta kosti einn starfsmann til heildarsamtakanna. í fyrra áttum við að fá styrk frá ríkinu en var kippt út úr fjárlögum í sparnaðar- skyni. Við erum föst í eins konar vítahring, því yfírvöld segja að ekki sé sérstök ástæða til að styðja okk- ur, við séum svo fá og gerum ekki margt, en meðan við höfum hvorki peninga né húsnæði getum við ekki gert mikið.“ Ungmenni í áhrifastöðum í Lettlandi Inga segir að ungmenni séu þó ekki áhrifalaus í Lettlandi. „Reynd- ar er það svo að margir af æðstu stjómendum fyrirtækja og áhrifa- menn í opinbera geiranum eru mjög ungir. Það var auðveldara fyrir unga fólkið að laga sig að breyttum aðstæðum eftir fall kommúnism- ans.“ Fyrst eftir að frjáls æskulýðs- samtök tóku til starfa í Lettlandi leituðu þau einkum til Svíþjóðar og Danmerkur eftir samstarfí, Litháar höfðu mikil samskipti við Noreg og Eistar við Finnland. Nú eru tengsl- in einkum ávettvangi Norðurlanda- samstarfsins og samstarfs Eystra- saltsríkja, og í hvoru tveggja er ís- land þátttakandi. „Við höfum reyndar áður átt í samskiptum við Island. Árið 1991 var reynt að koma af stað ung- mennaskiptum á vegum kristilegra æskulýðsfélaga. Tveir ungir Lettar komu þá til íslands, unnu hér í físki meðal annars, og einn Islendingur fór til Lettlands. Það reyndist ekki hægt að halda þessu áfram, því að erfiðlega gekk að útvega vinnu handa Islendingum í Lettlandi, þótt lítið mál væri fyrir Letta að vinna á íslandi." Inga segir að með auknum mögu- leikum á styrkjum úr norrænum sjóðum ætti að vera hægt að koma slíkum ungmennskiptum á að nýju. í fyrra hitti Inga forystumenn ís- lenskra æskulýðssamtaka á ráð- stefnu og voru þá ýmsir möguleikar á auknum samskiptum ræddir. „Ástandið hjá okkur er því miður enn þannig að við getum aðeins lát- ið okkur dreyma um samstarfsverk- efni, en minna verður úr fram- kvæmdinni. Ég hef samt trú á að bráðum komi betri tíð, annars væri ég ekki að þessu.“ Alþjóðlegar sumarbúðir á íslandi Með frið að leiðarljósi Alþjoðlegar sumarbúðir, CISV, standa fyrir unglingabúðum í sumar á Islandi í þrjár vikur, frá 3. júlí til 25. júlí. SumarbúðiiTiar verða haldnar í Klé- bergsskóla á Kjalar- nesi og eru fyrir íj órt- án ára unglinga. I búð- unum verða unglingar frá tíu þjóðlöndum. Þórný Jakobsdóttir er formaður Islandsdeild- ar CISV. Hún var spurð hver væri til- gangurinn með þessu sumarbúðahaldi hér á landi í sumar? „CISV - Children’s Intemational Summer Villages, eru alþjóðleg friðarsamtök, óháð stjórnmálum og trúar- brögðum. Hugmyndin var að börn frá ólíkum löndum kæmu saman og lærðu að lifa saman á grundvelli umburðarlyndis og jafnréttis, lærðu og hugsa og draga ályktun í anda alþjóðavit- undar og vinna þannig að friði í heiminum." - Hvar var þessi félagsskapur stofnaður? „I Bandaríkjunum af banda- rískum barnasálfræðingi, dr. Doris Allen. Hún stofnaði sam- tökin 1951 eins og fyrr sagði, á þessum tíma var heimsstyrjöldin fólki mjög í fersku minni og mik- il umræða um hvernig koma ætti í veg fyrir að þriðja heimsstyrj- öldin brytist út. Doris fannst að byrja ætti á börnunum svo að komið yrði í veg fyrir fordóma hjá þeim, því það eru yfirleitt fordómar og þekkingarleysi sem koma af stað ófriði. Hún ályktaði að fólk væri ófúst til að ráðast á vini sína. - Hvenær hófu íslendingar þátttöku í þessari starfsemi? „Fyrsti íslenski hópurinn fór til Svíþjóðar árið 1954 á vegum utanríkisráðuneytisins. Þá fóru fjögur ellefu ára börn án farar- stjóra. Aftur var farið 1976 og íslandsdeild var formlega stofn- uð 1981. Síðan þá hafa íslenskir unglingar tekið þátt í sumarbúð- um fyrir börn en unglingabúð- imar vora ekki starfræktar fyrr en fyrir sex áram.