Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNB LAÐIÐ Eitrið í huganum „En afeinhverjum ástœðum virðast flestir Serbar kafa komið sér upp einstaklega erf- iðum sálarflækjum sem ganga út á að peir hafi í mörg hundruð ár verið fórnarlömb illra grannþjóða sem hafi ásælst land þeirra. Þær hafi líka logið upp á þá öllum vömmum og skömmum. EITT af því ógeð- felldasta við deilurn- ar á Balkanskaga er ofstækisfull þjóð- ræknin og stans- lausar lygar með tilvísun í sög- una, jafnvel við Islendingar, sem erum þó sjóaðir í að upphefja eigið ágæti, eigum erfítt með að skilja þetta. En við vorum á sín- um tíma fóðruð á sagnfræðileg- um tilbúningi sem afsakaður var með því að málstaðurinn væri góður. Sumir af forkólfum frels- isbaráttunnar okkar á 19. öld gegn Dönum voru nefnilega ekk- ert að hika við VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson að „laga“ stað- reyndir. Og Jónas frá Hriflu ritaði ís- landssögu sem öll íslensk börn voru látin læra í nokkra áratugi á þessari öld. Þau gerðu það yfírleitt mótþróalaust, hann var afbragðs penni og sag- an varð lifandi í meðferð hans. En því miður var drjúgur hluti þess sem hann sagði frá alls eng- in sagnfræði heldur sambland af þjóðsögum og ósvífnum áróðri fyrir þeirri skoðun hans að Is- lendingar hefðu eitt sinn verið fremstir allra. Síðan hefðu vondir útlendingar traðkað á þessari litlu þjóð og rænt hana eigum sínum. Það var ekki fyrr en á síðustu áratugum að sagnfræðingar urðu almennt sammála um að það hafí einkum verið andstaða innlendra valdamanna sem olli því að fram- farir urðu svo litlar hér á landi öldum saman. Það er kaldranalegt að jafnvel hugmyndafræðingar marxista fyrr á 20. öldinni tóku undir söguskoðun Danahatursins og rómantísk viðhorf um smáþjóð- ina sem stóð öll saman gegn er- lenda ofurvaldinu. En við erum lítil eyþjóð. Afleiðingarnar af sjálfsblekkingum okkar eru þess vegna ekki alþjóðlegt vandamál. Einhvern veginn minnir af- neitun og þráhyggja heilla þjóða helst á alkóhólista sem finnur sér allar aðrar ástæður fyrir óham- ingju sinni en drykkjuna. Þótt hundruð þúsunda vitna segi frá hroðaverkum serbneskra her- manna getur ekkert haggað þeirri sannfæringu flestra Serba að „strákarnir þeirra“ geri aldrei neitt af sér. Rómantískir fræðimenn þeirra á 19. öldinni bjuggu til gloríusög- ur af serbneskum stríðsmönnum sem börðust við ofurefli Tyrkja í Kosovo á 14. öldinni. „Oþægileg- um“ staðreyndum eins og þeirri að liðsmenn beggja herja voru sennilega að uppistöðu til Serbar var ekki hampað. Þjóðernisbar- átta með aðstoð skröksagna átti að efla dug serbnesku þjóðarinn- ar sem enn var ekki að fullu sjálfstæð, minna varð fólkið á að einu sinni hefðu riðið hetjur um héruð. Einnig Kosovohérað sem Albanar og forfeður þeirra höfðu reyndar byggt í nokkur þúsund ár áður en Serbar námu þar land. Hér skal ekki dregið úr því að fleiri þjóðir á svæðinu, Króatar, Búlgarar, Albanar, múslimar í Bosníu og fleiri, eiga sér svipað- ar arfsagnir sem þeir hafa einnig notað til að afsaka grimmdar- verk á konum og börnum. Og nú er jafnvel talið að hermenn úr röðum múslima hafí árið 1994 varpað sprengjum á markaðs- torg í Sarajevo en kennt Bosníu- Serbum um til að auka samúð með borgarbúum; afleiðingin varð sú að NATO sendi loksins flugher til að skakka leikinn. All- ir stríðsaðilar ljúga og vinna grimmdarverk, einnig frelsisher Albana í Kosovo. En af einhverjum ástæðum virðast flestir Serbar hafa komið sér upp einstaklega erfíðum sál- arflækjum sem ganga út á að þeir hafí í mörg hundruð ár verið fórnarlömb illra grannþjóða sem hafí ásælst land þeirra. Þær hafí líka logið upp á þá öllum vömm- um og skömmum. Serbar benda á að fasistasveit- ir