Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Jóhönnu og losnaði þá Sighvatur við það sem hann óttaðist: Nefni- lega að Jóhanna heimtaði alltaf að hafa með sér viðræðuefnd. Yfirleitt reyndu ráðamenn A- flokkanna að forðast að flækja við- ræðurnar með of stórum og þung- lamalegum fundum en iágu þá að sjálfsögðu undir ásökunum um að þeir væru að stunda einhver myrkraverk. Lýðræðislegra væri að hafa fleiri með í ráðum og tóku Kvennalistafulltrúar undir þá skoðun. Einnig reyndi Gróskufólk, sam- tök fólks úr A-flokkunum og Kvennalistanum, margt með rætur í Háskólafélaginu Röskvu, að fá að- ild að viðræðunum sem sjálfstæður aðili. A fundi sem haldinn var í árs- lok 1997 með fulltrúum viðræðuað- ilanna þriggja og Gróskumönnum var þessum kröfum vísað einróma á bug. Róbert Marshall, einn af ungliðum Aiþýðubandalagsins, var afar óánægður með úrslitin en ekki kom til eftirmála. Gróskufólki fannst að það ætti að njóta þess að hafa allt árið 1997 haldið samein- ingarmálinu vakandi, reyndar áður en félagið var stofnað foi-mlega 1998. Óttinn við klofning Heimildarmenn segja að Mar- grét Frímannsdóttir hafí sumarið 1997 ekki verið farin að óttast al- varlegan klofning í Alþýðubandalg- inu vegna samfylkingarmálanna. Þótt vitað væri að Hjörleifur Gutt- ormsson hygði á sérframboð, lík- lega með Græningjum, taldi hún það litlu skipta. Hún var enn á því að Steingrímur J. Sigfússon myndi ekki ganga svo langt að yfírgefa flokkinn. „Margrét var sennilega enn á báðum áttum, var ekki viss um að rétt væri að efna til sameiginlegs framboðs en vildi reyna að fara með löndum í bili til að reyna að ná einingu í eigin flokki um aukna samvinnu," segir einn heimildar- manna. „Málefnavinnan var líka eftir. Þá skipti miklu að finna mála- miðlun um orðalag t.d. í utanríkis- málum. Og landbúnaðar- og byggðamál gátu auk þess orðið snúin. Þar rákust hagsmunir þéttbýlis- mannanna í Afþýðuflokknum á hagsmuni landsbyggðarþingmanna eins og Steingríms og Ragnars Arnalds. Ragnar var hins vegar þegar kominn á þá skoðun að unga fólkið vildi sameiginlegt framboð, þunginn í kröfunni væri mikill. Hann vissi einnig að í hans eigin kjördæmi var meirihluti fyrir hug- myndinni. Hann var því raunsær, á móti því sem honum fannst hálf- gert gönuhlaup hjá Margréti en myndi ekki svíkja Ht með því að yf- irgefa Alþýðubandalagið á svona viðkvæmri stundu.“ Kvennalistinn ályktaði ekki um sameiningarhugmyndimar fyrr en haustið 1997 þótt þar hefði verið mikil gerjun innanborðs eftir kosn- ingaósigurinn 1995. Minnstu mun- aði þá að Kvennalistinn hyrfí af þingi. Að sögn Guðnýjar Guðbjöms- dóttur veltu konumar fyrir sér þrem möguleikum eftir kosning- amar 1995. „í fyi-sta lagi að gefast upp, í öðm lagi að taka karla inn í samtökin og í þriðja lagi einhverri annarn leið, t.d. samstarfi við aðra, til að vinna sjónarmiðum jafnréttis og kvenfrelsis fylgi“. Hún segir að fyrir utan brotthvarf Kristínar Astgeirsdóttur og nokkurra ann- arra kvenna eftir landsfundinn haustið 1997 og síðar Kristínar Halldórsdóttur hafí að mestu ríkt eining um þá ákvörðun að taka þátt í Samfylkingunni. Hún segir málefnaágreining ekki hafa verið erfiðan, þær hafí verið sammála um áherslu á