Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 61 + UMRÆÐAN Sjálfstæðisflokkur skilar auðu! ÞAÐ hefur vakið eft- irtekt, þegar þessar línur eru ritaðar, 17 dögum fyrir kosningar, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur i engu lýst stefnu sinni fyrir kom- andi kjörtímabil og framtíðina. Hann skilar auðu. Og það er sér- staklega eftirtektar- vert, að hlýða á fram- bjóðendur flokksins, þar sem þeir leggja sig fram um það, að segja ekki neitt um framtíð- ina eða um sýn flokks- ins við aldarhvörf. Ein- asta sem forysta Sjálf- stæðisflokksins segir í raun, með ýmsum tilbrigðum, er þetta: Arang- ur fyrir alla. Og svo er bætt við þetta viðlag, að fólk hafí það að meðallagi prýðilegt. Síðan er gjarn- an skotið aftan við eftirfarandi við- vörun: Passið ykkur á Samfylking- unni - þar er fólk á ferðinni sem setur allt á annan endann. Já, hún er uppbyggileg og mál- efnaleg kosningabarátta Sjálfstæð- isflokksins - eða hitt þó heldur. Vel kann að vera að sjálfstæðismenn dæli út loforðapakka á síð- ustu dögum kosninga- baráttunnar, ekki síst ef halla fer undan fæti hjá flokknum í skoð- anakönnunum. Þeir hafa hins vegar kosið kosningabaráttu þagn- arinnar, vegna þess að þeir hafa verið að fá fylgi í þessum sömu könnunum - a.m.k. fram að þessu. Hrópandi þögn En þögnin talar sínu máli. Hvað eru sjálf- stæðismenn í raun að „segja“ við kjósendur, þegar þeir þegja um framtíðina? Þeir eru að segja það, að engin ástæða sé til að gera betur við bamafólk, né lagfæra þau mis- tök sem ríkisstjórnin gerði með heiftarlegri skerðingu bamabóta til fjölskyldna í landinu. Þeir segja að afkoma aldraðra og öryrkja sé í góðu lagi og réttmætar gagnrýnis- raddir fulltrúa þeirra um bág kjör í miðju góðærinu sé grátkór sem ekki Stjórnmál Hvað eru sjálfstæðis- menn í raun að „segja“ við kjósendur, spyr Guðmundur Arni Stefánsson, þegar þeir þegja um framtíðina? sé hlustandi á. Og sjálfstæðismenn segja allt í glimrandi lagi hjá skuldugum fjölskyldum í þessu landi. Þeir segja líka að það sé allt í standi í sjávarútvegsmálum, þar sem tveir tugir íyrirtækja „eiga“ helming af kvótanum - fiskinum í sjónum sem lögum samkvæmt er eign þjóðarinnar. Þeim finnst líka allt i lagi, þótt langflest þessara fyr- irtækja greiði engan tekjuskatt til samfélagsins. Hér eru aðeins örfá dæmi nefnd. En það er vissulega verk að vinna í íslensku samfélagi, þótt Sjálfstæðis- flokkurinn sé hættur í pólitík. Við- varandi valdaseta spillir. Það á við Guðmundur Árni Stefánsson „ÍSLAND án eitur- lyfja árið 2000“ hljóm- ar nú í eyrum flestra sem óraunhæft mark- mið. Hvað sem því líð- ur er baráttan gegn eiturlyfjum ekki orðin úrelt og ef eitthvað er þá má segja að oft var þörf en nú er nauðsyn. Ég held að ég þurfi ekki að sannfæra fólk um þetta því flestir hafa á einn eða annan hátt kynnst böli eitur- lyfja og áfengis í sínu nánasta umhverfi. Þessi þörf kemur líka skýrt í ljós þegar við skoðum hvað er að gerast í þjóð- félaginu. Nýlega opnuðu tvær kjarnakonur svokallað foreldra- Stjórnmál Tökum nú höndum saman gegn böli eiturlyfja, segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, og kjósum Framsókn- arflokkinn. heimili í Reykjavík þar sem foreldr- ar fíkla geta komið og fengið