Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 68
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ^68 UMRÆÐAN Burt með sjómannaafslátt- inn, bætum kjör öryrkja AÐ hefur talsvert verið rótt um kjör öryrkja, bæði í fjölmiðlum og á ýmsum fundum hér í borg og víðar. Ég tel að flestir þeir sem hafa skoðað þessi mái séu sammála —, um að kjör öryrkja séu í of mörgum tilfellum mjög slæm. Að vísu eru afskaplega margir, senniiega meirihluti þjóðarinnar, sem láta sig þessi mál ekkert eða lítið varða. Ég hef að gamni mínu verið að spyrja fólk svona í kringum mig hvort það hafi lesið þessa og þessa grein í fjölmiðlum, eða hvort það viti hvaða bætur eru í boði fyrir öryrkja. (Ég man ekki eftir neinum sem ég þekki sem lætur sig þessi mál varða.) Svörin eru á einn veg: Engin(n) hefur lesið greinar eða kynnt sér málin almennt. En hvers vegna eru kjör öryrkja svo slæm sem raun ber vitni? Mín skoðun er sú að það sé vegna þess að enn eimir talsvert af þeirri hugsun að öryrkjar séu hálf- gerðir hreppsómagar eða kannski bara lítt áhugaverður þjóðfélags- hópur fyrir framsækið þjóðfélag sem hefur lánstraust upp á 10 hjá stærstu bönkum í út- löndum. Einmitt þarna liggur kannski hundur- inn grafinn, þjóðin ekki með áhuga á þessum málaflokki og þar með ekki stjórnmálamenn- irnir heldur, því þeir eru, tel ég, nokkurs konar þverskurður af þjóð- inni. Hvað er til ráða? Sumir öryrkjar lifa undir hungurmörkum eins og þau eru skilgreind í dag. Öllum skattpeningum ríkissjóðs hefiu- verið ráðstafað eins og gengur og ekki er það þjóðarvilji að hækka skatta. Ég legg þetta til: Eins og öllum er kunnugt um hafa um áratugaskeið verið tvenn lög í þessu landi um tekjuskatt einstak- linga, þ.e.a.s. að sjómenn hafa borg- að lægri skatta en aðrir þegnar þessa lands, þar með taldir öryrkj- ar. Eflaust er hægt að finna einhver rök fyrir því að á sínum tíma hafi þetta verið réttlætanlegt, þó er ég efins um það. Enn í dag er þetta lagaskrípi eitt mesta óréttlætismál sem þjóðin býr við. Það er verið, til að fullkoma þennan smánarblett í íslensku þjóðlífi, að veita tekju- hæstu stétt landsins þennan afslátt, um 1,5 milljarða króna á ári, á með- an aumustu þegnar þessa lands þurfa stundum að betla fyrir mat sínum. Ég ákæri þá þingmenn sem ekki þora að breyta samkvæmt sam- visku sinni í þessu máli. Ég hef verið að kynna mér að und- anfomu kosningastefnuskrár stjórn- málaflokkanna og einnig hef ég átt Réttlæti / Eg ákæri þá þingmenn, segir Stefán Gissurar- son, sem ekki þora að breyta samkvæmt sam- visku sinni í þessu máli. viðtöl við frambjóðendur. Hvergi er það í stefnuskrám flokkanna að af- nema sjómannaafsláttinn á næsta kjörtímabili. Þannig virðist sem meirihluti þjóðarinnai' vilji því miðui’ frekar veita tekjuhæstu stétt landsins afslátt af sköttum upp á 1,5 milljarða á ári en að lyfta aumustu þegnum þessa lands upp fyrir hungurmörk. Sjómenn eru jú miklu, miklu sterkari en öryrkjar. Þjóðin hefur ailtaf haft miklu meiri áhuga á heljarmennum en amlóðum. Þar sem engin teikn eru á lofti um að stjómmálamenn vorir ætli að breyta þessari skömm til betri vegar á næsta Iqörtímabili a.m.k. fer ég hér með fram á það við sjómenn að þeir afsali sér sjálfir þessum skammarlega