jafn- réttismái i viðræðunum við A- flokkana og fengið mörgu fram- gengt. En deiit var innbyrðis í Kvennalistanum um aðferðir við að halda áherslum og hlut samtak- anna í kosningabandalaginu. Á landsfundi í Reykholti haustið 1998 var meirihluti fyrir því að setja fram ýtmstu kröfur um hlutdeild kvenna á framboðslistum og var Guðný þar framarlega í flokki. Varð úr mikið fjölmiðlafái-. Margrét Frímannsdóttir vildi í fyrstu á fundum með Sighvati og öðram krötum eftir að Kvennalist- inn gerði upp hug sinn haustið 1997 að konurnar fengju aðeins óbeina aðild að viðræðunum eins og Þjóðvaki. Þýðingarlaust væri að tala við Guðnýju sem alltaf heimt- aði að rætt væri á „grasrótar- gmndvelli" með þátttöku fjöl- mennra viðræðunefnda. Þá myndi ekkert miða. Margir liðsmenn A-flokkanna vora að komast á þá skoðun haust- ið 1998 að skárra væri að vera án kvennanna en að þessu sinni bað Margrét sitt fólk að sýna þolin- mæði. Svo fór að Kvennalistakonur urðu að slaka mjög á kröfunum. En upphaflega markmiðið var að halda möguleikum á þrem þingsætum, eins og Kvennalistinn hreppti í kosningunum 1995 og það hafðist. Þjóðvakakonan Svanfríður Jón- asdóttir, nú í Aiþýðuflokknum, seg- ir að almenn þreyta hafí valdið óá- nægjunni með kröfur Kvennalist- ans. Liðsmenn A-flokkanna hafi einfaldlega átt nóg með sig, hafi ekki getað tekið meira inn á sig. „En mér fannst eðlilegt að Kvennalistinn stæði fast á sínu í þessum samningum. Þeirra bak- grannur var annar en A-flokkanna, þær höfðu aðra hugmyndafræði og þurftu að beijast til að halda sínum hlut.“ Fleiri áhrifamenn A-flokkanna en formennimir höfðu sitthvað til málanna að leggja á viðræðufund- unum. Svavar Gestsson vildi þannig í ái-sbyijun 1998 að miða viðræðumar við verkefnaskrá eins og hvem annan stjómarsáttmála. Hann benti á að ekki væri stefnt að nýjum flokki og þess vegna óþarft að fínna málamiðlun á öllum svið- um. Sighvatur beitti sér fyrir því að reynt yrði að verðleggja kosninga- loforðin og gekk það misjafnlega. Um sama leyti setti Margrét fram kröfur Alþýðubandalagsins um að haldið yrði fast við ákvæði um brottfór hersins en ljóst þótti að hún væri reiðubúin að kanna annað orðalag, jafnvel að bakka til að dyggir NATO-sinnar í Alþýðu- flokknum segðu ekki þvert nei. Nú var auk þess farið að taka af alvöra á ágreiningi A-flokkanna í sjávar- útvegsmálum, landbúnaðarmálum og Evrópumálum en þessir mála- flokkar virðast hafa valdið mestum áhyggjum auk vamarmálanna. Kvótakerfið hafði lengið valdið klofningi hjá Alþýðubandalagsfólki og NATO og Evrópusambandið voru alltaf viðkvæm mál. Margrét segir að sér hafí alltaf þótt hart að Alþýðubandalagið sem berðist fyr- ir réttlæti, gæti ekki andmælt með skorinorðum hætti eignatilfærsl- unni af völdum kvótans. Þar hafí Steingrímur verið fastur fyrir. Gjaldtaka í mennta- og heil- brigðiskerfínu var einnig viðkvæm vegna þátttöku Alþýðuflokksins í ríkisstjórninni 1991-1995 en þá gekk Sighvatur vasklega fram í niðurskurði í heilbrigðismálum og setti á komugjöld. „Menn hafa gagnrýnt mjög hart Alþýðuflokkinn fyrir stefnuna í heilbrigðismálum þegar þeir fóra með þann málaflokk í ríkisstjóm 1991-1995,“ segir Margrét. „En þá voru miklir efnahagserfíðleikar sem meðal annars kölluðu á óvin- sælar ákvarðanir eins og niður- skurð. Við búum nú við góðæri og erum sammála um það hvernig beri að haga málum til að leiðrétta ýmislegt frá erfíðu áranum. Við eram því sammála í velferð- armálum og stefna beggja flokka nú kemur skýrt í ljós í verkefna- skránni. Þar gætir vissulega einnig áhrifa frá Kvennalistanum en það er erfítt að tala um hver á hvað.