upp- lýsingar þessu tengdar. Einnig hef- ur mikið verið rætt um opnun með- ferðarheimilis Byrgisins í Rockville á Miðnesheiði. Þörfin og þjáning- amar sem þessu böli fylgja eru ólýsanlegar fyrir þolendur og ekki síður aðstandendur. Við í Framsóknarflokknum erum fólk; fólk sem gerir sér gi-ein fyrir þessum mikla og vaxandi vanda. Þess vegna hefur Framsóknar- flokkurinn gert það að einu af helstu baráttumálum sínum að auka lög- og tollgæslu og fjölga úrræðum til auka meðferðar og til þessa málaflokks ætlar flokkurinn að veita töluvert fjármagn. Á meðan þetta á sér stað í þjóðfé- laginu er ungt fólk í röðum Sjálf- Aðsendar greinar á Netinu /KLLTAf= mb l.i is GITTH\&\.Ð A/ÝT7 stæðisflokksins að tala um frjálsa sölu fíkni- efna, þ.á m. áfengis. Þegar ég heyrði þetta fyrst varð ég orðlaus og neitaði að trúa mín- um eigin eyrum. Ég geri það að tillögu minni að þessi hópur geri sér ferð inn á Vog, í Byrgið, á Krísuvíkur- heimilið og fari í heim- sókn til aðstandenda fíkla og kynni sér raun- veralegar afleiðingar áfengis- og fíkniefna- neyslu. Þetta fólk ætti einnig að gera sér grein fyrir því að það fylgir því mikil ábyrgð að taka þátt í stjórnmálum. Ábyrgðarlaust blaður sem þetta sem byggist augljóslega á algeru þekkingarleysi og grunn- hyggni er Sjálfstæðisflokknum til skammar. Nú segja sumir eflaust: „Hvað er manneskjan eiginlega að predika, þeir sem ætla að drekka og dópa þeir gera það hvort eð er, og því meira ófrelsi í sölu því meira svarta- markaðsbrask.“ Jú, jú, ég kannast alveg við þessi rök en þá kem ég aftur að siðvitund og ábyrgð stjórn- málamannsins. Það er skylda hans að huga að almannaheill og breyta rétt. Það á ekki að auðvelda fólki aðgang að fíkniefnum og viður- kenna þau í samfélaginu. Hvaða skilaboð erum við þá að gefa ung- lingunum? Að áfengi sé það sem fullorðna fólkið notar til að geta skemmt sér og að kannabis sé nán- ast hollt fyrir líkama og sál? Tökum nú höndum saman gegn böli eiturlyfja og kjósum Fram- sóknarflokkinn. Við munum ekki bregðast trausti þínu, kæri kjós- andi. Og munið, frelsi getur breyst í fjötra. Höfundur skipar 15. sæti á lista. Framsóknar á Reykjanesi. Suðurlandsbraut 4A Mjög gott 122,1 fm skrifstofuhúsnæði í þessari gullfallegu byggingu. Húsnæðið skiptist í móttöku og fjögur góð herbergi ásamt eldhúskrók og geymslu. Góð sameign og lokað bílastæði á suðurhlið. Nánari upplýsingar á lögmannsstofu okkar. Brynjar Níelsson hrl., sími 588 6020, Helgi Sigurðsson hdl., sími 553 6917. Fornhagi - 3-4ra herb. Vorum að fá í þessu fallega fjórbýli góða 80 fm 3-4ra herb. íbúð i kj. 3 svefnherbergi, rúmg. stofa. Áhv. hagst. lán. Verð 7,9 millj. Valhöll fasteignasala, stmi 588 4477. I fjötrum frelsis - er það þinn vilji? Silja Dögg Gunnarsdóttir Sjálfstæðisflokkinn. Það er eins og forysta Sjálfstæðisflokksins sé farin að líta á fiokkinn sem eins konar varanlegan Stjórnarráðsflokk, upp- fullan af kontóristum, sem hafi þann starfa að stýra landinu um ókomna tíð, hvað sem kosningum líður. Það er umhugsunarefni fyrir kjósendur í landinu. Hvflum hann Já, Sjálfstæðisflokkurinn segir allt í fína lagi. Það sé búið að gera allt sem gera þarf og því þarflaust með öllu að hafa stefnu í þjóðmálun- um eða gefa kjósendum