afslætti í þrepum á næstu fjómm ár- um. Ef sjómenn afsala sér rétti (órétti) þessum eiga þeii’ jafnframt að gera kröfu þess efnis að 3/4 hlutar fari til að bæta kjör öryrkja og 1/4 hluti til þess að bæta enn öryggismál sjó- manna. Að lokum vil ég segja þetta: Þið sjómenn erað telquhæste stétt lands- ins að ég tel og þess vegna eruð þið aflögufærir til að borga sömu skatta og aðrir í þessu þjóðfélagi. Það er ekki verið að fara fram á neitt annað en að þið standið jafnfæt- is öðrum þegnum þessa lands en ekki skrefi framar hvað skattalög vai-ðar. Að mínu mati á að vera reisn yfii’ sjómönnum, „Islands Hrafnistu menn!“, en á meðan þið sjómenn borgið ekki það sama til þjóðfélagsins og aðrir, ekki síst í ljósi þess að aum- ustu þegnar þessa lands eiga mjög um sárt að binda, er það því miður hálfgerð skömm fyrir sjómannastétt. Þið sjómenn eigið betra skilið en skömm, gangið fi-am fyrir skjöldu og hristið af ykkur þetta slen og gefið stjómmálamönnum voram langt nef og sýnið að þið erað menn sem þorið. Höfundur starfar sem vátrygginga- rádgjafi og er öryrki. ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1002. þáttur FRÁ Birni Ingólfssyni skáldi á Grenivík hefur umsjónarmanni borist efni, það sem honum þykir fengur að birta: 1) Tilgáta um nýyrðið þarsíð- ast. Einhver málfátæklingur kom óvenju illa niður eftir „gleðina" sem haldin var helgina fyrir síð- ustu helgi. Frá þessu ætlaði hann að segja vinnufélaga sínum á byggingarkrananum eða í síldar- bræðslunni og mundi ekki hvem- ig hann átti að orða það. Hann rámaði þó í að helgin eftir næstu helgi heitir þamæsta helgi. Þar með rann upp ljós. Þetta hlaut þá að hafa verið þarsíðasta helgi þegar teitin mislukkaðist. Þar með var orðið þarsíðastur komið í umferð og hver át upp eftir öðrum. Ég heyri þetta allt í kringum mig og leiðist óskaplega. Mér virðist jafnvel rígfullorðið fólk vera búið að gleyma því sem það ólst upp við; að tala um næst- síðast. Onnur vitleysa sem menn tönnlast á í hugsunarleysi er röng meðferð á hugtakinu að byggjast á e-u. Nokkur dæmi: Prestur: Kristin trú byggir á Biblíunni. Þingmaður: Árangur flokksins í kosningunum byggir á þátttöku kjósenda. Islenskukennari: Prófið byggir á námsefninu. Ég sé ekki betur en þetta sé tóm vitleysa. Kristin trú byggir ekki nokkum hlut á Biblíunni. Þvert á móti, hún er byggð/bygg- ist á henni. Sömuleiðis er prófið byggt, þ.e. það byggist á náms- efninu. Ég álít að þessi nýja „bygging- araðferð“ hafi upphaflega verið mismæli sem menn gleyptu hver í kapp við annan í hugsunarleysi. Ég kokgleypti þetta meira að segja sjálfur og það þykir mér verst. Á opinberu plaggi sem ég orðaði stendur: „Lokaeinkunn er heildarmat á námsárangri nem- enda fyrir heilt skólaár og byggir á stöðugu mati sem fram hefur farið allt skólaárið." [Hér hefur umsjónarmaður fengið góðan bandamann.] 