“ Taugatitringur Á síðari fundum Sighvats og Margrétar með fulltrúum Kvenna- listans 1998 bar að sögn oft mikið á taugatitringi, þó að tillit til ein- staklinga vegna framboðsmála ætti eftir að ýfa enn fleiri fjaðrir í ársbyrjun 1999. Margrét kvartaði undan því eitt sinn að Mörður Árnason úr Þjóðvaka hefði ráðist harkalega á sig og Alþýðubanda- lagið í viðtali, kennt sér og hiki Al- þýðubandalagsins um fylgishrun vinstrimanna í könnunum. Mörð- ur, sem er fyrrverandi alþýðu- bandalagsmaður, er ekki félagi í Alþýðuflokknum frekar en Jó- hanna þótt hann tæki eins og hún þátt í prófkjöri í hólfi Alþýðu- flokksins 1999. Sighvatur hafði því h'tið refsivald. Einnig sagði Margrét á öðram fundi þeirra að margir teldu nú að Alþýðuflokkurinn væri óheill í við- ræðunum, hann stefndi að því að kljúfa Alþýðubandalagið og Kvennalistann og hirða sjálfur sem flest og stærst brotin. Ekki virðist þessi kalda gusa hafa haft neinar afleiðingar, að því er best verður séð. Ef til vill var ekki um að ræða neina hernaðará- ætlun að baki, „hún þurfti aðeins að blása“ eins og einn heimildar- maðurinn orðaði það. En Sighvat- ur, sem líkaði ekki það sem honum fannst óskipulögð vinnubrögð Al- þýðubandalagsmanna, lagði áherslu á að Alþýðuflokkurinn væri í viðræðunum gagngert til þess að efna til sameiginlegs fram- boðs. Ef Alþýðubandalagið hrykki frá því markmiði áskildu kratar sér rétt til að fara fram með þeim sem það vildu, þá væra engir samning- ar lengur í gildi. Sighvatur hlustaði því greinilega vel á þá flokksmenn sína sem vildu gæta þess að Alþýðubandalagið væri ekki bara að teyma Alþýðu- flokkinn fram á eitthvert hengiflug til þess eins að skilja svo við hann í sömu sporam. Þá væri öll fyrir- höfnin til einskis og einnig búið að spilla fyrir hugsanlegum samning- um við Sjálfstæðisflokkinn síðar með öllum yfírlýsingunum um sam- heldni félagshyggjuaflanna gegn íhaldinu. Umdeildar tilslakanir á sviði vamarmála og Evrópumála, sem komu fram í málefnaskránni haustið 1998, vora einnig mikil fórn. Er kom fram á árið 1998 fjölgaði viðræðufundum helstu ráðamanna um samfylkingaráformin og mörg- um varð ljóst að meira gat verið í húfi en aukið samstarf eða kosn- ingabandalag til skamms tíma. Hugmyndin um sameiginleg fram- boð var að fá byr í seglin en sem fyrr fóra menn með róttækari hug- myndir eins og mannsmorð: Flokk- arnir skyldu áfram verða við lýði. Allt of margir dyggir flokks- menn voru tengdir þeim tilfinn- ingaböndum, litu á þá sem hálf- heilagar stofnanir. Það var varla fyrr en eftir prófkjörin og ýmsar uppákomur sem þeim fylgdu sem rætt var opinskátt um að stofna nýjan flokk eftir kosningar. En þá væri búið að staðfesta breytt landslag í íslenskum stjórnmálum. Sighvatur tók óvænt af skarið í sjónvarpsfréttatíma skömmu eftir prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík og sagðist mæla með Margréti Frímannsdóttur sem helsta talsmanni framboðsins í kosningunum. „Samfylkingin er enn sem komið er aðeins heiti á sameiginlegu framboði og getur því ekki kosið neinn foiTnann eða stjórn," segir Sighvatur. „En í sjónvarpsþætti geta ekki mætt fulltrúar allra þeirra þriggja aðila sem eiga aðild að framboðinu, slíkur talsmaður verður að vera einn, rétt eins og forystumenn flokkanna. Við rædd- um þetta afskaplega lítið en það lá fyrir að við yrðum að svara þessari spumingu þegar framboð lægju fyrir og engin ástæða til að draga þetta eitthvað." Getur tilraunin enn mistekist? „Ef Samfylkingin bíður að eigin áliti hnekki í þessum kosningum er auðvitað líklegt að upp komi raddir um að rétt sé að hverfa aftur til sama lands,“ segir Sighvatur. „Það geta komið upp deilur um ýmis mál þannig að þetta er ekki í höfn. En ef árangurinn verður viðunandi held ég að það verði mjög erfitt að stöðva þá þróun sem hefst í kjöl- farið, að stefnt verði að nýjum flokki." Hver sátta- höndin upp á móti annarri Meirihluti þingflokks Alþýðubandalagsins var í harðri andstöðu við formann flokks- ins í samfylkingarmálunum. Kristján Jónsson ræddi við ýmsa heimildarmenn, þeir kusu flestir nafnleynd. FRÁSAGNIR heimild- armanna af innanbúð- arfundum í Alþýðu- bandalaginu á seinni ár- um minna stundum á lýsingar á hættulegum leiðöngrum. „Oft leið nýliðum og ungu fólki í flokksstjórn og mið- stjóm eins og það væri að ferðast um á jarð- sprengjusvæði á fund- um Álþýðubandalags- ins. Ef það settist óvart niður hjá ákveðnum flokksmanni merktu innvígðir við innra með sér: „Hann er sem sagt í klíku með X. Þá vitum við það.“ Þetta var óþolandi og reyndi af- skaplega á taugarnar," segir einn af ráðamönn- um flokksins. Það kraumaði undir niðri þótt menn gerðu sér far um að tala fyrir sáttum, sumir af heil- indum. Aðrir benda á að þetta spennuástand hafi verið sérstaklega viðkvæmt síðustu fjög- ur árin, frá því að Mar- grét Frímannsdóttir tók við formennskunni en ósanngjarnt sé að saka hana eina um það. Aðstæðurnar, sam- fylkingarhugmyndir og óhjákvæmi- legt uppgjör vegna þeirra, endaloka kalda stríðsins, endurmats á hefð- bundnum gildum vinstrimanna í efnahags- og velferðarmálum, hrunsins í austri, hafi átt sinn þátt í að upp úr sauð með klofningi. „Niðurstaða mín var sú að mikill meirihluti vildi samfylkja, yfir 80% flokksfélaga minna væru þeirrar skoðunar," segir Margrét. „Lands- fundurinn [haustið 1997] ák\’að að halda aukalandsfund snemma sum- ars ‘98 til að fólk hefði tíma til að huga að framboðum og öðrum und- irbúningi. Unga fólkið var sérstak- lega einhuga þótt vissulega hafí nokkrir gengið síðar til liðs við Vinstrigræna." Andstæðingar samfylkingarhug- myndanna í flokknum voru ekki sá einsleiti hópur sem Margi-ét og áköfustu stuðningsmenn hennar hafa reynt að halda fram. Sumir voru á móti frá upphafi, aðrir vildu aðeins fara hægar í sakirnar og und- irbúa málið betur. Einn þeirra síðar- nefndu var Ragnar Ai-nalds. „Eg taldi hættu á að það gæti kvarnast úr Alþýðufiokknum, hluti fylgisins færi yfir til Sjálfstæðis- manna og við í Alþýðubandalaginu gætum misst fólk til vinstri," segir hann. „Steingn'mur [J. Sigfússon] var byrjaður að tala um sérframboð mörgum mánuðum fyrir aukalands- fundinn, hættan var því raunveruleg eins og í ljós kom.