“ - Hvar kynntist þú þessari starfsemi? „Ég var sjálf í svona sumar- búðum þegar ég var sextán ára. Skólasystir mín ein var í fyi-stu sumarbúðunum á íslandi 1982 og hún spurði mig hvort ég kæmist út í sumarbúðir í Svíþjóð 1985 og ég sló til. Mér fannst mjög gam- an í þessum sumarbúðum, maður hittir fólk frá ólíkum ------ löndum, skyndilega opnast manni heimur- inn og hann minnkar um leið. Eftir þetta hef ég farið í femar sumarbúðir á vegum þessara samtaka og ég á vini út um allan , heim frá þeim búðum. Ég varð formaður íslandsdeildar CISV 1996 og í fyrra héldum við sum- arbúðir íyrir ellefu ára börn í Klébergsskóla á Kjalarnesi. Ár- lega sendum við út um sex hópa í sumarbúðir fyrir ellefu ára börn, í hópi eru fjögur böm, tveir strákar og tvær stelpur, og far- arstjóri. Einnig sendum við út í Þórný Jakobsdótfir ►Þórný Jakobsdóttir er fædd 1967 í Reykjavík. Hún varð _ stúdent frá Verslunarskóla Is- lands árið 1987 og Iauk prófi sem tækniteiknari frá Iðnskól- anum í Hafnarfirði 1990. Hún liefur starfað sem rittúlkur hjá Samskiptamiðstöð heyrnar- lausra og heyrnarskertra frá 1993. Þórný er gift Valdimar Reynissyni umhverfisfræðingi og eiga þau tvö börn. CISV eru alþjóðleg friðarsamtök, óháð stjórn- málum og trúarbrögðum. sumarbúðir unglinga á aldrinum 16 til 17 ára og í það sem kallað er námsstefnubúðir fyrir 17 ára, þær standa yfir í þrjár vikur. Sumarbúðir fyrir ellefú ára standa yfii* í fjórar vikur, ung- lingabúðir standa yfír í þrjár vik- ur. Þess ber að geta að hér á landi var haldið ungmennamót á vegum íslandsdeildar CISV í Austurbæjarskóla um síðustu áramót. Það stóð yfir í tíu daga og gekk mjög vel og þangað komu fulltrúar frá sex þjóðum, það á meðal frá Japan. Við eram líka með unglingaskipti, þar sem börn héðan fara út til fjölskyldna í tvær vikur og böm frá þeim heimilum sem þau gistu á koma og gista hér á heimilum fslend- inganna í tvær vikur.“ - Hvað er gert í þessum sum- arbúðum? „Það er dagskrá allan tímann. Farið er í leiki sem hafa oft dul- búna merkingu náms, lítið er far- ið í boltaleiki. Yfirskrift samtak- anna er „Leam by doing“. Leik- imir fylgja þeirri stefnu.“ - Hvernig gengur að fá þátt- töku og fólk til starfa í þessum búðum? „CISV era sjálfboðaliðasam- tök og því gengur misjafnlega vel að fá fólk til starfa. Við erum auk íslendinga með fólk frá út- löndum til að starfa í búðunum. Okkur vantar hins vegar oft fararstjóra. Þeir þurfa að vera eldri en 21 árs, greitt er fyrir þá fargjald og uppi- hald. Við leitum að “ fólki sem hefur áhuga á að starfa með börnum og vill víkka sjóndeildarhringinn. Fararstjórar þurfa að hafa tök á enskri tungu vera tilbúnir til að leggja á sig talsverða vinnu með bömunum. Hafi einhver áhuga og telji sig uppfylla þessi skil- yrði, getur sá hinn sami haft samband við samtökin í síma 565-3581.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.