3) Þá angrar það bæði Bjöm og umsjónarmann, þegar fólk fer yfir „ánna“ og „brúnna", en ekki ána og brúna o.s.frv. Bjöm send- ir „málvillingum“ svofellt kvöld- ljóð: ’NNA A bæ sem stendur austanvert við ánna er eiginkonan jafnan kölluð Rúnna. Og bóndinn oft á fjörumar við frúnna fer á kvöldin undir skörðum mánna. Hnakkinn sinn hann hefur lagt á Gránna, í hreppsnefndinni er fundur einmitt núnna. frúin heima er mædd að mjólka kúnna og mælast til að nytin fari að skánna. Og karlinn fer af baki rétt við brúnna, sem byggði forðum vinnuflokkur Stjánna, og rekur eins og hugsi hægri tánna í handriðið sem byrjað er að fúnna. í útvarpinu er umræða um trúnna og Ari Trausti að flytja veðurspánna. Tíningur 1) Mér er sagt að í fréttum hafi heyrst að maður færi í „humátt á undan“ einhverjum. Þetta fær ekki staðist. Menn fara í humátt á eftir o.s.frv. Dæmi eru til allt frá því á 18. öld um humátt eða húmátt og þá helst í sambandinu að fara í humátt á eftir einhverjum = elta einhvern (hljóðlega). Uppruni er óljós og lítið um samsvarandi í grannmálum okkar. I mennta- skóla var mér kennt að humátt væri afbökun úr hámót, og er þá að sjá hvort við erum nokkru nær. Um orðið hámót segir Ásgeir Bl. Magnússon: „eiginl. hælfar, spor; fara í hámót á eftir ein- hverjum - læðast á eftir einhverj- um“. Og þá vitum við það. Síðan telur Ásgeir margs konar afbak- anir sem orðnar era til vegna misskilnings, þar á meðal humátt. Orðið hámót er samsett líkt og hásin, hvort tveggja skylt orðinu hæll. 2) Er ekki „orsakavaldur" óþörf tvítekning (tautologia)? Er ekki nóg að segja að orsakir sjúk- dómsins séu óþekktar? Já, og „ákvarðanataka", er það ekki sama staglið. Er ekki ákvörðun nóg? 3) Þegar ég var barn, sögðu sumir um bolakálfa og tarfa að þeir væru manneygðir. Krakkar voru víst oft hræddir með bola. I skóla komst ég að því að þetta undarlega orð, manneygður, sem stundum var reyndar ð-laust, var afbökun úr mannýgur. Eða hví skyldu naut hafa mennsk augu, ef þau vildu stanga fólk? Ýgur merkir ægilegur og því skylt, líka sögninni að ógna, og skilst það allt mun betur. Ég hef orðið þess var að sumir vilja helst ekki nota mannýgur um önnur dýr en þjóra. Og það er skiljanlegt. En fleiri dýr geta ýgt mönnum, vakið með þeim ótta. Man ég að mér þótti gaman að lesa hjá Halldóri Laxness að gæsir væru mannýg- ar. Þetta skildi ég mætavel, eink- um eftir að kvikindi það sem nefnist kalkún(i), hafði blásið sig út og gert atlögu að mér. Mér er í nöp við það fiðurfé síðan. Kalkún(i) er úr hollensku kalkoen, en svo nefndur, af þvi að hann var frá Kalkútta á Indlandi. 4) Kunningja okkar, Rúnar Kristjánsson, langar til að vita meira um orðið örlögsíma, þó að hann viti merkinguna: örlaga- þráður. Þetta orð er einsdæmi í fornum bókum okkar og kemur þar fyrir í fleirtölu. Orðið beygist eins og auga. I Reginsmálum segir um Sigurð Fáfnisbana Sig- mundarson, vísa 14: Eg mun fæða fólkdjarfan gram; nú er Yngva konur með oss kominn. Sjá mun ræsir ríkstur und sólu; þrymur um öll lönd örlögsímu. Meira um þetta mál í næsta þætti. Upp og niður Sá loft undir Stíg á stillönsum í stórbrotnum framkvæmdabrönsum, en áður en varði, var hann austur í Skarði látinn síga í kistu með krönsum. (Hárekur úr Þjóttu.) Auk þess vilja Oddur Sigurðs- son jarðfræðingur og umsjónar- maður að Ríkisútvarpið taki upp þáttinn Daglegt mál sem fyrst aftur. Bætum lífskjör í sveit í DAG er góðæri, sem felst í auknum kaupmætti, niður- greiðslu erlendra lána og stöðugleika. Aukinn kaupmáttur greinist fyrr í þéttbýli en strjál- býli. Góðæríð á lands- byggðinni er víða ennþá óverulegt. Tryggja