“ Sjálf var Margrét auk þess á svip- uðu róli og karlarnir í þingflokknum í mörgum átakamálum er hún var kjörinn formaður en virðist hafa lát- ið skoðanir unga fólksins í Grósku og fleiri aðila hafa haft mikil áhrif á sig. „Margi’ét komst að þeirri niður- stöðu að ekki yrði spornað við þróun í átt til sameiningar og vildi geta tekið þátt í að móta hana,“ segir ungur Alþýðubandalagsmaður. „Hún sá fyrir sér að unga vinstra- fólkið myndi einfald- lega hafna annars hjá Alþýðuflokknum og Ál- þýðubandalagið sæti eftir með sárt ennið.“ Formaður upp á punt? í fjölmiðlum var sagt að hún væri í gíslingu hjá harðh'nugenginu í þingflokknum, væri eiginlega bara formað- ur upp á punt. En Mar- grét átti vopn sem var að kalla saman sameig- inlegan fund þingflokks og flokksstjórnar. Þá gat hún yfirleitt verið örugg um meirihluta í atkyæðagreiðslum. „Ég veit ekki hvort menn hafa velt því fyrir sér hvað það er langt síðan Alþýðubandalag- ið klofnaði í reynd,“ segir Margrét nú. „Mitt mat er að upp- gjör hafí verið nauð- synlegt, það varð að eiga sér stað, fyrr eða síðar. Það var ekki hægt að koma í veg fyrir það.“ Enn er samt hart deilt um ástæður þess að Steingrímur J. Sig- fússon og félagar hans yfirgáfu flokkinn fremur en að sætta sig við meirihlutaákvörðun lands- fundar sl. sumar um sameiginlegt framboð með Alþýðuflokki og Kvennalista. Sumir tala um persónulegan metnað Steingríms. „Hann taldi sig eiga formannsembættið 1995 en þá kom einhver frystihúsastelpa frá Stokkseyrarbakka og stal því. Hann hefur aldrei sætt sig við þetta,“ seg- ir einn af andstæðingum hans. Sjálf- ur segir Steingn'mur að hann hafí einfaldlega verið á móti því að gefa upp á bátinn stefnumál eins og and- stöðu við NATO og ESB og auk þess viljað að menn legðu meiri vinnu í undirbúning t.d. varðandi framboðsreglur og stjórnun. „Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð er með helminginn af fylgi Al- þýðubandalagsins gamla í mínu kjördæmi svo að varla var þetta allt einhver sérviska af minni hálfu. Ég er sannfærður um að ef efnt hefði verið til kosninga um samfýlkingar- tillöguna hjá öllum Alþýðubanda- lagsmönnum hefði minnst helming- ur þeirra verið á móti.“ Hann hafí viljað bjarga Alþýðu- bandalaginu frá því að verða lagt niður eins og allt bendi til að verði nú raunin. Einn af heimildarmönnum blaða- manns segist halda að Steingrímur hafí eins og fleiri landsbyggðarþing- menn Alþýðubandalagsins talið að eifitt yrði að halda í tiyggt kjörfylgi færi svo að áherslur í byggðastefnu Alþýðuflokksins fengju að móta stefnuna í þessum málaflokki hjá nýrri samfylkingu vinstriflokkanna. Staða hans í kjördæminu í slagnum við Framsóknarmenn yrði í hættu ef hann færi að ýja að einhverri frjáls- hyggju í þessum efnum. Aðrir innanbúðarmenn flokksins eru hvassyrtir um málflutning Steingríms og Hjörleifs og segja hinn fyrrnefnda beinlínis hafa spillt með markvissum hætti fyrir mál- Steingrímur J. Sigfússon J Æ m'-w&Wfr Ví Hjörleifur Guttormsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.