Króata hafí myrt hundruð þús- unda Serba í seinni heimsstyrj- öld. Er þá ekki fullkomlega eðli- legt að svara nú með því að skjóta albönsk börn í Kosovo, nauðga konum og skera af þeim brjóstin, drepa karla og husla þúsundir þeiiTa í fjöldagröfum? Fátt er til ráða gagnvart þeim sem hugsa svona. Nú fer það ekkert á milli mála að í ríki Milosevic er einræði og erfitt um vik að tjá þar skoðanir í andstöðu við forsetann og glæpahyski hans. En hitt er ískyggilegra að vel upplýst fólk úr röðum Serba á Vesturlöndum skuli í viðtölum taka undir áróður valdafautans í Belgrad án þess að blikna. Þegar spurt er um angist Kosovo-Al- bananna og ólýsanleg gi-immdar- verk Serba þar verður augnaráð- ið flöktandi, en stundum er svar- að með því að vitna í þjóðsögur frá 14. öld. Sem hlýtur að vera upplýsandi og mikil huggun fyrir flóttafólkið í Albaníu. Höfum við ótvíræðar sannan- ir? Svarið er oftast nei. En við vitum hvað handlangarar Milos- evic gerðu í Bosníu, í Srebrenica, í Gorazde, fjöldagrafirnar þar tala sínu máli og allir vita hver hóf styrjaldarreksturinn í Jú- góslavíu 1991. Hann er núna for- seti í Belgrad. Þjóðverjar létu einnig róman- tíska þjóðrembuflagara leiða sig afvega. Þegar þeir voru búnir að gefast upp 1945 og land þeirra var hernumið fóru hermenn bandamanna með íbúa í grennd við útrýmingarbúðir nasista þangað til að þýskir borgarar sæju með eigin augum hvað hafði verið að gerast í landinu. Samt liðu nokkrir áratugir áður en Þjóðverjar voru almennt færir um að horfast í augu við sann- leikann. Gagnvart svo ægilegum hlutum er lausnin oft að loka skilningarvitunum og reyna að gleyma, annars verður sektartil- finningin óbærileg. Hvað skyldu líða margir ára- tugir áður en þorri Serba fæst til að viðurkenna að loftárásirnar á landið hafí verið andsvar þeirra sem voru búnir að fá nóg og gátu ekki sætt sig við að horfa upp á atburðina í Srebrenica endurtaka sig? SIGURÐUR SIGURÐSSON + Sigurður Sig- urðsson fæddist í Túni á Eyrar- bakka 29. nóvember 1915. Hann andað- ist á Landspítalan- um 12. aprfl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Sigmunds- son frá Eystri-Hól í V estur-Landeyjum, f. 10.6. 1945, og Sigrxður Árnadóttir, einnig frá Hóli, f. 14.4. 1873, d. 25.8. 1932. Bjuggu þau á Eyrarbakka. Sig- urður átti þi-jú systkini sem öll eru látin. Elstur var Árni, verkamaður á Eyrarbakka, f. 18.9. 1895, d. 17.6. 1986; Sigur- björg, húsfreyja á Litla-Ármóti, f. 14.4. 1899, d. 24.10. 1982; Kristinn, sjómaður á Eyrar- bakka, f. 13.7. 1908, d. 5.4. 1927. Sigurður kvæntist hinn 25. desember 1948 eftirlifandi eig- inkonu sinni, Jóhönnu Guð- mundsdóttur frá Hurðarbaki, f. 14.4. 1924. Foreldrar hennar voru Guðmundur Gíslason, bóndi á Hurðarbaki í Villingaholts- hreppi, f. 9.12. 1890, d. 20.10. 1954, og Þuríður Árna- dóttir húsfreyja, f. 4.8. 1894, d. 15.5. 1985. Sigurður og Jóhanna hafa allan sinn búskap búið á Selfossi. Fósturson- ur þeirra er Matthí- as Viðar, f. 23.6. 1954, sonur Guð- rúnar Árnýjar (f. 27.2. 1920, d. 23.11. 1965), systur Jó- hönnu, og Sæmundar B. EIi- mundarsonar frá Hellissandi. Sigurður stundaði margvís- leg störf til sjós og lands á langri starfsævi. Var hann sjó- maður í Sandgerði, Keflavík, Vestmannaeyjum og á Eyrar- bakka frá 1931 til 1941 en starf- aði eftir það sem bílstjóri, lengst af hjá Kaupféiagi Árnes- inga, til 1958. Þaðan í frá vann hann á bensínstöð Kaupfélags- ins til starfsloka. Sigurður verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Fósturfaðir minn var allur að kvöldi tólfta apríl eftir nokkurra vikna sjúkdómslegu. Þegar ég horfi núna á ljósmyndir af honum þá er eins og hugurinn festist við orðalag- ið gamla, að deyja er að