þarf að það nái til allra, einnig íbúa landsbyggð- arinnar. Samgöngur og þjón- usta í sveit Mikill kostnaður fer í akstur í hinum dreifðu byggðum þar sem langt er á milli staða og veg- irnir slæmir. Þetta ásamt smæð samfélagsins gerir þjónustu og vöru dýra og dregur úr eðlilegri launa- hækkun. Það þekki ég af eigin raun sem dýralæknir í sveit. Verslunarrekstur er erfiður á landsbyggðinni og vöruverð hærra en í kaupstað. Sveitungamir kaupa nauðsynjar í kaupstað en nota dýrari verslun í heimahéraði í neyð. Bæta þarf rekstrargrundvöll slílú’a versl- ana en þeim hefur fækkað mjög á undanfömum áram. Einnig er brýn þörf að setja upp fleiri eldsneytis- sjálfsala á landsbyggðinni. Póstdreifing fer víða fram þrjá daga vikunnar til sveita. Svo er einnig um póstdreifingu frá Reyk- holti í Borgarfirði. Hinsvegar eru daglegar rútuferðir í Reykholt með póstinn. Á pósthúsinu í Reykholti er fyrsta flokks þjónusta og mikil velta; velta sem í þéttbýli myndi að stærst- um hluta fara í gegnum bankakerfið. Nú er nýbúið að taka ákvörðun um að lesa sundur póstinn í Borgarnesi og dreifa honum þaðan. Afleiðingar þessa í sveitinni yrðu m.a. þær að stöðugildum fækkar, póstþjónustan minnkai’, rútuferðum í Reykholt fækkar og önnur þjónusta sem háð er samgöngum rýrnar. Þetta mun einnig hafa neikvæð áhrif á hótel- rekstur og verslun í Reykholti og ferðaþjónustu almennt. Fámennt og strjábýlt samfélag er viðkvæmt sam- félag sem þarf að hlúa að og styrkja. Því ber að koma í veg fyrir slys af þessu tagi. Efling markaðsstarfs tengt landbúnaðarvörum Hér skal vakin athygli á ályktun Sjálfstæðisflokksins um landbúnaðar- mál til styrktar búsetu á landsbyggð- inni: „Sjálfstæðisflokk- urinn hvetur til öflugs markaðsstarfs á grand- velli gæða íslenskrar búvöra." Ég tel brýna þörf á að auka markaðsstarf í sambandi við dilkakjöt á erlendri grand og selja það eingöngu sem lúx- usvöra. Varan þarf að vera stöðluð með gæða- stjórnun og innra eftir- liti. Forsendui’ þessa era til staðar, ekki síst með nýju kjötmati „EUROP“, sem var tek- ið í notkun hér á landi sl. haust. Dilkakjötið á að selja dýrt sem há- gæðavöra frá hreinu landi. Ekki má einblína á innlendan markað þar sem dilkakjöt mun ekki geta staðist verð- Góðæri Þingsályktun um stefnu í byggðamálum, segir H. Edda Þórar- insdóttir, hefur að markmiði að bæta skilyrði til búsetu á landsbyggðinni. samanburð, t.d. við svínakjöt. ísland hentar vel til sauðfjárræktar. Mark- aðssetning íslensks dilkakjöts erlend- is ætti að geta bætt kjör sauðfjár- bænda og skilað gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. Lokaorð Þingsályktun um stefnu í byggða- málum hefur að markmiði að bæta skilyrði til búsetu á landsbyggðinni. Nýta þarf öll sóknarfæri til að bæta þar lífskjör og spoma við fólksflutn- ingum í þéttbýlið. Bættar samgöng- ur hafa sannarlega jákvæð áhrif á at- vinnuuppbyggingu í sveit. Þá er brýn þörf á að efla markaðsstarf er- lendis með gæði og hreinleika í fyrir- rúmi. Það er skoðun mín að þessum málum sé best varið í höndum Sjálf- stæðisflokksins. Höfundur er dýralæknir og skipar 6. sæti á lista Sjiílfstæðisflokksins á Vesturlandi. H. Edda Þórarinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.