til kynna hvað framtíðin beri í skauti sér. En er ekki rétt að taka Sjálfstæðis- flokkinn á orðinu? Ef hann hefur lokið sínu ætlunarverki, þá má ætla að hann verði hvfldinni feginn. Samíylkingin er komin til að vera - og gera nauðsynlegar endurbætur á íslensku samfélagi. Við ætlum ein- faldlega að gera betur og færa grandvallaratriði til vegs og virð- ingar á nýjan leik í landstjórninni - raunveralegt frelsi, jafnrétti og samhjálp. Stöndum saman um það ætlunar- verk. Höfundur er alþingisniaður Samfylkingarinnar. Boðinnréttingar Vandaðar og follegar innréttingar frá Belgíu á hagstæðu verði. Sniðio að þínum þörfum! Opiö frá kl. 9-18 virka daga og kl. 10-14 laugardaga Vi& Fellsmúla Sími 588 7332 FASTEIGNA rf MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 Netfang: http://habil.is/fmark/ OPIÐ í DAG FRÁ KL. 13-15 SERBYLI Brúnastekkur. Fallegt 227 fm ein- býlishús sem er hæð og kjallari með innb. bílskúr á þessum vinsæla stað. Stór stofa með ami. Garðskáli. 4 svefnherb. Endur- nýjað baðherb. Stór timburverönd með setlaug. Falleg ræktuð lóð. Verð 21,0 millj. Hlaðbrekka - Kóp. Faiiegt 275 fm einbýlishús, hæð og kjallari. Innb. bílskúr. Saml. stofur, sólstofa. Allt nýlegt i eldhúsi. 4 svefnherb. Stór ræktuð lóð. Timburverönd. Verð 18,5 millj. Melabraut - Seltj. Glæsilegt 195 fm einbýlishús á einni hæð með innb. tvöf. bílskúr á sunnanverðu Seltj. Saml. stofur, 3-4 svefnherb. Vandaöar innr. og gólfefni. Falleg ræktuð lóð. Fliti í stéttum. HÆÐIR c. Breiðavík. Mjög fín 94 fm íbúð á jarðheeð. Góð stofa, verönd þar út af. 3 svefnherb. Parket á gólfum. Áhv. hús- br. 2,9 millj. ÍBÚÐ (TOPPSTANDI. 3JA HERB. Lokastígur. góö 60 fm íbúð á 1. hæð í þribýli. Furugólfborð. Mikil loft- hæð. Skjólgóð og sólrik baklóð. Áhv. húsbr. 3,1 millj. Verð 6,9 millj. Nýbýlavegur - Kóp. Giæsíieg efri sérhæð. Allt sér. Rúmgóð stofa og eldhús, 3 svefnherb. Suðursvalir meðfram allrí íbúðinni. Parket. Geymsluris yfir allri íbúðinni. Áhv. byggsj. 1,7 millj. Dvergholt - Mos. góö 124 fm neðri sérhæð í tvíbýli. 3 svefnherb. Sér lóð. Áhv. húsbr. 5,4 millj. Verð 9,2 millj. í! 4RA-6 HERB. Austurströnd - Seltj. Falleg 63 fm íbúð á 4. hæð í góðu lyftuhúsi. Parket. Suðvestur svalir. Þvottahús á hæð. Stæði i bílskýli. Áhv. byggsj. 1,6 millj. Verð 7,2 millj. Grensásvegur. góö 69 fm íbúð á 2. hæð. Suðursvalir. Útsýni. Flúsið í góðu standi að utan. Stutt í skóla. Verð 6,5 millj. 2JA HERB. Laugarnesvegur - útsýni. Falleg og björt 92 fm 4ra herb. endaíbúð á 4. hæð. Saml. stofur, 3 svefnherb. Suðvestursvalir. Mikið útsýni. Flús að utan og sameign í góðu ástandi. Áhv. byggsj./ húsbr. 4,7 millj. Verð 7.950 þús. GÓÐ ÍBÚÐ. Kaplaskjólsvegur - laus strax. 4ra herb. íbúð á 1. hæð ásamt herb. í kjallara. 33 fm bílskúr. Verð 8,5 Framnesvegur - byggsj. 5,2 millj Fín 59 fm íbúð á 1. hæð ásamt stæði í bílageymslu. Ffús nýmálað að utan. Rúmgott svefnherb. Góð stofa. Parket. Áhv. byggsj. 5,2 millj. Verð 7,5 millj. Hávatlagata - laus strax. Björt og rúmgóð 75 fm íbúð í kjallara/jarðhæð á þessum góða stað i vesturbænum. Sér- inngangur. Laus strax. Verð 7,0 millj. Hraunbær. Snyrtileg73fmíbúðá1. hæð. Áhv. byggsj./húsbr. 3,6 millj. Verð 6,1 millj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.