vera allur, enda er fólgin í því djúp alþýðu- viska: við erum minnt á að mannsævin er fjöldi sundurleitra brota sem safnast saman í eina myndheild á dauðastundinni því þá fyrst verður maður heill þegar hann hefur lokið lífshlaupi sínu; í síðustu andartökum innihaldsríkrar ævi. Þessar ljósmyndir eru sem tvö leift- ur frá ólíkum tímum en þegar eftir er gætt sést svipur sömu mann- eskju: hin fyrri sýnir óráðna spurn ungs drengs en sú síðari lýsir reynslu, þroska áranna, góðvild og sátt eldri manns - uppfyllingu þess sem hin fyrri boðar. Sumt geymist betur í minninu en annað, einkum leiti og slóðar bernskunnar. Fóstri minn mundi vel vist sína að Seli í Gnúpverja- hx-eppi á tólfta ári sumarið 1927. Ferð með hest og vagn fram að Galtafelli, mýrisnípu sem fíaug upp snöggt svo klárinn hljóp undan sér og hvolfdi vagninum svo drengurinn varð með öllu bjargarlaus milli bæja. Einhvernveginn gekk þó allt að óskum. Þetta sumar og næsta vetur var hann snúningastrákur á bænum, fór sendiferðir, gekk að slætti, mjólkaði og bakaði brauð, en í þá daga var farið með deig í vatns- Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fóstudag. í mið- vikudags-, fímmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. fötum á hver austur í Hellisholtum. Lét drengurinn fötumar ofan í hver- inn, refti yfir þær með poka og spýt- um, en mokaði síðan að mold. Dag- inn eftir sótti hann brauðin og bar heim til bæjar. Aðrir atburðh- gnæfðu upp í minnið: Reykjavíkur- ferð, jarðrækt með Fordson á járn- hjólum, ferð á fjall haustið eftir fermingu, Alþingishátíðarárið, flóð í Hvítá, fjós sem fauk og Keli í Ási sem bar eitt sinn stóreflis bát á bak- inu milli bæja; „Ég hélt svona á honum með mér,“ sagði Keli, „fyrst ferðin féll.“ Þegar ég skoða þessa frásögn blasir hið ósagða við: dauði bróður- ins, Kristins, vorið á undan, nítján ára ungmennis sem drengurinn dáði umfram aðra menn. Það gerðist ein- hverntíma síðdegis þann fímmta apríl að átta manna fari, vélbátnum Sæfara, hlekktist á í brimgarðinum undan Eyrarbakka en í fjörunni stóð hann ásamt fleiri þorpsbúum í ótta og angist; og þegar sýnt varð hvert stefndi hljóp hann heim að bænum í Túni og sagði móður sinni, Sigríði, tíðindin. Nokkrum árum seinna liggur þessi fallega kona fyr- ir dauðanum í litla þakbrotna mans- ardhúsinu, rúmlega fertug að aldri, sárkvalin og afmynduð af krabba- meini í auga. Þá var hann á sautj- ánda ári. Þetta hefur verið erfítt líf, flæk- ingstilvera, því þótt drengurinn nyti góðs atlætis í Einarshöfn á Eyrar- bakka næstu árin þá var hann vetr- arstrákur í Sandgerði og háseti á bátum í Keflavík, á Bakka og í Vest- mannaeyjum frá sextán ára aldri fram yfir miðjan þrítugsaldúr; en um hvítasunnu 1941, það sólskins- ríka vor, var líkt og hnífi væri stung- ið í gegnum hann eina nóttina eftir vegarlagningu við Hafravatn. Hann hafði sprengt skemmdan blett í lunganu og var fluttur á berklahælið á Vífilsstöðum innan viku. Fóstri minn fór aldrei aftur til sjós en gerðist þess í stað bílstjóri og ók fyrst nýjum Fordbíl fyrir Kaupfélag Árnesinga á Selfossi. Það hefur verið fínt embætti en keyrt var um morgna austur í Rangár- vallasýslu en síðdegis með mjólk til hersins við Hafravatn. Hafði hann ekkert „prófgram" og lenti oft í braski að eigin sögn en slapp alltaf einhvernveginn. Það hefur verið um þetta leyti, veturinn 1942-1943 þeg- ar fóstri sá um ljósavél kaupfélags- ins, sem hann heillaðist af dökk- hærðri og svipmikilli stúlku í mötu- neytinu; Jóhanna hét hún, dóttir Guðmundar Gíslasonar og Þuríðar Árnadóttur á Hurðarbaki í Villinga- holtshreppi. Þetta hefur verið ást við fyrstu sýn því í það eina sinn brást honum stundvísin. Hver kveikti? spurði Hanna morgun einn í mötuneytinu við mikinn fógnuð við- staddra. En ekki varð aftur snúið. Þau hófu sambúð, giftu sig að fáum árum liðnum, gengu systursyni Jó- hönnu í foreldrastað og byggðu sér hús á Birkivöllum sem flust var í árið 1958. Þar bjuggu þau fjóra áratugi án þess að skuggi félli nokkru sinni til lengdar á sambúð þeirra. Þau hafa þó líkt og flestir upplifað erfiðar stundir sem reyndu á böndin enda krefst ástin umhugsunar, hún krefst auðmýkt- ar, og hún krefst fótataks hérans og flugs fuglsins, sögðu Grikkir forðum daga. Ekkert er mýkra og gljúpara í heimi en kærleikur tveggja manneskja en fyrir fáu öðru þarf meira að strita af gleggri þolinmæði. Fósturforeldrar mínir héldu um seinustu jól upp á hálfrar aldar brúðkaupsafmæli sitt og tæplega er hægt að hugsa sér samheldnari hjón enda leita margar orðvana minningar fram í hugann: um litla fjölskyldu og stóran garð; Þuríði ömmu sem bjó hjá okkur árum sam- an; moskann; hænsnabúið beint á móti; smávaxið frændfólk í heim- sókn; blómskrúð og gljávíði; fljótið, brúna og fjallið; og blíðan fóstra sem sjaldan brá skapi og var tregur til ófriðar þótt stundum væri full ástæða til. En stærstu trén eru vax- in upp af litlum kvisti segir í gamalli bók og fyrir mér er hjónaband fóst- urforeldra minna sem reyniviðirnir tveir er breyttust með árunum úr mjóslegnum sprotum við jörð í lauf- skrúðug tré með limar sem breiðast um allt fyrir utan húsið á Birkivöll- um. Fóstri minn tók banasóttina tólfta apríl og undarlegt spil örlagaríkra endurtekninga fangar hugann. Apríl var honum grimmastur mánaða í æsku en fyrir einstaka tilviljun þá ber fæðingardag móður hans, systur og eiginkonu upp á sama dag í mán- uði þessum. Þetta hefur kannski enga þýðingu en kann að merkja dá- samlegt samræmi í eðlisfari hlut- anna, styrk eða óumbreytanleika. Fóstri er allur en í minningunni var hann heill alla tíð. Heill í hverju verki, stóru sem smáu, hlýr ungum fóstursyni, trúr og ástúðlegur eigin- maður; gætinn, hlédrægur og ábyrgur í hvívetna. Það voru ekki alltaf höfð stór orð um hlutina en dagleg verk töluðu sínu máli. Af hverju dettur mér í hug guð hins smáa, þessi guð sem ekki nýtur mik- illa mannvirðinga en er samt einn eftir þegar yfir lýkur; guð þeiiTa sem erja jörðina og rækta fólkið sem þeim er trúað fyrir án þess að krefjast launa eða háværra lof- gerða? Sama dag og fósturfaðir minn lést var síðasti vinnustaður hans rifinn, bensínstöðin við Austui-veg á Sel- fossi, en mynd hans lifnar og stækk- ar í huganum: mynd ungs drengs með ilmrjúkandi hverabrauð í fötum á leið til bæjar einn haustkaldan septemberdag fyrir löngu. Matthías Viðar. Góður vinur og samferðamaður er látinn. Með honum er horfínn fastur punktur í tilveru síðustu áratuga og þátttakandi í lífí okkar á Selfossi. Siggi mágur var tryggur maður með hlýtt hjarta, trúr sínu samfélagi og hafði gaman af því að fylgjast með því sem var á döfínni í kringum hann og í uppvexti ungviðisins innan fjölskyldunnar. Siggi var einn af fjölmörgum frumbyggjum á Selfossi, ef svo má að orði komast um þá sem tóku þátt í uppbyggingunni þegar hún var sem örust og uppgangur og vöxtur á öllum sviðum í þorpinu við brúna. Hann lagði lífsstarf sitt af mörkum til uppbyggingar í atvinnulífi og mannlífi, tók þátt í þeim mikla sam- hjálparhug sem þá ríkti í þorpinu og enn er hluti af persónuleika bæjar- ins. Hann var starfsmaður Kaupfélags Árnesinga í fjölda ára sem bílstjóri og starfsmaður á bensínstöð KA. Á þeim tíma var KA vinnustaður fjölda fólks og mikil umferð um þorpið sem var í örum vexti. Þessi uppgangur leiddi saman mörg hjón- in og líka þau Sigga og Jóhönnu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.